Fréttablaðið - 06.03.2009, Qupperneq 25
6. mars föstudagur 5
„Ég held og vona að tískan í vor
og sumar verði fjáls, bæði hvað
varðar föt, fylgihluti og förðun,“
segir Sóley Ástudóttir, eigandi
EMM school of make up, spurð um
tískuna á komandi mánuðum. „Í
förðun verður vinsæll farði sem
varla sést með smá „glow“ í og
það verður svolítið um
80´s look. Kóngablár
og turkís augnskuggi
verða mjög „inn“ og
það nýjasta fyrir
kinnar er gelkinna-
litur sem fellur inn
í húðina, en ekki
kremaður eða púður
kinnalitur. Eyelinerinn
heldur áfram og dauf-
ir berjalitir á varirnar,“
útskýrir Sóley.
„Hvað varðar klæðn-
að í vor og sumar, þá
verður mikið um past-
elliti og frjálst „look“
með blómamunstri
og b jartar i l i tum
eftir gráan og kaldan
vetur. Vor og sumar
frá H&M minnir svo-
lítið á Miami Vice,
stórir jakkar, skyrt-
ur, síðir frakkar og
svo framvegis. Það
verður mikið um
skyrtur yfir peysu
og stuttbuxur yfir
leggings. Fólk mun
gera meira af því að
blanda gömlum fötum
við ný, hugsa um um-
hverfið og endurnýja. Allt „print“
á eftir að minnka og það verður
meira um lágstemmda liti, svolít-
ið eins og að það sé búið að þvo
flíkina oft,“ bætir hún við.
„Fólk á vonandi eftir að þora að
blanda gömlum fötum við ný og
prufa að vera aðeins meira skap-
andi þar sem buddan mun vænt-
anlega ekki vera eins þung
og áður fyrr. Það sem ger-
ist þegar peningaflæðið
minnkar er að fólk byrj-
ar að hugsa og þar af
leiðandi nota sköpunar-
hæfileikana og það sem
er þegar til í skápn-
um. Það heitasta í vor-
og sumartísk-
unni verður
því ekki það
nýjasta frá
tískuhúsun-
um, heldur
sjálfstæðar
konur í nýju
„looki“ sem
þ æ r h a f a
skapað sjálf-
ar heima hjá
sér og er ótrú-
lega spenn-
andi.“
- ag
Það heitasta í vor- og sumartískunni:
Frelsið í fyrirrúmi
Flott Sóley segir
mikið frelsi fylgja
vor- og sumartísk-
unni, og vonar að
konur eigi eftir að
þora að skapa
eigið útlit.
ior
M
on
ic
a
B
el
lu
cc
i b
y
T
ye
n
LOOSE POWDER FLUID FOUNDATION