Fréttablaðið - 06.03.2009, Page 32
20 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
ALAN GREENSPAN
ER 83 ÁRA Í DAG.
„Ég verð að vara ykkur við,
ef þið eigið auðvelt með
að skilja það sem ég segi
hafið þið sennilega misskil-
ið mig.“
Greenspan er hagfræðing-
ur og fyrrverandi seðlabanka-
stjóri Bandaríkjanna.
Rússneski efnafræðingurinn Dmitri Medelejev
kynnti þennan dag árið 1869 fyrsta uppkast
lotukerfisins.
Lotukerfið er yfirlit yfir öll þekkt frumefni
sett fram í töflu. Efnunum er raðað í töfluna
eftir rafeindaskipan þannig að hún sýnir
hvernig margir eðliseiginleikar efnanna breyt-
ast í gegnum töfluna. Hvert efni er sýnt með
sætistölu sinni og efnatákni. Taflan sýnir ýmis
grundvallareinkenni efnanna. Til eru fleiri kerfi
sem sýna eiginleika frumefnanna, annaðhvort
í meiri smáatriðum eða frá öðru sjónarhorni.
Hver lárétt lína í töflunni nefnist lota. Hver
dálkur í töflunni nefnist hins vegar efnaflokkur
eða bara flokkur.
Mendelejev fæddist hinn 8. febrúar árið
1834 í þorpinu Verhnie Aremzyani. Hann lést
í Pétursborg 2. febrúar árið 1907, 72 ára að
aldri.
ÞETTA GERÐIST: 6. MARS ÁRIÐ 1869
Fyrsta uppkast lotukerfisins kynnt
Samband íslenskra kristniboðsfélaga
(SÍK), oft nefnt Kristniboðssamband-
ið, er áttatíu ára í ár. Sambandið var
stofnað í framhaldi af heimkomu Ólafs
Ólafssonar kristniboða sem hafði verið
við störf í Kína.
„Íslenskir kristniboðar voru við störf í
Kína þar til um miðja síðustu öld þegar
landinu var lokað fyrir kristniboðum.
Eftir stendur kirkjan í Kína og mikill
fjöldi kristinna manna í landinu,“ segir
Skúli Svavarsson, kristniboði til fjöru-
tíu ára og starfsmaður Kristniboðssam-
bandsins. „Í dag starfar SÍK aðallega í
Afríkulöndunum Eþíópíu og Keníu.“
Kristniboðar starfa undir kjörorð-
inu „Kristnið allar þjóðir“ en kristni-
boði fylgja alltaf kærleiksverk. „Við
byrjuðum að senda kristniboða til Eþí-
ópíu árið 1953 og til Keníu 1978. Í Eþí-
ópíu sameinuðumst við öðrum lútersk-
um kristniboðsfélögum og var stofnuð
lútersk kirkja í landinu árið 1959. Hún
fagnaði 50 ára afmæli í janúar og nú
tilheyra henni um 5 milljónir kristinna
manna.
Íslenskir kristniboðar hafa átt mik-
inn þátt í uppbyggingu landanna. Þeir
hafa komið á fót fjölmörgum barna-
skólum, framhaldsskólum, háskólum
og heilbrigðisstofnunum. „Hugmynd-
in með kristniboði er að hjálpa mann-
inum heildstætt. Þá er rík áhersla lögð
á það að setja ekkert í gang nema vitað
sé að fólkið á staðnum geti tekið við og
séð um þau verkefni sem við komum á
fót. Þetta er því hjálp til sjálfshjálpar
enda er það í eðli kristniboða að vera
á ferðinni og fara sífellt á nýja staði
og þangað sem neyðin er mest,“ segir
Skúli. Hann segir það gefa sér mikið að
fylgjast með árangrinum af starfinu.
„Þetta er mér hjartans mál og menn
segja þetta köllun.“
Starfsemi SÍK er að mestu fjár-
mögnuð með einstaklingsframlögum
en auk þess reka samtökin nytjamark-
að á Grensásvegi 7. Í tilefni afmælis-
ins mun sambandið halda afmælishá-
tíð í húsi KFUM og K að Holtavegi 28
sunnudaginn 15. mars en auk þess verð-
ur sérstök afmælisdagskrá alla næstu
viku. Ská nánar á www.sik.is.
vera@frettabladid.is
SAMBAND ÍSLENSKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA: FAGNAR ÁTTATÍU ÁRUM
Kristniboð er hjartans mál
KRISTNIBOÐI Í 40 ÁR Skúli Svavarsson á nytjamarkaði Kristniboðssambandsins sem er opinn virka daga allan ársins hring. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Margrét Magnúsdóttir,
Álfaskeiði 78, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mánudaginn
9. mars n.k. kl. 13.00.
Jón Olgeirsson
Sigurjón Jónsson Kolbrún Sjöfn Indriðadóttir
Holgeir Jónsson Guðbjörg Ragnarsdóttir
Magnús Jónsson Guðlaug Fjóla Arnardóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
Sólborg Marinósdóttir
Laugarnesvegi 116,
sem lést á Landspítalanum þann 23. febrúar síðast-
liðinn, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 6. mars klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Ás, styrktarfélag. Sérstakar þakkir
fá læknar og hjúkrunarfólk á blóðlækningadeild
Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun
og alúð.
Rudolf Ásgeirsson
Ásgeir Marinó Rudolfsson Guðbjörg D. Tryggvadóttir
Sverrir Þór Rudolfsson Anna Wahlström
Anna Rudolfsdóttir Reynir Þór Reynisson
Áslaug J. Marinósdóttir
Þorsteinn Marinósson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Einar Franklín Steinarsson,
lést á Hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum 4. mars.
Steinar Ingi Einarsson Gunnhildur María Eymarsdóttir
Sigurður Arnar Einarsson Á. Bergljót Stefánsdóttir
María Björk Steinarsdóttir Konstantín Shcherbak
Einar Ísfeld Steinarsson Erin Jorgensen
Sigurgeir Sigurðsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Halldór Garðarsson
fyrrverandi bifreiðastjóri,
Hringbraut 50 (áður Þorfinnsgötu 12),
andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 23.
febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð.
Alúðarþakkir færum við öllu starfsfólki Grundar en
þó sérstaklega þeim er starfa á deild V-4 fyrir frábæra
umönnun og elskulegt viðmót. Guð blessi ykkur öll.
Hulda Halldórsdóttir Stefán Ásgrímsson
Garðar Halldórsson Björg Ingþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Gunnar Salómonsson
Núpalind 8, Kópavogi,
andaðist á líknardeild Landspítalans 23. febrúar.
Útförin hefur farið fram. Kærar kveðjur til allra þeirra
sem studdu hann og okkur í veikindum hans, ekki síst
til Kristínar útfararstjóra á Kanarí.
Erla Gerður Högnadóttir
Sigursteinn Gunnarsson
Guðjón Gunnarsson
Kolbrún Ýr Jóhannsdóttir
Guðrún Erla Sigursteinsdóttir.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, sonur, bróð-
ir og fyrrum maki,
Ragnar Jón Gunnarsson
arkitekt og skipulagsfræðingur,
Reynimel 31,
lést á heimili sínu 4. mars. Jarðarförin verður auglýst
síðar.
Hilmir Berg Ragnarsson Arnar Jón Ragnarsson
Janus Christiansen Birgitta Baldursdóttir
Guðlaug Erna Jónsdóttir
Gunnar G. Einarsson
Einar Berg Gunnarsson Svandís Bára Karlsdóttir
Þórey Björg Gunnarsdóttir Guðbjartur I. Torfason
Hafdís Lilja Gunnarsdóttir Karl H. Karlsson
og systkinabörn hins látna.
MERKISATBURÐIR
1902 Sögufélagið er stofnað
til að „gefa út heimildar-
rit að sögu Íslands í öllum
greinum frá því á miðöld-
um og síðan“.
1905 Coot, fyrsti togari í eigu
Íslendinga, kemur til
Hafnarfjarðar.
1921 Portúgalski kommúnista-
flokkurinn er stofnaður.
1957 Afríkuríkið Gana fagn-
ar sjálfstæði sínu frá Bret-
landi.
1983 Helmut Kohl er kjörinn
kanslari Þýskalands.
1992 Tölvuvírusinn Michelang-
elo fer af stað og herjar á
tölvur um allan heim.
1998 Frost mældist -34,7°c í
Mývatnssveit, það mesta
á landinu í áttatíu ár.