Fréttablaðið - 06.03.2009, Side 46
34 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ?
LÁRÉTT
2. þó, 6. tveir eins, 8. skip, 9. ískur,
11. ekki heldur, 12. kær, 14. frumefni,
16. í röð, 17. kk nafn, 18. heyskapa-
ramboð, 20. tveir eins, 21. þráður.
LÓÐRÉTT
1. tamning, 3. frá, 4. orðstír, 5. bjálki,
7. tré, 10. fjallaskarð, 13. nudda, 15.
titra, 16. taumur, 19. frú.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. samt, 6. gg, 8. far, 9. urg,
11. né, 12. náinn, 14. flúor, 16. tu, 17.
ari, 18. orf, 20. ðð, 21. garn.
LÓÐRÉTT: 1. ögun, 3. af, 4. mannorð,
5. tré, 7. gráfura, 10. gil, 13. núa, 15.
riða, 16. tog, 19. fr.
„Yfirleitt gild-
ir það með
landsbyggð-
ina miðað við
höfuðborgar-
svæðið, að
það er miklu
meira sam-
band á milli
fólksins og
hljómsveitanna en í bænum.“
Magnús Kjartansson í Helgarpóstinum
27. apríl 1979.
„Það er alltaf gaman að spila fyrir þakk-
láta hlustendur, hvar sem er. En umhverf-
ið hefur breyst það mikið á síðustu árum
að hljómlistarmenn eru í miklu minna
mæli farnir að fara um landið sitt. Maður
saknar þess nú og hver veit nema maður
taki á sig rögg og geri eitthvað í málinu,“
segir Magnús nú.
„Þetta eru auðvitað góð meðmæli.
Það er alls ekki leiðinlegt að fá að
klæða prinsessu,“ segir Elva Rósa
Skúladóttir, yfirhönnuður hjá
Cintamani-fatamerkinu. Danska
krónprinsessan Mary Donaldson
klæddist Cintamani-útivistar-
fatnaði í konunglegu skíðaferða-
lagi í svissnesku Ölpunum fyrir
skemmstu. Dönsku blöðin Billed
Bladet og Se & Hør birta mynd-
ir frá ferðalaginu í nýjustu tölu-
blöðum sínum. Búast má við því
að klæðnaður krónprinsessunn-
ar veki eftirtekt og auki hróður
íslenska fyrirtækisins. „Hún er
mikið „fashion-icon“ þarna úti og
það er mikið pælt í fötunum sem
hún klæðist,“ segir Elva Rósa.
Aðspurð segir hún að fatnaður frá
Cintamani sé seldur bæði í Dan-
mörku og Noregi. Þá hafi fatnað-
urinn líka selst í Bandaríkjunum
og Kanada og í gegnum netið.
Elva Rósa segir að Cinta-
mani sé með umboðsmann í
Danmörku sem hafi komið
þessu í kring. Hann kom
sér í samband við stílista
konungsfjölskyldunnar sem
fengu sýnishorn af Cinta-
mani-fatnaðinum. Mary
valdi sér svo fötin sjálf eftir
sýnishornunum. Á myndunum
sést að hún klæðist útivistarbux-
um, útivistarjakka og peysu frá
Cintamani.
Mary Donaldson ólst upp í
Ástralíu og starfaði í auglýs-
ingageiranum áður en hún
kynntist Friðriki, krónprinsi
Dana. Þau gengu í hjónaband
árið 2004. Mary og Friðrik
eiga tvö börn, Kristján og Ísa-
bellu. Samband þeirra hefur
jafnan verið mikið undir smásjá
danskra fjölmiðla og nýtur Mary
mikilla vinsælda meðal almenn-
ings. Hún er í raun vinsælasta
manneskjan í konungsfjölskyld-
unni samkvæmt könnun sem gerð
var í fyrra. Þá var hún jafnframt
valin Kona ársins af tímaritinu Alt
for damerne.
ELVA RÓSA SKÚLADÓTTIR: EKKI LEIÐINLEGT AÐ KLÆÐA PRINSESSU
Mary prinsessa velur íslenskt
PRINSESSA Í
CINTAMANI
Mary Donaldson klæddist
íslenskum útivistarfatnaði frá
Cintamani í skíðaferð í svissnesku
Ölpunum. Friðrik, krónprins Dana,
og börn þeirra, Ísabella og Kristján,
eiga hins vegar eftir að dressa sig upp.
Dönsku blöðin Se & Hør og Billed Bla-
det fjölluðu ítarlega um skíðaferðina.
Elva Rósa Skúladóttir, yfirhönnuður
hjá Cintamani, er ánægð með nýjasta
viðskiptavin sinn.
„Já, þetta er nú svona með því
meira sem ég hef séð í þessu,“
segir Bjarni Haukur, leikhússtjóri
Loftkastalans.
Fimm hundruð manns hafa
skráð sig í áheyrnarprufur fyrir
sumarsýninguna Grease en þær
fara fram nú í upphafi næstu
viku. Stefnt er að því að frum-
sýna söngleikinn 11. júní. Leik-
stjóri er Selma Björnsdóttir en
tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni
og munu þau sitja úti í sal þegar
fimm hundruð manns, leikarar,
söngvarar og dansarar, sýna hvað í
þeim býr. Sá háttur var hafður á að
þeir sem vilja taka þátt sendu upp-
lýsingar um sig til Bjarna Hauks
í Loftkastalann og skráðu sig til
þátttöku. Og mörg kunnugleg nöfn
að sögn Bjarna sem þó vill ekki að
svo stöddu máli upplýsa frekar þar
um. „Prufurnar eru á mánudag og
þriðjudag og eftir það fara málin
að skýrast. Mér þykir alveg furðu-
legt að húsin, sem styrkt eru
af ríki og bæ, eru ekki með
meira af prufum. Þetta
ætti að vera miklu oftar.
Hér eru svo margir sem
hafa verið að læra söng
og dans en allar dyr eru
lokaðar. Og engin leið
fyrir fólk að sýna hvað
í því býr. Fullt af hæfi-
leikafólki hér í öllum
hornum. Sprettur fram
og maður veit ekki hvað-
an. Hver ert þú?“ spyr
Bjarni Haukur. - jbg
Fimm hundruð í prufu fyrir Grease
SELMA BJÖRNSDÓTTIR Áheyrn-
arprufur eru hennar ær og kýr.
Hún stendur í ströngu við að
vinsa úr í Idolinu og nú ætla
fimm hundruð manns á hennar
fund til að sýna hvað í þeim býr.
BJARNI HAUKUR
Furðar sig á því að
atvinnuleikhúsin skuli
ekki bjóða oftar upp
á áheyrnarprufur því
hér er hæfileikafólk
í hverju horni sem
aldrei fær að sýna
hvað í því býr.
„Ég er alsæll með lífið. Nú fer ég á einhverja róna-
búllu niðrí bæ og býð á línuna,“ segir Ásgeir Þór
Davíðsson betur þekktur sem Geiri á Goldfinger.
Geiri vann í gær meiðyrðamál í Hæstarétti á
hendur Vikunni vegna greinar sem birtist í ágúst
árið 2007 um súlustaði og að vændi væri stundað
þar. Einkum var nafn Geira nefnt í tengslum við
það og þótti Geira það ómaklegt og ásakanirnar úr
lausu lofti gripnar. Málinu tapaði Geiri í undirrétti
en vann í gær. Ritstjórinn Guðrún Elín Arnardóttir
var sýknuð en blaðamaðurinn Björk Eiðsdóttir var
dæmd til að greiða Geira miskabætur upp á hálfa
milljón og málskostnað sem nemur 400 þúsundum.
Lögmaður Geira er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og
er þetta enn eitt málið á hendur Birtingi, útgáfufé-
lagi Vikunnar, sem hann vinnur.
„Ég er löngu búinn að eyða þessum peningum,“
segir Geiri spurður hvað hann ætli að gera við pen-
ingana. Hann bendir á að þetta mál hafi kostað
sig miklu meira en sem nemur þessum níu hundr-
uð þúsundum. „Það er ekki hægt að leyfa óheiðar-
legum blaðamönnum á borð við þennan, sem eru
stétt sinni til skammar, að komast upp með dylgjur
og óþverrahátt. Mest kemur mér á óvart að Vikan,
þetta kvenna-dægurmálablað hafi þarna umturnast
í eitthvert sorptímarit,“ segir Geiri og var með það
rokinn, harla kátur, niður í bæ að finna einhverja til
að halda uppá sigurinn með. - jbg
Búinn að eyða miskabótunum
GEIRI Á GOLDFINGER Var kátur í gær en þá vann hann í
Hæstarétti meiðyrðamál á hendur Vikunni - mál sem hann
tapaði í undirrétti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fáfnismenn standa nú í ströngu
varðandi félagsheimili sem
fyrirhugað var að yrði opnað um
helgina einhvers staðar í Hafnar-
firði. Fáfnismenn segjast hafa
tilskilin leyfi en Lúðvík Geirsson
bæjarstjóri og bæjaryfirvöld vilja
ekki kannast við það og segja
þetta iðnaðarhúsnæði en ekki
klúbbhús. Meðan standa fjölmargir
ráðvilltir með boðskort í opnunina
í höndum. Ekki kemur á óvart að
bæjaryfirvöld í Hafnarfirði geri hvað
þau geti til að flæma vélhjólaklúbb-
inn úr bænum því einhvern tíma
tóku þau sig til og ályktuðu
um að súlustaðir væru
bannaðir í bæjarfélaginu
– án þess að vitað væri
til þess að einhverj-
ir hefðu sýnt því
áhuga að reka
slíkan stað í
Hafnarfirði.
Rífandi ánægja er meðal Hrefnu
Haraldsdóttur og kvennanna
í Listahátíð með viðbrögð við
einsöngstónleikum
sópransöngkonunnar
Deborah Voigt, en
forsala miða hófst á
miðvikudag. Tónleik-
arnir verða haldnir í
Háskólabíói 31. maí
Og miðarnir bók-
staflega rokseljast á
söngkonuna.
Ný auglýsing Símans með Hilmi
Snæ Guðnasyni í aðalhlutverki
hefur verið keyrð stíft á sjónvarps-
stöðvunum í vikunni. Í auglýsing-
unni sést hópur fréttamanna, sem
margir eru fyrrum fréttamenn,
sækja stíft að kynningarfulltrúanum
Hilmi. Þarna eru í aðalhlutverki
fólk eins og Karl Garðarsson og
Ólöf Rún Skúladóttir en þeim var
í fyrstu ætlað minna hlutverk. Í
það minnsta heyrast þær
sögur að mikið hafi
verið gengið á eftir
Ólafi Sigurðssyni,
fyrrum fréttamanni á
Sjónvarpinu, en hann
hafi gefið verkefn-
ið frá sér. - jbg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
.
Fiskikóngurinn er...
Fiskverslun sem gaman er að koma í :)
STÓR HUMAR
SUSHI
Ferskt sushi alla föstuda
ga
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1. Helgi Hrafn Jónsson.
2. Georg Lárusson.
3. Peter Løvenkrands.