Fréttablaðið - 13.03.2009, Síða 6
6 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Árni hafði samband. „Mig
langar til að vekja athygli á
nýju majonesi í Bónus, merkt
fyrirtækinu. Mér finnst
umbúðirnar sláandi líkar
Gunnars majonesi.“ Árni
tók mynd á farsíma og sendi
með. Hann skrifar: „Doll-
urnar eru jafn stórar, virð-
ast vera frá sama framleið-
anda. Er þetta vörustuldur?
Er verið að blekkja neytand-
ann til að halda að hann sé
að kaupa áratugalanga upp-
skrift í stað einhvers sem er
nýtt og hefur ekki unnið sér
sess á eigin verðleikum?“
Þetta er vissulega umhugsunarefni. Sjálf-
ur held ég að ég myndi ekki ruglast á dollun-
um út í búð. Ef Gunnars vill getur fyrirtæk-
ið kært málið til Neytendastofu. Í fyrra kom
upp svipað mál þegar Eggert Kristjánsson
ehf. var gert skylt að breyta
umbúðum sínum á Ginsengi
eftir kvörtun frá Eðalvör-
um.
Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bón-
uss, tekur ekki afstöðu til
umbúðanna en hefur þetta að
segja um Bónus-majonesið:
„Það er framleitt af Vogabæ
og er sambærilegt að gæðum
á við Gunnars, en er bara á
sirka 20-30% lægra verði.
Það sama á við um Bónus
fetaostinn í krukkunum og
Bónus sýrða rjómann. Allt
eru þetta nýjar vörur sem
við erum að taka inn og allar eru þær mun
ódýrari en sambærilegar vörur sem hafa
verið til á markaðnum áður. Okkar viðskipta-
vinir eiga það skilið að við hlaupum okkur
móð alla daga.“
Neytendur: Líkar umbúðir eða hreinlega vörustuldur?
Gunnars eða Bónus majónes?
BÓNUS MAJONES OG GUNNARS
MAJONES
SKOÐANAKÖNNUN 1,6 prósent seg-
ist myndu kjósa L-listann og 2,0
prósent styðja Borgarahreyfing-
una, samkvæmt nýrri skoðana-
könnun Fréttablaðsins og Stöðvar
2. Báðar fylkingar mælast nánast
einungis á höfuðborgarsvæðinu og
eru aðeins vinsælli meðal karla en
meðal kvenna.
Ný framboð hafa nánast alltaf
byrjað hærra í skoðanakönnunum
en úrslit úr kosningum segja til
um. Fyrir síðustu kosningar mæld-
ist Íslandshreyfingin til dæmis í
fyrstu könnun sinni með fylgi upp
á fimm prósent, en fékk 3,3 pró-
sent í kosningunum.
„Þetta sýnir örugg tök fjór-
flokksins,“ segir Gunnar Helgi
Kristinsson, prófessor í stjórn-
málafræði við HÍ. „Mótmæla-
bylgjan birtist sem vinstri sveifla,
frekar en í nýjum flokkum.“ Hann
segir að þau nýju framboð sem
hafa haft nokkuð fylgi í upphafi,
líkt og framboð Vilmundar Gylfa-
sonar, Kvennalistinn og Borgara-
flokkur Alberts Guðmundssonar,
hafi öll átt í erfiðleikum með að
halda því fylgi fram að kjördegi.
„En hér er ekki einu sinni um slíkt
að ræða.“
Þriðja framboðið sem ekki
myndi ná manni inn er Frjálslyndi
flokkurinn, en 2,2 prósent segjast
styðja þann flokk, sem er sama
hlutfall og fyrir hálfum mánuði.
Litlar breytingar eru á fylgi ann-
arra flokka frá því fyrir hálfum
mánuði, og allar innan skekkju-
marka. Samfylking bætir við sig
2,3 prósentustigum og segjast nú
33,0 prósent styðja flokkinn. Því
fengi Samfylking 22 þingmenn
væri kosið nú.
Sjálfstæðisflokkurinn dalar
örlítið frá síðustu könnun, um 1,3
prósentustig. 26,9 prósent segj-
ast nú myndu kjósa flokkinn sem
myndi færa honum 18 þingmenn.
Vinstri græn halda áfram að
dala, nú um 2,7 prósentustig. 21,7
prósent segjast nú myndu kjósa
flokkinn. Ef það væri niðurstaða
kosninga væru þingmenn flokks-
ins 15.
Framsóknarflokkurinn hins
vegar stendur í stað frá síðustu
könnun. 12,3 prósent segjast nú
myndu kjósa flokkinn og myndi
það færa honum átta þingmenn.
Hringt var í 800 manns, miðviku-
daginn 11. mars og spurt; Hvaða
lista myndir þú kjósa ef gengið
væri til kosninga nú? Óákveðnir
voru spurðir; Hvaða lista er lík-
legast að þú myndir kjósa? Þeir
sem enn voru óákveðnir voru þá
spurðir; Er líklegra að þú myndir
kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein-
hvern annan flokk. 69,3 prósent
tóku afstöðu til spurningarinn-
ar. Af öðrum sögðust 10,6 prósent
ekki myndu kjósa eða skila auðu.
11,0 prósent voru óákveðin og 9,1
prósent vildu ekki svara spurning-
unni. svanborg@frettabladid.is
Borgarahreyfing og
L-listi ná ekki flugi
Nýju framboðin tvö myndu ekki ná manni inn á þing, samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun Fréttablaðsins, hvort með um tveggja prósenta fylgi. Sýnir örugg
tök fjórflokksins, segir prófessor í stjórnmálafræði. Lítil breyting hjá öðrum.
Minna kólesteról
www.ms.is
Benecol er náttúrulegur
mjólkurdrykkur sem
lækkar kólesteról í blóði.
Mikilvægt er að halda
kólesterólgildum innan
eðlilegra marka því of
hátt kólesteról í blóði er
einn helsti áhættuþáttur
kransæðasjúkdóma.
Ein flaska á dag dugar
til að ná hámarksvirkni.
A
T
A
R
N
A
Komdu í heimsókn
og gerðu góð kaup.
Skoðið tilboðin á
heimasíðu okkar,
www.sminor.is.
Tæki færi
í mars
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
EFNAHAGSMÁL „Græðgin varð skynseminni
yfirsterkari. Áhættusækni og óhóf varð ein-
kenni alltof margra fyrirtækja og alltof marg-
ir forystumenn atvinnulífsins misstu fótanna
í þessum takti,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra í ræðu sinni á viðskiptaþingi
Viðskiptaráðs í gær.
Jóhanna sagði ábyrgð stjórnvalda og eftir-
litsstofnana ríka en „ekkert af þessu réttlæt-
ir hins vegar þau vinnubrögð og þær aðferðir
sem beitt var af hálfu athafnamanna“.
Jóhanna trúir því að aðeins með inngöngu í
Evrópusambandið og upptöku evru yrði stöð-
ugleiki íslensks efnahagslífs tryggður til lang-
frama. Hún skoraði á alla flokka að gera strax
grein fyrir skoðun sinni á því hvort sækja ætti
um aðild að ESB.
Jóhanna sagði að horfa þyrfti gagnrýnum
augum á ríkisreksturinn. „Við eigum að horfa
til þess hvort ekki sé hægt að fækka ráðuneyt-
um og sameina þau og einfalda stjórnkerfið.
[...] Við eigum að sameina stofnanir þvert á
ráðuneyti og fækka yfirstjórnum þeirra. Við
eigum einnig að horfa til fækkunar á þing-
mönnum og kæmi mér ekki á óvart að stjórn-
lagaþingið, ef það kemst á, legði það til.“
Hún sagði ekki tímabært að losa um gjald-
eyrishöftin. Til þess þyrfti að eyða óvissu sem
einkennir efnahagslífið og einnig þyrfti niður-
staða að liggja fyrir um skuldastöðu þjóðar-
búsins. Hún telur að viðreisn efnahagslífsins
sé hafin. - shá
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að viðreisn efnahagslífsins sé hafin:
Græðgin varð skynseminni yfirsterkari
FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna Sigurðardóttir kom víða
við í ræðu sinni og hét fundargestum stuðningi í að
byggja upp frjálslynt velferðarsamfélag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
40
35
30
25
20
15
10
5
%
Fylgi stjórnmálaflokkanna
Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2007 til 11. mars 2009.
8,0
36,6
26,8
14,3
11,7
7,3
36,0
40,2
32,6
14,2
5,9
2,2
19,2
22,1
2,2
12,3
21,7
26,9
33
2,0
1,6
12
. m
aí
20
07
15
. m
aí
20
07
29
. s
ep
t.
20
07
30
. j
an
. 2
00
8
23
. f
eb
. 2
00
8
19
. a
pr
íl
20
08
21
. j
ún
í 2
00
8
25
. o
kt
. 2
00
8
22
. n
óv
. 2
00
8
22
. j
an
. 2
00
9
27
. f
eb
. 2
00
9
11
. m
ar
s 2
00
9
Ko
sn
in
ga
r
Ætti ríkið að útvega eldtrausta
geymslu undir handrit íslenskra
tónskálda?
Já 64%
Nei 36%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefur þú stundað sjósund?
Segðu skoðun þína á vísir.is
SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 11.3.‘09
KJÖRKASSINN