Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 13. mars 2009 13
ATVINNUMÁL Íslenskir aðalverktak-
ar (ÍAV) hafa boðið í gerð stórrar
vatnsaflsvirkjunar í Sviss ásamt
þremur erlendum fyrirtækjum.
Hópurinn átti lægsta boðið og
stefnir því allt í að ÍAV verði þátt-
takendur í verkinu.
Karl Þráinsson, aðstoðarfor-
stjóri ÍAV, segir hugmyndina með
tilboðinu að Íslendingar geti feng-
ið vinnu við verkið. Enn eigi þó
eftir að ganga til samninga við
verkkaupann auk þess sem fyr-
irtækin fjögur, ÍAV, tyrkneska
félagið Marti-group, Toneatti frá
Sviss og Tubau frá Slóvakíu, eigi
eftir að skipta með sér verkhlut-
um. Ekki sé því tímabært að ræða
um hversu margir Íslendingar
gætu mögulega fengið vinnu við
verkið.
Um er að ræða þúsund mega-
vatta virkjun sem virkjar um
600 metra fallhæð á milli tveggja
stöðuvatna í Ölpunum. Tilboð fyr-
irtækjanna fjögurra hljóða upp á
sem samsvarar um 70 milljörðum
íslenskra króna. Til samanburð-
ar var í upphafi gert ráð fyrir
að Kárahnjúkavirkjun kostaði 96
milljarða. Sá kostnaður hefur þó
risið.
Gert er ráð fyrir að samninga-
viðræður við verkkaupann hefj-
ist á næstu vikum. Áætlað er að
verkið geti hafist á þessu ári og að
verktíminn verði um fimm ár.
- sh
Íslenskir aðalverktakar með í tilboði í Ölpunum:
Íslendingar getið
fengið vinnu í Sviss
SVISSNESKU ALPARNIR Virkjunin verður í um 2.000 metra hæð sem gerir aðgengi að
staðnum töluvert erfitt, að sögn Karls.
... fermingargjöf!