Fréttablaðið - 13.03.2009, Page 16
16 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Sjaldgæf sjón blasir stund-
um við Eyjamönnum þegar
sjómaður brunar í kringum
eyjarnar á brimbretti sínu.
Guðmundur Vigfússon sjómað-
ur stundar brimbretti í sjónum
við Vestmannaeyjar. Guðmund-
ur byrjaði að stunda brimbrett-
ið fyrir nokkrum árum síðan
og hefur ekki getað slitið sig úr
sportinu og hefur stundað það
bæði hérlendis og erlendis þar
sem hann hefur starfað sem sjó-
maður. Nú er hann kominn með
glænýtt bretti sem er algjör nýj-
ung á Havaíeyjum.
„Þetta er frekar langt og stórt
bretti og svo er ég með ár til að
ná öldunum fyrr. Þá þurfa þær
ekki að vera jafn góðar,“ segir
Guðmundur. Hann hefur búið í
mörg ár í Vestmannaeyjum og
segir að aðstæður þar séu mjög
góðar. „Það er leyndardómur-
inn við þetta. Aðstæðurnar við
Ísland geta oft verið miklu betri
en maður heldur,“ segir hann.
Guðmundur segir að bestu
aðstæðurnar skapist þar sem
straumur í sjónum kemur upp
að grynningu, þá lyfti aldan sér
upp og verði brött. En hann segir
að líka sé hægt að vera í fjöru og
mikið sé af góðum brettafjörum
við Ísland. „Við erum úti í miðju
Atlantshafinu og það er nóg af
róti.“
Hitastig sjávar getur farið
niður í örfáar gráður yfir vet-
urinn en Guðmundur segir að
það skipti ekki miklu máli fyrir
ástundun sportsins. Aðalmálið
sé lofthitinn. „Við búum í köldu
lofti og það eru ekkert margir
sem sækja í það að klæða sig í og
úr blautum galla í frosti,“ segir
hann.
Guðmundur klæðist blautbún-
ingi á brimbrettinu og segir lík-
amann fljótan að kólna niður
ef kalt er í veðri en það venjist
fljótt.
„Þetta er eins og að vera sjó-
maður, manni er kannski kalt
á puttunum til að byrja með en
eftir nokkur ár er maður orðinn
vanur þessu,“ segir hann.
ghs@frettabladid.is
AÐSTÆÐUR BETRI „Aðstæðurnar við Ísland geta oft verið miklu betri en maður held-
ur,“ segir Guðmundur Víglundsson sjómaður. MYNDIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Brunar á brimbretti við Eyjar
VÍGALEGUR Á BRETTINU Guðmundur er vígalegur á brettinu í blautbúningi með
hjálm og ár til að ná öldunum fyrr. Hann segir líkamann fljótan að kólna niður ef kalt
er í veðri.
SKÓLAR „Nemendur eru afskap-
lega þakklátir,“ segir Lárus H.
Bjarnason, rektor Menntaskólans
við Hamrahlíð. Þar er gerð tilraun
með ókeypis hafragraut á morgn-
ana.
„Þetta hefur áður verið nefnt í
hálfkæringi og ég ákvað bara að
taka af skarið. Hafragrautur er
ekki dýr vara og mér þótti þetta
eiga vel við á þessum tíma þótt
ég líti ekki eingöngu á þetta sem
kreppuráðstöfun,“ segir rektor.
Tilraunin hófst í síðustu viku.
Fram á vor eiga nemendur kost á
ókeypis hafragraut alla morgna
nema á mánudögum. Grauturinn
er gerður í eldhúsi starfsmanna og
framreiddur af rektor og öðrum
skólastjórnendum. Lárus segir að
fyrsta daginn hafi færri en hundr-
að þegið hafragrautinn en aðsókn-
in hafi stigvaxið og nú fái um tvö
hundruð sér graut. „Það kom mér
þægilega á óvart því fyrirfram
hafði maður haldið að hafragraut-
ur væri ekki matur að allra skapi.“
- gar
Nemendur í MH þakklátir fyrir nýja tilraun hjá rektor:
Hafragrautur slær í gegn
Í ASKANA LÁTINN Lárus H. Bjarnason, rektor MH, skammtaði nemendum heitan
hafragraut í morgunmat í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Eins og alltaf þegar íslenskur maður fær þessa
spurningu er svarið „allt gott“ það eina sem
gildir,“ segir Hafþór Ragnarsson, verkefnastjóri
hjá Blindrabókasafninu og fyrrverandi skáld.
„En stærsta málið þessa dagana er fyrirhug-
uð staðfesting sonar míns á skírn sinni sem
fór fram árið
1996, sem
sagt ferming
og veisla á eftir
með öllu tilheyr-
andi hinn 9. apríl
næstkomandi. Það vill
svo skemmtilega
til að ferming-
una ber upp á
afmælisdag hins
frábæra knatt-
spyrnumanns Robbie
Fowler, og vonast ég auðvitað til þess að son-
urinn eigi eftir að feta í fótspor hans. Ég býst þó
ekki við að það verði sígarettur í skríni á borðinu
eins og var í minni fermingarveislu,“ segir
Hafþór og yljar sér við minninguna.
Hluti af starfi Hafþórs felst í að lesa
inn hljóðbækur. „Ég var að ljúka við
að lesa Rökkurbýsnir eftir Sjón og
fannst hún bara rökkur-býsna góð.
Sautjánda öldin sem sögutími vekur
mönnum oft ugg en þetta er stór-
skemmtilegur tími í sögu okkar,
enda fátt eins heillandi og illa
lyktandi kuklarar. Svo stendur
fyrir dyrum fyrsta leikhús-
ferðin mín í tvö ár og varð
Dubbeldusch eftir hinn ágæta
Björn Hlyn í Hafnarfjarðarleik-
húsinu fyrir valinu.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HAFÞÓR RAGNARSSON VERKEFNASTJÓRI
Fyrsta leikhúsferðin í tvö ár
Allur varinn hafður á
„Það var gerð svona
hnakkaprufa, við fengum
nokkra menn sem hafa ekk-
ert pælt í svona málum til að
horfa á myndina og þeir voru
alveg gapandi.“
ANDRI SNÆR MAGNASON UM
KVIKMYNDINA DRAUMALANDIÐ,
SEM FRUMSÝND VERÐUR INNAN
SKAMMS.
Morgunblaðið, 12. mars.
Bláþúfa
„Íslandsmeistarinn í snjó-
brettum segir að eftir þetta
séu Bláfjöllin bara þúfa í
samanburði.“
UNNAR GARÐARSSON, EIGANDI
ÓBYGGÐAFERÐA, SEM BJÓÐA UPP
Á BRETTAFERÐIR Á HEKLU.
Fréttablaðið, 12. mars.
Efnilegustu og áhugasömustu
skákkrakkar landsins munu taka
þátt í skákmóti í Stykkishólmi
laugardaginn 14. mars á afmæl-
isdegi Árna Helgasonar, heið-
ursborgara Stykkishólms, en
hann hefði orðið 95 ára þennan
dag. Mótið er haldið í minningu
hans og þess æskulýðsstarfs sem
hann vann í Stykkishólmi um
áratugaskeið.
Meðal keppenda er 20 manna
hópur úr Rimaskóla en í þeim
hópi eru nemendur sem eru
Norðurlandameistarar grunn-
skóla í skák og Íslandsmeistar-
ar barnaskólasveita árið 2009.
Börn og unglingar sem tekið
hafa þátt í Evrópu- og heims-
meistaramótum barna á vegum
Skáksambands Íslands taka þátt
í mótinu auk fulltrúa frá skákfé-
lögum víðs vegar um land sem
teflt hafa um þátttökurétt í sinni
heimabyggð.
Teflt til heiðurs
Árna Helgasyni
TIL HEIÐURS ÁRNA Ungir skákmenn
munu spreyta sig um helgina.
■ Gosdrykkurinn Fresca naut
eitt sinn mikilla vinsælda hér á
landi, þótt nokkuð hafi dregið
úr vinsældunum hin síðari ár.
Lyndon B. Johnson, 36. forseti
Bandaríkjanna, var mikill Fresca-
aðdáandi. Samkvæmt sagn-
fræðingnum Doris Kearns
Goodwin hélt forsetinn svo
mjög upp á drykkinn að
hann lét koma fyrir sér-
stökum Fresca-takka á
skrifborðinu sínu í Hvíta
húsinu. Ef Johnson ýtti
á takkann var þess ekki
langt að bíða að aðstoð-
armaður hans kæmi
hlaupandi með ískalt
Fresca í glasi til að svala
þorsta forsetans.
FORSETAFRESCA