Fréttablaðið - 13.03.2009, Síða 25

Fréttablaðið - 13.03.2009, Síða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef nú oft verið nefnd kart- öflukonan á Íslandi,“ segir Sigríð- ur Valdís Bergvinsdóttir glaðlega en hún er dóttir kartöflubónda og því alin upp við kartöflurækt. Hún segist alltaf hafa verið hrif- in af kartöflum og noti þær mikið í matseld. „Það lá því beint við að fá mig til að sjá um að hefja kartöfl- una á hærra plan á alþjóðlegu ári kartöflunnar árið 2008,“ segir Sig- ríður sem var tilnefnd til samfé- lagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að stýra átakinu af miklum metn- aði og fyrir að sýna mikinn frum- leika í kynningarstarfi sínu. Sigríður gefur hér lesendum tvær uppskriftir, annars vegar að innbökuðum kartöflum og hins vegar að kartöflulummum. „Ég ólst upp við að fá alltaf eftir- rétt í sveitinni, það tíðkast nú ekki hjá manni í dag, en er þó skemmti- legt til tilbreytingar,“ segir Sigríð- ur en lummurnar eru að hennar sögn gömlu góðu ömmulummurn- ar en bara búið að bæta kartöflum út í þær. solveig@frettabladid.is Oft nefnd kartöflukonan Sigríður Valdís Bergvinsdóttir var útnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að hefja kartöfluna á hærra plan á ári kartöflunnar árið 2008. Hér gefur hún lesendum uppskriftir að góðum kartöfluréttum. Sigríður Valdís Bergvinsdóttir heldur mikið upp á kartöflur og er hér með tvo kartöflurétti. Innbakaðar kartöflur og kartöflulumm- ur í eftirrétt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS LUMMUR OG INNBAKAÐAR KARTÖFLUR með íslensku grænmeti og kartöflubollum FYRIR 6 KARTÖFLURÉTTUR 800 g kartöflur 2 gulrætur 1 paprika fersk steinselja og blóð- berg. 1 stk. piparostur ¼ l rjómi 1 kg folaldakjöt Gerdeig 5dl vatn 400 g hveiti 300 g íslenskt byggmjöl (Þorvaldseyri) 300 g soðnar kartöflur stappaðar 1 bréf þurrger 1 tsk. salt ½ dl ólífuolía Allt hráefni í gerdeig sett í hrærivél og hnoðað saman, látið hefast í hálftíma, þá eru mótaðar kúlur. Kartöflurnar eru soðnar og skornar í litla bita, gulræturnar og papr- ikan skorin smátt og létt brúnað á pönnu, steinselju bætt út í. Pip- arosturinn er bræddur í rjómanum, kartöflunum og grænmetisblönd- unni bætt út í ásamt blóðberginu. Skerið kjötið í bita og brúnið í olíu á pönnu, saltið og piprið. Sjóðið kjötið í um 30 mínútur, bætið salti og pipar út í vatnið eftir þörfum. Látið nokkur lárviðar- lauf út í. Hristið saman vatn og hveiti og jafnið sósuna beint í pottinn og setjið sósulit út í. Takið 8 kúlur af gerboll- unum, fletjið þær út og setjið kartöflufyllingu innan í og búið til hálfmána, setjið á plötu ásamt gerbollunum, penslið með eggi, stráið fræjum að vild yfir og bakið í ofni við 200 gráður í 20 mínútur. KARTÖFLULUMMUR 500 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. natron ½ tsk. salt 7 dl mjólk 300 g soðnar kartöflur stappaðar vanilludropar. Steiktar á pönnu og bornar fram heitar með rabarbarasultu og ískúlu. SKAFTFELLINGAMESSA verður í Breiðholts- kirkju í Mjódd klukkan 14 á sunnudaginn en þetta er fjórða árið í röð sem messan er haldin. Félagar úr kirkjukórum Austur-Skaftafellssýslu koma að austan og taka þátt í messunni ásamt sóknarprestum sínum. H ri n g b ro t framlengt til 29. mars Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“ með fíkjum, salati og ferskum parmesanosti RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA með humarfrauði MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINI með ristuðu grænmeti, kartöflumauki og hunangskryddsósu (4.590 kr.) ÖND með appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.) NAUTALUND Béarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati og sperglum (6.590 kr.) LOGANDI CRÈME BRÛLÉE með súkkulaði ís 1 2 3 4 VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA Nýr A la Carte hefst 30. mars!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.