Fréttablaðið - 13.03.2009, Page 48
32 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Tveir góðir vinir Alfreðs Flóka koma saman
og rýna í ritverk og myndlist listamannsins í
Hafnarhúsinu næstkomandi sunnudag kl. 15.
Þetta eru rithöfundurinn Sjón, sem jafnframt
er sýningarstjóri sýningarinnar um Alfreð Flóka,
og skáldið og þýðandinn Jóhann Hjálmarsson.
Sameiginlega munu þeir skyggnast undir yfir-
borð hins margbrotna listamanns Alfreðs Flóka,
en Jóhann, sem var æskuvinur Flóka, hefur
mikla innsýn í verk hans og hefur skrifað einna
mest um þau.
Jóhann talar um kynni sín af Flóka og opnar
jafnframt gestum leið inn í skáldskaparlegar
uppsprettur verka hans. Þá munu hann og Sjón
lesa og ræða um ljóð Jóhanns frá árunum 1960-
1963, en á þeim tíma voru Jóhann og Flóki
nokkurs konar tveggja manna súrrealistahreyf-
ing og skrif Jóhanns, sem birtust í bókunum
Malbikuð hjörtu og Fljúgandi næturlest, þóttu á
þeim tíma bera vitni miklu og djörfu hugarflugi
ekki síður en verk Flóka.
Jóhann ræðir um Flóka
MYNDLIST Jóhann Hjálmarsson og Sjón ræða um
myndheim Flóka á helgum degi.
Fornleifafræðingar fundu nýlega
vegghöggmyndir í Gvatemala frá
tíma maja að því er Reuter grein-
ir frá. Veggmyndirnar sýna goð-
sögulegar skepnur, slöngur og guði
og fundust í norðurhluta landsins í
skógarþykkni. Myndirnar eru 26 fet
og lágu í stafla. Þær eru taldar frá
því um 300 f. Kr. og eru taldar sýna
atriði úr goðsögn maja um Popol
Vuh.
Uppgröftur hefur staðið yfir á
svæðinu þar sem myndirnar fundust
á borgarstæði El Mirador, stærstu
fornborg maja sem fundist hefur.
Menning maja einkenndist af stórum
hofum og höllum sem fundist hafa
í suðurhluta Mexíkó og Mið-Amer-
íkuríkjum. Hún stóð í nær 2000 ár
en lagðist skyndilega af um 900 eftir
Krist. El Mirador var yfirgefin fyrr
þegar íbúar yfirgáfu stórt borgar-
svæði sem einkenndist af þéttu kerfi
vega og vatnslagna sem nú hvílir
undir skógarþykkni. Fyrstu heim-
ildir um Popol Vuh fundust snemma
á 16. öld og veggmyndirnar sem nú
eru komnar í ljós eru fyrstu mynd-
ir af hetju-tvíburunum tveimur sem
bera uppi goðsögnina.
El Mirador þekur um 2000 fer-
kílómetra svæði og er þrisvar sinn-
um stærri en rústir Tikal sem eru
þekktustu borgarminjar í Guate-
mala. El Mirador er hættusvæði.
Þar eiga leið um smyglarar, nýting
á skóginum skapar hættu og þaðan
er miklum minjum stolið fyrir
svartan markað. Yfirvöld í Gvate-
mala hyggjast breyta Peten-héraði
í verndarsvæði en þar er að finna
bæði El Mirador og Tikal. Þangað
verður lögð járnbraut en til héraðs-
ins er nú ófært nema á þyrlum eða
fótgangandi, tveggja daga för í gegn-
um skóginn. - pbb
Majamyndir fundnar
HÖGGMYNDIR FRÁ ÞVÍ 300 F. K. SEM
FUNDUST NÝLEGA Í GUATEMALA.
MYND AFP /- EDUARDO GONZALES
Í kvöld verða fimm lista-
konur á sviði Íslensku
óperunnar og flytja valdar
aríur og dúetta úr stórvirkj-
um óperunnar. Þar eru á
ferð fjórir fremstu sópr-
anar þjóðarinnar: Auður
Gunnarsdóttir, Elín Ósk
Óskarsdóttir, Hulda Björk
Garðarsdóttir og Þóra Ein-
arsdóttir. Undirleik annast
Antonía Havesi.
Söngkonurnar hafa allar verið
önnum kafnar og gert garðinn
frægan bæði hér heima og erlendis
og er því nokkuð fréttnæmt að ná
þeim öllum saman á galatónleika
í Íslensku óperunni. Efnisskrá-
in verður ekki af verri endanum,
en þar má finna margar af helstu
perlum óperubókmenntanna, aríur,
dúetta og samsöngsatriði, eftir Bell-
ini, Mozart, Verdi, Wagner, Puccini,
Rossini og fleiri. Á efnisskránni
eru meðal annars aría Kleópötru úr
Júlíusi Sesar eftir Händel í túlkun
Þóru, Come scoglio úr Cosi í túlk-
un Auðar, Estrano og Sempre libera
úr La Traviata í túlkun Huldu og In
questa reggia úr Turandot í túlk-
un Elínar. Galakjólar og -greiðslur
munu gleðja augu áhorfenda. Veit-
ingasalan verður opin fyrir tón-
leika og í hléi, en konfekt er í boði
Nóa Síríusar, sem styrkir tónleik-
ana. pbb@frettabladid.is
FIMM KONUR Á SVIÐI
TÓNLIST Fimm flottar konur á æfingu fyrir galakvöldið Prímadonnur í óperunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þjóðleikhúsið frumsýnir
Þrettándakvöld – eða Hvað
sem þér viljið eftir Willi-
am Shakespeare í kvöld á
stóra sviðinu. Sýningin er
samstarfsverkefni Þjóð-
leikhússins og Nemenda-
leikhúss en leikstjóri er
Argentínumaðurinn Rafael
Bianciotto.
Þrettándakvöld var fyrsta verk
Shakespeare sem flutt var á Íslandi
hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1926
og öðru sinni hjá Þjóðleikhúsinu
1967 en hafði þá verið leikið bæði
á Herranótt 1960 og hjá Leikfélagi
Akureyrar 1964.
Þessi blandni gamanleikur Shake-
speares segir af ástleitnum greifa
sem fellir hug til meyjar af aðals-
ættum en hún vill ekki þýðast
nokkurn mann því hún syrgir bróð-
ur sinn. Önnur systkini, skipreka,
verða síðan til þess að stokka ræki-
lega upp í félagslífinu með tilheyr-
andi ástarfléttum, misskilningi og
brellum. Og í kringum alla hirðina
dansa fíflið Fjasti og ráðsmaðurinn
Malvólíó sem er hafður að ginning-
arfífli í leiknum.
Leikstjórinn Rafael Bianciotto er
þekktur fyrir grímuvinnu, comm-
edia dell’ arte og trúðatækni. Hann
leikstýrði rómaðri uppsetningu á
Dauðasyndunum; er ættaður frá
Argentínu en hefur einkum starf-
að í Frakklandi.
Arnar Jónsson leikur Malvólíó
og er þetta í fyrsta sinn sem hann
leikur eitt höfuðhlutverka Shake-
speares – fyrir utan þátttöku í
Hamlet 1964 meðan hann var enn
við nám. Hafa leikhúsáhorfend-
ur lengi furðað sig á því ráðslagi
íslenskra leikhússtjóra. Hlutverk
Malvólíós er í þessari sýningu lagt
undir stílfærðan trúðsleik þótt hlut-
verkið bjóði vissulega upp á sál-
fræðilega túlkun sem sveiflast frá
hinu skoplega til hins harmræna.
Arnar er kunnugur tækni grímunn-
ar. Hann segir það hið besta mál að
nemendur í Listaháskólanum komi
inn á stóra svið Þjóðleikhússins og
vanir túlkendur hins talaða orðs
fyrir stórum sal geti leiðbeint þeim
í flutningi: „Þau geta ekki treyst á
þennan metóðu-kvikmyndaleik sem
þau eru mest fyrir.“ Gríman neyði
leikarann að kjarna stílfærslunnar,
í sviðsetningunni séu leikmynd og
búningar einfaldaðir sem oft ein-
kenni sviðsetningar sem noti grím-
una. Hismið falli af kjarnanum.
Eggert Þorleifsson, Guðrún Snæ-
fríður Gísladóttir og Ragnheiður
Steindórsdóttir leika í uppfærslunni
ásamt útskriftarárgangi Nemenda-
leikhúss Listaháskólans. Um leik-
mynd og búninga sýningarinnar
sér Helga I. Stefánsdóttir, grímu-
gerð annast Högni Sigurþórsson.
pbb@frettabladid.is
Þrettándakvöld
LEIKLIST Arnar Jónsson í hlutverki sínu í
Þrettándakvöldi.
MYND EDDI/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÞRETTÁNDAKVÖLD
Kl. 20.30
Tónleikar Þóris Jóhanns-
sonar kontrabassaleik-
ara og Sólveigar Önnu
Jónsdóttir píanóleikara
á Laugaborg. Á efnisskrá
eru verk eftir Schubert,
Bottesini, Koussevitzky,
Fauré, Oliver Kentish og
Karólínu Eiríksdóttur.
> Ekki missa af …
tónleikum Gunnars Þórð-
arsonar á laugardagskvöld
á Akranesi. Gunnar flytur
nokkur af lögum sínum í
nýjum glæsilegum tónleikasal
Tónlistarskólans á Akranesi
sem ber hið skemmtilega nafn
TÓNBERG. Hefjast tónleikarnir
kl. 20. Aðgöngumiðar eru
seldir í forsölu og frá kl. 18
á tónleikadaginn í afgreiðslu
Tónbergs.
F plús1 F plús2 F plús3