Fréttablaðið - 13.03.2009, Qupperneq 62
46 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ?
LÁRÉTT
2. teikning af ferli, 6. kyrrð, 8. drulla,
9. upphrópun, 11. bókstafur, 12. mátt-
ur, 14. guð, 16. innan, 17. líða vel, 18.
fálm, 20. tveir eins, 21. fullnægja.
LÓÐRÉTT
1. íþróttafélag, 3. guð, 4. vöxtur, 5. af,
7. lausbeislaður, 10. temja, 13. svelg,
15. réttur, 16. upphrópun, 19. svörð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. graf, 6. ró, 8. aur, 9. aha,
11. ká, 12. megin, 14. faðir, 16. út, 17.
una, 18. fum, 20. gg, 21. fróa.
LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. ra, 4. aukning,
5. frá, 7. óheftur, 10. aga, 13. iðu, 15.
ragú, 16. úff, 19. mó.
„Aldrei séð annað eins. Mesta sala
sem við höfum upplifað,“ segir
Kristján B. Jónasson formað-
ur Félags íslenskra bókaútgef-
enda.
Bókamarkaðurinn í Perlunni
sem nú er yfirstandandi hefur
slegið í gegn meðal lands-
manna. Nú þegar hafa
verið seldar hundrað
og fimmtíu þúsund
bækur. Að rúm-
máli eins og tut-
tugu vörubílar.
Kristján talar
um þetta sem
stórbrotið ævin-
týri hjá bóka-
þjóðinni sem
kaupir bækur
eins og hún hafi aldrei heyrt
talað um að hér sé kreppa.
„Þetta eru skemmtilegar
tölur. Þetta virðist lóg-
ískur framhandleggur
á þeirri þróun sem verið
hefur. Sala á bókamarkaði
hefur verið að aukast
jafnt og þétt, ár frá
ári, undanfarið.
En við upplifum það mjög sterkt að
fólk virðist hafa meiri tíma. Er að
vinna minna en áður. Áður heyrði
maður að fólk vildi gjarnan lesa
þetta og hitt en hafði ekki tíma til
þess áður,“ segir Kristján.
Bókamarkaðurinn hefur verið
við lýði allt frá árinu 1958. Sú
breyting hefur orðið að bókabúð-
ir og útgefendur hafa ekki haft
rými til að hafa í boði alla þá titla
sem þeir vildu. En á bókamarkaði
er úrvalið frábært. „Við reyndar
verðum einnig vör við aukna sölu
í bókabúðunum sjálfum,“ segir
Kristján sem telur engan vafa á
leika að lestur meðal Íslendinga sé
mjög að aukast. Bókamarkaðurinn
stendur í hálfan mánuð og lýkur á
sunnudag. - jbg
Algjör metsala á bókamarkaðinum í ár
BÓKAMARKAÐURINN SLÆR Í GEGN
Aldrei hafa fleiri bækur selst en núna
og þegar eru farnar hundrað og fimmtíu
þúsund bækur.
KRISTJÁN B.
JÓNASSON Telur
einsýnt að lestur
sé að aukast
hjá bókaþjóð-
inni, ekki síst
því hún virðist
hafa betri tíma
en oft áður.
„Þetta er nú bara gott dæmi um
hvað landsbyggðin getur boðið upp
á góða þjónustu við sitt fólk,“ segir
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar-
stjóri í Hrunamannahreppi. Ísólf-
ur, sem er annálaður stuðpinni
og gleðimaður, fær að líkindum
góða ástæðu til að brosa breitt í
vor því nú bendir allt til þess að
hreppstjórinn fái góða granna
þegar ÁTVR opnar vínbúð í gamla
bankahúsinu á Flúðum við Akur-
gerði 4. Svo skemmtilega vill til að
á efri hæð hússins er íbúð þar sem
sveitarstjóri býr alla jafnan.
Ísólfur var staddur á ráðstefnu í
Árnesþingi um menningartengda
ferðaþjónustu og heimsækja
landnámsbæinn Stöng þegar
Fréttablaðið náði tali af honum.
Hann var brattur að vanda, sagði
sveit unga sína hressa enda engin
ástæða til annars. Vínbúð á Flúð-
um verður eflaust mikil lyfti-
stöng fyrir ferðaþjónustuna þar
um slóðir enda er fjöldi sumarbú-
staða þar í grennd og staðurinn
vinsæll áningastaður hjá ferða-
mönnum yfir sumarið.
Ísólfur sagði þetta þó allt óstað-
fest enn sem komið væri, meiri
líkur en minni væru þó á að þetta
gengi eftir. Hann upplýsti jafn-
framt að gárungarnir í hreppn-
um veltu því nú mikið fyrir sér
hvort hönnun vínbúðarinnar yrði
þannig úr garði gerð að sérstök
lúga yrði fyrir sveitarstjórann
inn í vínbúðina þannig að hann
gæti auðveldlega teygt sig í góð
vín þegar góða gesti bæri að garði
eða þannig lægi á honum.
Ísólfur gat enda ekki annað en
viðurkennt að þetta gæti orðið
töluverður munaður. „Allavega
verður tiltölulega stutt fyrir mann
að fara ef það vantar rauðvín með
matnum.“ freyrgigja@frettabladid.is
ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON: STUTT Í RAUÐVÍNIÐ Á FLÚÐUM
Glaðbeittur sveitarstjóri
fær vínbúð á neðri hæðina
LÚGA INN Í VÍNBÚÐINA Ísólfur Gylfi Pálmason fær góða nágranna þegar Vínbúð verður opnuð á hæðinni fyrir neðan hann á Flúð-
um. Ísólfur segir gárungana í hreppnum nú velta því fyrir sér hvort sérstök lúga verði fyrir sveitarstjórann inn í Vínbúðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
„Fyrir mér er það þrennt sem
gefur lífinu gildi; kettir, karl-
menn og kaffi, og stundum
reyndar það fjórða – einkum á
jólum og páskum – sem er Nóa-
konfekt.“
Guðríður Haraldsdóttir blaðamaður í
Helgarpóstinum 11. apríl 1996.
„Kettirnir eru enn á lífi og kaffið alltaf jafn
gott. Það fer nú ekki ofboðslega mikið
fyrir karlmönnunum, það mætti alla vega
vera meira enda er ég sómakvendi,“ segir
Guðríður nú.
„Það kom bara tilboð á föstudag-
inn fyrir viku sem við gátum
ekki hafnað. Við héldum fyrst að
þetta væri bara eitthvert djók en
svo komu þeir á mánudeginum
til að fylgja tilboðinu eftir og við
létum bara slag standa,“ segir
Páll Gunnar Ragnarsson, annar
eigandi hússins sem stendur við
Laugaveg 22. Glöggir vegfarend-
ur í miðbæ Reykjavíkur hafa tekið
eftir því að bóhem-staðnum Kafka
hefur verið lokað eftir skamman
líftíma, um það bil einn og hálfan
mánuð. Í staðinn munu eigendur
Santa Maria opna þar nýjan veit-
ingastað í dag. Kafka var nefndur
eftir þýska skáldinu Franz Kafka
sem lést langt fyrir aldur fram
aðeins 41 árs að aldri og því má
segja að staðurinn hafi fylgt fyr-
irmyndinni eftir.
Kafka var opnaður um miðjan
febrúar og þá sagði rekstrarstjóri
Kafka, Nuno Da Palma, að staður-
inn ætti sífellt að taka breyting-
um og þróast. Hann hefur vænt-
anlega ekki grunað að þróunin
yrði sú að staðnum yrði lokað með
jafn skömmum fyrirvara og raun
ber vitni. Fréttablaðið hafði sam-
band við Nuno vegna málsins og
hann viðurkenndi að lokunin hefði
komið honum spánskt fyrir sjón-
ir. Páll Gunnar segir að haft hafi
verið samband við alla sem að
Kafka komu um leið og samning-
ar voru frágengnir og segir því að
lokunin hafi ekki átt að koma nein-
um á óvart. „Þetta bar einfaldlega
brátt að. Þeir á Santa Maria eru
góðir í sínu fagi og þetta minnk-
ar bara álagið á manni að vita af
staðnum í svona góðum höndum.“
David Kordek hjá Santa Maria
staðfesti að þetta hefði átt sér lít-
inn aðdraganda. „Ég held að þetta
verði nýtt upphaf fyrir þennan
stað,“ segir Kordek. Skiptin hafa
engin áhrif á rekstur Barbara sem
rekinn er á efri hæð Laugavegs 22
og Frímann Sigurðsson, rekstrar-
stjóri Barbara, hlakkaði til að fá
nýja nágranna. „Núna eykst gleðin
í húsinu, Santa Maria-menn verða
eflaust góðir grannar.“ - fgg
Kafka varð ekki langlífur
SKEMMTISTAÐNUM KAFKA LOKAÐ
Nuno da Palma, rekstrarstjóri Kafka,
kom að lokuðum dyrum þegar bóhem-
staðnum Kafka var lokað eftir stuttan
líftíma. Eigendur Santa Maria hafa tekið
við keflinu og opna nýjan stað í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Gleðipinninn Jonathan Rich-
man mun halda tónleika á Kaffi
Rósenberg 1. apríl og seljast miðar
á þann viðburð vel enda margir
hér á Íslandi sem kunna vel að
meta þennan einstaka
tónlistarmann. Grímur
Atlason sveitarstjóri er
Jonathan innan handar
með tónleikahaldið
og þegar tónlistar-
maðurinn fór fram á
að fá að spila fyrir
menntskælinga
datt Grími fyrst í hug að leita til
síns skóla, MH, og taldi þá þar helst
vera spennta fyrir Jonathan. En þar
skjöplaðist honum, MH-ingar töldu
sig ekki geta tekið á móti honum
en það gera hins vegar MR-ingar
sem taka slíkri heimsókn fagnandi.
Og mun Jonathan Richman því
að öllum líkindum halda tónleika
í MR.
Ekkert lát er á neikvæð-
um fréttum um Ísland í
erlendum fjölmiðlum.
Þannig var nýlega á
dagskrá í Ástralíu þáttur
sem bar yfirskriftina
„Icelandic Frosen
Future“ en þar var
um að ræða hið
ástralska Date Line. Ekki aðeins
að hagkerfið sé gaddfreðið heldur
virðist allt stefna á verri veg hvað
náttúrufar varðar. Meðal þeirra sem
teknir eru tali í þættinum er sjálfur
Ómar Ragnarsson.
Almannatengillinn Andrés Jóns-
son er nú í óðaönn að fara yfir
umsóknir sem bárust um starf
almannatengils hjá fyrirtæki hans,
Góðum samskiptum. Vinnan ætti
að geta verið ærin því 70 umsóknir
bárust um starfið. Og Andrés tekur
þetta engum vettlingatökum held-
ur útbjó sérstakt almannatengsla-
próf sem hann lætur
lokaúrtak umsækjenda
þreyta og er það
eitthvað í ætt við
blaðamannapróf þau
sem dagblöðin hafa
látið sína umsækjend-
ur taka. - jbg, jma
FRÉTTIR AF FÓLKI
.
Fiskikóngurinn er...
Fiskverslun sem gaman er að koma í :)
STÓR HUMAR
SUSHI
Ferskt sushi alla föstuda
ga