Fréttablaðið - 13.03.2009, Síða 64

Fréttablaðið - 13.03.2009, Síða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur 7.53 13.37 19.23 7.39 13.22 19.06 Í dag er föstudagurinn 13. mars, 72. dagur ársins. 14.900,- 25% AFSLÁ TTUR 30% ALLAR RIMLA GARD ÍNUR AFSLÁ TTUR 39.900,- 20% ÖLL SKRIF BORÐ AFSLÁ TTUR 20% AFSLÁ TTUR U.Þ.B. 1.990,- 1.690,- 1.990,- FRÁBÆ RT VERÐ ! 1.990,- 20% ALLIR SKRIF BORÐ SSTÓ LAR AFSLÁ TTUR Það bregst ekki að einhvern tíma um mitt sumar sýnir Ríkissjón- varpið myndir frá nautahlaup- inu í Pamplona í fréttatímanum. Nautahlaupið er einn af þessum viðburðum sem rata árlega í frétt- irnar og alltaf verð ég jafn hissa á að heilt ár sé liðið frá því síð- ast. Það sama á við um fréttir af tómataslagnum í spænska bænum Bunol, kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og krossfestingum filippeyskra písl- arvotta á föstudaginn langa. Mér finnst þessir atburðir alltaf vera í fréttunum þó ég viti mætavel að frá þeim er aðeins sagt einu sinni á ári. ÉG VEIT að það er of snemmt en síðan sól tók að hækka á lofti hef ég staðið mig að því að fínkemba síður dagblaðanna og hlusta ein- beitt á hvern einasta útvarpsfrétta- tíma í þeirri von að heyra uppá- halds árvissu fréttina mína: Þá að lóan sé komin. Mér finnst eins og þessir Spánverjar séu alltaf að slást með tómötum en eftir langan og erfiðan vetur virðist óskaplega langt síðan lóan lét sjá sig síðast. REYNDAR hef ég ekki fylgst sér- staklega vel með fréttum undan- farnar vikur og mánuði. Ég gafst einfaldlega upp í haust þegar ég sá fram á að sökkva í ævilangt þung- lyndi ef ég horfði á svo mikið sem einn fréttatíma í viðbót. Fréttir um kreppu, gjaldþrot heimilanna, mis- tök stjórnmálamanna, niðurskurð og atvinnuleysi eru ekki upplífg- andi í skammdeginu. Til að bæta gráu ofan á svart virðumst við ekki hafa áttað okkur á því hvað við kölluðum yfir okkur þegar við börðum í potta og hrærivélaskálar og kröfðumst kosninga. Kosning- um fylgja prófkjör og prófkjörum fylgja grútleiðinlegar auglýsingar. Það er því ekki nóg með að blöð- in séu full af fúlum kreppufrétt- um heldur hafa enn þá leiðinlegri framboðsauglýsingar troðið sér á milli þeirra svo mann langar mest að loka sig inni, negla fyrir bréfalúguna, rífa sjónvarpið úr sambandi og koma ekki út fyrr en vorar og kosningarnar, með öllu sínu þófi, eru yfirstaðnar og ný ríkisstjórn hefur skilað okkur inn í annað góðæri. EN AUÐVITAÐ geri ég það ekki. Þá myndi ég kannski missa af því þegar lóan syngur dirrindí í beinni útsendingu í fyrsta sinn eftir allt þetta rugl. Þá hlýtur eitt- hvað skárra að taka við því eins og segir í kvæðinu nær lóan ekki aðeins að kveða burt snjóinn held- ur leiðindi líka. Burt með leiðindin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.