Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 UPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ SOTHEBY’S heldur uppboð á húsmunum ítalska tískuhönnuðarins Gianni Versace á morg- un. Þar verða seld húsgögn og listmunir úr húsi Versace við Lake Como. Talið er að andvirði hlutanna sé tvær til þrjár milljón- ir punda, en það var rússneskur auðkýfingur sem keypti húsið í fyrra úr dánarbúi Versace sem lést árið 2007. Sveinn Guðmundsson, viðskipta-stjóri hjá Nýherja, tók þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð fyrir skemmstu, einn af 39 Íslendingum. Sveinn verður sextugur á þessu ári og gekk ásamt æskuvini sínum í tilefni af því. Aðd 90 kílómetrar að lengd. Gustav Vasa Svíakonungur á að hafa gengið þessa leið árið 1521 á flótta undan herliði Dana. Árið 1922 var leiðin gerð að alþjóðlegri skíðagöngu og það í um 10 tíma að klára gönguna. „Maður kemur afskaplega ánægður í markið. Ég var meðpúlsmæli á mér og reiké h Í fótsporum Svíakonungs Tæplega fjörutíu Íslendingar gengu á skíðum milli bæjanna Salen og Mora í Svíþjóð í hinni árlegu Vasa- göngu á dögunum. Gangan er kennd við Gustav Vasa Svíakonung og er um 90 kílómetrar að lengd. Síðasta æfingin fyrir Vasagönguna. Sveinn til vinstri með æskuvini sínum, Ingvari Einarssyni, sem fékk Svein með sér í Vasagöng- una í fyrra. MYND/ÚR EINKASAFNI STAFGA NGA ÁHRIFA RÍK LEI Ð TIL LÍKA MSRÆ KTAR Stafgöngunámskeið hefjast 24 mars n.k. stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 nÚ RÝMUM VIÐ FYRIR NÝJUM VÖRUM 50%afslátturaf völdum vörum Hornsófar, tungusófarsófasett, rúm, borðstofusett ofl. aðeins í eina viku takmarkað magn Börn og h ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 2009 — 66. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SVEINN GUÐMUNDSSON Fetaði í fótspor Gustavs Vasa Svíakonungs • heilsa • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS Andlegt fóður Fjörutíu ár eru nú liðin frá því samtök um Listahátíð í Reykjavík voru stofnuð. TÍMAMÓT 14 Mikið úrval af upphengdum salernum Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 VEL VARÐIR Þessir japönsku ferðamenn sem í gær virtu fyrir sér styttunna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli voru vel búnir í snjómuggunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LINDA ÁSGEIRSDÓTTIR LEIKKONA Datt illa á andlitið föstudaginn 13. FÓLK 26 Tónleikar á Listahátíð Hljómsveitin Tiger Lillies kemur til landsins í lok maí. FÓLK 21 3 3 4 7 7 ÚKOMULOFT Í dag verður yfirleitt fremur hæg suðlæg átt. Snjókoma eða slydda norðan til í fyrstu en síðar rigning. Rigning eða skúrir syðra til hádegis. Yfirleitt þurrt á landinu eftir hádegi. Hlýnandi. VEÐUR 4 VIÐSKIPTI Sigurður Einarsson, fyrr- verandi forstjóri Kaupþings, hefur sent Ragnari Hafliðasyni, sett- um forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), bréf og spurt hvað hann hyggist gera vegna trúnaðargagna úr Kaupþingi sem Sigurður telur að hafi verið stolið og notuð til fréttaflutnings í Morgunblaðinu. Sú umfjöllun sem Sigurður vísar til í Morgunblaðinu varðar meint lán til eigenda Kaupþings og ann- arra tengdra aðila upp á um 500 milljarða króna. Voru þar nefnd- ir Ólafur Ólafsson í Samskipum, bræðurnir Ágúst og Lýður Guð- mundssynir og kaupsýslumaður- inn Robert Tchenguiz. „Hér er augljóslega um gróft brot á bankaleynd að ræða gagn- vart þeim einstaklingum og félög- um sem um ræðir,“ segir í bréfinu sem Sigurður sendi 10. mars. Sigurður Valgeirsson, upplýs- ingafulltrúi FME, segist ekki geta tjáð sig um bréf frá einstökum aðilum, en segir þó að vitanlega sé brugðist við öllum erindum. Í bréfinu segir Sigurður að sér hafi borist til eyrna alvarleg- ar ásakanir um að trúnaðargögn úr Kaupþingi hafi verið tekin ófrjálsri hendi úr bankanum eða FME og gögnunum síðan „beitt af óprúttnum aðilum til að hóta fólki eða hræða það“. Þá segist Sigurður vilja vekja athygli forstjóra Fjármálaeftir- litsins á því að nú þegar hafi „verið lekið út upplýsingum um þrjá nafngreinda einstaklinga sem hafa haft sig í frammi í opinberri umræðu og til dæmis gagnrýnt Seðlabanka Íslands eða aðdrag- anda bankahrunsins“. Þeir hafi auk þess allir lýst skoðunum sem séu hallar undir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í samtali við Fréttablaðið seg- ist Sigurður þarna eiga við Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar, Björn Inga Hrafnsson blaðamann og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varafor- mann Sjálfstæðisflokksins, og eig- inmann hennar, Kristján Arason sem starfaði hjá Kaupþingi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er með bréfinu verið að vísa til þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, eigi sök á lekanum. Það vill Sigurður ekki staðfesta. Það sé hvers og eins að túlka orð hans í bréfinu. „Ég tel því nauðsynlegt að rann- saka þennan leka á upplýsingum enda kann hér að vera um refsi- verðar hótanir að ræða og beina ógnun við opna og lýðræðislega þjóðfélagsskipan auk brota á þagn- arskyldu,“ segir í bréfi Sigurðar. „Hvernig hyggst Fjármálaeft- irlitið bregðast við þessum brot- um og koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig?“ spyr Sigurður og endar með því að segja að trúnað- ur um persónuleg fjármál fólks sé grunnforsenda þess að hægt sé að hafa fjármálakerfi á Íslandi. - gar / - sh Segir stolin trúnaðargögn frá Kaupþingi notuð til hótana Sigurður Einarsson segir að trúnaðargögn úr Kaupþingi séu notuð til að hóta fólki og hræða. Í bréfi til FME segir hann að rannsaka verði lekann og ýjar að því að hann sé runninn undan rifjum Davíðs Oddssonar. YESMINE OLSSON Býr til hollan og framandi skyndibita Saffran er nýr veitingastaður FÓLK 18 Fyrirsætur í hættu? Fyrirsætu-vélmenni hefur verið kynnt til sögunnar í Tókýó. ALLT 2 VIÐSKIPTI Byr sparisjóður mun síðar í vikunni óska eftir tæplega ellefu milljarða króna framlagi úr ríkissjóði í kjölfar 29 milljarða króna taps á síðasta ári. Samkvæmt neyðarlögunum frá 6. október er fjármálaráðherra heimilt að leggja sparisjóðum til allt að tuttugu prósent af eigin fé þeirra miðað við uppgjör ársins 2007. Í tilviki Byrs er sú upphæð rúmir 10,6 milljarðar. Stofnfjáreigendur Byrs greiddu sér 13,5 milljarða króna í arð í apríl í fyrra úr svokölluðum vara- sjóði. Hagnaður ársins áður hafði þá numið tæpum átta milljörðum. Stjórn Sparisjóðs Keflavíkur hefur einnig ákveðið að óska eftir því að heimildin í neyðarlögunum verði nýtt og að ríkissjóður leggi sparisjóðnum til nýtt eigið fé. Það myndi þá nema um fimm milljörð- um króna. - kh / - sh Stjórn Byrs óskar eftir að heimild í neyðarlögum til bjargar sparisjóðum verði nýtt: Vilja ellefu milljarða úr ríkissjóði Grindavík í undanúrslitin Grindavík varð í gær fyrst liða til að tryggja sér sæti í undan- úrslitum úrslita- keppninnar. ÍÞRÓTTIR 22 BRETLAND Heilt breskt þorp, Lin- kenholt að nafni, með 22 húsum, tveimur járnsmiðjum og krikket- velli, verður sett á sölu síðar í þessari viku. Uppsett verð er 3,5 til 4 milljarðar. Búist er við að íbúarnir, tæplega 60 talsins, verði um kyrrt í leiguhúsnæði sínu. Innifalið í verðinu er auk þess herragarður fyrir eigandann, klukkuturn, prestssetur, 1.500 ekrur af ræktarlandi og um 450 ekrur skóglendis. Það eina sem ekki fylgir í kaupunum er kirkja Sankti Péturs frá 12. öld. Þorpið er nú í eigu góðgerðar- sjóðs Herberts Blagrave nokkurs, sem var kappreiðaknapi og mikill mannvinur. Hann ánafnaði öldr- uðum, veikum börnum og meidd- um knöpum auð sinn, sem enn er að mestu bundinn í þorpinu. Því stendur nú loks til að breyta. - sh Samfélag á fjóra milljarða: Breskt þorp til sölu í heilu lagi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.