Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 2009 13 9.752.026 2.000 12.000 14.000 4.000 10.000 8.0006.000 0 business intelligence UMRÆÐAN Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar um fjármál Reykjavíkur- borgar Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 samþykkti borgarstjórn að ná fram 2,3 milljarða króna viðbótar- hagræðingu í rekstri borgarinnar á árinu vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi í efnahagslífinu. End- urskoðun fjárhagsáætlunar hófst strax í byrjun janúar og var útfærð annars vegar með því að draga úr yfirvinnu og hins vegar með því að leita til starfsfólks um hvernig draga mætti úr öðrum rekstrarút- gjöldum. Hátt í 3.000 starfsmenn hjá Reykjavíkurborg tóku þátt í þessari vinnu og fram komu um 1.500 hugmyndir frá starfsfólki um hagræðingu í rekstri borg- arinnar. Af þessum hugmyndum urðu til 300 umbótaverkefni, sem eru þegar komin í farveg og eru þar með orðin hluti af endurskoð- aðri fjárhagsáætlun. Nýmæli í íslenskri stjórnsýslu Margar þeirra tillagna sem komu fram hjá starfsfólki munu bæta rekstur borgar- innar bæði til skemmri og lengri tíma litið, m.a. með nýjum umhverfis- vænum lausnum. Meðal þeirra tillagna sem komu fram við endurskoðun- ina er að hagrætt verður í almennum rekstri allra starfsstaða, hefðbundnum skrifstofurekstri, funda- kostnaði og innkaupum á vöru og þjónustu. Rafræn stjórnsýsla verður aukin og dregið úr kostnaði vegna áhalda og tækja- kaupa og sparað í innkaupum hug- búnaðarleyfa. Leitað verður leiða til að minnka húsaleigukostnað og orkunotkun, kostnað við aðkeypta þjónustu og endursemja við birgja vegna innkaupa. Dregið verður úr kostnaði vegna sérfræðiþjónustu, aug- lýsinga, bifreiða, ferða, bensín- og olíukaupa og farsíma með endurskoð- un á heimildarmörkum. Enn fremur verður dregið úr kostnaði við móttökur, rekstur og viðhald gatna svo eitthvað sé nefnt. Þessar tillögur eru stór- ar og smáar en eiga það allar sameiginlegt að end- urspegla þann mikla metnað sem býr í góðu starfsfólki Reykjavíkur- borgar og þann góða vilja að hag- ræða í rekstri borgarinnar án þess að það bitni á grunnþjónustu borg- arinnar, störfum eða gjaldskrám. Það eru nýmæli í íslenskri stjórn- sýslu að starfsfólk komi að vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar með þessum hætti og fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum við að gera rekstur borgarinnar sem hag- kvæmastan. Kostnaður hefur verið rýndur á fjölmennum greininga- fundum og hafa öll svið unnið að hagræðingunni með öflugri þátt- töku stjórnenda og annarra starfs- manna. Markmiðin hafa náðst Auk þessara hagræðingartillagna lögðu sviðsstjórar Reykjavíkur- borgar fram tillögur í samráði við mannauðsstjóra um endurskoðun og sparnað yfirvinnu á árinu. Sam- anlagt hafa þessar tillögur tryggt að markmið borgarstjórnar um við- bótarhagræðingu hafa náðst og að áfram verði hægt að standa vörð um grunnþjónustu Reykjavíkur- borgar, störf starfsmanna og gjald- skrár í samræmi við sameiginlegan vilja borgarstjórnar. Þetta minnir okkur á að það er allt hægt þegar allir leggjast á árarnar. Í því árferði sem við búum við verðum við að nýta sköp- unarkraft starfsfólksins sjálfs til að leita nýrra lausna í opinber- um rekstri. Það er fyrir tilstuðlan frábærs starfsfólks og stjórnenda Reykjavíkurborgar sem markmið um hagræðingu í fjárhagsáætlun borgarinnar hafa náðst og ég vil þakka öllu því góða starfsfólki sem undanfarnar vikur hefur lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Höfundur er borgarstjóri. Þakkir til starfsmanna Reykjavíkurborgar UMRÆÐAN Skúli Helgason skrifar um stjórnmál Gamall félagi úr háskólapóli-tíkinni, Einar Skúlason, send- ir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svar- ar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosning- ar. Þar tjáði ég þá skoðun mína að Samfylkingin ætti að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar að við viljum mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar, til að kjósendur hafi ekki aðeins vald til að ráða þingstyrk flokka heldur geti jafnframt í reynd kosið u m n æ s t u ríkisstjórn. Ég vitnaði í grein minni í nýjan formann Fram- sóknarflokks- ins sem hefði lýst því yfir að framsóknar- menn myndu fylgja þeirri gömlu aðferð að ganga óbundnir til kosn- inga. Félagi Einar segir mig þarna gera formanninum upp skoðanir. Þá er rétt að ég geti heimilda áður en lengra er haldið. Morgunblaðið birti 31. janúar síðastliðinn ítarlegt viðtal við Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, og þar sagði hann orðrétt: „Við göngum óbundnir til kosn- inga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum er mik- ill vilji til þess að gefa Sjálfstæðis- flokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokkurinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar.“ Þarna er að vísu sígi ld framsóknar-íslenska á ferðinni svona já-og-nei, hvorki-né, bæði- og pólitík, en þó formaðurinn lýsi því að vinstri sjónarmið njóti mik- ils stuðnings í flokknum sem stend- ur er augljóst af þessum orðum að hann vill halda báðum dyrum opnum og útilokar hreint ekki sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Það er gleði- efni að vinstri hönd Framsóknar sé nú vöknuð til lífsins en veit hún hvað sú hægri er að gera? Höfundur er frambjóðandi Sam- fylkingarinnar. Vinstri og hægri hönd Framsóknar HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR SKÚLI HELGASON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.