Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 2
2 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR SKATTAAÐSTOÐ LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTU LÖGRÉTTU • Launamiða síðasta árs • Lykilorð og auðkennislykil til að komast í heimabanka • Veflykil inn á www.rsk.is • Gögn ef kaup og/eða sala á fasteign hafa átt sér stað á sl. ári • Gögn er varða kaup og/eða sölu og stöðu á verðbréfum í árslok Hvað þarf að hafa meðferðis? 2009 Lögfræðiþjónusta Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, með aðstoð Deloitte, veitir einstaklingum endur- gjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala fyrir skattskil 2009. Ráðgjöfin verður veitt laugardaginn 21. mars nk. frá kl. 9.00 – 21.00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík og eru allir velkomnir. Guðni, stólið þið á söfnunina til að geta fermt? „Já, þetta er mál sem ekki er hægt að stinga undir stól.“ Um 160 stóla vantar í Lindakirkju svo að hægt verði að ferma þar með góðu móti í vor. Guðni Már Harðarson er sóknar- prestur í Lindakirkju. © GRAPHIC NEWS UMSKIPTI Í EL SALVADOR Vinstrimaðurinn Mauricio Funes bar sigur úr býtum í forsetakosningum í El Salvador. Þar með kemst flokkur fyrrverandi skæruliða í fyrsta sinn til valda í landinu frá því í borgarastríðinu á níunda áratugnum. Mauricio Funes FMNL Rodrigo Avila Arena-flokkurinn 51% 49% Úrslit þegar 90% atkvæða höfðu verið talin Heimild: Yfirkjörstjórn Myndir: AP, Getty EL SALVADOR, AP Vinstrisinnaður sjónvarpsfréttamaður vann for- setakosningar sem fram fóru í El Salvador á sunnudag. Þar með kemst flokkur fyrrverandi skæru- liða í fyrsta sinn til valda í land- inu frá því blóðugt borgarastríð var háð í landinu. Það stóð í tólf ár, kostaði um 75.000 manns lífið og lauk fyrir tveimur áratugum. Mauricio Funes er hófsamur liðs- maður FMNL-hreyfingarinnar, sem hélt úti skæruhernaði á sínum tíma en var breytt í stjórnmála- flokk er borgarastríðinu lauk árið 1992. Hann er nýjasta dæmið um vinstrisveifluna sem gengið hefur yfir Mið- og Suður-Ameríku. Þegar níu af hverjum tíu atkvæð- um höfðu verið talin var Funes með 51 prósent atkvæða en mótherjinn, Rodrigo Avila, 49 prósent. Avila ját- aði ósigur á kosningavöku íhalds- flokksins Arena, með Tony Saca, fráfarandi forseta, sér við hlið, og óskaði Funes velfarnaðar. Funes, sem á sínum tíma flutti fréttir af borgarastríðinu og varð síðar stjórnandi vinsæls viðtals- þáttar í sjónvarpi, hét því að sam- eina þjóðina á ný, en kosningabar- áttan var einhver sú harðasta sem háð hefur verið í landinu. „Þetta er ekki tími hefnda. Þetta er tími gagnkvæms pólitísks skiln- ings,“ sagði Funes í ávarpi á sigur- hátíð stuðningsmanna sinna. „Tími hinna útilokuðu er kominn, nú er lag fyrir raunverulega lýðræðis- sinna, fyrir karla og konur sem trúa á félagslegt réttlæti og sam- stöðu,“ sagði hann. - aa Söguleg úrslit forsetakosninga í El Salvador: Fyrrverandi vinstri- skæruliðar til valda ALÞINGI Kjörið var í nýtt banka- ráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í gær. Aðalmenn fyrir hönd meirihluta eru Lára V. Júlíus- dóttir, Ágúst Einarsson, Ragnar Arnalds og Jónas Hallgrímsson. Fyrir hönd minnihluta sitja í bankaráðinu Ragnar Árnason, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Friðrik Már Baldursson. Einugis tvær konur eru því aðalmenn í ráðinu af sjö fulltrú- um. Sem varamenn eru konur fimm af sjö fulltrúum en karl- menn tveir. - ss Nýtt bankaráð Seðlabanka: Tvær konur af sjö fulltrúum VIÐSKIPTI Gengi krónunnar féll um tæp 2,5 prósent í gær og end- aði gengisvísitalan í 196,7 stigum. Hún hefur ekki verið veikari síðan í byrjun febrúar. Gengið hafði styrkst frá því seint í febrúar og fram á fimmtudag í síðustu viku. Krónan hafði þá ekki verið sterkari síðan í lok september eða um svipað leyti og ríkið keypti 75 prósenta hlut í Glitni (nú Íslandsbanka). Helsta skýringin er vaxta- greiðsla á ríkisbréfum upp á fimm milljarða króna sem að mestu fellur í skaut erlendra fjár- festa í dag. Verðmæti ríkisbréf- anna er sjötíu milljarðar króna, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, sérfræðings hjá Íslandsbanka. - jab Gjalddagi felldi krónuna: Ekki lægri síð- an í febrúar EIN KRÓNA Erlendir fjárfestar fá greidd- an stærstan hluta af fimm milljarða króna vaxtagreiðslu ríkisbréfa í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum þing- manna og störfum þeirra utan þings voru samþykktar í forsætis- nefnd Alþingis í gær. Skrifstofa Alþingis skal halda skrá yfir upplýsingar frá þing- mönnum, svo sem um störf utan þings, stóra eignarhluti í félög- um, stuðning frá félagasamtök- um, ferðalög sem eru greidd af öðrum, og gjafir sem þeir þiggja að verðmæti 50.000 krónur eða meira. Ekki þarf að greina frá fjárhag maka. Reglurnar eru að danskri fyr- irmynd og eru í raun valkvæðar, því forsætisnefnd getur ekki refs- að þeim sem skorast undan. „Forsætisnefnd ætlast til að menn fylli þetta út en við höfum engin úrræði til að fylgja því eftir ef menn neita. En þetta er ekki valkvætt í þeim skilningi að við beinum þeim kláru tilmælum til allra þingmanna að þeir gefi þetta upp,“ segir Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis. Hann eigi ekki von á að neinn skorist undan. Reglurnar á að endurskoða fyrir 1. desember, með það í huga að gera úr þeim lög. Hugmyndir höfðu verið uppi um að þingmenn ættu einnig að greina frá skuldum sínum, meðal annars innan Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks, en Guðbjartur segir að engin sérstök umræða hafi verið um þetta frá því að hann tók við sem forseti Alþingis. Hins vegar skulu þingmenn greina frá eft- irgjöf skulda og ívilnandi skil- málabreytingum. Greina skal frá skuldasamningi, sé hann með hagstæðari skilmálum en tíðk- ast. Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir þingflokk sinn alls ekki hafa verið á móti því að þingmenn yrðu skyldaðir til að hlíta þessum regl- um, eins og kom fram í blaðinu í gær. „Það er alrangt,“ segir hún. Ummæli sín um að þeir sem gefi kost á sér hljóti að geta valið um það með hvaða hætti þeir sýni sín fjármál, hafi verið misskilin. Í umsögn sjálfstæðismanna við drögin stendur: „Eðlilegt er að reglur sem þessar séu valfrjálsar þannig að þeir sem þess óska geti staðið utan þeirra.“ Í umsögn ann- arra flokka var mælst til að regl- urnar yrðu að skyldu, eða lögum. Samkvæmt heimildum úr Sjálf- stæðisflokki er ekki útilokað að hann styðji lögbindingu. Upplýsingar þessar skal skrá innan mánaðar eftir að nýtt þing kemur saman og gera þær svo aðgengilegar almenningi tuttugu dögum síðar. klemens@frettabladid.is Þingmenn greini frá hagsmunatengslum Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum þingmanna voru samþykktar í forsætisnefnd í gær. Þingmenn geta skorast undan og þurfa ekki að greina frá skuldum. Sjálfstæðismenn segjast ekki hafa verið á móti skylduskráningu. FRÁ FUNDI FORSÆTISNEFNDAR Í GÆR Almenningur mun, um fimmtíu dögum eftir kosningar, geta nálgast upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni þingmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Forsætisnefnd ætlast til að menn fylli þetta út en við höfum engin úrræði til að fylgja því eftir ef menn neita GUÐBJARTUR HANNNESSON FORSETI ALÞINGIS BRETLAND, AP „Ódýrt áfengi er að drepa okkur sem aldrei fyrr.“ Þetta segir Liam Don- aldson, landlæknir Bretlands, í ársskýrslu sinni um lýðheilsu í landinu. Hann leggur því til að yfirvöld grípi til ráðstafana til að takmarka aðgengi að ódýru áfengi, sérstaklega ungs fólks. Donaldson segir að síðan árið 1970 hafi áfengisneysla dregist saman í flestum Evrópulöndum, en í Bretlandi hafi hún aukist um 40 prósent á sama tímabili, þar sem bjór, vín og sterkt áfengi hefur haldist ódýrt og er auðað- gengilegt í hverri matvöruversl- un. Donaldson segir ofdrykkju ungmenna sérstakt þjóðarmein, sem verði að ráðast gegn. - aa Lýðheilsa í Bretlandi: Landlæknir vill dýrara áfengi SÚDAN, AP Omar al-Bashir, forseti Súdans, sagðist í gær áforma að banna starf- semi allra alþjóðlegra hjálparsamtaka í landinu innan árs. Eftirleiðis muni innlendir aðilar einir sjá um að dreifa hjálpargögnum sem bærust erlendis frá. Forsetinn er nú þegar búinn að reka þrettán umsvifamiklar hjálparstofnanir úr landi, en flestar þeirra hafa verið að störf- um í Darfúr-héraði. Sakaði Bas- hir stofnanirnar um að útsendar- ar þeirra stunduðu njósnir fyrir alþjóðlegan dómstól sem gefið hefur út handtökuskipun á hend- ur honum fyrir að bera ábyrgð á glæpum gegn mannkyni í Darfúr. - aa Súdanforseti í hefndarhug: Vill öll hjálpar- samtök úr landi OMAR AL-BASHIR BANKAR Skilanefnd Glitnis hefur með samkomulagi við Milestone ehf. gengið að veðum í öllu hluta- fé í Moderna Finance AB dóttur- félagi Milestone ehf. í Svíþjóð. Með þessu færast yfirráð yfir íslenskum dótturfélögum Mod- erna Finance, Sjóvá, Askar Capi- tal og Avant, til skilanefndar Glitnis. Áfram er unnið að endurskipu- lagningu félaganna til að tryggja rekstur þeirra til frambúðar. Samningurinn mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur íslensku félaganna, segir í til- kynningu frá skilanefndinni. - shá Skilanefnd Glitnis: Samkomulag við Moderna SPURNING DAGSINS SLYS Ruben Fannar de Sousa fékk í síðasta mánuði hundrað þúsund króna sekt frá Bílaleigunni Bergi fyrir tjón sem hann vann á bíla- leigubíl þeirra þegar vörubílstjóri sinnti ekki stöðvunarskyldu og ók í veg fyrir hann á Garðsvegi í okt- óber síðastliðnum. Ruben Fannar varð að aka út af veginum til að lenda ekki á vörubílnum en vöru- bílstjórinn hélt sína leið og hefur enn ekki fundist að sögn lögregl- unnar á Suðurnesjum. „Ég hafði nokkru áður farið í uppskurð vegna brjóskloss og var orðinn nokkuð góður en eftir slys- ið versnaði þetta og þarf ég nú sprautu við þessi í hverjum mán- uði,“ segir Ruben Fannar. Þrátt fyrir að honum þyki sárt að sitja uppi með sekt fyrir líkamstjón fagnar hann því að vera lífs. „Ég ók á 80 kílómetra hraða og vöru- bílstjórinn kemur upp Helgavíkur- afleggjarann. Hann stoppar smá stund en ekur svo í veg fyrir mig, ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Sem betur fer náði ég að beygja útaf veginum því hefði ég lent á bílnum þá væri ég ekki til frásagnar.“ Vitni voru að slysinu og reyndi eitt þeirra að finna vörubílstjór- ann en án árangurs. „Það er úti- lokað annað en hann hafi séð mig fara útaf,“ segir Ruben Fannar. „Hann þarf ekkert að óttast komi hann fram, við búum í réttlátu ríki.“ - jse Ökumaður situr uppi með líkamstjón og sekt eftir glæfraakstur vörubílstjóra: Bílstjóri olli tjóni og stakk af RUBEN FANNAR DE SOUSA Hann segist ekki myndi vera til frásagnar nú hefði hann ekki náð að beygja frá vörubílnum sem ekið var í veg fyrir hann á Garðs- vegi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.