Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 12
12 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Rétt áður en útrásin hófst fyrir alvöru og almenn velmeg- un hér á landi varð meiri en áður hafði þekkst, mátti öðru hvoru lesa í blöðum og heyra í umræðu- þáttum vandlætingu á því að verja almannafé til samgöngu- mannvirkja og annarra fram- kvæmda vegna fámennra byggð- arlaga víða um land. Í fersku minni er yfirlætislegur skæting- ur um að þetta fólk geti bara flutt suður! Þar sé hvort sem er öll þjónustan. Þegar góðærið gekk í garð og bankar og sjóðir fóru að bjóða áður óþekkta fyrirgreiðslu þögn- uðu þessar raddir, nýtt gildismat varð til. Í stað þess að safna allt árið fyrir sumarleyfi á sólar- strönd eða bíltúr um Evrópu var skroppið í helgarferð til útlanda, jafnvel oft á ári. Síðan byggðu menn sér sumarhús og nutu þess að vera úti í íslenskri náttúru. Þessi hús eiga lítið sameiginlegt með fyrri tíma sumarbústaða og eru í raun annað heimili fjöl- skyldunnar. Margir festu kaup á jörðum, ekki aðeins á Suður- og Vesturlandi, heldur úti um allt land. Þetta eru mikil lífsgæði, en til þess að fólkið geti notið þess að eiga tvö heimili og ferðast um landið þurfa samgöngur og þjón- usta að vera viðunandi. Alls stað- ar. Ekki bara á suðvesturhorninu. Frumkvæði og kraftur Við Íslendingar lítum almennt svo á að vegna fámennis þjóðarinnar sé hver einstaklingur mikilvæg- ari en ella. Meira muni um hvern mann en í milljóna samfélagi. Síbreytilegt veðurfar og sveifl- ur í afkomu í gegnum tíðina hafa kennt okkur að ekkert er í hendi nema um stundarsakir. Það hefur líka kennt okkur að nýta tæki- færið þegar þau gefast og bjarga okkur sjálf. Menn hafa því oft gert nán- ast ómögulega hluti af því að þeir vissu ekki að það var ekki hægt. Það er áreiðanlega einsdæmi að 300.000 manna samfélag eigi jafn- mikinn mannauð í alhliða mennt- un, listum og athafnalífi. Fólk með skapandi hugsun og sjálfstraust til að taka frumkvæði og skapa sér sérstöðu bæði í atvinnulífi, menn- ingu og félagslífi. Það segir sig sjálft að hver ein- staklingur, hvert starf, frum- kvæði og kraftur er hvergi mikilvægara en í fámennum byggðarlögum. Einn duglegur útgerðarmaður hefur oft ráðið úrslitum um afkomu á slík- um stöðum, en önnur hlutverk á staðnum þurfa líka að vera vel skipuð. Pósthúsið burt Á nýliðnum árum hefur öðru hvoru verið tæpt á því að flytja afmarkaða opinbera starfsemi út á land. Um þetta er ekki rætt eins og spennandi tengingu við lands- byggðina heldur nokkurs konar Rauða kross-verkefni. Um leið og það er bæði sjálfsagt og góðra gjalda vert að opinber starfsemi sem varðar þjóðina alla séu víðar en í Reykjavík, er ekki síður mik- ilvægt að bæir og þorp haldi sjálf- stæði sínu og reisn eftir því sem kostur er. Fólkið þar sækir sjálfs- mynd í umhverfið sitt og athafn- ir ekki síður en fólk í þéttbýli. Á þessu er hreint ekki alltaf skiln- ingur. Ítrekað eru teknar ákvarð- anir við skrifborð í höfuðstaðnum um þjónustu á þessum stöðum án nokkurs samráðs við þá sem þar hafa lifað og starfað alla ævi. Þegar tveir menn birtust prúð- ir og huggulegir á pósthúsinu á Seyðisfirði í janúarlok til að segja starfsmönnum að ákveðið hefði verið að loka pósthúsinu og færa starfsemina yfir í Landsbankann kom það eins og þruma úr heið- skíru lofti. Þrír vinna á pósthús- inu, þar af kona sem ber út póst- inn, hjólar brosmild með hann um bæinn í öllum veðrum. Mennirnir frá Reykjavík sögðu að lokað yrði 1. apríl. Ekki færi starfsfólk með í Landsbankann, en stúlkan á hjól- inu yrði ráðin áfram. Að því búnu fóru þeir á fund bæjarstjórans með sömu tíðindi. Efnt var til kröftugra mót- mæla í bænum, fólk á Seyðisfirði á erindi í pósthúsið sitt alla daga og Norræna kemur vikulega stór- an hluta ársins. En í Reykjavík sitja menn og mæla kílómetrana frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar og finnst ekki stórmál þótt Seyð- firðingar þyrftu að sækja póstinn sinn þangað, rétt eins og þetta sé rennifæri allan ársins hring. Þegar þetta er skrifað, 16. mars, hefur ekki komið lífsmark frá póstinum í Reykjavík. Hvorki viðbrögð við mótmælum, né skila- boð til starfsmanna um hvern- ig umskiptin eiga að fara fram. Kannski finnst þeim sem hér ráða ferð óþarfi að sýna starfsmönnum í litlum bæ á Austurlandi almenna kurteisi. Sem er misskilningur. Mér er kunnugt um að þetta er ekki einsdæmi í samskipt- um við byggðarlög víða um land. Gott væri ef hið Nýja Ísland sem okkur er tíðrætt um myndi breyta tilkynningum yfir í samstarf og virðingu. Fólkið í landinu JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Borg og sveit Að skipta ófyrirséðu tjóni UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um verksamninga Um árabil hafa styttri verksamningar Reykjavíkurborgar, OR og Faxaflóa- hafna verið óverðtryggðir. Í desember und- irritaði Reykjavíkurborg samning við Sam- tök iðnaðarins (SI) um að bæta afturvirkt óverðtryggða verksamninga. Nýlega sam- þykkti svo meirihluti stjórnar OR og Faxa- flóahafna að fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar. Fyrir því geta verið ákveðin sanngirnisrök að aðilar skipti með sér ófyrirséðu tjóni þegar stór- áföll ganga yfir eins og gerst hér. Samningurinn við SI gengur þó mun lengra en að aðilar skipti ófyrir- séðum kostnaði, því samkvæmt samningnum tekur borgin á sig allan kostnað vegna þeirrar verðbólgu sem telja má ófyrirsjáanlega þegar tilboðin voru gerð. Samningurinn felur í sér að borgin verðbæti verksamninga umfram ákveðinn grunn sem fer stighækkandi eftir því sem líður á árið. Þannig eru tilboð sem opnuð eru í febrúar verðbætt að fullu umfram 4% en verðbólgan í febrúar var 6,8%. Borg- in verðbætir samninga að fullu umfram 9% vegna tilboða sem opnuð voru í júlí en þá var verðbólgan 13,6%. Þannig tekur borgin á sig allan ófyrirsjáanlegan kostnað vegna verðhækk- ana og rúmlega það. Samanlagður kostnaður borgarinnar, OR og Faxaflóahafna vegna verðbótanna er rúmur milljarður króna, sem verk- takar fá bætt afturvirkt vegna samninga sem voru óverðtryggðir þegar gengið var að þeim. Ef aðilar skiptu með sér ófyrir- séðum kostnaði tækju verktakar á sig 500 milljónir á móti borginni. Verktakafyrir- tækin berjast mörg í bökkum en það rétt- lætir þó ekki að skattfé almennings sé notað til að bæta þeim skaða afturvirkt með þeim hætti sem hér er gert. Borgin gengur allt of langt og setur með framferði sínu önnur sveitarfélög sem staðið hafa á rétti sínum í mikinn vanda. Það er afleitt hvað opinberum aðilum reynist auð- velt að nota sameiginlega sjóði til að bæta öllum öðrum en heimilum landsins það tjón sem hlotist hefur af þeirri verðbólgu sem efnahagshruninu hefur fylgt. Meðan ekkert er gert til að skipta tjón- inu milli lánveitanda og heimila er algjörlega óþol- andi að seilst sé í vasa almennings til að bæta öðrum tjón langt umfram sanngirnissjónarmið. Höfundur er borgarfulltrúi. SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Óuppfært forskot Jón Bjarnason sigraði í forvali VG í Norðvesturkjördæmi um helgina. Gagnrýnt hefur verið að Jón hafði einn frambjóðenda aðgang að félagaskrá flokksins og hafi þannig haft umtalsvert forskot á keppinauta sína. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, segir gagnrýnina ekki eiga við rök að styðjast. Í samtali við Vísi í gær sagði hún að þar sem fjöldi manns hefði gengið til liðs við Vinstri græna undanfarið væri félagaskráin sem Jón hefði undir höndum ekki nákvæm. Þetta er ódýr afsökun; félagaskrá sem þarfnast uppfærslu er betri en engin. Jón hafði eftir sem áður gott forskot á aðra frambjóðendur, þótt það væri ekki uppfært. Hefði mjakað Merði upp Nokkra undrun vakti á fulltrúaráðs- fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík, þegar var verið að setja prófkjörs- reglurnar, að konur lögðust gegn tillögum ráðsins um jafnt kynjahlut- fall í hverjum tveimur sætum. Jafna kynjahlutfallið kom að mestu af sjálfu sér upp úr prófkjörsreglunum, nema í sætum 7 - 8, þar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir enduðu. Hefði tillaga fulltrúaráðsins náð fram að ganga hefði Merði Árnasyni verði ýtt upp í áttunda sætið og ráðherra jafn- réttismála settur í það níunda. Styrkja eða storka? Kolfinna Baldvinsdóttir bauð sig fram í forvali VG í Kraganum en hafði ekki erindi sem erfiði. Á bloggsíðu sinni skýrir Kolfinna hvað hafi vakað fyrir sér með framboði fyrir VG. Ólíkt þeim sem ganga í stjórnmálaflokka til að styrkja þá, virðist markmið Kolfinnu vera að storka þeim. „Framboð mitt var ögrun,“ skrifar Kolfinna, „ekki síst til að láta í ljós mikla óánægju mína, og jafnvel reiði, í garð Samfylkingarinnar.“ Þá var framboðið ögrun við Vinstri græn fyrir að taka ekki á ESB-umræð- unni, auk þess sem Kolfinna vildi ögra sjálfri sér: „[É]g kaus að vinna með „heiðingjunum“ frekar en fólki sem þykist kunna faðir vorið, en fer aldrei með það,” skrifar Kolfinna. Skyldi hún verða bænheyrð. bergsteinn@frettabladsins.is Skoðaðu Mín borg ferðablað Icelandair á www.icelandair.is N ýjar reglur forsætisnefndar Alþingis um hags- munaskráningu alþingismanna eru framfaraskref. Reglurnar ná utan um fjárhagslega hagsmuni og trúnaðarstörf utan þings en við smíði þeirra voru hafðar til hliðsjónar sambærilegar reglur í Dan- mörku og Noregi. Eins og í þessum löndum munu íslensku þingmennirnir hafa val um hvort þeir taka þátt í skráningu á upplýsingunum eða ekki. Reglurnar taka gildi frá og með 1. maí og bíða því þeirra sem ná inn á þing í kosningunum framundan. Það verður athyglisvert að sjá hverjar heimturnar verða. Hing- að til hafa alþingismenn almennt verið tregir til að upplýsa fjár- hagsleg tengsl sín. Síðastliðinn desember sendi til dæmis Fréttablaðið öllum alþingismönnum fyrirspurn um hver kostnaðurinn hefði verið við prófkjörsbaráttu þeirra og hvernig baráttan hefði verið kostuð. Þrátt fyrir rúman svartíma skiluðu aðeins 25 svör sér í hús. Eftir að fréttaskýring hafði birst um málið og áframhaldandi fyrir- spurnir blaðsins, bættust við svör fimm alþingismanna til viðbót- ar. Lokaniðurstaðan var því að innan við helmingur þingmanna var tilbúinn að upplýsa um hugsanlega prófkjörsstyrki sem þeir höfðu þegið frá fyrirtækjum, félögum eða einstaklingum. Fulltrúar þáverandi stjórnarandstöðu brugðust reyndar flest- ir ljúflega við fyrirspurn Fréttablaðsins. Allur þingflokkur VG svaraði, líka allir þingmenn Frjálslynda flokksins og sex af sjö þingmönnum Framsóknarflokksins. Allt annað viðmót var hins vegar meðal þáverandi ríkisstjórnar- flokka. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa gjarnan talað hátt um mikilvægi þess að hafa fjármál stjórnmálaflokka opin og aðgengileg. Engu að síður varð uppskeran rýr úr þeirra röðum. Aðeins helmingur þeirra sendi svör. Mótspyrnan við upplýsinga- gjöfina var þó langmest meðal sjálfstæðismanna. Aðeins tveir af 25 þingmönnum flokksins svöruðu Fréttablaðinu. Þetta voru óneitanlega athyglisverðar niðurstöður. Sérstaklega í ljósi þess að þegar alþingismennirnir voru beðnir um prófkjörs- upplýsingarnar var gríðarleg umræða í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að öll spil yrðu lögð á borðið, bankaleynd jafnvel afnumin og möguleg hagsmunatengsl gerð eins gegnsæ og mögulegt væri. Þremur mánuðum síðar hefur síður en svo slaknað á þeim kröf- um. Má reyndar líta svo á að reglur forsætisnefndar Alþingis séu beinlínis viðbragð við þeirri heitu umræðu. Reglurnar eru skynsamleg viðleitni til að draga úr þeirri almennu tortryggni sem er ríkjandi. En betur má ef duga skal. Athafnalíf landsins er að stórum hluta komið inn á áhrifasvæði stjórnmálamanna og það er risavaxið hagsmunamál að sem minnstur vafi leiki á um ákvarðanir þeirra. Forsætisnefnd boðar að reglurnar verði endurskoðaðar og gerðar að lögum fyrir 1. desember. Við þá vinnu er skynsamlegt að líta til Bretlands. Þar er einnig krafist upplýsinga um eigur maka þingmanna, og þeir um fram allt skyldugir til að veita upp- lýsingarnar. Skynsamleg hagsmunaskráning. Tregir alþingismenn JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.