Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 4
4 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR ÖRYGGISMÁL Rögnvaldur Guðmunds- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri tölvufyrirtækisins Skríns, segir fyrirtækið ekki ábyrgt fyrir því að sjúkraskrár hurfu á Heilsu- gæslustöðinni á Dalvík. „Yfirlæknirinn var sjálfur kerfisstjóri tölvukerfisins og sá sjálfur um daglegan rekstur og afritun kerfisins og netþjónninn var staðsettur í húsnæði stofnun- arinnar,“ segir Rögnvaldur. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag reyndust ekki vera til afrit sjúkraskráa frá tæplega eins árs tímabili úr tölvukerfi Heilsu- gæslustöðvarinnar á Dalvík á árunum 2003 og 2004. Í skýringum heilsugæslustöðvarinnar til land- læknis sagði að tæknimenn Anza, sem síðar varð Skrín, hafi sett upp netþjón kerfisins sem bilaði. Rögn- valdur kveður þetta rangt. „Netþjónninn sem um ræðir var keyptur af EJS, sem sá jafnframt um uppsetningu á honum í upp- hafi og þar með uppröðun diska í honum,“ segir Rögnvaldur sem ítrekar að daglegur rekstur tölvu- kerfisins hafi ekki verið á ábyrgð Skríns. „Skrín var ekki rekstrar- aðili tölvukerfisins, heldur var Skrín með svokallaðan neteftirlits- samning sem innifelur að tækni- maður kemur í heimsókn einu sinni á ári og yfirfer tölvukerfi stofnun- arinnar,“ segir hann. Guðmundur Pálsson yfirlækn- ir segir rétt að netþjónninn hafi verið keyptur hjá EJS sem hafi sett í hann grunnstýrikerfi. Anza hafi hins vegar fyrirfram skilgreint hvernig netþjónninn ætti að vera og bætt við stýrikerfi. Síðar hafi komið á daginn að hörðu diskarnir voru rangt settir upp. „Mér finnst að þeir hjá Anza hafi átt að átta sig á því að uppsetning- in á hörðu diskunum var ekki eins og þeir höfðu beðið um. Það er að minnsta kosti gjörsamlega útilok- að að vænta þess að ég, sem er yfir- læknirinn á staðnum, hefði átt að sjá það,“ segir Guðmundur sem þó játar að hafa verið kerfisstjóri – ef menn vilji kalla það svo. „Ég leysti oft ýmis vandamál sem komu upp í kerfinu í símasambandi við tækni- menn þessa fyrirtækis.“ Að sögn Guðmundar átti Anza að fara yfir tölvukerfi heilsugæslu- stöðvarinnar tvisvar á ári. Net- þjónninn hafi aldrei gefið annað til kynna en að afritun gagnanna væri eðlileg. Hins vegar hafi aldrei verið athugað hvað raunverulega væri á þeim segulböndum sem átti að afrita á. Heilsugæslustöðin hafi nú óskað eftir staðfestingu EJS, sem núverandi þjónustuaðila kerf- isins, að fylgst sé reglulega með því að afrit séu raunverulega tekin. Guðmundur ítrekar að gríðarlegt fjárhagslegt tjón hafi hlotist af bil- uninni auk annarra óþæginda. „Ég skildi það aldrei af hverju heil- brigðisráðuneytið fór ekki í mál við þessi fyrirtæki til þess að reyna að endurheimta þessa peninga.“ gar@frettabladid.is Saka lækni um hvarf sjúkraskráa á Dalvík Yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Dalvík hafnar fullyrðingum fyrrverandi framkvæmdastjóra tölvufyrirtækis um að hann eigi þátt í hvarfi sjúkraskráa. Yfirlæknirinn segist ekki skilja hvers vegna ríkið lögsótti ekki tölvufyrirtækið. N Formaður stjó STJÓRNS um star litsins r Gunn stjórnar kvöldi e margar Hann ítr ingarfer og að ráð ingarskr að pikka segir han Eitt síð skiptaráðh urðssonar starfsloku ar, þáveran ins. Forstj Fre út á um áætl- gaþing, rmála- ið að ssa en maður ostnað- yrrum áætlað, rra lagi vonast tilbú- eðför- - kóþ agaþing: nn óviss r i hún ð ð. ð a - . þ ort m e f g b d ja gæ M se us ar við um völ irai um T að e þega lentu það h anna ÖRYGGISMÁL Nú er ljóst að allar sjúkraskrár á Heilsugæslunni á Dalvík á tímabilinu júní 2003 til apríl 2004 eru glataðar vegna galla í tölvubúnaði. „Tapið var gífurlegt og olli mikilli aukavinnu lækna og læknaritara. Auk þess er ávallt hætta á því að gagnatap af þessu tagi stofni öryggi sjúklinga í hættu,“ segir í bréfi sem Heilsugæslan á Dalvík sendi Land-læknisembættinu og síðar Persónu-vernd vegna málsins. Persónuvernd hafði fengið kvörtun frá sjúklingi sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þess að sjúkraskrár hans frá þessum tíma fundust ekki og því ekki hægt að færa fram fullnægj-andi sönnun um tiltekin atvik sem tengdust sjúkrasögu hans.Samkvæmt skýringum Heilsu-gæslunnar á Dalvík var tölvukerfi stofnunarinnar uppfært árið 2003 með þjónustusamningi við fyrir- tækið Anza og síðar Skrín ehf. Setja hafi átt upp netþjón með fjórum hörðum diskum sem ynnu í tveim-ur pörum þar sem allar upplýsing-ar yrðu skráðar í bæði pörin. Í mars 2006 hafi komi upp bilun í búnaðin-um. Í ljós hafi komið að hann hafi ekki verið settur rétt upp og segul-bandsspólur væru auðar.„Samkvæmt ráðleggingum frá Theriak (sem selur og þjónust-ar sjúkraskrárkerfið) voru hörðu diskarnir sendir til Bretlands í von um að nálgast mætti gögn af þeim. Þetta tókst ekki og þá voru þeir sendir áfram í nánari grein-ingu í Póllandi. Þar tókst ekki held-ur að endurvekja gögnin. Á þess-um tímapunkti var ljóst að tapast höfðu öll gögn úr sjúkraskrárkerfi heilsugæslustöðvarinnar frá því í júní 2003 og þar til í apríl 2004 og engin leið að endurvekja þau,“ segir í útskýringum heilsugæslunnar. Eftir þetta var netþjónninn settur upp eins og hann átti að vera og afritun breytt þannig að hún sé um símalínu til höfuð-stöðva Skrín á Akureyri.Persónuvernd segir ljóst að Heilsugæslustöðinni hafi borið að taka öryggisafrit af sjúkra-skrám og varðveita á öruggum stað. Það hafi ekki verið gert. „Þá telur Persónuvernd að heilsu-gæslustöðinni hafi einnig borið að athuga það reglulega hvort öryggisafrit hefðu að geyma nauðsynlegar upplýsingar. Telur Persónuvernd að slíkt verði að athuga nægilega oft til að tryggja að öryggisafrit, sem hefur að geyma slíkar upplýsingar, sé ávallt á vísum stað,“ segir stofn-unin sem nú hyggst kanna hvort öryggisafritun sjúkraskránna sé orðin fullnægjandi. gar@frettabladid.is Glötuðu sjúkraskrám heilsugæslu á DalvíkAllar sjúkraskrár á Heilsugæslustöðinni á Dalvík á tíu mánaða tímabili glötuð-ust í tölvukerfi. Engan árangur bar að senda búnaðinn til tölvusérfræðinga í tveimur löndum. Öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gríðarlegt fjárhagslegt tap. DALVÍK Tölvubúnaður var ekki rétt upp settur á Heilsugæslustöðinni á Dalvík og því glötuðust sjúkraskrár fyrir tíu mánaða tímabil. j ra g glan var óvin-urinn. Nú hafa hlutirnir svo sann- y ir utan herstöð, auk þess sem tveir aðrir hermenn og tveir pitsusendlar særðust. - gb RÖGNVALDUR GUÐMUNDSSON FRÉTTABLAÐIÐ Sagt var frá því í Fréttablaðinu á fimmtudaginn í síðustu viku að uppgötvast hafi við tölvu- bilun á árinu 2005 að engin afrit voru til af sjúkraskrám Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík fyrir um tíu mánaða tímabil. ALÞINGI Ekki er enn lokið vinnu við að meta eignir frá gömlu bönkun- um yfir í nýju bankana. Þetta kom fram í máli Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á þingi í gær. Við mat á eignum sé miðað við mat til langs tíma, en ekki sölu- verðmæti í þröngri stöðu. Gylfi sagðist mundu kynna verðmatið Alþingi um leið og það lægi fyrir. Þetta var svar Gylfa við fyr- irspurn Bjarna Benediktssonar sem sagðist hafa óljósar heimild- ir fyrir því að óvenjuhátt hlutfall af lánasafni bankanna séu útlán sem ekki muni innheimtast nema að hluta eða ekki að neinu leyti. Það séu ekki nema 30 prósent lána sem ekki þurfi að hafa áhyggj- ur af. Af þessu þyrfti að hafa áhyggjur, því ek k i þy r f t i nema 10 pró- sent frávik á mati á eignum nýju bankanna til að allt eigið fé þeirra myndi fuðra upp. „Við hljótum að leggja okkur fram við að lágmarka áhættuna, hvernig hyggst ráðherra tryggja í samn- ingum við bankana og kröfuhafa að reynist eignir bankanna ekki eins miklar og gert er ráð fyrir, muni mismunurinn ekki lenda á skattborgurum þessa lands?“ Gylfi svaraði því til að útlit væri fyrir að ríkið þyrfti að leggja til talsvert minna eigið fé en gert var ráð fyrir í upphafi, en þá var talað um 385 milljarða. Ef kröfu- hafar myndu eignast einhvern hlut af bönkunum gæti það jafnframt lækkað framlag ríkisins. Form- legar umræður um slíkt væru þó ekki hafnar. Þá hefði ríki ekki enn lagt bönkunum til hluta eiginfjár, en þeir hafi fengið nokkra fyrir- greiðslu í Seðlabankanum út á lof- orð ríkisins um að leggja þeim til eigið fé. - ss Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, um lánasafn bankanna: Greiðslur af þriðjungi lána öruggar BJARNI BENE- DIKTSSON PAKISTAN, AP Pakistanstjórn lét í gær undan sumum kröfum mót- mælenda og sló þar með á spenn- una sem ríkt hefur í landinu. Með því að fallast á að setja aftur í embætti nokkra hæstaréttar- dómara sem Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti, rak, sljákk- aði mjög í stjórnarandstæðing- um sem síðustu daga höfðu staðið fyrir fjöldafundum sem leystust að hluta upp í múgæsingu og óeirðir. Snemma í gærmorgun til- kynnti forsætisráðherrann að Iftikhar Mohammed Chaudhry og fleiri menn sem Musharraf rak síðla árs 2007, fengju aftur dómarahempur sínar. Tilkynningin varð til þess að hætt var við fjöldakröfugöngu sem óánægðir lögfræðingar og stjórnarandstæðingar höfðu boðað til. - aa Heitt í kolunum í Pakistan: Mótmælendur hafa sitt fram IFTIKHAR MOHAMMED CHAUDHRY Aftur í dómarasæti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 18° 12° 18° 11° 8° 14° 14° 14° 7° 8° 21° 12° 12° 25° 4° 16° 18° 3° 3 4 3 2 4 6 7 8 7 5 2 5 5 5 3 4 5 7 6 5 6 6 FIMMTUDAGUR 5-13 m/s, stífastur vestan til 7 10 8 88 4 8 7 10 Á MORGUN 5-10 m/s 10 SIGLUM INN Í HLÝINDI Það eru hitaskil á leiðinni inn yfi r land núna með morgnin- um og um níu leytið eru horfur á rigningu syðra en snjókomu eða slyddu nyrðra. Strax um hádegi ætti úrkoman nyrðra að vera orðin að rigningu en þá verður við það að stytta upp syðra. Síðar í dag styttir einnig upp nyrðra og léttir þar til. Í kvöld fer svo aftur að rigna sunnan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Meginlínur fjárlaga kynntar Meginlínur fjárlaga, bæði fyrir næsta ár og fyrir árin 2011-2012, voru kynnt- ar Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á meðan á heimsókn þeirra stóð. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á þingi í gær. Hann hvatti menn til hóflegrar bjartsýni þar sem atvinnuleysi væri meira en spáð hafði verið og heildarskuldir þjóðarbúsins væru ekki að þróast í jákvæða átt. Barnasáttmáli lögfestur Alþingi samþykkti í gær þingsálykt- unartillögu um að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði lög- festur hér á landi. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sagði þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu að endur- skoðun á barnaverndarlögum færi nú fram í félagsmálaráðuneytinu með sáttmálann í huga. NOREGUR Grænfriðungar ætla að berjast fyrir því að Norðmenn hlífi kóralrifjum á hafsbotninum og dragi úr togveiðum og olíu- vinnslu á hafsbotninum þar sem kóralrifin eru, að sögn norska dagblaðsins Dagbladet. Skip Grænfriðunga, Rainbow Warrior, er komið til Björgvinjar frá Amsterdam. Það heitir sama nafni og skip Grænfriðunga sem sökk við Nýja-Sjáland árið 1985. Skipið var þá notað til að mótmæla frönskum prufusprengingum. Einn lést þegar skipinu var sökkt en tveir franskir njósnarar voru síðar dæmdir fyrir árásina. - ghs Grænfriðungar: Berjast fyrir norsk kóralrif Rændi dóttur og flugvél Brasilíumaður, sem sakaður var um að hafa nauðgað þrettán ára stúlku, henti eiginkonu sinni út úr bíl á ferð og fór síðan með fimm ára dóttur þeirra á flugvöll þar sem hann rændi einka- flugvél. Henni flaug hann á verslunar- miðstöð í borginni Gioiana og batt þar með enda á líf sitt og dótturinnar. BRASILÍA UPPELDISMÁL Starfsmanni á leik- skóla í Reykjavík var sagt upp störfum í gær fyrir að löðrunga fimm ára gaml- an dreng í þrí- gang. Ragn- hildur Erla Bjarnadóttir, sviðstjóri leik- skólasviðs Reykjavíkur- borgar, harmar atvikið og segir framkomu eins og þessa ekki verða liðna. Móðir drengsins fagn- ar málalyktum. Fréttastofa Stöðv- ar 2 sagði frá. Starfsmaðurinn var upphaflega áminntur fyrir framgöngu sína en leikskólastjórinn hafði ekki heimild til að segja starfsmann- inum upp við fyrsta brot. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, segir að þegar lög um réttindi starfsmanna og vernd barna stangist á, eigi hagsmunir barnsins að sitja í fyrirrúmi. - shá Leikskóli í Reykjavík: Sló 5 ára barn og var sagt upp ALÞINGI RAGNHILDUR ERLA BJARNADÓTTIR GENGIÐ 16.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 178,9059 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,97 112,51 159,28 160,06 145,93 146,75 19,573 19,687 16,571 16,669 13,286 13,364 1,1376 1,1442 165,86 166,84 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.