Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 6
6 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR
FÍS - Félag íslenskra stórkaupmanna - heldur fundarröð um eitt stærsta
hagsmunamál íslenskrar verslunar.
Fundirnir verða haldnir í húsakynnum FÍS í Húsi verslunarinnar 9. hæð
næstu fi mm miðvikudaga kl. 8:30 - 10:00
Fundirnir eru öllum opnir meðan húsrúm leyfi r. Skráning í síma 588 8910
eða á netfangið linda@fi s.is
Fundur I
18. mars kl. 8:30-10:00
Frummælandi: Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri Talnakönnunar
– Hefur verslun á Íslandi annan valkost en evru?
Umræður
Fundarstjóri: Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður FÍS
Evrópuröðin – íslensk verslun og ESB
Fundaherferð FÍS um Gjaldmiðla- og Evrópumál
AUSTURRÍKI, AP Hinn 73 ára gamli
Josef Fritzl, sem sakaður er um að
hafa læst dóttur sína inni í kjall-
ara húss síns í 24 ár og getið henni
sjö börn, játaði sig sekan um sifja-
spell er réttarhaldið yfir honum
hófst í Sankt Pölten í Austurríki
í gær. Hann lýsti sig hins vegar
saklausan af hinum alvarlegustu
ákæruliðunum, um barnsmorð og
að hneppa manneskju í þrældóm.
Fritzl á allt að lífstíðarfangelsi
yfir höfði sér, verði hann fundinn
sekur um barnsmorð. Við sifja-
spelli liggur hins vegar eins árs
fangelsi samkvæmt gildandi lögum
í Austurríki. Búist er við að dómur
falli jafnvel strax á fimmtudag í
þessu sérstæða máli sem vakið
hefur heimsathygli.
Samkvæmt málskjölum sak-
sóknara hélt Fritzl dóttur sinni
Elisabeth sem fanga í þröngu kjall-
ararými í íbúðarhúsi sínu í bænum
Amstetten í 24 ár. Hann er einn-
ig sakaður um að hafa nauðgað
henni ítrekað yfir allt þetta tíma-
bil. Samkvæmt DNA-rannsókn er
hann faðir allra þeirra sex barna
sem Elisabeth eignaðist og kom-
ust á legg.
Eitt barn dó sem hvítvoðung-
ur, en andlát þess er tilefni morð-
ákærunnar. Saksóknarar halda
því fram að sveinbarnið hefði átt
möguleika á að komast af ef Fritzl
hefði komið því undir læknishend-
ur.
Saksóknarinn Christiane Burk-
heiser hóf ákæruræðuna á að
saka Fritzl um að hafa margsinn-
is nauðgað dóttur sinni að litl-
um börnum þeirra ásjáandi, og
að hann hefði vel getað bjargað
barninu sem dó, hefði hann séð til
þess að það fengi læknishjálp. Það
fæddist veikburða og dó tveimur
og hálfum degi eftir að það kom
í heiminn.
Burkheiser sagði Fritzl ekki
hafa talað neitt við dóttur sína
fyrstu árin sem hann hélt henni
fanginni; hann hefði aðeins farið
reglulega niður í kjallaraholuna til
að nauðga henni.
Verjandi Fritzls, Rudolf Mayer,
ákallaði kviðdóm um að sýna hlut-
lægni og stóð fast á því að Fritzl
væri „ekki skrímsli“.
Mayer sagðist ekki hafa neina
sérstaka áætlun í málsvörninni, en
lagði áherslu á að skjólstæðingur
sinn iðraðist gerða sinna.
audunn@frettabladid.is
FRITZL FYRIR RÉTTI Sakborningurinn huldi andlit sitt með blárri skjalamöppu í dóm-
salnum í St. Pölten í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Fritzl játar sifjaspell
en ekki önnur brot
Réttarhöld hófust í gær í einu umtalaðasta sakamáli í sögu Austurríkis, yfir manni
sem hélt dóttur sinni fanginni í gluggalausum kjallara í 24 ár, nauðgaði ótal sinn-
um og gat sjö börn með. Verjandinn segir sakborninginn „ekki vera skrímsli“.
UMHVERFISMÁL „Langtímamarkmið
borgarinnar er að halda Elliða-
ánum í A-flokki hér eftir sem hing-
að til,“ segir í umsögn skipulags-
stjóra Reykjavíkur sem lögð var til
grundvallar þegar skipulagsráð og
borgarráð samþykktu fyrirhugað
hesthúsahverfi í Víðidal.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu
síðastliðinn föstudag lýstu margir
sig andvíga nýja hesthúsahverf-
inu. Meðal þeirra eru umhverfis-
ráð Reykjavíkur, Stangaveiðifélag
Reykjavíkur og Veiðimálastofn-
un.
Í umsögn skipulagsstjóra er
gagnrýni á hverfið svarað. Þar
kemur fram að umrædd lóð hafi
verið skilgreind sem athafnasvæði
hestamanna frá árinu 1996. Engar
byggingar fari nær ánum en eitt
hundrað metra. Flóðvarnargarður
muni skilja hverfið frá Elliðaánum
og göngustíg og reiðstíg.
„Gert er ráð fyrir góðu andrými
milli athafnasvæðis hestamanna
og ánna,“ segir í umsögninni og
tekið fram að allt frárennsli frá
hesthúsunum fari í holræsakerfið.
Sama gildi um ofanvatn á svæðinu.
„Sé ekki unnt að leiða allt ofanvatn
í fráveitu verður fundin viðunandi
lausn á hreinsun áður en það er
leitt í viðkvæman viðtakanda eins
og Elliðaár,“ segir skipulagsstjóri
sem kveður gildi svæðisins til úti-
vistar ekki verða rýrt að neinu
leyti.
„Þar hafa laxveiði, hesta-
mennska og almenn útivist farið
ágætlega saman um árabil og svo
mun verða áfram.“ - gar
Embætti skipulagsstjóra telur nýja hesthúsabyggð ekki skerða gildi Elliðaárdals:
Hesthúsin skaða ekki Elliðaár
GUÐMUNDUR STEFÁN MARÍASSON Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur á
göngubrúnni ofan við veiðistaðinn Heyvað í Elliðaánum. Hesthúsin rísa þar aust-
an við. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Auglýsingasími
– Mest lesið
ALÞINGI Stjórnlagaþing sem starf-
ar í eitt og hálft ár, líkt og frum-
varp Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra um breyting-
ar á stjórnskipunarlögum gerir
ráð fyrir, mun kosta tæpar 1.732
milljónir króna. Þetta kemur
fram í kostnaðarmati frá fjár-
málaráðuneytinu, en málið var
rætt á fundi sérnefndar um
stjórnarskrármál í gær.
Greinargerð og kostnaðarmat
gerir ráð fyrir kostnaði frá 1.176
milljónir króna fyrir tíu mánaða
þing, 1.731 milljónir króna standi
þingið í átján mánuði eins og gert
er ráð fyrir og 2.148 milljónir
króna starfi þingið í tvö ár. - shá
Kostnaður við stjórnlagaþing:
Mun kosta einn
til tvo milljarða
VINNUMARKAÐUR Það ætti svo
sannarlega að skoða hvort ekki
megi lækka laun hjá forstjórum og
framkvæmda-
stjórum lífeyris-
sjóðanna, sem
eru með allt að
þrjátíu milljón-
ir á ári í laun,
segir Vilhjálm-
ur Birgisson,
formaður Verka-
lýðsfélags Akra-
ness.
Sérstaklega
eigi þetta við
um Lífeyrissjóð verslunarmanna
og Gildi, þar sem yfirmennirnir
þéni milli tuttugu og þrjátíu millj-
ónir á ári.
„Þessi laun eru ekki í neinum
takti við það sem eðlilegt getur tal-
ist. En það er fleira sem má skoða,
svo sem aðkoma atvinnurekenda
að stjórnum sjóðanna,“ segir Vil-
hjálmur.
Óeðlilegt sé að atvinnurekend-
ur véli með lífeyri launþega. Hags-
munaárekstrar geti til dæmis
myndast þegar teknar séu ákvarð-
anir um fjárfestingar. Launþeg-
arnir eigi að fara með stjórn eigin
lífeyris.
- kóþ
Formaður Verkalýðsfélags Akraness vill atvinnurekendur út úr stjórnum:
Laun lækki í lífeyrissjóðum
VILHJÁLMUR
BIRGISSON
Forstjóri/framkvæmdastjóri Lífeyrissjóður Árslaun Mánaðarlaun
Þorgeir Eyjólfsson Verslunarmanna 29.842.000 2.486.000
Árni Guðmundsson Gildi 21.534.000 1.794.500
Gylfi Jónasson Festa 13.103.006 1.091.917
Kári Arnór Kárason Stapi 12.917.000 1.076.417
*Heimild: www.vlfa.is
LAUN FORSTJÓRA
Á Fjármálaeftirlitið að greina
frá launum skilanefnda gömlu
bankanna?
JÁ 96,8%
NEI 3,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á HB Grandi að greiða starfs-
fólki sínu launauppbót vegna
góðrar rekstrarafkomu árið
2008?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
KJÖRKASSINN