Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 16
Japanir hafa ávallt verið hrifnir af vélmennum. Nýjustu fréttir herma að kennarar verði brátt úreltir og vélmenni komi í þeirra stað. Nú eru fyrirsætur í hættu því á mánu- daginn var kynnt til leiks nýtt fyrirsætuvélmenni sem mun trampa fram sýningarpalla í Tókýó hinn 23. mars næst- komandi. Vélknúna stúlkan er ósköp sæt, með stór augu, lítið nef og axlasítt hár. Hún er búin tækni sem gerir henni kleift að herma eftir hreyfingum annarra fyrirsætna af holdi og blóði. „Halló allir, ég er Cybernetic human HRP-4C.“ Þannig kynnti hin krúttlega vélstúlka sig á blaðamannafundi sem haldin var rétt fyrir utan Tókýó. Stúlkan er 158 cm há sem er mjög algeng stærð í Japan en vegur aðeins 43 kíló með batteríum. Stúlkan skemmti áhorfendum vel með því að stilla sér upp í ýmsar þekktar tískustellingar og með því að brosa til viðstaddra. Líkt og stöllur hennar í sama bransa krefst vélstúlkan hárra upphæða fyrir þjónustu sína en þróun vélmennisins kostaði um tvær milljónir dollara. STÓRIR EYRNALOKKAR eru aftur komnir á lista yfir eftirsóknarverða fylgihluti. Þeir mega vera stórir, áberandi og litríkir eins og kom fram á tískusýningu Zac Posens á dögunum. Þá mátti einnig sjá leikkonur á borð við Kate Winslet og Angelinu Jolie með þunga og mikla eyrnalokka á Óskarsverðlaunahátíðinni. Þá er útsölunum víðast hvar lokið og þótt þær standi ávallt fyrir sínu er gaman að taka hring í búðun- um að þeim loknum, enda fyllast þær jafnan af nýjum og ferskum vörum fyrir vorið. Slárnar eru nú þaktar ljósum klæðum og víða má sjá munstur og blóm. Blái liturinn er áberandi og hlébarðamunstur leynast hér og hvar. vera@frettabladid.is Fyrirsætuvélmenni Litríkir vorboðar Ljósar kápur og litrík plögg eru árlegir vorboðar sem nú má sjá á hverju strái. Blái liturinn er áberandi og víða má sjá munstur og blóm. Blái liturinn er áberandi. Warehouse. Verð: 14.990 krónur. Fjólublátt og hressandi. Vila. Verð: 8.900 krónur. Kremuð silkiskyrta með rósum sem auðvelt er að falla fyrir. Vila. Verð: 6.990 krónur. Golla sem sker sig úr. Ware- house. Verð: 12.990 krónur. Sannkölluð vor- kápa. Vila. Verð: 13.900 krónur. SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.