Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 26
22 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson mun að öllum líkindum skipta um umhverfi í sumar og flytja frá Svíþjóð. Þar hefur hann verið síðustu ár hjá Savehof og staðið sig afar vel. Liðið er á sífelldri uppleið og búið að tryggja sér deildar- meistaratitilinn í Svíþjóð í ár. „Það hefur gengið á ýmsu í vetur. Ég sneri mig síðast á ökkla með landsliðinu í janúar og er ekki alveg búinn að jafna mig af því. Það hefur samt gengið vel hjá liðinu og við búnir að vinna deildina þó svo við séum búnir að vera lélegir eftir áramót,“ sagði Hreiðar en úrslitakeppnin byrjar svo í kjölfarið. Hreiðar hefur leikið minna í ár en áður og þurft að deila spilatímanum meira með hinum markverði liðsins. „Þetta er búið að vera allt öðruvísi tímabil í ár. Í fyrra spilaði ég nánast alltaf en núna er ég að spila kannski helm- inginn. Ég er nú ekkert sérstaklega kátur með það,“ sagði Hreiðar sem er samt þokkalega sáttur við eigin spilamennsku í vetur. Hann játar samt að vera oft pirraður yfir því að fá ekki að spila meira. „Þeir eru hálfgert kærustupar, hinn markvörður- inn og þjálfarinn. Alltaf að spjalla saman og miklir vinir. Ég nenni ekki að vera í einhverjum sleikjuskap,“ sagði Hreiðar sem er með ýmis járn í eldinum þessa dagana. „Það er allt í skoðun þessa dagana. Mér stendur til boða að fara til Danmerkur, Sviss, Spánar og jafnvel Þýskalands líka. Það gengur samt allt frekar hægt fyrir sig þessa dagana, þökk sé þessari peningakrísu,“ sagði Hreiðar en hvar kýs hann helst að spila? „Það væri náttúrlega mest spennandi að fá tilboð frá fínu liði í þýsku úrvalsdeildinni. Það gæti gerst en er á algjöru byrjunarstigi. Svo eru nokkrir möguleikar í Danmörku sem gæti verið góður kostur. Svo er spænska liðið Antuquera einnig búið að sýna mér áhuga. Veit lítið um það lið nema það er nálægt Afríku og því heitt sem er ekki gott fyrir albinóa eins og mig,“ sagði Hreiðar léttur en það félag situr í 10. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það eru meiri líkur en minni að ég yfirgefi Svíþjóð í sumar,“ sagði Hreiðar Levý Guðmundsson að lokum. HREIÐAR LEVÝ GUÐMUNDSSON: ER VÆNTANLEGA AÐ SPILA SITT SÍÐASTA TÍMABIL Í SVÍÞJÓÐ Hinn markvörðurinn og þjálfarinn eru hálfgert kærustupar KÖRFUBOLTI Stjarnan vann í gær- kvöldi fyrsta sigur sinn í úrslita- keppni efstu deildar körfubolta karla í sögu félagsins er liðið lagði Snæfell á heimavelli, 99-79. Stað- an í hálfleik var 45-42, Stjörnunni í vil. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarn- an kemst í úrslitakeppnina en liðin munu nú mætast í oddaleik í Stykk- ishólmi á fimmtudagskvöldið um hvort liðið kemst áfram í undan- úrslit keppninnar. „Við vorum afar sáttir við að vera yfir í hálfleik því við hittum nánast ekkert utan af velli í öllum fyrri hálfleiknum,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik- inn. „En seinni hálfleikurinn var alveg frábær og baráttan til fyrir- myndar. Að vinna Snæfell með 20 stigum í úrslitakeppninni finnst mér alveg magnað og það er ný tilfinning fyrir mig,“ sagði hann í léttum dúr. Jón Ólafur Jónsson var stigahæsti leikmaður Snæ- fellinga en flestir leik- manna liðsins náðu sér einfaldlega illa á strik í leiknum. „Þetta var alger hörmung. Við virtumst vera sofandi í leiknum og við vorum greini- lega ekki tilbún- ir í þennan slag,“ sagði Jón Ólafur. „Við misstum boltann frá okkur síendurtekið og það var ekkert flæði í sóknarleik okkar. Það var of mikið um einstaklings- framtak og þetta mun aldrei ganga upp ef við ætlum ekki að spila saman.“ Stjörnumenn náðu frumkvæðinu í leiknum í lok ann- ars leikhluta. Snæfellingar fengu þó mörg tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn allt þar til um miðjan fjórða leikhluta er heima- menn keyrðu hreinlega yfir leik- menn Snæfells. Teitur sagði sína menn ekki hafa neinu að tapa þegar liðin mætast í oddaleiknum. „Ég hlakka ekkert smá til að fara í þennan leik. Það er engin pressa á okkur og við ætlum að draga fram allt það besta úr okkur.“ - esá Stjarnan vann í gærkvöldi sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins: Stjarnan knúði fram oddaleik JUSTIN SHOUSE Var sínum gömlu félögum í Snæfelli erfiður og skoraði 28 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Grindvíkingar unnu verðskuldaðan 85-71 sigur á ÍR í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í gærkvöldi þar sem liðið hafði forystu frá fyrstu mín- útu. Grindavík er þar með fyrst liða til að tryggja sér sæti í undan- úrslitum keppninnar. Páll Axel Vilbergsson gaf tón- inn snemma í Seljaskólanum í gær- kvöldi og þegar rétt rúm mínúta var liðin af leiknum hafði kappinn komið Grindavík í 9-0 með þremur þristum í röð. „Ég hef oft gert þetta áður. Það eina sem ég hef áhuga á er að vinna þennan blessaða titil,“ sagði Páll Axel við Fréttablaðið en hann skoraði 21 stig í leiknum. Grindvíkingar voru miklu betri í fyrsta leikhlutanum en ÍR kom til baka í öðrum leikhluta og munur- inn var aðeins fjögur stig í hálf- leik, 42-38. Páll Axel byrjaði síðari hálfleik- inn líkt og þann fyrri og skoraði þá tvo þrista á rúmri mínútu. Um mið- bik þriðja leikhlutans var Ómari Sævarssyni vikið af leikvelli eftir deilur við dómarana og Grindvík- ingar náðu í kjölfarið tuttugu stiga forystu. Þrátt fyrir hetjulega bar- áttu heimamanna og klaufagang hjá gestunum, voru Grindvíking- arnir einfaldlega með of mörg vopn sem ÍR réði ekki við. Hreggviður Magnússon hjá ÍR sagði sigur Grindvíkinga verð- skuldaðan. „Það eru gríðarleg von- brigði að tímabilið sé búið, en það má segja að betra liðið sé komið áfram í þessari seríu og ég mundi segja að Grindavík sé með beitt- asta sóknarliðið í dag. Þeir sýndu það í dag að þeir geta líka spilað vörn,“ sagði Hreggviður. Páll Axel var þokkalega sáttur við leik sinna manna. „Ég var svo- lítið hræddur fyrir þennan leik af því ÍR-ingarnir eru góðir en við erum það líka. Við vorum kannski ekki góðir á köflum í dag en þetta hafðist. Við vorum aldrei neitt skelkaðir hérna í kvöld þó þeir næðu aðeins að minnka muninn. Við þurfum samt að gera betur ef við ætlum okkur einhverja hluti í úrslitakeppninni.“ baldur@365.is Grindavík númeri of stórt fyrir ÍR Grindavík varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfu- bolta með öruggum sigri á ÍR í öðrum leik liðanna. BARÁTTA Páll Axel Vilbergsson í baráttu um boltann við Sveinbjörn Claessen, leik- mann ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Iceland Express deild karla: ÍR - Grindavík 71-85 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 17, Steinar Arason 16, Ómar Örn Sævarsson 14, Eiríkur Önundarson 12, Sveinbjörn Claessen 9, Ólafur Ingvarsson 3. Stig Grindavíkur: Nick Bradford 21, Páll Axel Vil- bergsson 21, Þorleifur Ólafsson 18, Arnar F. Jóns- son 9, Brenton Birmingham 8, Páll Kristinsson 3, Helgi J. Guðfinsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stjarnan - Snæfell 99-79 Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 28, Jovan Zdra- vevski 25, Ólafur Sigurðsson 17, Fannar Helgason 11, Guðjón Lárusson 10, Birkir Guðlaugsson 3, Kjartan Kjartansson 2, Eyjólfur Jónsson 2. Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 18, Hlynur Bæringsson 17, Lucious Wagner 16, Magni Haf- steinsson 10, Slobodan Subasic 8, Atli Hreinsson 5, Egill Egilsson 3, Sigurður Þorvaldsson 2. Iceland Express deild kvk: Keflavík-KR 62-71 Stig Keflavíkur: TaKesha Watson 17, Birna Valgarðsdóttir 15, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 11, Pálína Gunnlaugsdóttir 11, Bryndís Guðmunds- dóttir 6, Rannveig Randversdóttir 2. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 18, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12, Sigfún S. Ámundadóttir 10, Guðrún Ámundad. 10, Helga Einarsd. 9, Heiðrún Kristmundsd. 6, Margrét Kara Sturlud. 6. Enska úrvalsdeildin: West Ham - West Bromwich Albion 0-0 ÚRSLIT > KR sópaði Keflavík KR tryggði sér í gær sæti í úrslit- um úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna með sigri á Keflavík, 71-62, og þar með 3-0 í einvíginu. Hildur Sigurðardóttir var stigahæst leikmanna KR með átján stig en TaKesha Watson skoraði sautján fyrir Keflavík. KR mætir annað hvort Haukum eða Hamari í úrslitunum en þessi lið mætast í fjórðu viðureign liðanna í Hveragerði í kvöld. Haukar hafa forystuna í einvígi liðanna, 2-1.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.