Fréttablaðið - 19.03.2009, Page 2
2 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
Yrsa Þöll. heldurðu að Blaða-
mannaverðlaunin falli þér í
skaut?
„Það er aldrei að vita hvað framtíðin
ber í skauti sér.“
Yrsa Þöll Gylfadóttir þræddi sundlaugar
höfuðborgarsvæðisins og gerði könnun
á skapaháratísku kvennaklefanna. Niður-
stöðurnar gefur að líta í nýjasta tölublaði
Stúdentablaðsins.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Aðalfundur VR
verður haldinn á Hilton Nordica hótel,
fimmtudaginn 2. apríl nk. og hefst kl. 19:30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Innborgun í VR varasjóð
Virðing
Réttlæti
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK
S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
SKIPULAGSMÁL „Þessi vinnubrögð
eru blaut tuska í andlit Grafar-
vogsbúa sem enn og aftur upplifa
algert samráðsleysi og yfirgang af
hálfu borgarinnar gagnvart óskum
íbúa,“ segir Dofri Hermannsson,
fulltrúi Samfylkingar í hverfisráði
Grafarvogs.
Borgaryfirvöld létu í fyrradag
rífa sextíu ára gamlan vatnstank á
Hallsteinshöfða í Grafarvogi. Bæði
Íbúasamtök Grafarvogs og hverf-
isráðið höfðu lagt mikla áherslu á
að tankurinn fengi að standa og
yrði breytt í útsýnispall.
„Í átakinu 1, 2 og Reykjavík þar
sem sóst var eftir ábendingum
borgarbúa um hvað mætti gera
til að fegra og bæta nágrenni íbúa
var það efst á óskalista íbúa í Graf-
arvogi að gerður yrði útsýnispall-
ur á toppi vatnstanksins,“ lýsir
Dofri sem kveður Ólaf F. Magnús-
son, þáverandi borgarstjóra, hafa
lofað því á íbúafundi í Grafarvogi
í apríl í fyrra að ráðist yrði í fram-
kvæmdina strax um sumarið.
„Ekkert gerðist í því annað en
að síðsumars var komin á staðinn
grafa og farin að grafa upp vatns-
leiðslur þær sem lágu að tankin-
um. Þegar spurst var fyrir um
ástæðurnar kom upp úr dúrnum
að framkvæmdasvið væri að fara
að rífa tankinn,“ segir Dofri.
Eftir þetta ítrekaði hverfisráð
þann 18. ágúst að það mæltist ein-
dregið til þess að áður en ákvörðun
yrði tekin um að rífa vatnstankinn
að lokið yrði við hönnun útsýnis-
pallsins. Vísað var til menning-
arsögulegs gildis tanksins sem á
sínum tíma var reistur með fram-
lagi úr Marshall-aðstoð Banda-
ríkjamanna. Dofri segir hverf-
isráðsmenn hafa komið þessum
skilaboðum til bæði framkvæmda-
sviðsins og embættis borgar-
stjóra.
„Á nýju ári bólaði enn ekkert
á framkvæmdum eða samráði
borgarinnar um þetta efni,“ segir
Dofri sem kveður hverfisráðið
því hafa ítrekað á fundi 10. febrú-
ar að útbúinn yrði útsýnispallur á
tankinum.
„Í gær, 17. mars var hins vegar
búið að rífa tankinn án nokkurs
samráðs og þvert á margítrekaðar
óskir íbúa,“ segir Dofri sem eins
og áður kemur fram telur þetta
vera blauta tusku í andlit íbúa
hverfisins. Málið var rætt á fundi
hverfisráðsins í gærkvöld.
Ekki náðist í fulltrúa fram-
kvæmdasviðs borgarinnar síð-
degis í gær. Samkvæmt heimild-
um innan úr borgarkerfinu var
tankurinn á Hallsteinshöfða rifinn
vegna kvartana íbúa úr nágrenn-
inu sem töldu slyshættu af mann-
virkinu. gar@frettabladid.is
Vatnstankur hverfur í
óþökk Grafarvogsbúa
Þetta er blaut tuska í andlit Grafarvogsbúa, segir fulltrúi í hverfisráði Grafar-
vogs, sem vildi að vatnstanki yrði breytt í útsýnispall. Þrátt fyrir fyrirheit borgar-
yfirvalda hefur tankurinn nú verið rifinn. Kvartað hafði verið um slysahættu.
DOFRI HERMANNSSON
Á HALLSTEINSHÖFÐA Íbúar Grafarvogs höfðu efst á óskalista sínum að breyta sextíu
ára gömlum vatnstanki í útsýnispall og töldu málið vera í vinnslu. Í fyrradag var
tankurinn þó rifinn.
SLÁTRUN Tæplega 350 hrossum
var slátrað í sláturhúsi KVH ehf.
á Hvammstanga á tveimur síðustu
mánuðum. Að líkindum er um að
ræða metfjölda sláturhrossa í sögu
sláturhússins á tveggja mánaða
tímabili, að sögn Magnúsar Freys
Jónssonar framkvæmdastjóra.
„Hrossin komu einkum af Suður-
landinu en einnig úr öðrum lands-
hlutum,“ segir Magnús.
Hann segir sláturhúsið hafa hægt
á hrossaslátruninni í þessum mán-
uði. Ástæðan sé sú að afurðirnar
hafi að mestu verið sendar til Rúss-
lands, en hrossakjötsmarkaðurinn
þar sé nú lokaður frá áramótum.
„Þessi lokun er tengd leyfum,“
útskýrir Magnús. „Nú hafa mál
skipast þannig að sláturhúsin hér
þurfa að fá sérvottuð Rússaleyfi.
Þau fást að því undangengnu að
Rússarnir hafi komið hingað og
tekið út sláturhúsin. Matvælastofn-
un er nú að vinna í því máli.“
Magnús segir sláturhúsið hafa
sent afurðirnar til Víetnam í stað-
inn. Þar sé nýr markaður, en afurð-
irnar hafi verið sérunnar fyrir
Rússland. Vinnslan felist í að bein-
draga skrokkana, þannig að kjöt-
ið sé sent út með fitunni. Haldið
sé eftir lundum og innralæri fyrir
heimamarkaðinn. Víetnamarn-
ir hafi tekið kjötið eins og það var
unnið fyrir Rússamarkað. - jss
SLÁTURHROSS Nokkur fjöldi sláturhrossa
hafði safnast upp á Suðurlandi.
Metfjölda hrossa var slátrað á Hvammstanga á síðustu tveim mánuðum:
Rússar lokuðu á hrossakjötið
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
brot gegn valdstjórninni og til-
raun til manndráps, en til vara
sérstaklega hættulega líkamsárás.
Honum er gefið að sök að hafa í
júlí á síðasta ári veist með hnífi að
forstöðumanni áfangaheimilins að
Hátúni 6 og stungið hann þrisvar
sinnum. Fórnarlambið hlaut
skurðsár á vinstri upphandlegg,
sár yfir herðablað vinstra megin
og sár í vinstri olnbogabót.
Þess er aðallega krafist að
árásarmaðurinn verði dæmdur
til refsingar, en til vara að honum
verði gert að sæta öryggisgæslu á
viðeigandi stofnun. - jss
Karlmaður ákærður:
Veittist með
hnífi að manni
NORÐURLAND Konur á háum
hælum geta vænst þess að vera
boðið far af aðgerðalausum lag-
anna vörðum á Dalvík og Ólafs-
firði, en samkvæmt upplýsingum
sem fengust frá lögregluembætt-
inu þar er það eitt aðalverkefni
löggæslunnar um helgar.
Spurður hvort þetta flokkist
ekki undir kynjamismunun segir
talsmaður lögreglunnar á svæð-
inu að svo megi vel vera. „En við
getum ekki keyrt framhjá kven-
fólki að staulast um í hálku á
háum hælum.“ Löggæsla á svæð-
inu heyrir undir lögreglustjórann
á Akureyri. - alþ
Aðgerðalausar löggur:
Keyra konur á
háum hælum
SJÁVARÚTVEGUR Kap VE hélt til
síldveiða í Vestmannaeyjahöfn í
gær. Var nótinni kastað á síldina
örfáa metra frá bryggju. Þess-
ar sérstöku veiðar komu til þar
sem nauðsynlegt þótti að hreinsa
hluta síldarinnar úr höfninni. Þar
er gríðarlegt magn, eins og verið
hefur undanfarnar vikur.
Gísli Garðarsson skipstjóri
telur að fengist hafi um 50 tonn
í kastinu en reynsluboltar sem á
horfðu vildu meina að 100 tonn
hafi verið í nótinni eftir þetta
einstaka kast.
Leyfi fékkst til veiðanna til
þess að hreinsa höfnina og mun
verðmæti aflans fara til íþrótta-
félagsins ÍBV. Því heyrðist fleygt
að forsvarsmenn félagsins hafi
sjaldan vonast eftir góðum afla-
brögðum eins og í þetta skiptið.
- shá
Vestmannaeyjar:
Síld veidd fyrir
ÍBV í höfninni
TROÐIN NÓT 50 til 100 tonn fengust í
fyrsta kasti Kap VE í Vestmanneyjahöfn í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Hugur bænda kannaður
Ekki er að vænta breytinga á búvöru-
samningum á starfstíma þessarar
ríkisstjórnar, sagði Steingrímur J. Sig-
fússon í svari við fyrirspurn Arnbjargar
Sveinsdóttur á Alþingi í gær. Hins
vegar sagðist Steingrímur hafa umboð
til að hefja óformlegar könnunarvið-
ræður við bændur um mögulegar
breytingar á samningnum.
ALÞINGI
SÖFNUN Um tuttugu þúsund
manns hafa gefið hundrað krónur
í sérstakri söfnun Rauða kross-
ins, sem miðar að því að fá alla
Íslendinga til að gefa hundr-
að krónur sem nýtast munu til
innanlandsaðstoðar. Sólveig
Ólafsdóttir hjá Rauða krossinum
segir að 300 þúsund símtöl þurfi
að berast næstu tvo daga til að
markmiðinu verði náð.
Sólveig segist bjartsýn á að
söfnunin taki kipp þar til henni
lýkur annað kvöld. Söfnunarnúm-
erið er 901 5100, og þótt söfnun-
inni ljúki formlega annað kvöld
verður númerið opið fram yfir
helgi. - sh
Söfnun Rauða krossins:
Þurfa 300.000
símtöl í viðbót
LÖGREGLUMÁL Fangageymslur á Sauðárkróki fyllt-
ust í gær eftir að vegfarandi tilkynnti um öfuga
númeraplötu á bíl. Það setti af stað atburðarás sem
leiddi til handtöku sex einstaklinga sem meðal ann-
ars er talið að hafi ætlað að stela hraðbanka.
Frá þessu segir á vef héraðsfréttablaðsins Feykis.
Gærdagurinn hófst á því að lögregla fékk tilkynn-
ingu um að átt hefði verið við hraðbanka í Varma-
hlíð. Lögregla telur að um vana menn hafi verið að
ræða og að þeir hafi ætlað að stela bankanum eða fé
úr honum. Það mistókst.
Skömmu síðar barst ábending um bíl sem ók í átt
að Sauðárkróki með öfuga númeraplötu. Í ljós kom
að bíllinn hafði sést í eftirlitsmyndavél hraðbank-
ans. Tvær stúlkur í annarlegu ástandi voru í bílnum
sem að öllum líkindum var stolinn. Þær voru hand-
teknar.
Þessar handtökur leiddu lögreglu á slóð tveggja
manna sem handteknir voru í sumarbústað í
Varmahlíð. Á meðan hundur var að leita fíkniefna í
bústaðnum bar að honum annan bíl sem í voru tveir
ungir menn. Í þeim bíl fannst þýfi, líklega úr inn-
brotum á Akureyri.
Sexmenningarnir eru allir með langan afbrota-
feril að baki. Lögregla beið þess í gær að unnt væri
að taka af þeim skýrslur. - sh
Tilkynning um öfuga númeraplötu leiddi til handtöku sex ætlaðra brotamanna:
Hraðbankaþjófar í steininn
HRAÐBANKI Lögreglan fékk í gærdag tilkynningu um að átt
hefði verið við hraðbanka í Varmahlíð.
Sparkaði í andlit
Karlmaður á tvítugsaldri hefur verið
ákærður fyrir að ráðast á mann á
Reyðarfirði og slá hann með kreppt-
um hnefa í andlitið. Árásarmaðurinn
sparkaði síðan nokkrum sinnum í
andlit fórnarlambsins.
DÓMSTÓLAR
SPURNING DAGSINS