Fréttablaðið - 19.03.2009, Page 4
4 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is
-5kr.
við fyrstu no
tkun
TB
W
A
\R
EY
K
JA
VÍ
K
\
SÍ
A
og síðan alltaf 2 kr. ásamt
Vildarpunktum með ÓB-lyklinum
VIÐSKIPTI Rannsókn á offjárfest-
ingum fimm lífeyrissjóða kemur
stjórnarmönnum sem Fréttablað-
ið ræddi við í gær á óvart. Allir
segja að um mannleg mistök hafi
verið að ræða. Offjárfestingarnar
voru mestar í Kaupþingi.
„Mér sýnist þetta vera ansi
harkalegar aðgerðir,“ segir Örn-
ólfur Jónsson, stjórnarformaður
Eftirlaunasjóðs FÍA. Hann segir
sjóðinn hafa óskað eftir rökstuðn-
ingi frá fjármálaeftirlitinu vegna
þeirrar ákvörðunar ráðuneytisins
að skipa sjóðnum umsjónaraðila
fram í júlí.
Fjármálaeftirlitið vísaði málum
fimm lífeyrissjóða til sérstaks
saksóknara. Grunur leikur á að
stjórnir sjóðanna hafi fjárfest
umfram heimildir á fyrri hluta
árs 2008.
Sjóðirnir eru Íslenski lífeyris-
sjóðurinn, Lífeyrissjóður Eim-
skipafélags Íslands, Lífeyris-
sjóður Tannlæknafélags Íslands,
Eftirlaunasjóður FÍA og Kjölur líf-
eyrissjóður.
Ingólfur Guðmundsson, stjórnar-
formaður Íslenska lífeyrissjóðs-
ins, segist ekki hafa upplýsing-
ar um hversu háar upphæðir hafi
verið um að ræða, en offjárfest-
ingin hafi aðallega verið í Kaup-
þingi. Einnig hafi verið offjárfest
í Samson, Baugi Group og Atorku,
en í minna mæli.
Mest var farið yfir leyfileg
mörk í einni af fjórum deildum
sjóðsins í mars í fyrra, þegar um
16 prósent af fjárfestingum sjóðs-
ins voru í Kaupþingi, en hámarkið
var 10 prósent, segir Ingólfur.
Lárus segir að offjárfesting
sjóðsins hafi eingöngu verið í
skuldabréfum Kaupþings. Offjár-
festingin hafi verið um hálft pró-
sent yfir 10 prósenta mörkunum í
júní í fyrra. Það sé gróft áætlað
um 80 milljónir króna.
„Þetta er hið furðulegasta
mál,“ segir Björn R. Ragnarsson,
stjórnar formaður Lífeyrissjóðs
Tannlæknafélags Íslands. Hann
segir sjóðina fimm hafa haft mjög
líka fjárfestingarstefnu, og það
sem eigi við einn sjóð eigi líklega
við þá alla.
Í tilkynningu frá stjórn Íslenska
lífeyrissjóðsins segir að stjórnin
taki ákvarðanir um fjárfesting-
arstefnu, en ákveði ekki einstaka
fjárfestingar. Allir sjóðirnir eru
með rekstrarsamning við Lands-
bankann, sem sér um daglegan
rekstur þeirra.
Um mannleg mistök var að
ræða, og stjórn sjóðsins er ekki
kunnugt um nein önnur atriði
sem gætu gefið tilefni til aðgerða
stjórnvalda, segir í tilkynning-
unni. Aðgerðirnar hafi engin áhrif
á eignastöðu sjóðsins, eða réttindi
sjóðsfélaga. brjann@frettabladid.is
Offjárfesting sjóða
mest í Kaupþingi
Stjórnir tveggja lífeyrissjóða, sem teknir hafa verið til rannsóknar vegna offjár-
festinga, segja um mistök að ræða og undrast aðgerðir stjórnvalda. Mest var
fjárfest umfram heimildir í Kaupþingi, en einnig í Samson, Baugi og Atorku.
Fjármálaeftirlitið (FME) fór yfir fjár-
festingar fleiri sjóða en þeirra fimm
sem eftirlitið telur að hafi offjárfest í
ákveðnum fyrirtækjum.
Upphaf málsins má rekja til
áhættugreiningar FME á öllum
lífeyrissjóðum í landinu vegna
bankahrunsins, samkvæmt upplýs-
ingum frá FME. Áhættugreiningin
sýndi þörf á að skoða sérstaklega
eignasamsetningu nokkurra sjóða.
Athugunin náði meðal annars til fjöl-
margra lífeyrissjóða sem eru í vörslu
og eignastýringu viðskiptabankanna.
Í yfirlýsingum frá Almenna lífeyris-
sjóðnum og Frjálsa lífeyrissjóðnum
kemur fram að FME hafi farið yfir
eignir og fjárfestingar sjóðanna á
árinu 2008. Ekkert óeðlilegt hafi
komið í ljós, enda hafi sjóðirnir
fjárfest í samræmi við fjárfestingar-
stefnu og lagaheimildir.
EKKERT FANNST HJÁ
ÖÐRUM SJÓÐUM
SJÓÐUR TANNLÆKNA Lífeyrissjóðirnir
sem eru til rannsóknar voru með
afar svipaða fjárfestingarstefnu,
segir stjórnar formaður Lífeyrissjóðs
Tannlæknafélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
19°
12°
14°
7°
8°
12°
12°
12°
7°
7°
25°
16°
11°
26°
2°
14°
15°
1°
6
5 3
3
5
5
5
8
8
10
6
Á MORGUN
5-15 m/s, hvassast vestan
til.
LAUGARDAGUR
5-10 m/s
5
10
12
14
14
8
10
8
9
7
5
5
6
6
88
4 5
6
56
HELGARHORFUR
Á laugardag eru
horfur á fremur hægri
suðvestlægri átt, 5-10
m/s. Skúrir verða á
landinu sunnan- og
vestanverðu en lengst
af verður úrkomulaust
á Norðaustur- og
Austurlandi. Hitinn
verður á bilinu 3-9
stig. Á sunnudag
verður fremur hvöss
vestanátt, einkum
sunnan til. Éljagangur
verður mjög víða, síst
á Austurlandi. Hægt
kólnandi veður.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
SVEITARSTJÓRNIR Sjálfstæðis-
menn í bæjarstjórn Áborgar
segja að miðað við nýsamþykkta
þriggja ára fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins muni það tapa
einni milljón króna á hverjum
degi næstu árin.
Eyþór Arnalds, oddviti minn-
hluta sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórn, segir að miðað við fjárhags-
áætlun meirihluta bæjarstjórnar
verði 1.433 milljóna króna halli
árin 2009 til 2012. „Þannig verður
eigið fé sveitarfélagsins uppurið
að óbreyttu árið 2015. Þá væri svo
komið að Árborg yrði tæknilega
gjaldþrota. Því þykir okkur að við
þetta verði engan veginn unað og
hér sé í raun um uppgjöf núver-
andi bæjarstjórnarmeirihluta að
ræða,“ segir Eyþór.
Þorvaldur Guðmundsson, odd-
viti framsóknarmanna og forseti
bæjarstjórnar, segir fullyrðing-
ar sjálfstæðismanna miðaðar við
verstu aðstæður.
„Það er mjög mikil óvissa og
það er hægt að búa til alls konar
missvört dæmi en við höfum ekk-
ert viljað vera að mála skrattann
á vegginn,“ segir Þorvaldur sem
kveður óvissuna fram undan svo
mikla að í raun sé öll gerð fjár-
hagsáætlana nánast út í loftið.
„Það verður að segjast eins og
er að þessar þriggja ára áætl-
anir sem sveitarstjórnir eru að
gera í dag eru bara eins og hókus
pókus – einhver spádómur út í
loftið.“ - gar
Minnihlutinn í Árborg gagnrýnir hallarekstur en meirihlutinn segir óvissuna mikla:
Fjárhagsáætlunin bara hókus pókus
VIÐSKIPTI „Sveiflur sem þessar geta
orðið tíðar þegar engin viðskipta-
vakt er með hlutabréf félagsins,“
segir Gunnlaugur M. Sigmunds-
son, stjórnarformaður Icelandair
Group, en gengi bréfanna féll um
40 prósent í gær og endaði í sjö
krónum á hlut. Það hefur aldrei
verið lægra.
Verð á bréfum Icelandair Group
í útboði fyrir skráningu í desem-
ber 2006 var 27 krónur á hlut.
Miðað við þetta horfðu tuttugu
stærstu hluthafar Icelandair
Group, sem eiga 96 prósent hluta-
fjár, á 4,6 milljarða króna gufa
upp á einum degi. Markaðsverð-
mæti Icelandair Group er nú um
sjö milljarðar króna.
Hálfur mánuður er síðan Ice-
landair Group sleit samningum
um viðskiptavakt við Saga Capital,
þeirri síðustu með bréf félagsins.
- jab
Icelandair Group tekur dýfu:
Fimm milljarð-
ar gufuðu upp
ATVINNUMÁL Miðstjórn ASÍ telur
tillögu stjórnar HB-Granda um
arðgreiðslur til
eigenda siðlausa
við núverandi
aðstæður. Hana
skuli draga til
baka ella greiða
starfsfólki áður
umsamdar
launahækkanir
án tafar. Samn-
ingur við SA um
frestum hækk-
ananna sé nú í uppnámi.
„Það vekur ugg að í ársreikn-
ingum HB-Granda er beitt sömu
aðferðum við að blása út eignir
og beitt var í fjölmörgum fyrir-
tækjum og fjármálastofnunum
sem hrunið hafa á síðustu mánuð-
um,“ segir í tilkynningu frá ASÍ.
Bókhaldið sé fegrað með því að
gera óefnislegum eignum of hátt
undir höfði. - sh
Segir arðgreiðslur siðlausar:
ASÍ sakar HB
Granda um
bókhaldsbrellur
GYLFI ARN-
BJÖRNSSON
UMHVERFISMÁL Verndarsjóður
villtra laxa, NASF, vill fá fund
sem fyrst með Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur borgarstjóra
vegna fyrirhugaðrar hesthúsa-
byggðar í næsta nágrenni við Ell-
iðaár í Víðidal. Verndarsjóður-
inn segir hesthúsabyggð með öllu
óásættanlega og hafa í för með
sér óafturkræfar afleiðingar.
Borgin er hvött til að endurskoða
málið. Borgaryfirvöldum hafi
ítrekað verið bent á margvíslegar
hættur sem steðji að laxastofnum
ánna. „Laxinn er óaðskiljanleg-
ur hluti af vistkerfi Elliðaánna en
hesturinn er aðeins gestur í daln-
um!“ segir í ályktun NASF. - gar
Verndarsjóður villtra laxa:
Hesthúsabyggð
er óásættanleg
EFNAHAGSMÁL „Mér líst ekki vel á
þetta,“ segir Hrafn Magnússon,
framkvæmdastjóri Landssam-
bands lífeyrissjóða, um fram-
komnar hugmyndir um að færa
niður skuldir um tuttugu prósent.
„Niðurfærsla á eignum hefur í
för með sér niðurfærslu á rétt-
indum, að öllu óbreyttu.“
Sjóðsfélagalán lífeyrissjóð-
anna til félaga sinna nema nú
um 165 milljörðum. Yrðu skuldir
lífeyrissjóðanna færðar niður
um 20 prósent myndu eignirnar
skerðast um 33 milljarða. Hrafn
segir lítið hlutfall sjóðsfélaga-
lána í vanskilum. „Það er sáralít-
ið enn þá.“ Því sé ekki fyrirséð að
lífeyrissjóðirnir þurfi að afskrifa
háar upphæðir vegna þeirra. - ss
Niðurfelling skulda heimila:
Lífeyrisréttindi
þyrfti að skerða SKÓLAMÁL Menntamálaráðuneytið
hefur ógilt brottrekstur ellefu ára
drengs úr grunnskóla þar sem
drengurinn og foreldrar hans
nutu ekki réttar til andmæla.
Drengnum var vikið tímabund-
ið úr skóla sínum þegar vika var
til jóla í fyrra. Ástæðan var hegð-
unarvandi sem rakin er til þess
að drengurinn er með svokallaða
ADHD-röskun. Um þverbak
keyrði þegar hann lagði hend-
ur á samnemendur í fótboltaleik.
Foreldrarnir segja að samkvæmt
áætlun sem skólinn hafi sam-
þykkt hafi hann einmitt ekki átt
að spila fótbolta enda vitað að
það sé mjög erfiður leikur fyrir
drenginn vegna röskunar hans.
Umrætt atvik varð þegar for-
fallakennari hafði umsjón með
bekknum. - gar
Ellefu ára skóladrengur:
Rekinn án
andmælaréttar
GENGIÐ 18.03.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
183,0258
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,69 115,23
159,25 160,03
149,70 150,54
20,085 20,203
17,042 17,142
13,663 13,743
1,1629 1,1697
169,57 170,59
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR