Fréttablaðið - 19.03.2009, Síða 8
8 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
1 Stjórn hvaða Vestur-Evrópu-
ríkis stóð af sér vantrauststil-
lögu á þingi á þriðjudag?
2 Ljóðabálk hvaða þýska
skálds hefur Einar Thoroddsen
læknir þýtt?
3 Hver mun klippa næstu
mynd leikstjóra Festen, Thom-
asar Vinterberg?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
AUSTURRÍKI, AP Josef Fritzl, Austur-
ríkismaðurinn sem sakaður er um
að hafa haldið dóttur sinni fang-
inni í kjallara í 24 ár, beitt hana
kynferðisofbeldi og átt með henni
sjö börn, breytti í gær málsvörn
sinni fyrir rétti. Fritzl játaði á
sig sekt í öllum ákæruliðum, þar
á meðal að hafa af gáleysi drepið
eitt barnanna skömmu eftir fæð-
ingu þess, og þrælahald, en áður
hafði hann lýst sig saklausan af
þessum ákæruliðum.
Hinn 73 ára gamli Fritzl breytti
málsvörn sinni á þriðja degi rétt-
arhaldanna, sem fram fara í
Sankt Pölten í Austurríki. Hin 42
ára Elisabeth Fritzl, dóttir Josefs,
gaf vitnisburð sinn yfir föðurnum
á myndbandsupptöku sem spiluð
var fyrir þá sem voru viðstadd-
ir réttarhöldin, þar á meðal kvið-
dóm og Josef sjálfan, á þriðjudag.
Þegar dómarinn innti Fritzl eftir
hvers vegna hann hefði breytt
málsvörninni sagði hann mynd-
bandsupptökuna hafa orðið til
þess. Auk þess baðst Fritzl afsök-
unar á „sjúklegri hegðun sinni“.
Fritzl á yfir höfði sér lífs-
tíðarfangelsi fyrir manndráp
af gáleysi, frelsissviptingu, að
hneppa manneskju í þrældóm,
sifjaspell og nauðgun. Fritzl
er ákærður fyrir að hafa orðið
nýfæddum dreng, sem átti erfitt
með andardrátt, að bana í apríl
árið 1996 með því að neita að
koma honum undir læknishend-
ur þrátt fyrir bænarorð dóttur
sinnar. Á þriðjudag neitaði Fritzl
þeim ásökunum og sagði barnið
hafa fæðst andvana. Í réttarsaln-
um í gær breytti hann framburði
sínum og sagðist sjá eftir því að
hafa ekki komið barninu til hjálp-
ar. „Ég veit ekki hvers vegna ég
hjálpaði ekki til. Ég leit bara fram
hjá þessu. Ég hélt að barnið myndi
lifa af,“ sagði Fritzl.
Geðlæknirinn Adelheid Kast-
ner sagði í vitnisburði sínum í
gær að Fritzl glímdi við alvarleg-
ar persónuleikaraskanir og þörf
fyrir að ráða yfir fólki. Fritzl
hafi vitað fullvel að það sem hann
gerði Elisabeth og börnunum væri
rangt. Kastner sagði að þrátt fyrir
háan aldur væri Fritzl enn hættu-
legur umhverfi sínu og mælti með
að hann tæki út dóm sinn á geð-
deild fangelsis. kjartan@frettabladid.is
Josef Fritzl
hefur játað
á sig alla sök
Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hefur játað á sig
sekt í öllum ákæruatriðum og beðist afsökunar á
sjúklegri hegðun sinni. Geðlæknir segir Fritzl enn
hættulegan umhverfi sínu þrátt fyrir háan aldur.
RÉTTARHÖLD Skorti á nægu öryggi fyrir börn hefur verið mótmælt fyrir framan
dómshúsið í Sankt Pölten í Austurríki, þar sem réttarhöld yfir hinum 73 ára Josef
Fritzl eru haldin. NORDICPHOTOS/AFP
Síminn, Tal, Nova og Vodafone gefa allan kostnað við innhringingar svo 100 kallinn rennur óskiptur til góðra verka.
Spron, Landsbankinn, Íslandsbanki og Kaupþing styrkja birtingar auglýsinga.
Þeim sem vilja leggja fram hærri upphæð er bent á söfnunarreikninginn: 1151-26-3500 - kt. 530269-2649
Hvert símtal kostar 100 krónur sem
renna óskiptar til aðstoðar innanlands.
Landssöfnun Rauða kross Íslands
og Hjálparstarfs kirkjunnar lýkur
um helgina. Gefðu fyrir þig og þína!
Ef þú vilt gefa meira eða fyrir fleiri þá
hringir þú í síma 904 1000 og þá renna
1000 krónur af símreikningi þínum.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
EVRÓPUMÁL Eva Joly, sem íslensk
stjórnvöld hafa ráðið sem ráðgjafa
við rannsókn á bankahruninu,
býður sig fram til Evrópuþings-
ins fyrir græningja í Frakklandi.
Þetta hefur meðframbjóðandi
hennar í Parísarumdæmi, Daniel
Cohn-Bendit, tilkynnt.
„Hvort ég verð fyrstur eða í
öðru sæti skiptir ekki máli, með
Evu Joly er öruggt að við fáum
fleiri en tvo fulltrúa í umdæminu,“
segir Cohn-Bendit.
Joly, sem er norsk-frönsk og
var rannsóknardómari í þekkt-
um réttarhöldum í Frakklandi, er
umhverfissinnuð, auk þess að hafa
sterkar skoðanir á skattamálum og
ekki síst skattaparadísum. Þetta
telur Cohn-Bendit að muni hjálpa
græningjum að ná í atkvæði út
fyrir raðir umhverfissinna.
Frakkar eiga 78 fulltrúa af 785 á
Evrópuþinginu, þar af eru fjórtán
úr Parísarumdæmi.
Græningjar náðu sínum besta
árangri í kosningum til þingsins
árið 1999, þegar þeir hlutu 9,72
prósent atkvæða. Þá leiddi Cohn-
Bendit baráttuna. Kosið verður í
Frakklandi 7. júní.
Daniel Cohn-Bendit er fransk-
þýskur leiðtogi samtaka græningja
á Evrópuþinginu. Hann var einn
af leiðtogum stúdenta í uppreisn
þeirra í Frakklandi vorið 1968 og
er gjarnan kallaður Dany le Rouge,
eða Rauði-Danni, vegna stjórn-
málaskoðana sinna og hárlitar.
- sh
Græningjar í Frakklandi vonast til að auka fylgi sitt í kosningum:
Eva Joly í framboði til Evrópuþings
DANIEL COHN-
BENDIT
EVA JOLY
ALÞINGI „Eigendum er boðið að
bankinn greiði kostnað vegna
gjaldþrotameðferðar, ef eigendur
eru tilbúnir til að lýsa yfir gjald-
þroti,“ sagði Eygló Harðardóttir,
þingmaður Framsóknar, á þingi
í gær. Af því tilefni vildi hún
spyrja fjármálaráðherra nánar
út í meðferð fyrirtækja hjá ríkis-
bönkunum.
Í svari ráðherra kom fram að
þrjú félög hjá Íslandsbanka hafi
lagt fram gjaldþrotabeiðni frá
14. október og eitt hjá Kaupþingi.
Engin lán hafi verið afskrifuð hjá
bönkunum tveimur en miðað við
áramót hafi 1,7 milljarður verið
afskrifaður hjá Landsbanka. - ss
Fyrirtæki og bankarnir:
Þrýst á að lýsa
yfir gjaldþroti
VEISTU SVARIÐ?