Fréttablaðið - 19.03.2009, Side 10
10 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Ferðabox
Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.-
SK
HÖNNUN
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
FYRIR HVERJA
NTV hefur í meira en 10 ár verið
í fararbroddi hvað varðar kenns
lu á grafísk forrit. Hér er
um að ræða spennandi námskei
ð þar sem áherslan er á prentið.
Kennt er á þau forrit sem
hvað mest eru notuð við grafík o
g auglýsingagerð í dag, Photosh
op, Illustrator og InDesign.
INNTÖKUSKILYRÐI
Nemendur þurfa að hafa haldgóð
a þekkingu á Windows stýrikerfi
nu og reynslu af Internet
notkun. Ekki er krafist þekkinga
r á teikniforritum, myndvinnslu-
eða umbrotsforritum.
Nemendur þurfa að geta lesið en
sku þar sem námsefni er að hlut
a til á ensku.
NÆSTU NÁMSKEIÐ
E
HELSTU NÁMSGREINAR (Stund
ir í sviga)
Adobe Illustrator (24) - Adobe Ph
otoshop (24)
Adobe InDesign (24) - Frágangur
til prentunar (6)
Letur og leturfræði (6) - Meðhön
dlun lita (6)
Lokaverkefni (12)
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
M
SA
4
53
50
0
3/
09
á 1 lítra
Kókómjólk
Gott
á brúsann!
FUNHEITT TILBOÐ
ÆFT Í JERÍKÓ Liðsmaður óeirðalög-
reglusveitar, hollrar Fatah-hreyfingum
Palestínumanna og Mahmoud Abbas
heimastjórnarforseta, veður rauðan
reyk á æfingu í Jeríkó á Vestubakkan-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Nýjar reglur um skrán-
ingu fjárhagslegra hagsmuna
þingmanna og ráðherra, sem sam-
þykktar hafa verið í forsætis-
nefnd, taka gildi strax hvað varð-
ar ríkisstjórnina. Allir ráðherrar
ríkisstjórnarinnar munu á næstu
dögum birta upplýsingar um fjár-
hagslega hagsmuni sína. Á Alþingi
er gert ráð fyrir að þessar reglur,
sem eru valkvæðar fyrir alþingis-
menn, taki gildi 1. maí.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
setja á fót starfshóp sem skipað-
ur verður fulltrúum forsætisráð-
herra, fjármálaráðherra og einum
utanaðkomandi sérfræðingi sem
hafi það hlutverk að semja drög
að siðareglum fyrir embættis-
menn og aðra starfsmenn innan
stjórnsýslu ríkisins. Jafnframt á
hópurinn að gera tillögur að sér-
stökum siðareglum fyrir alla ráð-
herra. Hópurinn á að vinna í sam-
starfi við viðkomandi stéttarfélög
og skila tillögum til forsætisráð-
herra fyrir 15. september.Sam-
kvæmt reglunum sem liggja fyrir
Alþingi er gert ráð fyrir að skrif-
stofa Alþingis haldi skrá og birti
opinberlega upplýsingar um fjár-
hagslega hagsmuni alþingismanna
og trúnaðarstörf þeirra utan
þingsins. Stefnt er að því að end-
urskoða reglurnar með lagasetn-
ingu fyrir 1. desember. Jóhanna
segir að ráðherrarnir séu bundnir
af lögum um ráðherraábyrgð og að
þau verði endurskoðuð. Alþingi sé
að móta eftirlitsreglur og forsætis-
nefnd sé að skoða það mál - ghs
Ríkisstjórnin skipar starfshóp til að vinna siðareglur í stjórnsýslunni:
Fjárupplýsingar birtar strax
UNDIRBÝR SIÐAREGLUR Ríkisstjórnin
undirbýr siðareglur fyrir ráðherra og
embættismenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Héraðsdómur Austur-
lands hefur dæmt mann í tveggja
mánaða fangelsi og til greiðslu
200 þúsunda króna í skaðabætur
fyrir kynferðislega áreitni.
Maðurnn var ákærður fyrir að
hafa á káfað á konu, utan klæða
og innan. Hann viðurkenndi þá
háttsemi að hluta. Konan býr
við andlega fötlun og segir í
dómnum að þess vegna hafi hún
verið sérstaklega varnarlaus
gagnvart háttsemi mannsins,
sem býr í sama húsi og hún.
Maðurinn hafði lent í slysi og
hlotið heilaskaða, en var þó sak-
hæfur. Fangelsisdómurinn er
skilorðsbundinn. - jss
Sektaður og á skilorð:
Áreitti andlega
fatlaða konu
LÖGREGLUMÁL Lögregla hóf að nota
eftirfararbúnað löngu áður en sér-
stakar verklagsreglur um notkun
hans voru sett-
ar árið 1999.
Ríkissaksókn-
ari mat það
svo eftir fyrir-
spurn frá lög-
reglu árið 1992
að ekki þyrfti
dómsúrskurð
fyrir notkun
slíks búnaðar.
Búnaðurinn
hafði þá verið notaður um nokkurt
skeið.
Héraðsdómur Reykjavíkur
úrskurðaði nýverið að búnaðurinn
hefði verið ólöglegur fram til síð-
ustu áramóta, þegar notkun hans
var fyrst fest í lög. Manni sem
búnaðurinn var notaður gegn voru
dæmdar bætur fyrir vikið. Lög-
maður hans hefur krafist þess að
yfirvöld geri öllum þeim viðvart
sem búnaðurinn hefur verið notað-
ur gegn ólöglega og bæti þeim tjón-
ið. Ljóst sé af reglunum frá 1999
að búnaðurinn hafi verið notaður
ólöglega síðan þá hið minnsta.
„Það er alllangt síðan lögreglan
hér á landi notaði miðunarbúnað til
eftirfarar í fyrsta skipti en ég veit
ekki nákvæmlega hvenær það var.
Notkunin hefur fyrst og fremst
tengst fíkniefnamálum og fóru
þau að verða áberandi um 1970 eða
fljótlega upp úr því,“ segir Bogi
Nilsson, fyrrverandi ríkissaksókn-
ari. Frekar hafi verið settar skorð-
ur við notkuninni í reglunum árið
1999 heldur en að þá hafi hún fyrst
verið leyfð.
Í málinu togast á tvenn ólík
sjónarmið. Annars vegar þeirra
sem telja að notkun búnaðarins
eigi að vera háð dómsúrskurði.
Þeir telja að notkun búnaðarins
sé innrás í einkalíf fólks og að
fyrir slíkum aðgerðum þurfi allt-
af úrskurð dómstóla. Á þetta sjón-
armið hefur Héraðsdómur Reykja-
víkur fallist.
Hins vegar eru þeir sem líkja
því að festa búnaðinn utan á far-
artæki við það þegar lögreglu-
menn fylgjast með og elta grun-
aða brotamenn, svokallaða
„skyggingu“.
Fyrir slíkri eftirför þurfi ekki
dómsúrskurð og notkun búnað-
arins sé af sama meiði, nema að
tækni komi í stað lögreglumann-
anna.
Danskir dómstólar aðhyllast síð-
arnefndu skoðunina. Þannig komst
Landsréttur Danmerkur að því
árið 1996 að notkun eftirfararbún-
aðar væri ekki þvingunarúrræði
í skilningi þarlendra hegningar-
laga og því þyrfti ekki dómsúr-
skurð fyrir honum. Það er sama
niðurstaða og nefndin sem vann
íslensku reglurnar um notkun bún-
aðarins árið 1999 komst að.
Dómsmálaráðherra og lög-
reglustjórinn á höfuðborgarsvæð-
inu hafa kosið að tjá sig ekki um
úrskurð héraðsdóms fyrr en ríkis-
lögmaður ákveður hvort honum
verður áfrýjað. stigur@frettabladid.is
Eftirfararbúnaður
notaður í áratugi
Eftirfararbúnaður sem dómstólar hafa úrskurðað ólögmætan hefur verið notað-
ur hérlendis í tugi ára. Danskir dómstólar eru ósammála íslenskum um búnað-
inn og líta á hann þannig að með honum komi tækni í stað lögreglumanna.
BOGI NILSSON
LÖGREGLA VIÐ STÖRF Nefndin sem samdi reglur um búnaðinn árið 1999 vildi að
dómsúrskurð þyrfti til að koma búnaðinum fyrir inni í farartækjum og í föggum fólks
– en ekki utan á farartækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI