Fréttablaðið - 19.03.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 19.03.2009, Síða 11
FIMMTUDAGUR 19. mars 2009 ALÞINGI „Þetta eru stór og mikil- væg skef sem við erum að taka með lögfestingu Barnasáttmálans. Með þeim verðum við brautryðj- endur í réttindum barna á heims- vísu,“ segir Ágúst Ólafur Ágústs- son, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Eftir þriggja ára vinnu var samþykkt á Alþingi á mánudag að Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna verður lögfest- ur hér á landi. Samningurinn tók gildi árið 1990 og var fullgiltur hér á landi tveimur árum síðar, árið 1992. Ágúst flutti málið fyrst fyrir þremur árum og segist afar sáttur við að það hafi náð í gegnum þing- ið. Ísland sé eitt fárra ríkja sem stigið hafi skrefið til fulls. „Flestar þjóðir hafa látið sér nægja að full- gilda sáttmálann, en hafa ekki lög- fest hann þannig að hann sé jafn- rétthár innlendri lagasetningu. Reynslan hefur sýnt að Barna- sáttmálanum er sjaldan beitt fyrir dómstólum, en ég á von á að hann verði mikið notaður í dómafram- kvæmd hér eftir og styrki allar stoðir undir réttindum barna.“ Lögfesting Barnasáttmálans kallar á endurskoðun allra laga sem varða börn svo þær kröfur sem Barnasáttmálinn setur verði uppfylltar. Frumvarp sem feli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að sáttmál- anum skuli vera tilbúið hinn 20. nóvember á þessu ári. „Það er hitt og þetta sem þarf að skoða í ljósi sáttmálans. Sem dæmi má nefna rétt barna til að tjá sig í málum, sem er mjög ríkur samkvæmt Barnasáttmálanum. Einnig þarf að endurskoða réttindi einstakra hópa barna eins og til dæmis ungra afbrotamanna, en sáttmálinn tak- markar að ungir afbrotamenn séu vistaðir í fangelsi með fullorðnum eins og tíðkast hér á landi. Þá mun friðhelgi barna aukast til muna með tilkomu lögfestingarinnar að mínu mati,“ segir Ágúst Ólafur. Sem kunnugt er sækist Ágúst Ólafur ekki eftir endurkjöri til Alþingis í vor. Hann segist afar stoltur af þessu máli og hann yfir- gefi pólitíkina sáttur við þessa niðurstöðu. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fagnar þessari ákvörðun Alþingis. Hún segist vona að lögfestingin styðji enn frekar við stöðu barna í sam- félaginu því ekki veiti af. „Ég von- ast líka til að í þessu felist mikil kynning. Óformlegar kannanir okkar hafa sýnt að Barnasáttmál- inn er allt of illa kynntur og það er of algengt að börn þekki hann ekki. Einnig er viðbúið að farið verði að vísa í sáttmálann fyrir dómi og að hann geri gagn sem slíkur. Þetta eru mikil og gleðileg tíðindi,“ segir Margrét María Sigurðardóttir. kjartan@frettabladid.is Stórt skref stigið í rétt- indum barna Lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á Alþingi. Varaformaður Samfylking- arinnar á von á að sáttmálanum verði mikið beitt. Umboðsmaður barna fagnar ákvörðuninni. BARNASÁTTMÁLI Þessir ungu nemendur Austurbæjarskóla hafa síðustu daga unnið að verkefni sem tengist Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Alþingi samþykkti lögfestingu sáttmálans á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvernig fæ ég yfirsýn yfir útgjöld heimilisins? Eru skuldabréf málið í dag? Hvort er betra að spara í verðtryggðu eða óverðtryggðu í dag? Er munur á nafn- og raunvöxtum? Hver er munurinn á vara- og neyslusparnaði? Get ég hætt að vinna við 65 ára aldur? Af hverju losna ég aldrei við yfirdráttinn? Hvernig næ ég tökum á fjármálunum? Hvað er verðtrygging og hvernig virkar hún? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 Mikil aðsókn á fjármálanámskeið Undanfarið hefur Íslandsbanki í samstarfi við Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík boðið fjármálanámskeið fyrir almenning. Námskeiðin hafa mælst mjög vel fyrir og viðtökurnar verið framar vonum. Enn eru nokkur námskeið eftir og hvetjum við áhugasama til að skrá sig sem fyrst. Markmið námskeiðsins er að veita ráðleggingar um flest sem snýr að fjármálum fjölskyldunnar. Þátttakendur verða fræddir um sparnað, lán, efnahagsreikning heimilisins, heimilisbókhald, fjárfestingar, lífeyrissparnað og margt fleira. Námskeiðin fara fram í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, og eru öllum opin. Hvert námskeið stendur í 3 klst. og þátttökukostnaður er 1.000 kr. eða 1.000 punktar í Vildarklúbbi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is/fjarmalanamskeid. Næstu námskeið: Laugardaginn 21. mars Kl. 10.00–13.00 Miðvikudaginn 25. mars Kl. 17.15–20.15 Miðvikudaginn 1. apríl Kl. 17.15–20.15 Skráning á www.opnihaskolinn.is eða í síma 599 6394. KOSNINGAR Sendinefnd ÖSE leggur til að sérfræðinefnd verði send til Íslands til að fylgjast með kosning- unum sem fram fara 25. október. Þetta er mat sendinefndarinnar eftir heimsókn þeirra til Íslands þar sem rætt var við stjórnmála- menn, fræðimenn, fulltrúa gras- rótar og fjölmiðlamenn, meðal annarra. Miðað við sendinefndir ÖSE til annarra vestrænna ríkja, þar sem kosningaeftirlit hefur farið fram má búast við 8 til 12 manna nefnd. Í niðurstöðum sendinefndar- innar, en skýrsla hennar er birt á heimasíðu ÖSE, kemur fram að svo virðist sem framkvæmd kosn- inga njóti mikils trausts á Íslandi þrátt fyrir efnahagsörðugleik- ana og miklar kröfur um endur- skoðun á stjórnmálum sem komu í kjölfarið. Sendinefndin mun leggja áherslu á að skoða lagaumhverfi kosn- inga og mögulegar breytingar á kosningalögum, utankjörfundar- atkvæðagreiðslu, ýmis mál er varðar fjölmiðla og aðgang eftir- litsmanna með kosningunum. - ss ÖSE boðar kosningaeftirlit á Íslandi í nýrri skýrslu: Sérfræðinefnd fylg- ist með kosningum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.