Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 12
12 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Ég missti vinnuna þann 1. febrúar, ég var
ritstjóri tímaritsins hann/hún. Ég hef verið að
skipuleggja þemagönguferðir fyrir ferðamenn
og vinn núna að því að markaðssetja þær.
Gönguferðirnar eru bæði innan og utan
höfuðborgarsvæðisins,“ segir Stein-
gerður Steinarsdóttir ritstjóri og
blaðamaður hress í bragði. Lögð
er áhersla á mismunandi þætti í
gönguferðunum, til dæmis sagn-
fræði, þjóðsögur, náttúrufræði eða
grasafræði. Áherslurnar fara eftir
óskum göngugarpanna.
Steingerður segir mjög mikilvægt
fyrir atvinnulausa að hafa nóg fyrir
stafni, annars sé hætta á að festast
í neikvæðu mynstri. „Það skiptir
mig öllu máli að hafa nóg að
gera, að vita að það er eitthvað
á dagskránni þegar ég vakna á morgnana,“ segir
Steingerður, sem er býsna ötul við að sækja
námskeið í atvinnuleysinu. „É g er á tveimur
námskeiðum, annað heitir „Nýttu kraftinn“
þar sem unnið er til dæmis með hvernig á
að skipuleggja hvern dag eins og um
vinnudag væri að ræða. Hitt námskeiðið
heitir Master Mind og þar kemur
saman góður hópur kvenna og vinnur
að markmiðasetningu. Í upphafi
settum við okkur markmið og við
hittumst mánaðarlega og förum
yfir það hvernig okkur
gengur að ná þeim og
hvaða leiðir við notum
til þess. Svo fer ég
reglulega í jóga
og í kraftgöngu í
Öskjuhlíð.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR, RITSTJÓRI OG BLAÐAMAÐUR
Skiptir öllu að hafa nóg að gera
„Ég er alfarið á móti kynjakvóta.
Ég held að vandamálið liggi ekki í
því af hvaða kyni einstaklingar eru,
heldur hvernig
einstaklingurinn
metur sjálfan
sig,” segir
Jóhannes Hauk-
ur Jóhannesson,
leikari við
Borgarleikhúsið.
Hann bendir
á að það þurfi
að eiga sér
stað hugar-
farsbreyting
meðal kvenna,
því yfirleitt sé
kynjakvóti settur á til að styrkja
stöðu kvenna. „Konur verðleggja
sig of lágt. Þær hafa allt fram að
færa sem þörf er á til að komast
áfram á eigin verðleikum en virðast
stundum þurfa löggjöf til að geta
sannfært sig um að þær komist í
þær stöður sem þær eiga skilið.
Það þarf að efla trú einstaklinga á
sjálfum sér,“ segir Jóhannes Haukur.
„Ég er sammála því að það er
vandamál til staðar sem full þörf er
á að taka á, en ég held samt sem
áður að með kynjakvóta séum við
því miður að leysa vandamálið frá
vitlausum enda.“
SJÓNARHÓLL
KYNJAKVÓTI
Fólk vanmet-
ur sjálft sig
JÓHANNES
HAUKUR
JÓHANNSSON Síðustu daga hefur rúta
keyrt á milli grunnskóla
Reykjavíkur til eflingar
franskri tungu.
Svokölluð frönskurúta ekur á
milli grunnskóla Reykjavíkur og
með kennara sem kenna ungum
grunnskólakrökkum grundvallar-
atriði í franskri tungu. Tilefnið er
vika franskrar tungu sem haldin
er víða um heim.
„Við náum því miður ekki að fara
í alla skólana, en við förum í fimm
til sex skóla sem flestir bjóða upp
á frönsku í eldri bekkjum,“ segir
Friðrik Rafnsson forseti Alliance
Française, sem stendur fyrir uppá-
tækinu. „Alliance Française á að
gegna hlutverki franskrar menn-
ingarmiðstöðvar hér á Íslandi og
yfirleitt bjóðum við fólki á öllum
aldri upp á frönskukennslu en
þetta er smá tilraunaverkefni hjá
okkur og er til þess ætlað að koma
frönskunni út til krakkanna og
vonandi vekja forvitni þeirra um
franska tungu.“
Rútunni hefur verið vel tekið
þar sem leið hennar hefur legið
hingað til. „Rútan stoppaði hér
í dágóðan tíma og krökkunum
voru kennd orð og farið með þau í
leiki. Þetta er mjög frísklegt fram-
tak og tókst eftir því sem ég best
veit vel í alla staði,“ segir Ásta
Karen Rafnsdóttir deildarstjóri
í Víkurskóla. „Þessi hugmynd er
eilítið óvenjuleg en samt alveg
meiri háttar og yngri krakkarn-
ir höfðu mjög gaman af því að fá
smá tilbreytingu frá hefðbundnu
skólastarfi.“
Frönskurútan er aðeins einn
liður af mörgum í því að kynna
franska menningu og tungu, en
einnig er ætlun Alliance Fran-
çaise að halda ljósmyndasýningu,
sem ber heitið „Morgundagurinn í
myndum“, og ljóðasamkeppni með
frönsku ívafi sem ætluð er öllum
framhaldsskólanemum landsins.
- ams
Franska á faraldsfæti
FRÖNSKURÚTA Vika franskrar tungu er haldin hátíðleg víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
■ Perú er eitt örfárra landa
veraldar þar sem Coca-Cola er
ekki vinsælasti gosdrykkurinn.
Perúbúar drekka meira af
svokölluðu Inca Kola en
nokkru öðru gosi. Fyrsta
Inca Kola-verksmiðjan var
sett á laggirnar árið 1928
og hefur notið fádæma
vinsælda í Perú frá
1940. Inca Kola er gult
á lit, bragðast eins og
tyggigúmmí og hefur 31
prósents markaðshlut-
deild. Eftir að hafa reynt
að bola því af markaði í
áratugi gafst Coca-Cola loks upp
fyrir tíu árum og keypti meiri-
hluta í Inca Kola.
INCA KOLA
VINSÆLLA EN COCA-COLA
SAMFÉLAGSMÁL Laganemar í
Háskólanum í Reykjavík bjóða
öllum sem vilja aðstoð við skatt-
framtalið næsta laugardag. Að
sögn Elínborgar Jónsdóttur, sem
er einn laganemanna sem býður
aðstoð sína, verða um tíu til fimmt-
án kollegar hennar í húsakynnum
háskólans ásamt endurskoðendum
og skattalögfræðingum frá endur-
skoðunar- og ráðgjafarfyrirtæk-
inu Deloitte.
„Í fyrra höfðum við sérstakan
skattadag fyrir innflytjendur,“
útskýrir Elínborg. „Það kom alveg
gríðarlegur fjöldi, ég held að það
hafi aldrei verið skilað jafn mörg-
um skattframtölum inn á einum
degi. En nú viljum við bjóða öllum
upp á þessa aðstoð frítt, það er
okkar innlegg í að létta undir með
fólki í ástandinu.“
Laganemarnir munu, margir
hverjir, standa tólf tíma vakt en
hægt er að leita til þeirra með
skattframtalið og meðfylgjandi
gögn frá klukkan níu að morgni
til klukkan níu um kvöldið. „Þetta
er kannski ekki sú hugmynd sem
fólk hefur um það hvernig megi
eyða góðum laugardegi en þetta
verður skemmtilegt og auðvit-
að gríðarlega lærdómsríkt fyrir
okkur,“ segir hún. - jse
Laganemar bjóða ókeypis aðstoð við skattframtalið:
Talið fram í tólf tíma
ELÍNBORG JÓNSDÓTTIR OG ÞÓRA BJÖRK
GÍSLADÓTTIR LÖGFRÆÐINEMAR Það er
ekki allra hugmynd um laugardagsfjör
að sitja yfir skattframtölum en Elínborg
og Þóra Björk gera það með glöðu geði
næstkomandi laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
ELÍSABET SEGIR MIKILVÆGT AÐ FÓLK HAFI MEÐ SÉR:
■ Launamiða síðasta árs.
■ Lykilorð og auðkennislykil til að komast í heimabanka.
■ Veflykil inn á www.rsk.is.
■ Gögn ef kaup og/eða sala á fasteign hafa átt sér stað á liðnu ári.
■ Gögn er varða kaup og/eða sölu og stöðu á verðbréfum í árslok.
Tali hver fyrir sig
„Nú erum við kannski frjáls í
fyrsta sinn í langan tíma.“
EIRÍKUR JÓNSSON RITSTJÓRI FJALL-
AR UM KREPPUNA
Séð og heyrt 18. mars
Af hverju sagðir þú
það ekki strax?
„Mér þykir þetta leitt.“
JOSEF FRITZL JÁTAÐI SAKIR Í GÆR
Reuters 20. mars
Ísland og Evrópusambandið
Opinn fundur um Evrópusambandið á vegum BSRB
föstudaginn 20. mars kl. 14 – 16 í BSRB – húsinu Grettisgötu 89
Á fundinum verður fjallað um stefnu ESB í sjávarútvegi og
iðnaði
Framsögu hafa
Aðalsteinn Leifsson lektor við Háskólann í Reykjavík
Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Fundarstjóri
Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB
Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal