Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 18
18 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Bergur Þór hugsar sig vel og vandlega um áður
en hann kemst að niðurstöðu um verstu kaup
sem hann hefur gert, en hann nær þó að velja
ein kaup sem honum þótti verri en flest önnur.
„Verstu kaup sem ég hef gert eru að öllum lík-
indum sjálfskiptur Dodge Caravan sem ég
fjárfesti í fyrir þó nokkru síðan. Ég
fékk því miður ekki eins mikinn
tíma til að keyra hann og ég
hefði viljað því eftir aðeins
eina viku bilaði sjálfskipt-
ingin.“
Bergur Þór segir bílakaupin
hafa verið gríðarlega sár þar
sem bíllinn var algjörlega ónýtur
á eftir en eins og með svo marga
eldri bíla hefði frekar borgað sig
að kaupa annan bíl en að borga
varahlutina og þjónustuna sem
bílinn þarfnaðist. Hann náði þó að jafna sig á
þessu áfalli seinna meir og hefur aftur fengið
traust á bílum og vali sínu í bílakaupum.
„Bestu kaupin eru einnig talsvert minnisstæð en
þar stendur Andrésblað öðrum hlutum hærra,“
segir Bergur Þór glettinn. Þrátt fyrir að flestir
hafi ekki myndað sterk tilfinningaleg tengsl við
teiknimyndasögur er talsvert sérstök ástæða fyrir
því að Bergi líka þessi kaup frekar en önnur, því
þau voru gerð í rómantískum tilgangi. Andrés-
blaðið útfærði hann eftir eigin höfði og gaf svo
konunni sinni. „Andrésblaðið notaði ég sem
ástarbréf til konunnar minnar. Ég náði að stroka
út það sem stóð fyrir í talblöðrunum og skrifaði
í þeirra stað ástarjátningar til hennar.“ Bergur
bendir á að hlutir þurfi ekki að vera dýrir til að
öðlast tilfinningalegt gildi og oftar en ekki er
betra að nota smá frumleika til að gera gjöfina
ennþá minnisstæðari.
Útgjöldin
> Meðalverð á fimm pylsubrauðum í febrúar.
Heimild: Hagstofa Íslands
Almenn hugmyndin um sænska kaup-
félagið í Garðabæ, öðru nafni Ikea, er
að þar sé hagstætt að versla. Sumum
finnst þó annað, til dæmis Gnúpi, sem
hafði samband. Hann er ósáttur við
verð á blöndunartækjum. „Hjá Ikea
hér kostar blöndunartækið 14.950 krón-
ur,“ skrifar hann. „Mér þótti það dýrt
en sæmilega sloppið miðað við BYKO
eða Húsasmiðjuna. Þegar til kom var
varan ekki til, en væntanleg. Þar sem
ferming stendur fyrir dyrum ákvað ég
að sjá hvort tækið væri til í Ikea í Sví-
þjóð og fá það sent. Þegar ég sá verðið
í Svíþjóð rak mig í rogastans. Þar kost-
ar sama blöndunartæki 695 kr. sænsk-
ar, eða 9.540 ISK á gengi gærdagsins,
mismunur rúmlega 5.000 ISK! Þetta
er því greinilegt okur hjá Ikea. Ef þeir
vilja fela sig á bak við gengismál þá
má spyrja þá út í hækkun sem þeir létu
ganga yfir alla línuna hjá sér í október á
seinasta ári. Enga höfum við séð lækk-
unina.“
Þórarinn H. Ævarsson, framkvæmda-
stjóri Ikea, svarar: „Blöndunartækin
sem um ræðir voru tekin inn í október
þegar hrunið átti sér stað og voru þau
tollafgreidd á afar óhagstæðu gengi.“
Varðandi það hvort Ikea ætli að
lækka verðið nú þegar krónan hefur
styrkst segir Þórarinn: „Við erum fyrir
nokkru byrjuð að lækka verð. Okkur
þótti það einfaldlega það sjálfsagt að
við töldum ekki ástæðu til að vera að
monta okkur af því. Við höfum lækkað
verð á öllum sængurfatnaði, koddum og
sængum í vefnaðarvörudeild. Næst á
dagskrá er mottudeild og síðan verður
farið í ljósadeildina og svo koll af kolli.
Haldi yfirstandandi styrking áfram
mun þessi lækkun ná til allra deilda
fyrirtækisins og verður það þá afgreitt
á komandi vikum.“
NEYTENDUR: Blöndunartæki keypt inn í miðju hruni:
Ikea vill ekki monta sig af lækkun
2005 2006 2007 2008 2009
112
96
102
113
146
Kr
ón
ur
NEYTANDINN: BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON LEIKARI
Ástarjátningar í Andrésblaði
ÚTSÖLUSTAÐIR SLOGGI TILBOÐ MAXI
Vönduð nærföt á
tilboðsverði
Flottar, þægilegar og
sniðnar að þér.
SLOGGI MAXI
3 Í PAKKA
2799,-
HAGKAUP SMÁRALIND
HAGKAUP SKEIFUNNI
HAGKAUP KRINGLUNNI
HAGKAUP SPÖNGINNI
HAGKAUP GARÐABÆ
HAGKAUP EIÐSTORGI
HAGKAUP AKUREYRI
HAGKAUP BORGARNESI
HAGKAUP NJARÐVÍK
HAGKAUP HOLTAGARÐAR
EINAR ÓLAFSS, AKRANESI
NETTO AKUREYRI
NETTÓ MJÓDD
ÚRVAL ÓLAFSFIRÐI
ÚRVAL HAFNAFIRÐI
ÚRVAL EGILSSTÖÐUM
ÚRVAL HÚSAVÍK
ÚRVAL HRÍSALUNDI
ÚRVAL ÍSAFIRÐI
ÚRVAL SIGLUFIRÐI
ÚRVAL BORGARNESI
ÚRVAL BLÖNDUÓSI
ÚRVAL SKAGASTRÖND
ÚRVAL DALVÍK
BJARNI EIRÍKS,BOLUNGARVÍK
KAUPFÉLAG V-HÚNV. HVAMMST.
KAUPFÉLAG SKAGF. SAUÐÁRKR.
KAUPFÉLAGIÐ HÓLMAVÍK
KAUPFÉLAGIÐ DRANGSNESI
NÓATÚN SELFOSSI
EFNALAUG DÓRU, HÖFN
EFNALAUG VOPNAFJARÐAR
LYFJA, PATRÓ
ÞÍN VERSLUN SELJABRAUT
STRAX FÁSKRÚÐSFIRÐI
KRÓNAN REYÐARFIRÐI
KRÓNAN VESTMANNAEYJUM
KJARVAL HVOLSVELLI
KJARVAL KLAUSTUR
KJARVAL VIK
FJARÐARKAUP
HEIMAHORNIÐ STYKKISH.
KASSINN ÓLAFSVÍK
LÆKURINN NESKAUPSTAÐ
VERSLUNIN RANGÁ
PALOMA GRINDAVIK
BLÓMSTURVELLIR
HRAFNISTUBÚÐIN HAFNARFIRÐI.
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Eggert Skúlason almannatengill
hefur sagt mörgum manninum til
sem koma þarf fram fyrir alþjóð.
Hann á húsráð mörg
handa þingmönn-
um sem standa í
ströngu þessa dag-
ana þegar kosningar
eru í nánd.
„Mitt húsráð
hentar fólki úr öllum
flokkum og það hljóðar svona:
látið stjórnmálin alveg í friði næstu
þrjú til fjögur árin þar til biturðin,
sem nú er að drekkja þjóðinni, er
runnin af fólki.“
Eflaust eiga margir eftir að eiga í
vandræðum með að fara að þessu
ráði.
GÓÐ HÚSRÁÐ:
■ Láta pólitíkina á ís í nokkur ár