Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 26
 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR2 Nordic Fashion Biennale eða Nor- ræni tískutvíæringurinn hefst í Norræna húsinu í dag en þar verð- ur Vestnorrænni tísku- og skart- gripahönnun gerð rækileg skil. Þessi fyrsti tískutvíæringur er haldinn að frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við mennta- málaráðuneyti Færeyja, Græn- lands og Íslands en um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í Norræna húsinu. „Þetta gæti verið svar tískunn- ar við Iceland Airwaves,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefna- stjóri hátíðarinnar en boðið verð- ur upp á fjölbreytta tískutengda viðburði. Þýski sýningarstjórinn Matthias Wagner K setti hátíð- ina saman og valdi hönnuði frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, en meðal þátttakenda eru STEiN- UNN frá Íslandi, Guðrun & Guð- run frá Færeyjum og Else Møller frá Grænlandi. Á dagskránni verða sýningar, fyrirlestrar, ráðstefnur og fjöl- margar aðrar uppákomur. „Á morgun, föstudag, heldur Karl Aspelund fyrirlestur um sjálf- bærni í fatahönnun og klæðaburði og á laugardag verður fyrirlestur um færeyska fatamerkið Gudrun & Gudrun sem á mikilli velgengni að fagna. Á mánudag heldur svo tískubloggarinn Ása Ottesen fyrir- lestur um tískublogg svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ilmur. Hátíðin nær hámarki á hönnunar- dögum 26. til 29. mars en þá mun Fatahönnunarfélag Íslands standa fyrir fjölbreyttri dagskrá. Þá verð- ur heimildarmyndin Möguleikar 2009, sem fjallar um íslenska fata- hönnuði, sýnd og ljósmyndasýn- ingin Rísa undir nafni, sem sýnir Íslenska fatahönnuði að störfum, opnuð svo dæmi séu tekin. Föstudaginn 27. mars verður fatamarkaði slegið upp en þar verða á boðstólum vörur frá Nakta apanum, E-label, Hidden goods, Munda, Thelmu og fleirum auk þess sem fjöldi tónleika og tón- listaratriða verða á dagskrá alla hátíðina, en tónlist hefur ávallt verið nátengd tískunni. Ilmur segir stefnt að því að halda sams konar hátíð að tveimur árum liðnum en þá með öðru þema. vera@frettabladid.is Svar tískunnar við Airwaves Norræni tískutvíæringurinn hefst í Norræna húsinu í dag en á hátíðinni, sem stendur til 5. apríl, verða vestnorrænni tísku- og skartgripahönnun gerð skil með sýningum, fyrirlestrum og öðrum uppákomum. AXLAPÚÐAR eru víst komnir aftur í tísku. Til þess að þeir haldi lögun sinni er sniðugt að festa þá inn í flíkurnar með smellum eða frönskum rennilás svo auðvelt sé að taka þá úr fyrir þvott. Hátíðin er með stærstu viðburðum ársins í Norræna húsinu. Fyrir aftan Ilmi Dögg Gísladóttur má sjá hringekju sem skartar gínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hér má hönnun Gudrun & Gudrun frá Færeyjum. Föt frá Spak- mannsspjörum verða til sýnis á hátíðinni. Síðumúla 3 • Reykjavík • Sími 553 7355 Opið virka daga 11-18, laugard. 11-15 Frábært úrval af AÐHALDSUNDIRFÖTUM Ný sending kr. 8.200,- kr. 6 .200,- kr. 9.600,- kr. 4950,- kr. 10.200,- kr. 13.700,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.