Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 26
19. mars 2009 FIMMTUDAGUR2
Nordic Fashion Biennale eða Nor-
ræni tískutvíæringurinn hefst í
Norræna húsinu í dag en þar verð-
ur Vestnorrænni tísku- og skart-
gripahönnun gerð rækileg skil.
Þessi fyrsti tískutvíæringur er
haldinn að frumkvæði Norræna
hússins í samstarfi við mennta-
málaráðuneyti Færeyja, Græn-
lands og Íslands en um er að ræða
einn stærsta viðburð ársins í
Norræna húsinu.
„Þetta gæti verið svar tískunn-
ar við Iceland Airwaves,“ segir
Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefna-
stjóri hátíðarinnar en boðið verð-
ur upp á fjölbreytta tískutengda
viðburði. Þýski sýningarstjórinn
Matthias Wagner K setti hátíð-
ina saman og valdi hönnuði frá
Íslandi, Færeyjum og Grænlandi,
en meðal þátttakenda eru STEiN-
UNN frá Íslandi, Guðrun & Guð-
run frá Færeyjum og Else Møller
frá Grænlandi.
Á dagskránni verða sýningar,
fyrirlestrar, ráðstefnur og fjöl-
margar aðrar uppákomur. „Á
morgun, föstudag, heldur Karl
Aspelund fyrirlestur um sjálf-
bærni í fatahönnun og klæðaburði
og á laugardag verður fyrirlestur
um færeyska fatamerkið Gudrun
& Gudrun sem á mikilli velgengni
að fagna. Á mánudag heldur svo
tískubloggarinn Ása Ottesen fyrir-
lestur um tískublogg svo eitthvað
sé nefnt,“ segir Ilmur.
Hátíðin nær hámarki á hönnunar-
dögum 26. til 29. mars en þá mun
Fatahönnunarfélag Íslands standa
fyrir fjölbreyttri dagskrá. Þá verð-
ur heimildarmyndin Möguleikar
2009, sem fjallar um íslenska fata-
hönnuði, sýnd og ljósmyndasýn-
ingin Rísa undir nafni, sem sýnir
Íslenska fatahönnuði að störfum,
opnuð svo dæmi séu tekin.
Föstudaginn 27. mars verður
fatamarkaði slegið upp en þar
verða á boðstólum vörur frá Nakta
apanum, E-label, Hidden goods,
Munda, Thelmu og fleirum auk
þess sem fjöldi tónleika og tón-
listaratriða verða á dagskrá alla
hátíðina, en tónlist hefur ávallt
verið nátengd tískunni. Ilmur segir
stefnt að því að halda sams konar
hátíð að tveimur árum liðnum en
þá með öðru þema.
vera@frettabladid.is
Svar tískunnar við Airwaves
Norræni tískutvíæringurinn hefst í Norræna húsinu í dag en á hátíðinni, sem stendur til 5. apríl, verða
vestnorrænni tísku- og skartgripahönnun gerð skil með sýningum, fyrirlestrum og öðrum uppákomum.
AXLAPÚÐAR eru víst komnir aftur í tísku. Til þess að þeir haldi lögun
sinni er sniðugt að festa þá inn í flíkurnar með smellum eða frönskum
rennilás svo auðvelt sé að taka þá úr fyrir þvott.
Hátíðin er með stærstu viðburðum ársins í Norræna húsinu. Fyrir aftan Ilmi Dögg
Gísladóttur má sjá hringekju sem skartar gínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hér má hönnun
Gudrun & Gudrun
frá Færeyjum.
Föt frá Spak-
mannsspjörum
verða til sýnis á
hátíðinni.
Síðumúla 3 • Reykjavík • Sími 553 7355
Opið virka daga 11-18, laugard. 11-15
Frábært úrval af
AÐHALDSUNDIRFÖTUM
Ný sending
kr. 8.200,-
kr. 6
.200,-
kr. 9.600,-
kr. 4950,-
kr. 10.200,- kr. 13.700,-