Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 19. mars 2009 3 Þýski tískuhönnuðurinn Jil Sander hefur samið við japanskt stórfyrirtæki og hannar nú fyrir fjöldann. Þýski tískuhönnuðurinn og ein- farinn Jil Sander er komin aftur á sjónarsvið tískuheimsins. Sander hefur gert samning við japanska fyrirtækið Uniqlo sem mun fjölda- framleiða og markaðssetja hönn- un hennar á karl- og kvenfatnaði. Uniqlo rekur yfir 765 verslanir um allan heim. Fyrsta línan kemur í verslanir næsta haust eða vetur og verður seld á aðeins broti af því verði sem Jil Sander tæki venju- lega fyrir að hanna klæðnað. Sander stofnaði tískumerkið Jil Sander árið 1973. Árið 1999 var það tekið yfir af Prada en Sander sjálf yfirgaf fyr- irtækið aðeins sex mánuðum eftir yfirtökuna vegna ágrein- ings við yfir- mann Prada. Hún sneri reynd- ar aftur nokkru síðar en entist eingöngu í tvö ár og hætti þá á ný, nú fyrir fullt og allt. Ji l Sander merkið var árið 2008 selt til samsteypunnar Onward Holdings fyrir 244 millj- ónir dollara. Frá árinu 2005 hefur Jil Sander tískulín- an verið hönnuð af Raf Simons. - sg Jil Sander snýr aftur Tíska er siður eða venja, breytileg eftir breytilegum smekk, ríkjandi um skemmri eða lengri tíma, einkum í klæðaburði og snyrtingu. Íslensk orðabók Þá er tískuviku lokið í París og ró að færast yfir verslanir hér í landi en tískuvikunni fylgir almennt nokkuð kaupæði meðal tískufræðinga. Sumir segjast þó lítið hafa orðið varir við gestina að þessu sinni. Óvæntir gestir buðu sér á sumar tískusýningarnar eins og til dæmis hjá Jean-Paul Gaultier þar sem félagar úr dýravernd- unarsamtökunum PETA, sem berjast gegn notkun loðskinna í tískuframleiðslu, gauluðu „Gaultier morðingi“ en hann er þekktur fyrir að nota mikið loðfeldi í sinni framleiðslu sem voru reyndar áberandi á sýning- unum. Gaultier eru allir vegir færir þegar peningar eru annars vegar og sýningin var undir yfirskriftinni Sex sells, eða kyn- líf selur. Fyrirsæturnar voru í „eighties“-stílnum með breiðar herðar og hátt mitti, skreyttar og grímuklæddar í anda sadó/ masókisma. Hjá Alexander McQueen var meiri húmor í sýningunni og ekki eins gróf vísun í kynlíf en „Drag-queen“ var yfirskriftin á sýningunni. Hann hefur reyndar aldrei beygt sig undir þá reglu að fötin eigi að vera nothæf. Mikið um dragtir með dálítið ýktum línum í stíl „New look“ Diors á gullárum Christians en varir málaðar í fáránlegri yfir- stærð á fyrirsætunum og þykk- botna skórnir við hæfi bestu draggdrottninga. Tískuritstjór- arnir áttu í mestu erfiðleikum með að mynda sér skoðun á þessum furðufyrirbærum með greiðslum sem líktust brenndum lampaskermum og ruslapokum, allar línur í ýktum yfirstærðum, með fellingum og plíseringum. Einkennileg afskræming á tísku- sýningum með næturklúbba- stemningu líkt og tónlistin gaf til kynna. Spurning hvort að fiðruðu englarnir, annar svartur og hinn hvítur, sem enduðu sýn- inguna eigi eftir að seljast mikið næsta vetur. Hins vegar er áber- andi munur á húmor McQueens og grófleika Gaultiers að þessu sinni. Nýir hönnuðir tískuhúss Val- entino, Maria Garzia Chiuri og Pier Paulo Piccioli, sýndu í fyrsta skipti kventísku sína ef frá er talin hátískusýning þeirra í janúar. Eftir allan þann skaða sem róttækar breytingar Ales- söndru Faccinetti gerðu á síð- asta ári eftir að gamli Valentino dró sig í hlé og stórskaðaði ímynd tískuhússins eru nýju hönnuðirnir neyddir til að undir- strika arfleið Valentinos og því fannst tískupressunni sýningin lítið spennandi og alltof mikið vísað í verk meistarans. Þau eiga því langan veg fram undan við að rétta flaggskipið við. Indland er í tísku bæði á Óskarshátíðinni sem á tísku- vikunni. Manish Arora bauð upp á gríðarlega sýningu með blöndu milli hins dýrs- og mannlega, til dæmis rauður kjóll með dýrshöfði á miðj- unni og klæðnaður líkari leikbúningum en fatnaði til daglegra nota. bergb75@free.fr Fiðraðir klæðskiptingar McQueens og grímuklæddar gleðikonur Gaultiers ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Í Tösku- og hanskabúðinni finnur þú mikið úrval af handtöskum, tölvu- og skjalatöskum, seðla-og leðurveskjum, ferðatöskum, leðurhönskum og vönduðum göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt. Þú getur litið við í verslun okkar eða farið á slóðina www.th.is þar sem hægt er að skoða úrvalið og gera góð kaup! Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Gallabuxur & gallakvartbuxur háar í mittið, áður 6990 Nú 4.990 Stærðir 36-46 Ný sending. Póstsendum. Laugaveg 54, sími: 552 5201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.