Fréttablaðið - 19.03.2009, Page 33

Fréttablaðið - 19.03.2009, Page 33
FIMMTUDAGUR 19. MARS 2009 5nýsköpun ● fréttablaðið ● dagsins Anna María Pétursdóttir, starfs- mannastjóri hjá Vífilfelli, telur mörg tækifæri felast í opinni nýsköpun. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I „Því betur sem fyrirtæki mennta fólkið sitt, verður meiri framgangur. Heimurinn er alltaf að minnka og fólk sækir þangað sem tækifærin eru. Flæði þekk- ingar flyst því með fólki sem flyst milli fyrirtækja og ef við ætlum ekki að halda áfram að laða að okkur vel menntað fólk munum við staðna. Því er nauðsynlegt að nýsköp- un fái að fljóta inn í menntun sem kallar á fremur óhefðbundnar að- ferðir í menntun einstaklinga, því við þurfum að kenna þeim að hlusta á markaðinn, skoða í kring- um sig hvað aðrir eru að gera og ekki gera, og hvað notandinn vill, því vara verður alltaf að uppfylla þarfir notenda og hver kann betur að leysa þau vandamál en neyt- andinn sjálfur? Aðferðir opinn- ar nýsköpunar og Living Lab eru því réttu tækin til að hitta með rétta vöru á markaðinn og stund- um þarf að kyssa marga froska áður en prinsinn sem leitað er að finnst.“ -þlg um vörum um heim. Smiðjunni hefur að sögn Frosta verið einstaklega vel tekið af Vestmannaeyingum og eru líkur á því að fleiri Fab Lab smiðj- um verði komið á fót víðar á land- inu en mikill áhugi er fyrir þeim í Reykjavík, á Höfn og Sauðár- króki. „Við erum að kenna námskeið fyrir nemendur á grunn- og fram- haldsskólastigi auk þess sem ein- staklingar og fyrirtæki hafa sótt okkur heim. Hingað komu til dæmis húsgagnaframleiðendur sem hönnuðu Íslandslaga fatahengi með þeim möguleika að hengja af sér á ólíkum landshlutum. Þá er verið að búa til vélmenni, fjar- stýrða bíla, tölvur frá grunni og margt fleira enda eru ímyndunar- aflinu engar skorður settar.“ - ve Gulleggið 2009, frumkvöðlakeppni Innovit, stendur nú sem hæst og lýkur í Ráðhúsinu næstkomandi laugardag þegar tíu efstu viðskipta- áætlanirnar verða kynntar fyrir dómnefnd. Að sögn Andra Heiðars Kristinssonar, framkvæmdastjóra Innovit, eru metnaður, gæði og fjöl- breytni áberandi en alls bárust 122 viðskiptahugmyndir í keppnina, sem hefur það markmið að skapa vettvang fyrir frumkvöðla og há- skólafólk til að koma hugmyndum sínum á framfæri, ásamt því að mynda tengsl við fjárfesta og aðila í atvinnulífinu. „Fjölbreytni verkefna er ótrúleg; samfélagsþjónusta með áherslu á heilsu, ferðaþjónusta og hátækni- lausnir svo fátt eitt sé nefnt. Þau eru líka fleiri sem standa framar- lega en í fyrra þegar keppnin var fyrst haldin og mikil aukning hefur orðið, sem er athyglisvert þar sem yfirleitt dettur þátttaka niður milli ára í svona keppnum erlendis,“ bendir Andri á og útilokar ekki að þjóðfélagsástandið ýti undir þátttöku. „Hugsan- lega verður það til þess að fólk framkvæmir frekar hugmynd- ir. Enda tilgangurinn með að skapa fyrirtæki fram- tíðar og ýta undir og efla verðmætasköp- un í þjóðfélaginu. Það er alltaf betra að eiga mörg egg í körfunni.“ - rve Gæði og fjölbreytni í fyrirrúmi Andri er ánægð- ur með þátt töku í Gullegginu 2009, sem hófst í janúar og lýkur í Ráðhúsinu á laugardag. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Í tilefni af nýrri úthlutun Rannsóknasjóðs fyrir styrkárið 2009 verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 20. mars frá kl. 15 - 18. Kynntar verða áherslur í starfsemi sjóðsins auk þess sem haldin verður sýning á nokkrum verkefnum sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum. Ný úthlutun 2009 Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur 20. mars Dagskrá 15:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setur dagskrána 15:10 Guðrún Nordal, prófessor og formaður stjórnar Rannsóknasjóðs, kynnir nýja úthlutun fyrir styrkárið 2009 og áherslur í starfsemi sjóðsins 15:30 Hannes Jónsson, prófessor, Reiknisetur fyrir hönnun efna og íhluta (nýtt öndvegisverkefni 2009) 15:45 Vilmundur Guðnason, prófessor, Breytingar í stærð og samsetningu skella í hálsæðavegg og tengsl orsakaþátta - Langsniðsrannsókn (nýtt öndvegisverkefni 2009) 16:00 Sýning á nokkrum verkefnum sem njóta stuðning Rannsóknasjóðs (opin til kl. 18:00) Almenningur er hvattur til að kynna sér starfsemi Rannsóknasjóðs og opinberan stuðning við rannsóknir. Rannsóknasjóður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.