Fréttablaðið - 19.03.2009, Qupperneq 48
32 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Kvikmyndin Slumdog Millionaire er ein af þessum myndum sem allur
heimurinn elskar. Sagan sjálf er auðvitað lykillinn að velgengni henn-
ar, en til þess að kvikmynd nái svona miklum vinsældum þarf allt að
ganga upp. Þar á meðal tónlistin. Og hún er ekkert að klikka í Slumdog
Millionaire, enda voru tvenn af þeim átta Óskarsverðlaunum sem mynd-
in fékk fyrir tónlistina; myndin fékk verðlaun fyrir bestu frumsömdu
kvikmyndatónlistina og lagið Jai Ho var valið besta lagið.
Það er greinilegt að framleið-
endur Slumdog veðjuðu á réttan
hest þegar þeir völdu listamenn
til að gera tónlist fyrir myndina.
Í aðalhlutverki er kvikmynda-
tónskáldið A. R. Rahman, en
til að ná til breiðari hóps var
sjálf M.I.A. fengin til að syngja
eitt laganna í myndinni, auk
þess sem smellurinn hennar,
Paper Planes, er þar í tveimur
útgáfum: upprunalegu útgáfunni
og í endurgerð hinna eitursvölu
DFA-manna í New York.
Allah Rakha Rahman er eng-
inn nýgræðingur. Hann er fædd-
ur 1967 og er af miklum tónlista-
rættum. Hann byrjaði ferilinn í
nokkrum hljómsveitum, var meðal annars stofnandi og hljómborðs leikari
Nemesis Avenue, en fór svo að semja kvikmyndatónlist í byrjun tíunda
áratugarins. Hann vakti fyrst athygli fyrir tónlistina í kvikmyndinni
Roja (1992) en hefur síðan gert tónlist fyrir yfir hundrað kvikmyndir. Þar
á meðal má nefna Rangeela og Zubeidaa: Story of a Princess.
Tónlistin í Slumdog Millionaire ber þess merki að henni er ætlað að
ná til breiðs hóps hlustenda. Í henni blandast indversk tónlist og vest-
ræn og útkoman er oft mjög skemmtileg. Velgengni myndarinnar á
eflaust eftir að auka áhuga fólks úti um allan heim á A. R. Rahman
sérstaklega og indverskri tónlist almennt.
Yfirvofandi heimsyfirráð
A. R. RAHMAN Kvikmyndin Slumdog Million-
aire á eftir að auka áhugann á indverskri
tónlist út um allan heim.
Það hefur farið frekar lítið fyrir
Helga Hrafni Jónssyni í íslensku
tónlistarlífi. Hann hefur samt náð
umtalsverðum árangri á tónlistar-
sviðinu.
Árið 2005 kom fyrsta platan
hans, Glóandi, út hjá austurríska
plötufyrirtækinu Material Records,
en Helgi var þar við nám í básúnu-
leik. Hann hefur spilað mikið á tón-
leikum erlendis og er meðal annars
þessa dagana á mikilli tónleikaferð
um Bandaríkin og Evrópu með Tinu
Dico og nýlega kom önnur platan
hans í verslanir. Hún heitir For The
Rest Of My Childhood og er gefin
út af Playground Music sem er eitt
öflugasta óháða plötufyrirtækið á
Norðurlöndunum.
Helgi er greinilega mjög hæfi-
leikaríkur. Hann er ekki bara
góður hljóðfæraleikari heldur líka
vaxandi lagasmiður og söngvari.
Það voru nokkur sterk lög á Gló-
andi, meðal annars titillagið og
Make Me Fall, en For The Rest
Of My Childhood er mun betri
plata. Hljómurinn er betri, hljóð-
heimurinn þróaðri, lagasmíðarnar
sterkari og Helga hefur líka farið
mikið fram í söngnum. Það er ekki
ofsagt að hann sé orðinn frábær
söngvari.
For The Rest Of My Childhood
byrjar á fjórum mögnuðum lögum
og þau sex sem taka við af þeim
gefa þeim lítið eftir. Fyrsta lagið
er hið rólega og stemningsfulla
Ashes Away, þá kemur September,
magnað lag sem minnir mig helst
á einhverja ómótstæðilega blöndu
af Radiohead og Sigur Rós. Í þriðja
laginu Digging Up A Tree sýnir
Helgi á sér nýjar hliðar. Þetta
er poppsmellur sem Helgi syng-
ur mjög skemmtilega. Söngurinn
minnir mig svolítið á David Bowie
snemma á áttunda áratugnum. Það
kæmi mér ekki á óvart að þetta yrði
eitt af lögum ársins 2009. Fjórða
lagið, Waltz, er svo ólíkt hinum
þremur. Rólegt og mínímalískt. Og
það eru fleiri frábær lög, til dæmis
Dry Run og AM Radio Signal.
Eins og áður segir hefur Helgi
Hrafn Jónsson spilað heilmik-
ið erlendis. Þess verður vonandi
ekki langt að bíða að hann haldi
tónleika hér á landi. For The Rest
Of My Childhood er frábær plata
frá vaxandi tónlistarmanni. Hann
var efnilegur á fyrstu plötunni og
nú rúmum þremur árum seinna er
hann orðinn góður. Sígandi lukka
er best. Trausti Júlíusson
Leynivopn í íslenskri tónlist
TÓNLIST
For the Rest of My Childhood
Helgi Hrafn Jónsson
★★★★
Helgi Hrafn Jónsson er leynivopnið
í íslenskum tónlistarheimi. Hann er
hér mættur með plötu númer tvö.
Frábær plata frá vaxandi söngvara og
lagasmið.
Indísveitin The December-
ists frá Oregon í Bandaríkj-
unum gefur á þriðjudaginn
út sína fimmtu plötu, The
Hazards of Love. Um
nokkurs konar rokkóperu
er að ræða sem fjallar um
viðburðaríka ævi konu að
nafni Margaret.
Fyrir kynslóð sem er alin upp við
iTunes og MTV, þar sem litið er á
hraðar skiptingar á milli laga og
sjónvarpsstöðva sem sjálfsagðan
hlut, kemur þessi plata The Dec-
emberists vafalítið eins og skratt-
inn úr sauðarleggnum.
The Hazards of Love á rætur
sínar að rekja til áhuga forsprakka
The Decemberists, Colin Meloy, á
EP-plötu bresku þjóðlagasöngkon-
unnar Anne Briggs frá árinu 1966.
Platan heitir einmitt The Hazards
of Love og þegar Meloy komst að
því að ekkert lag á plötunni héti
þessu nafni ákvað hann að semja
eitt slíkt. Hugmyndin vatt smám
saman upp á sig og stór sautján
laga plata varð til um viðburða-
ríka ævi konu að nafni Marg-
aret sem er uppi fyrr á öldum.
Fyrirbæri sem er blanda af dýri
og manni ræðst á hana, henni er
haldið fanginni af þorpara sem
kallast The Rake, hún verður ást-
fangin af manni að nafni William
og kemst í kynni við afbrýðisama
skógardrottningu. Sannarlega
margslungin saga og til að koma
öllum persónunum til skila voru
ýmsir gestasöngvarar kallaðir til,
þar á meðal Jim James úr hljóm-
sveitinni My Morning Jacket,
breski tónlistarmaðurinn Robyn
Hitchcock og Shara Worden úr My
Brightest Diamond.
Margir tónlistarspekingar eru
á þeirri skoðun að plötur á borð
við The Hazards of Love tilheyri
fortíðinni því enginn hafi lengur
áhuga á að leggja við hlustir og
kafa ofan í „flóknar“ þemaplöt-
ur sem krefjast mikillar athygli
og samfelldrar hlustunar frá upp-
hafi til enda. Meðlimir The Decem-
berists eru greinilega ekki á sama
máli og láta markaðinn ekki segja
sér fyrir verkum. Áhættan er að
sama skapi nokkur því sveitin fékk
mjög góða dóma fyrir síðustu plötu
sína, The Crane Wife, sem kom út
árið 2006. Hún þótti aðgengilegri
en fyrri verk sveitarinnar og
opnaði augu margra fyrir henni.
Þemaplötur búa oftast yfir fjöl-
breyttum tónlistarstefnum og The
Hazards of Love er engin undan-
tekning. Blandað er saman rólegu
þjóðlagapoppi, rokki, ballöðum og
í raun öllu á milli himins og jarð-
ar með áhugaverðri útkomu. Plat-
an hefur fengið fína dóma, þar
á meðal fjórar stjörnur hjá The
Observer og All Music, 8 af 10
hjá Drowned in Sound og 9 af 10
hjá Contactmusic.com, sem segir
að þar sé á ferðinni snilldarverk.
Tímaritið Spin er ekki eins hrifið,
gefur henni tvær og hálfa stjörnu
og segir The Decemberists hafa
gengið of langt með prog-pæl-
ingum sínum og að plötuna skorti
grípandi viðlög.
Hvað sem öllum dómum líður
er The Hazards of Love merki-
leg plata sem segir nútíma mark-
aðslögmálum stríð á hendur hvað
varðar uppbyggingu og efnistök.
freyr@frettabladid.is
ROKKÓPERA ÚR FORTÍÐINNI
THE DECEMBERISTS Hljómsveitin The Decemberists gefur út sína fimmtu plötu, The
Hazards of Love, á þriðjudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY
Meðlimir hljómsveitarinnar
Bag of Joys, sem hætti störfum
fyrir rúmum áratug, verða gest-
ir á þriðja Sýna og sjá-kvöldi
Nýlistasafnsins sem verður hald-
ið í kvöld klukkan 20. Á þessum
kvöldum koma óháðir tónlistar-
menn og þekktir spekúlantar
saman og fara yfir sjálfstæða
tónlistarsköpun á Íslandi við upp-
haf tíunda áratugarins.
Meðlimir Bag of Joys, sem var
stofnuð í Breiðholti 1992, munu
ræða feril sinn í máli og mynd-
um, gefa tóndæmi, sýna heima-
gert prentefni og skella ómetan-
legum myndbandsupptökum af
bílskúrsæfingum í tækið.
Bag of Joys
snýr afturNágrannar Bobs Dylan í Malibu í Kaliforníu
hugsa honum þegjandi þörfina vegna ferða-
salernis á landareign hans sem starfsfólk
hans notar. Mikill fnykur berst frá salerninu
yfir til nágrannanna, sem vilja það í burtu
hið snarasta svo þeir geti notið ómengaðs
sjávarloftsins.
Cindy Emminger á hús beint fyrir aftan
klósettið. Hún segir að bæði hún og átta ára
sonur hennar hafi veikst af völdum óþefsins
vegna þess að þau séu bæði viðkvæm fyrir
eiturefnum í loftinu vegna ofnæmis.
Í viðtali við LA Times segist hún hafa
brugðist við með því að koma fyrir fimm
risastórum viftum til að blása óþefnum aftur
til Dylans, en það hafi ekki borið árangur.
„Þetta er hneyksli,“ sagði hún. „Hr. Mann-
réttindi traðkar á okkar mannréttindum.“
Dylan sótti um leyfi fyrir klósettinu árið
1989. Þá var gerð athugasemd við það að
ekkert aðgengi væri þar fyrir fatlaða. Svar-
aði Dylan því að hann ætlaði ekki að ráða til
sín fatlað fólk. Yfirvöld í Malibu eru nú með
málið til rannsóknar, sem þarf greinilega að
leysa hið snarasta. Á meðan undirbýr Dylan
útgáfu nýrrar plötu með hinu hugljúfa nafni
Together Through Life. Hún kemur í versl-
anir 28. apríl.
Kvartað undan klósettfnyk
BOB DYLAN Goðsögnin hefur verið gagnrýnd fyrir
ferðasalerni sitt.
> Í SPILARANUM
Eberg - Antidote
Peter, Björn & John - Living Thing
Lily Allen - It´s Not Me, It´s You
Jason Mraz - We Sing. We Dance. We Steal Things.
PETER, BJÖRN & JOHNEINAR TÖNSBERG