Fréttablaðið - 19.03.2009, Síða 52
36 19. mars 2009 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
> VILL TATTÚ AF ANDLITI
FREDDIE MERCURY
Katy Perry vill heiðra minningu
söngvarans Freddie Mercury í
Queen með því að láta flúra
andlit hans á bak sitt. Söngkon-
an segist næstum því hafa látið
setja mynd af honum á andlit
sitt fyrir nokkrum árum, en er
fegin að hafa ekki gert það þá.
Perry lítur mikið upp til Mercury
og segir hann hafa mikil áhrif á
tónlistarsköpun sína.
Hollywood-kynslóðin ætlar að koma
saman 4. apríl og rifja upp gamla
diskótakta frá velmektarárum þessa
sögufræga skemmtistaðar sem var
svo áberandi á 9. áratug síðustu aldar.
„Þetta verður alveg geðveikt. Það logar allt á
Facebook. Fullt af liði sem maður hefur ekki
hitt í milljón ár ætlar að mæta,“ segir Kristjana
Geirsdóttir sem allir þekkja sem Jönu.
Hollywood-liðið, sem skemmti sér frá fimmtu-
degi til sunnudags í Hollywood við Ármúla
þannig að eftir var tekið um miðjan níunda ára-
tug síðustu aldar ætlar að koma saman 4. apríl
og rifja upp stemninguna – sem að sögn þeirra
sem til þekkja var engu lík. Gleðin verður 1.
apríl á Broadway. Jana er í undirbúningsnefnd-
inni og verður móttökustjóri líkt og þegar Hollý
var og hét og getur vart beðið. „Þarna verður
tískusýning með Módel 79, gömlu fötin, sömu
gömlu dyraverðirnir, Óli Laufdal mætir …“
þylur Jana. Margrét Kristjánsdóttir, sem stund-
aði Hollywood af kappi, stofnaði Facebooksíðu
og hátt í tvö þúsund manns skráðu sig nánast
um leið.
Jana á möppur með myndum og greinum úr
tímaritum og blöðum þar sem fjallað er um
Hollywood, keppnina Ungfrú Hollywood og
eitt og annað sem konungarnir í Hollywood,
Ólafur Laufdal, Páll Þorsteinsson og Magnús
Kristjánsson, Leopold Sveinsson og fleiri létu
sér detta í hug að gæti orðið þessum stóra hópi
til skemmtunar. Í möppum Jönu er í aðalhlut-
verki fyrrverandi ungfrú Ísland, Anna Margrét
Jónsdóttir.
„Á nú að fara að rifja upp gamlar syndir,“
segir Anna Margrét og vill meina að þessi tími
hafi verið hallærislegur en skemmtilegur. Anna
Margrét á góðar minningar frá þessum tíma.
Segir fólk hafa stundað staðinn grimmt og stór
hópur allt frá fimmtudegi til sunnudags. Sjálf
var hún valin fulltrúi ungu kynslóðarinnar og
ungfrú Hollywood auk þess sem hún starfaði
með Módelsamtökunum og var í tískusýningum
sem voru viss passi í Hollywood. „Já, það má
ekki gleyma því að við sem vorum í tískusýn-
ingunum vorum með fín mánaðarlaun, nokkrar
tískusýningar og myndatökur í Álafossbækling
og ég var komin meö sömu laun og mamma.
Þetta var ákveðinn glamor í þessu. Þetta var
vinnan mín með skóla og ég átti fullt af pening-
um til að kaupa mér gloss og herðapúða. Þre-
falda herðapúða, ljós í hádeginu og svo utan-
landsferðir,“ segir Anna. Hún rifjar upp þegar
móðurbróðir hennar, sem var með prentsmiðju
þá, hringdi skelfingu lostinn í móður hennar
þegar verið var að prenta Samúel en þar var
að finna myndir af Önnu Margréti frá blaut-
bolskeppni á Ibiza. Og þótti þetta afar djarft á
sínum tíma. „Já, já, ég vann þetta. Með engin
brjóst! Ég fékk 150 þúsund í pesetum fyrir og
þetta reddaði alveg ferðinni. En frændi minn
fékk taugaáfall,“ hlær Anna Margrét.
jakob@frettabladid.is
ALLIR ERU STJÖRNUR Í HOLLYWOOD
FJÖRIÐ Í GÓÐU LAGI Jana og Páll Þorsteinsson sem þá
var þekktur útvarpsmaður og oft kynnir á viðburðum í
Hollý.
KAMPAVÍN, FEGURÐARDROTTNINGAR OG ÓLAFUR LAUFDAL Lýsandi mynd, en þarna má meðal annars sjá veit-
ingamanninn Ólaf Laufdal og Önnu Margréti krýnda sem fulltrúa ungu kynslóðarinnar.
ANNA MARGRÉT Á FORSÍÐU VIKUNNAR Hún fékk
hundrað og fimmtíu þúsund peseta borgaða fyrir sigur
í blautbolskeppni á Ibiza sem bjargaði ferðinni.
„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar
að allt eigi að smakkast eins og beikon,“
segir Bjartmar Oddur Alexandersson
sem hefur fengið umboð fyrir „baconna-
ise“ sem er majónes með beikonbragði.
„Ég kynntist þessu í The Daily Show
með John Stewart. Þar var hann að vísu
að gera grín að sköpunargáfu Banda-
ríkjamanna, að finna upp á því að blanda
saman beikoni og majónesi sem er ekki
alveg mesta hollustan. Ég sendi svo póst
út til framleiðandans, fékk prufusend-
ingu til landsins og var að smakka þetta
í gær. Ég prufaði að setja beikonmajón-
esið á grillaðan hamborgara í hádeginu
í gær og á samloku með kalkún og það
smakkaðist mjög vel. Ég sé alveg fyrir
mér að skella þessu beint á borgarann
í staðinn fyrir að bíða eftir að beikon-
ið grillist,“ segir Bjartmar sem flytur
einnig inn beikonvarasalva og beikonsalt
frá sama framleiðanda.
„Fyrirtækið úti var stofnað af miklum
beikonelskendum. Þeir framleiða einnig
beikonvarasalva og beikonsalt með
cheddar, jalapeno og fleiri bragðtegu-
dum, svo hægt er að fullkomna beikon-
bragðið með þessu þrennu,“ segir Bjart-
mar og brosir. „Það er í raun ekki alvöru
beikon í þessu heldur bragðefni. Það er
líka minni fita í þessu heldur en venju-
legu majónesi og það er til létt útgáfa
svo þú færð ekki hjartaáfall við fyrsta
smakk,“ bætir hann við.
Bjartmar starfar hjá Vodafone auk
þess sem hann nemur markaðsfræði
og aljóðaviðskipti við HÍ og kannar nú
markaðinn fyrir beikonmajónesið. „Grill-
tímabilið er að byrja svo ég sé þetta sem
grillvöru sem fólk vill prófa í sumar.
Við erum búnir að athuga verð á inn-
fluttu majónesi og verðum með lægra
kílóverð, en við sjáum bara til hvernig
áhuginn verður.“ - ag
Flytur inn majónes með beikonbragði
BEIKONELSKANDI Bjartmar er bjartsýnn á að
Íslendingar muni kunna að meta beikonvörur.
REYK JAVÍ K ARTS FE STI VA L
15. – 31. M A Í
LISTAHÁTÍÐ
Í REYK JAVÍ K 29. maí
Íslenska óperan
„Djöfullegir en dásamlegir.”Evening Standard
Velkomin í Klúbb
Listahátíðar!
sjá www.listahatid.is
á www.listahatid.is
www.midi.is
og í síma 552 8588
„Þessi dásamlega myrki kabarett er eins og Kurt Weill
meitlaður af Aleister Crowley og útkoman er gjörsamlega
gallalaus. Stórfenglegt.” The Guardian
TIGER LILLIES
Á LISTAHÁTÍÐ
Miðasala hafi n
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...