Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 19.03.2009, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Dr. Gunna Í dag er fimmtudagurinn 19. mars, 78. dagur ársins. 7.32 13.35 19.41 7.16 13.20 19.26 Mér finnst lágmarkskrafa á sjálfan mig að ég vakni á morgnana og sé í góðu skapi. Af hverju ætti ég ekki að vera það? Fullfrískur, hamingjusamur og svo gengdarlaust heppinn að dútl foreldra minna varð til þess að ég fæddist á þessu gullfallega landi, á þessari frábæru plánetu, í þessu magnaða sólkerfi, í þessari mergj- uðu vetrarbraut, o.s.frv. ÉG er svo heppinn að efnasam- böndin í gráu klessunni innan í hauskúpunni á mér gera þessar hugsanir mögulegar. En svo byrj- ar ballið. Að halda góða skapinu út daginn. MAÐUR neyðist til að stilla á fréttirnar. Annars gæti maður verið að missa af einhverju. Kannski er ísbjörn laus í Vestur- bænum, hvað veit maður? Árum saman hafa manni verið sagðar fréttir sem virðast til þess eins fallnar að stjórna því hvort maður sé í góðu skapi eða ekki. Dofdjóns upp = Veiii! Nasdag niður = Búhú! Hagvöxturinn stendur í stað, gvöð minn almáttugur! Um þess- ar mundir tekur auðvitað steininn úr í skapsveiflufréttamennskunni. Maður er á fleka í tilfinningaleg- um öldudal. Það er svart fram undan, þetta verður erfitt, fólk verður að færa fórnir, þjóðin skuldar svo ógeðslega mikið. Eða: Þjóðin skuldar nú ekki svo mikið og það er ljós við enda ganganna. SVO eru það fréttirnar af ríku körlunum sem komu þjóðinni á vonarvöl með svínslegri græð- ginni. Það þarf stálvilja til að missa ekki sjónar á góða skapinu og fyllast stjórnlausri heift þegar kreppt smettin á þeim birtast með nýjustu fréttunum af sukkinu, sið- leysinu og mannfyrirlitningunni. JAFNVEL þó maður komist undan á flótta með góða skapið frá frétt- unum er lífið sjálft fullt af hætt- um. Og þær eru lúmskar. Níu ára stelpur geta reynst örgustu hryðju- verkamenn. Til dæmis þessi sem fór að spyrja mig út í dóttur mína, tveggja ára, sem ég var með úti í búð. Eftir að hafa spurt hvað hún heiti og sé gömul og svoleiðis spurði hún mig hvort ég væri afi hennar eða pabbi. YFIR mig helltust efasemdir um eigið ágæti. Maðurinn með ljá- inn birtist glottandi framan í níu ára stelpunni, ég sá árin líða hjá og gröfina opnast með iðandi eftirvæntingarfullri ormakös. Svo tók gráa klessan völdin og lét mig hugsa: Hvað er þetta maður. Þú ert hundgamall. Sættu þig við það. Ekki gleyma góða skapinu www.markid.is Sími 553 5320 Ármúla 40 P IP A R • S ÍA • 9 0 4 6 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.