Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 E ftir að hafa kynnst þanka- brotum VA arkitekta í Lesbók Morgunblaðsins fyrir skömmu heimsækj- um við arkitekta Arkibúll- unnar, þær Hólmfríði Jónsdóttur og Hrefnu B. Þorsteinsdóttur, höfunda þjónustubyggingarinnar við Nauthólsvík sem þær hönnuðu ásamt Hebu Hertervig sem þá var einn eigandi stofunnar. Tilfinningin fyrir upp- lifun og „að sætta ólík sjónarmið“ er sterk í verk- um arkitektastofunnar. Málamiðlun arkitektsins er gefin ný og jákvæð merking sem raunveruleg- ur aflvaki í leit arkitektanna að vísbendingum í umhverfinu. Þegar leitað er vísbendinga í náttúrunni, byggðu umhverfi eða mannsandanum er líka leitað eftir vissu frelsi við hugmyndavinnuna. Tilfinningarnar fá ákveðið hlutverk innan ramma rökvísisins. Þannig hefja arkitektar Arkibúllunnar hvert verkefni, þ.e. á því að leita og finna en það eru hugtök sem bæði bera með sér hugboð um hið óvænta og ákveðna vissu. Umhverfið getur aldrei túlkast sem tómarúm eitt. Virðing Hólmfríðar og Hrefnu fyrir nátt- úrunni gengur jafnvel það langt að notandinn fer að finna fyrir samruna hennar og bygging- arinnar þannig að byggingin hverfur úr sviðs- ljósinu og náttúran yfirtekur hið manngerða landslag. Slíkt hefur maður á tilfinningunni þeg- ar gengið er um þjónustumiðstöðina á Ylströnd- inni við Nauthólsvík sem tekin var í notkun sum- arið 2001. Þar flæðir sjór inn í bygginguna einu sinni á ári og tekur allur frágangur og húsbún- aður mið af því. Athyglisvert er að ströndin er manngerð. Í síðari heimsstyrjöldinni voru mikl- ar herbúðir og umsvif á vegum setuliðsins um- hverfis flugvöllinn og var Nauthólsvíkin notuð sem aðstaða fyrir litlar sjóflugvélar, sem voru mikilvægar í orrustunni um Atlantshafið. Landið var því lagað að þörfum flugvélanna og mótuð voru skýli fyrir þær inn í hlíðarnar sem sneru að sjó. Við hugmyndavinnu sína rannsökuðu arki- tektar Arkibúllunnar eiginleika strandarinnar en niðurstöðurnar voru síðan endurtúlkaðar í úr- lausninni. Áferð steypu, grófleiki og litir sýna merki um málamiðlun byggingarlistar Hrefnu jafnvel myndi meginhugmynd verkefnisins. Það má segja að á Íslandi upplifi maður nátt- úruna mjög sterkt og maður upplifir mjög sterkt hvað maðurinn getur staðið berskjaldaður gagn- vart náttúrunni. Það er mjög athyglisvert að skoða gömul dæmi eins og síldarverksmiðjurnar á Ströndum sem voru örugglega mjög grófar og gríðarleg mannvirki þegar þær voru byggðar á síðustu öld. Núna eru þær eiginlega að renna saman við fjallið. Náttúran er einhvern veginn búin að taka þær yfir. Eins má nefna Seljalands- laug sem stendur mjög vel með náttúrunni. Hún er gott dæmi um byggingu þar sem styrkur nátt- úrunnar og þess manngerða nær jafnvægi. HA: Endurvinnsla, sparneytni á vatn, nýting sólar-, vatns- og vindorku eru hugtök sem hafa bæst við orðaforða almennings, og sífellt meira er talað um mikilvægi þess að öðlast sjálfbært umhverfi, sem grunngerð skipulags. Á hverju byggjast hugmyndir ykkar um umhverfið? Arkibúllan: Það er ekkert mjög langt síðan það var sjálfsþurftarbúskapur hér á Íslandi þar sem þú lifðir í sjálfbæru umhverfi: mjólkaðir kýrnar, slóst túnin þín og sóttir vatn og svo framvegis. Það voru ömmur okkar og afar sem lifðu í þessum heimi. Það er svolítil tilhneiging að sjá þetta fyrir sér í rómantísku ljósi. Þegar við vorum í námi var þessi umræða mjög mikil; hvernig við gætum komið þessum hlutum fyrir sem hluta af byggingarlistinni, að þetta væri ekki bara ósýnileg tækni einhvers staðar í hverf- inu eða neðanjarðar heldur væri hluti af húsinu. Við höfum ekki enn séð dæmi um verulega vel heppnaða byggingarlist sem er að vinna með þessa hluti arkitektónískt. Svo virðist sem þessir hlutir hafi enn sem komið er tilhneigingu til að verða yfirborðskenndir. Þetta verður að ein- hverjum stíl. Þarna þarf að eiga sér stað grund- vallarumræða í þjóðfélaginu og stefnumörkun sem getur leitt til innihaldsríks arkitektúrs. Ástæðan fyrir því að við höfum ekki unnið mikið með hugmyndir um umhverfisvernd í okk- ar arkitektúr er einfaldlega sú að við höfum lítið verið beðnar um það. Þó höfum við einu sinni unnið með þetta í samkeppni sem hét Íbúð fram- tíðarinnar, þar sem við hlutum fyrstu verðlaun. Þar var þetta mjög sterkt, til dæmis var sorp- flokkun hluti af útliti húsanna og hugmynda- fræðilega var gengið út frá því að sorp væri verðmæti. Það ætti því að vera sýnilegt. Í þessu verkefni gekk meginhugmyndin út á að hægt væri að byggja íbúðirnar og flytja þær á milli landshluta án þess að skilja eftir sár í landinu. Burðarvirkið var úr súlum sem lyftu íbúðunum frá landinu og rýmin úr léttum flytjanlegum ein- ingum. HA: Hver staður, bær, sveit, land hefur sitt einkenni. Hvernig náið þið sáttum milli ykkar eigin hugmynda og einkenna staðarins sem þið eruð að vinna með? Arkibúllan: Galdurinn felst í því að finna möguleika hvers staðar og hvað það er sem er spennandi við hvern stað. Þetta er ekki spurning vegar innan frá. Dæmi um vísindalegar aðferðir er þegar við notum kortagrunn sem heimild um staðinn, drögum línur þvers og kruss og leitum að vísbendingum í afstöðumynd. Stundum höf- um við sett okkur reglur eins og þegar tvær lín- ur skerast þá gerist eitthvað og þegar þrjár línur skerast þá er eitthvað annað sem maður á að gera. Í þessari rannsóknarvinnu erum við svolít- ið eins og í leit að hinu óvænta. Önnur nálgun sem er meira á huglægu nótunum er leitin að rýmum í hlutum eða fyrirbærum í umhverfinu. Við höfum til dæmis ljósmyndað form úr nátt- úrunni sem síðan eru yfirfærð í rými. HA: Í okkar nútíma þjóðfélagi, stendur nátt- úran berskjölduð gagnvart manninum. Örlög hennar eru ráðin af ráðherrum, sveitar- og bæj- arstjórnum. Hver er ykkar staða sem arkitektar í þessu samhengi? Arkibúllan: Þetta er stór spurning og erfitt að svara henni, en það er hægt að segja að bygging- arlist sé fag málamiðlana og í því samhengi vinn- ur arkitektinn sem eins konar sáttasemjari. Mannvirki verður ekki byggt án þess að það hafi áhrif á náttúruna með einhverjum hætti. Stund- um höfum við talað um verkkaupana tvo, náttúr- una og notandann, og við þurfum að þjóna báð- um. Við upplifum því sterkt þörfina fyrir að sætta ólík sjónarmið. Hugtakinu málamiðlun hefur oft verið gefin sú merking að eitthvað fái verri lendingu en ella. Því er einmitt mikilvægt að gera málamiðlunina að einhverju spennandi. Hún verði aflvaki að einhverri lausn, sprautan inn í verkefnið. Mótstaðan sem þú mætir – hvort sem hún sé frá náttúrunni eða notandanum – verði í raun orkan sem gefur þér verkefnið og og Hólmfríðar. Hún er aflvaki verkefnisins og mótar hugmyndir um að sætta ólík sjónarmið náttúrunnar og notandans. Það mætti í sjálfu sér færa rök fyrir því að hér væru hvorki bygging- arlistin né náttúran „hrein“ fyrirbrigði. Þær tak- ast á og gerast hlutaðeigendur í hver annarri án þess að nokkurt fjaðrafok verði. Er ef til vill kominn tími til að endurskoða skil- greininguna á því hvað er náttúra? Getur bygg- ing orðið náttúra? Svörin við þessum spurn- ingum eru vissulega stað- og einstaklingsbundin en nú, í okkar nútíma þjóðfélagi, er það vissulega orðið fullréttlætanlegt að leyfa sér að efast um fastheldnar skilgreiningar og hliðra til fyrir túlk- unum á áður afmörkuðum hugtökum. Til þess að kynnast viðhorfi Arkibúllunnar gagnvart náttúrunni og hinu byggða umhverfi var arkitektastofan sótt heim. Voru það þær báðar Hrefna B. Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Jónsdóttir, eigendur stofunnar, sem sátu fyrir svörum. HA: Nú á dögum er orðið erfitt að skilgreina hugtakið, umhverfi: merking orðanna er sett á vogarskálina og hún berst á milli þess land- fræðilega og menningarlega, áþreifanlega og þess afstæða. Hvernig nálgist þið umhverfið við upphaf hönnunarferilsins? Arkibúllan: Við höfum oft talað um það að byrja hvert verkefni á leit að vísbendingum. Þá leitum við að vísbendingum bæði í umhverfinu, mannlífinu og jafnframt í eigin hugarheimi. Að- ferðirnar eru dálítið ólíkar. Bæði höfum við verið að vinna með vísindalegar aðferðir og eins hug- lægar eða meira tilfinningatengdar nálganir. Annars vegar erum við að leita utan frá og hins Að sætta ólík sjónar Þetta er annað viðtalið í röð greina um ís- lenska byggingarlist þar sem átt er viðtal við arkitekta og þeir beðnir um að íhuga afstöðu sína til umhverfisins. Taka skal fram að sömu spurningar voru vísvitandi lagðar fyrir alla arkitektana í þeim tilgangi að finna fyrir ólíkum skoðunum þeirra gagnvart sömu hug- tökum. Eftir Halldóru Arnardóttur h.a@ono.com Arkitektar Arkibúllunnar 2006 Hrefna B. Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Jónsdóttir. Sjór flæðir inn Í þjónustubyggingunni við Nauthólsvík flæðir sjór inn í rými hússins en þak þess er göngustígur útivistarfólks sem þar fer um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.