Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 | 9 sjaldnar sem maður heyrir talað um góð rými. HA: Þegar hugsað er út í borgina og innra rými hennar, þá má segja að ef framhliðar húsanna mynda innra rými borgarinnar og sýna svipbrigði hennar þá er innra rými húsanna ytra byrði íbúanna. Þar af leiðandi á saga hússins uppruna sinn í margbreytileika þjóðfélagsins sem það byggir. Getum við séð fyrir okkur hvernig innra rými þjóðfélagsins okkar gæti orð- ið ef við hugsum út í gífurlega þróun síðustu ára á sviði tækni sem hefur gjörbreytt starfsháttum okkar? Arkibúllan: Hvernig þróast umhverfið með upplýsingatækninni? Kannski er meiri áhersla lögð á það tvívíða í dag. Það tengist hugsanlega skjánotkun og það að framhliðar eru orðnar meira lifandi. Nú er meiri hraði í þjóðlífinu, meiri óróleiki, kannski meira öngþveiti. En við komum svo örugglega til með að hafa þörf fyrir að leita aftur að reglunni og rónni. Í gær vorum við að ræða hér á stofunni um Svarta demantinn í Danmörku, sem er gott dæmi um nútímalega byggingu. Hraðbrautin klífur bókasafnið í tvennt, framhliðarnar koma hallandi á móti þér og maður horfir á bílana fyrir neðan. Mjög lítil rými eru í kring um bygginguna og eins eru inni í henni meiri umferðarrými en rými til að lifa í. Í næsta nágrenni stendur Krist- jánsborgarhöllin sem algjör andstæða með fjöl- breyttum úti- og innirýmum. Maður getur vel haft skoðun á útliti beggja þessara bygginga, hvort þær séu fallegar eða ljótar, góðar eða slæmar, en í þeirri síðarnefndu eru rými sem ekki eru til staðar í nútímabyggingunni. Skjárinn og tölvan, þessi gluggi fyrir framan þig, hljóta að hafa áhrif á rýmismótun og um- hverfið. Þetta er að verða þitt umhverfi, þitt rými, rými tölvunnar og helst viltu ekki hafa glugga því myrkrið er best fyrir skjáinn. Þetta viðhorf hlýtur að móta og hafa áhrif á rýmið þeg- ar upp er staðið. Kannski ekkert endilega til bóta, þó jú akkúrat þegar þú ert fyrir framan skjáinn. En kannski hræðist maður pínulítið að rýmisupplifun fari yfir í tölvurnar. HA: Eftir að hafa velt fyrir sér svo ólíkum málefnum sem hafa áhrif á umhverfi okkar og húsagerð þess, hvaða sýn hafið þið á arkitekt- inn? Er hann listamaður, ljóðskáld, heimspek- ingur, hagfræðingur, umhverfissinni, sálfræð- ingur …? Arkibúllan: Arkitektinn vill bara vera arki- tekt, en hann hefur alltaf snertifleti með fleiri fögum. Hann verður að hafa skilning á mörgum sviðum vegna þess að hann er að fjalla um mann- eskjuna, hann er að fjalla um umhverfi mann- eskjunnar, um náttúruna og hvernig má nálgast hana. um að ná sáttum heldur að finna einkenni stað- arins sem getur orðið aflvaki hugmynda og úr- lausna. Stundum hefur þetta verið kallað andi staðarins eða Genius loci. Okkur finnst við í raun mjög heppnar að vera arkitektar á Íslandi. Hér eru svo stórar spurn- ingar og sterk náttúra. Fyrir okkur er mikilvægt að vera með náttúrunni, spila með henni og það er það viðhorf sem við ólumst upp við í arkitekt- anáminu í Skandinavíu. Það að vera fæddur hér og uppalinn er þó enn sterkara því maður er jú alltaf að sækja inn í sinn hugar- og reynsluheim, leita að rýmum eða upplifunum sem maður vill koma á framfæri. HA: Byggingarlist vísar ekki lengur eingöngu á sjálfa sig. Hún leggur út á áður ókunn mið inn- an þjóðfélagsins og staðbundinnar menningar, auk þess að beina sjónum sínum að persónu- legum aðstæðum viðskiptavinanna. Á hvern hátt endurspeglast þetta viðhorf – fjölgreina eig- inleikar byggingarlistarinnar – í hönnun ykkar? Arkibúllan: Það er alltaf ákveðinn ásetningur við upphaf hvers verkefnis að reyna að ýta tíð- arandanum svolítið til hliðar, einblína frekar á staðinn og notandann. Þetta er höldum við ásetningur allra, að reyna að fara í kjarna eða eðli verkefnisins og ýta til hliðar tísku, straum- um og stefnum. Það eru alveg ótrúlega margir sem halda að byggingarlist gangi bara út á tísku og stíl meðan við vildum óska þess að hún snerist um meginhugmynd, rými og góðar útfærslur. Á hinn bóginn verður maður aldrei laus við sinn tíma og það sem er að gerast í húsagerðarlist. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað húsnæði hef- ur lítið breyst síðustu nær 100 ár. Grunnþarfir manneskjunnar eru enn þær sömu: að borða, sofa og vera saman og það er ef til vill orsökin fyrir því að þessi umræða hefur ekki verið tekin upp á ný. Spurningar eins og: hvernig vil ég búa, hvernig vil ég lifa, í hvernig rýmum vil ég vera? eru alltaf jafn mikilvægar. Þessi umræða blómstraði vissulega í funksjónalismanum snemma á síðustu öld og út úr henni komu marg- ar góðar byggingar. Það er síðan svolítið sláandi að þegar við horfum á íbúðarhúsnæði þá og nú erum við ekki frá því að rýmin hafi versnað. Þó erfitt sé að alhæfa má segja að mörg íbúðarhús í Þingholtunum og Vesturbænum séu dæmi um hús með mjög góðum rýmum sem þú finnur hreinlega ekki í nýjustu íbúðarhverfunum í dag. Staðan er líka svolítið breytt. Áður fyrr byggði fólk húsin sín sjálft og spurði þá sjálft sig; hvert á ég að leita til þess að fá teikningar að húsinu mínu? Nú velur fólk oft á milli nokkurra möguleika hjá verktökum sem byggja húsin og gengur svo kannski sjálft frá húsinu að innan með vali á gólfefnum og innréttingum. Spurn- ingin er, hvað heldur fólk að það sé að kaupa? Oft er talað um fjölda herbergja en það er rmið Höfundur er listfræðingur. Áferð Áferð einstakra byggingahluta þjónustubyggingarinnar rennur saman við áferð strandarinnar í Nauthólsvík. Þjónustubygging Í samkeppnistillögu sinni, sem hlaut fyrstu verðlaun, að þjónustubyggingum við Gufu- neskirkjugarð teiknaði Arkibúllan kyrrð náttúrunnar inn í ásýnd kirkjunnar og gerði hana hluta af upp- lifun safnaðarins þegar gengið er inn. Íbúðir framtíðarinnar Í samkeppninni um íbúðir framtíðarinnar fyrir Húsnæðismálastofun ríkisins, vann Arkibúllan fyrstu verðlaun með hugmynd að léttum, hreyfanlegum og vistvænum íbúðum. Hver er þró- unin í dag?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.