Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 | 13
Jaðar-rokkrisarnir í Radioheadverða ásamt Tom Petty and the
Heartbreakers, aðalnúmerin á
fimmtu Bonnaroo tónlistar- og
listahátíðinni sem fram fer dagana
16.–18. júní í
Manchester í
Tennessee í
Bandaríkjunum.
Verða þessir
tónleikar Radio-
head þeir einu á
þessu sumri sem
fyrirhugaðir eru í
Bandaríkjunum.
Á meðal þeirra
áttatíu lista-
manna sem fram
koma á hátíðinni
eru: Beck, Elvis Costello, blús-
brýnin Bonnie Raitt og Buddy Gue,
Neville Brothers, Dr. John, Bright
Eyes, Death Cab for Cutie, My
Morning Jacket, Cat Power og Clap
Your Hands Say Yeah.
Hátíðin fer fram á 700 ekra býli
rúmar sextíu mílur suður af Nash-
ville.
Og að öðrum tónlistarhátíðum.Bandaríska sveitin Tool og hin
breska Depeche Mode verða aðal-
númerin á hinni virtu tónlistarhátíð
Coachella Valley sem fram fer í
Empire Polo Field í
Kaliforníu dagana 29.
og 30. apríl. Verður
þetta fyrstu tónleikar
Tool í Bandaríkjunum síðan 2002.
Depeche Mode munu enda fyrri
daginn og komast þar með í fríðan
hóp hljómsveita sem hafa verið að-
alanúmerið á hátíðinni en sem líka
nutu hvað mestra vinsælda á átt-
unda áratugnum. Nægir þar að
nefna Cure, Beastie Boys, Pixies og
sjálfa Tool sem spilaði með Rage
Against the Machine á hátíðinni ár-
ið 1999 en endar að þessu sinni
seinni daginn.
Aðrar hljómsveitir sem leika á
hátíðinni eru Franz Ferdinand, Bloc
Party, My Morning Jacket, Scissor
Sisters, Yeah Yeah Yeahs og Tv on
the Radio. Þá má einnig nefna Cat
Power, Sigur Rós og Digable Plan-
ets sem eru nýkomnir saman aftur.
Í fyrra sóttu meira en 50 þúsund
manns hvorn daginn fyrir sig en þá
voru aðalhljómsveitirnar Coldplay,
Nine Inch Nails, Wilco og Weezer.
Stúlknatríóið Destiny’s Child hef-ur fallist á að koma aftur sam-
an seinna í þessum mánuði í sér-
stakri stjörnumessu NBA í
heimabæ sveitarinnar í Houston
Texas en þar munu þær syngja
bandaríska þjóðsönginn áður en
blásið verður til leiks. Tríóið sem
státar af átta Grammy verðlaunum
hefur þó tilkynnt að þetta verði í
allra seinasta skipti sem sveitin
komi aftur saman. Kelly Rowland,
Michelle Williams og Beyonce
Knowles héldu í heimstónleika-
ferðalag á síðasta ári en um sumarið
tilkynntu þær að sveitin myndi
hætta um leið og tónleikaferðinni
lyki. Á síðustu tónleikum Destiny’s
Child í Vancouver brast Rowland í
grát og sagði við hinar tvær: „Ég
elska ykkur. Þið eruð englarnir
mínir. Ég elska ykkur svo mikið.“
Beyonce bætti um betur og beindi
skilaboðunum til áhorfenda: „Dest-
iny’s Child hófst þegar við vorum
níu ára gamlar. Þetta er ekki bara
eitthvað sem einhver setti saman.
Þetta er ást.“
Erlend
tónlist
Radiohead
Destiny’s Child
Lítið hefur heyrst frá bandaríska fjöl-listamanninum Don Vliet, öðru nafniCaptain Beefheart, í langan tíma. Vliet,sem síðar bætti við millinafninu Van,
telst til eins af tilraunakenndustu tónlistarmönum
á seinni hluta síðustu aldar. Hann fæddist í borg-
inni Glendale í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum ár-
ið 1941 og var einungis 13 ára þegar hann þótti
efnilegur skúlptúrlista-
maður og listmálari. Stóð
honum til boða styrkur til
listnáms í Evrópu en for-
eldrar hans gáfu honum
hins vegar ekki fararleyfi
og fluttu þess í stað búferlum til borgarinnar Lan-
caster í sama ríki.
Það skal ósagt látið hvort foreldrum Vliets
fannst flutningurinn hafa jákvæð áhrif á soninn
en í borginni komst hann í kynni við dreng á svip-
uðu reki, Frank Zappa. Um miðjan sjöunda ára-
tug aldarinnar setti hann saman hljómsveitina
Töfrabandið (e. Magic Band) sem spilaði suðu af
djassi, rokki, blús og lúðrasveitatónlist og fékk úr
eldamennskunni einhverja einkennilegustu
kryddblöndu fyrri ára.
Að margra mati er Trout Mask Replica, þriðja
breiðskífa hljómsveitarinnar frá árinu 1969 ein af
einkennilegri plötum rokksögunnar.
Rokkgúrúinn Frank Zappa, sem stjórnaði upp-
tökum á plötunni, átti í mesta basli með vinnuna,
ekki síst vegna Kapteinsins, sem vantreysti öllum
brellibrögðum upptökustjórans. Segir Zappa m.a.
frá því sjálfsævisögu sinni að hann hafi ákveðið að
taka plötuna upp á heimili Kapteinsins. Vinurinn
mótmælti hins vegar hástöfum og sakaði Zappa
um að vilja skera upptökukostnaðinn niður við
nögl. Upptökur voru því færðar til Glendale í
Kaliforníu. Ekki sló það á vandræðin því þegar
taka átti upp sönginn kom á daginn að Captain
Beefheart kærði sig ekki um heyrnartól og kaus
fremur að garga eins hátt og hann gat við óm af
lögunum sem bárust frá stjórnherbergi upp-
tökuversins. Árangurinn varð vitaskuld sá að
söngvarinn fór oftsinnis út af sporinu. Nema það
sé einmitt galdurinn við lög Captain Beefheart,
sem dynja á hlustendum líkt og eimreið á fullri
ferð.
Tíunda breiðskífa kapteinsins og töfrabandsins,
Shiny Beast (Bat Chain Puller), sem kom út árið
1978, er mun aðgengilegri og markaði endurkomu
formanns töfrabandsins eftir fremur slakt gengi
fjögur ár á undan. Kraftur plötunnar og fegurðin
sem leynist í geðveikinni eru ógleymanleg. Svo
lengi situr hún í manna minnum að hlustendur
eiga í mestu vandræðum með að hrista lög á borð
við taugaveiklaða blússlagið, The Floppy Boot
Stomp, Tropical Hot Dog Night og hið ógleym-
anlega You Know You’re a Man úr heilaberkinum.
Zappa stjórnaði upptökum á upphaflegri gerð
laganna en vegna lagadeilna Beefhearts við
stjórnendur plötuútgáfunnar dróst að koma plöt-
unni út. Þegar Beefheart ákvað svo að gefa Shiny
Beast (Bat Chain Puller) út í sinni endanlegu
mynd varð hann vegna áðurnefndra deilumála að
hljóðrita lögin á nýjan leik.
Captain Beefheart er sagður búa einhvers stað-
ar í Karólínuríki í Bandaríkjunum. Talið er að
hann þjáist af heila- og mænusiggi, en hann hefur
ekki verið fús til að staðfesta þær fréttir.
Taugaveiklaður kapteinn á útopnu
Poppklassík
Eftir Jón Aðalstein
Bergsveinsson
jab@mbl.is
H
ugsanlega muna einhverjir eft-
ir Michelle Shocked og plötu
hennar The Texas Campfire
Tapes sem fór á toppinn í
Bretlandi 1986, en Michelle
Shocked kom einmitt hingað
til lands og hélt tónleika í Kjallara Keisarans
haustið 1987. The Texas Campfire Tapes var
merkileg fyrir meira en músíkina, því hún var
tekin upp utandyra á ferðakassettutæki þar
sem Shocked söng og spil-
aði við varðeld. Lögin
voru ljúfsárar sögur af
ástum og örlögum í bland
við húmorískar sögur, eig-
inlega dæmisögur sem margar voru mein-
fyndnar, aðrar íhugular og djúpar þrátt fyrir
létt yfirbragð. Iðulega var hún að syngja um
eigin upplifun og ævintýri. Í kjölfarið komst
Michelle Shocked á plötusamning og framtíðin
virtist björt. Annað kom á daginn.
Heit trú og hippismi
Michelle Shocked átti erfiða æsku, ólst upp í
stórri fjölskyldu í Austin í Texas við heita
mormónatrú hjá móður sinni og stjúpföður, en
er hún komst á unglingsár eyddi hún sumr-
unum hjá föður sínum sem var trúlaus hippi.
Sextán ára gömul fluttist hún að heiman og
kom sér í gegnum háskóla ein og óstudd.
Þegar náminu var lokið lagðist Shocked í
flakk, fór fyrst til Kaliforníu og hafði í sig og á
með spilamennsku á götum úti, lék jöfnum
höndum á gítar, mandólín og fiðlu. Hún fékk
snemma áhuga á stjórnmálum og tók þátt í
baráttu vistrimanna og mótmælum, sem end-
uðu oftar en ekki með látum. Fræg er til að
mynda mynd af henni þar sem lögregluþjónn
þjarmar að henni, en sú meðal annars birtist á
umslagi einnar breiðskífu hennar. Þetta varð
móður hennar svo mikið áfall að hún lét svipta
Shocked sjálfræði og kom henni fyrir á geð-
sjúkrahúsi. Sem betur fer fyrir stúlkuna dugði
heilsutrygging fjölskyldunnar ekki nema fyrir
mánaðar innilokun og þegar henni var sleppt
var hún ekki lengi á sér að leggja á flótta að
heiman öðru sinni, að þessu sinni austur til
New York.
Eftir dapra daga á bísanum í New York náði
hún að öngla fyrir fari til Evrópu og eyddi
drjúgum tíma í flandur milli landa á puttanum,
söng sér til viðurværis í Madríd, tók þátt í
kjarnorkumótmælum á Sikiley, þar sem einn
félagi hennar nauðgaði henni, fór þaðan til
Amsterdam þar sem hún vann hjá sjóræn-
ingjaútvarpsstöð. 1986 sneri hún aftur til Tex-
as þar sem platan fræga var tekin upp.
Óvenjuleg útgáfa
Eins og Shocked rekur söguna vissi hún ekki
að breski blaðamaðurinn, að hún hélt, væri í
raun útgefandi og að hann myndi gefa plötuna
út að henni forspurðri. Það gerði hann þó, eins
og rakið hefur verið, en það sem henni þótti
verra var að rafhlöðurnar í tækinu voru við
það að gefast upp og því snerist spólan hægar
en ella. Fyrir vikið var lá röddin mun hærra
og lögin voru hraðari þegar spólan var spiluð í
venjulegum tækjum eins og gefur að skilja.
Hún lét sig þó hafa það, gerði ekki læti og
gerði meira að segja samning við stórfyrirtæki
í framhaldinu, Mercury. Þegar sá samningur
var undirritaður hafði hún aftur á móti vit á að
tryggja sjálfri sér yfirráðarétt yfir eigin tónlist
og neitaði meðal annars hefðbundinni fyrir-
framgreiðslu.
Fyrsta platan sem gerð var eftir hennar
höfði var svo Short Sharp Shocked (1988), sem
hún sá fyrir sér sem fyrsta hluta í þríleik sem
segja átti tónlistarsögu hennar, rekja inn-
blástur og áhrifavalda. Annar hluti þríleiksins
var Captain Swing (1989), Arkansas Traveler
(1992) lokahlutinn. Að því verki loknu hugðist
hún taka upp plötu með trúarlegri tónlist en
var óforvarandis settur stóllinn fyrir dyrnar af
Mercury, sem kveinkaði sér yfir því að hún
væri með of góðan samning og vildi ekki bara
gera nýjan samning heldur vildi fyrirtækið fá
frumeintök platnanna. Shocked neitaði og þar
við sat um hríð, hún fékk ekki að taka upp
plötu fyrir Mercury og ekki heldur fyrir önnur
fyrirtæki. Hún lét þó ekki deigan síga, tók upp
plötu fyrir eigin pening og seldi á tónleikaferð-
um sínum með góðrum árangri. Á endanum
höfðaði hún síðan mál gegn Mercury og vísaði
í þeirri málshöfðum til þeirrar greinar í stjórn-
arskrá Bandaríkjanna sem bannar þrælahald.
Fullkomið frelsi
Mercury guggnaði í málinu, lét af kröfum sín-
um, greiddi lögfræðikostnað Shocked og sleit
samningnum við hana. Á móti leyfði hún fyr-
irtækinu að gefa út safnskífu en var svo laus
allra mála og átti alla sína tónlist sem var og
er fáheyrt. Í framhaldinu tók Shocked upp
eina plötu fyrir annað stórfyrirtæki, en stofn-
aði síðan eigin útgáfu, Mighty Sound, og hefur
meðal annars endurútgefið gömlu plöturnar
sínar á undanförnum árum með mjög end-
urbættum hljóm og ýmsu ítarefni. Þar á meðal
er platan sem hratt öllu af stað, The Texas
Campfire Tapes, sem er nú fáanleg á réttum
hraða í mun betri hljóm, þótt hann sé vit-
anlega ekkert sérstakur í ljósi þess hvernig
upptakan fór fram, en með diskinum er líka
upprunaleg kassettuupptaka með ýmislegu
spjalli milli laga.
Shocked gefur líka út nýja músík og á síð-
asta ári kom þannig út annar þríleikur hennar,
Don’t Ask Don’t Tell, Got No Strings og Mex-
ican Standoff, fáanlegar stakar en líka allar
saman í pakka, mjög skyldar plötur þeim
þremur sem hún byrjaði eiginlegan útgáfuferil
sinn með. Þess má svo geta að þrjár plötur til
eru væntanlegar á þessu ári.
Sjálfstæð og sjálfri sér nóg
Bandaríska söngkonan Michelle Shocked hefur
lifað ótrúlega ævi, oft átt erfiða daga, en komist
langt á þrjóskunni. Í dag stendur hún með pálm-
ann í höndunum með eigin plötufyrirtæki og á
útgáfurétt að allri sinni tónlist.
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
Baráttukona Bandaríska söngkonan Karen Michelle Johnston sem tók sér listamannsnafnið Michelle Shocked.