Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 Ú tgáfa bóka um pólitísk efni náði sögulegu hámarki í Bandaríkjunum í aðdragand- anum að forsetakosningunum 2004. Hver bókin rak aðra og þótt sumar hafi fyrst og fremst verið áróðurspésar, eintómt skítkast með öðrum orðum, bar líka nokkuð á skyn- samlegum röddum. Athyglisverðar persónur úr stjórnmálalífinu tóku til máls og allnokkur rit komu út sem hæglega geta talist virðingarvert innlegg í þjóðfélags- umræðuna. Engu að síð- ur var mikið um bækur sem lítið erindi áttu til almennings eftir fyrstu vikuna í nóvember á síðasta ári. Þegar litið er um öxl er því ekki úr vegi að spyrja: var þessi umtalsverða útgáfuvirkni hálfgert moldviðri eða var um gagnlegar upplýsingaveitur að ræða? Var þjóðfélagsumræðan í Bandaríkj- unum, eins og hún birtist í bókarformi, hálfgert lýðskrum eða var tekið á aðkallandi málefnum á alvarlegan hátt, jafnvel í meira mæli en áður? Svarið er að sjálfsögðu ekki einhlítt. Enda þótt maður hafi ekki sjálfur komist yfir að lesa nema brot af bókunum sem um ræðir, og feng- ið nasasjón af öðrum í bókadómum og fjöl- miðlum, hallast ég að þeirri skoðun að um einkar athyglisverða þróun hafi verið að ræða, enda þótt moldviðrið hafi á stundum hulið það sem í raun verðskuldaði athygli lesenda. Spurning þessi, hvernig sem henni er svo sem svarað, er þó enn aðkallandi. Ástæðan er sú að umrædd þróun hefur haldið áfram á þessu ári, en einkar gott dæmi um það er sá fjöldi bóka sem komið hefur út í sumar og haust þar sem á ígrundaðan hátt er hafist handa við það verk- efni að gera upp við forsendur, útfærslu og eft- irköst Íraksstríðsins. Þá hefur nokkuð dregið úr tækifærissinnuðum framlögum til sam- félagsumræðunnar. Villta vestrið Engum blandast hins vegar hugur um að fjöl- miðlalandslagið í Bandaríkjunum verður að fúlum sorapytti í aðdraganda forsetakosninga, og þá er ekki of sterkt tekið til orða. Þannig hefur það verið lengi og því kom útgáfa póli- tískra áróðursrita á síðasta ári lítið á óvart (enda þótt eflaust megi deila, upp að ákveðnu marki, um hvað flokkist sem „áróðursrit“ og hvað ekki). Og þótt við séum nýbúin að halda því fram að útgáfa slíkra bóka hafi dregist sam- an árið 2005 þýðir það þó ekki að hún hafi gufað upp. Hér verður nefnilega fjallað um nýlega bók þar sem ómurinn af hinu pólitíska skítkasti sem öðru fremur einkenndi dapurlegasta anga stjórnmálaútgáfunnar á síðasta ári hljómar á nýjan leik. Ég vísa hér til nýlegrar bókar Bern- ards Goldbergs, 100 People Who Are Screwing Up America (100 manns sem grafa undan Bandaríkjunum). Bernhard er nokkuð þekktur fjölmiðlamaður í Bandaríkjunum. Hann hefur um árabil starfað sem fréttamaður í frétta- þættinum 48 Hours (48 klukkustundir) og gefið út nokkrar bækur, þar á meðal Bias (For- dómar) sem gerði meint samsæri vinstrisinn- aðra fjölmiðla að umfjöllunarefni. Af hverju þessi bók? Hvers vegna skyldi maður beina sjónum að þessari bók frekar en einhverju öðru, einhverju sem e.t.v. ber meiri svip af alvarlegu og athygl- isverðu inngripi í menninguna og samfélags- umræðuna? Þessi spurning á fullan rétt á sér og kannski er ekki auðvelt að svara henni, a.m.k. á sannfærandi hátt. Tvær undan- komuleiðir, eða afsakanir, blasa þó við. Annars vegar sú sem höfðar til virðingarverðs áhuga á því sem miður fer í þjóðfélagsumræðunni og hins vegar sú sem viðurkennir að umrædd bók er nokkuð skemmtileg. Og það verður að við- urkennast að seinni ástæðan reyndist meiri afl- vaki fyrir skrif þessarar greinar en sú fyrri. Nú, segir maður undrandi, hvað er þá svona skemmtilegt við þessa bók? Þetta er líka mik- ilvæg spurning. Er það tónn verksins, viðhorfið sem liggur bókinni til grundvallar? Ekki er víst að svo sé. Í raun er viðhorfið sem liggur bók- inni til grundvallar dæmigert fyrir það sem úr- skeiðis hefur farið í bandarískri menningu und- anfarin ár, sem reyndar er meint viðfangsefni sjálfrar bókarinnar. Þar á ég við sjálfsánægða þröngsýni, þrúgandi siðferði (með sterkri vísun til kristilegrar trúfræði), skilningsleysi á heim- inum utan mæra föðurlandsins og ýmiss konar ranghugmyndir (í sálfræðilegum jafnt sem efnahagslegum skilningi) um útópísk eigindi bandarískrar samfélagsgerðar. Það munar ekkert um það. Málsgreinin hér að ofan reyndi ljóslega að skjóta bókina í kaf. Er hægt að halda áfram eftir svona reiðilestur? Hvernig getur lesanda sem lýsir bókinni á þennan hátt þótt hún skemmtileg? Dugir það til að höfundur sé kraftmikill stílisti og heilmik- ill húmoristi? Varla. En kannski eru það ein- mitt ofantaldir þættir, það sem gagnrýnt var hér fyrir ofan, sem þrátt fyrir allt gera bókina skemmtilega. Höfundur hefur lítinn áhuga á því að dulbúa skoðanir sínar. Þess í stað flagg- ar hann þeim í hæstu stöng. Í ákafa sínum lík- ist hann dálítið bílstjóra sem keyrir á ofsahraða eftir samfélagshraðbrautinni; ökumanni sem sendir öðrum ökumönnum tóninn um leið og hann tekur fram úr þeim. Eða reynir að taka fram úr þeim. Vandamálið sem umræddur bíl- stjóri glímir við er að hann ferðast eftir fjölfar- inni hraðbraut en er því miður afskaplega nær- sýnn, ef ekki bókstaflega staurblindur, og lendir því sífellt í árekstrum, bæði við veru- leikann og þá sem hann vill fara fram úr. Svekktur og súr situr Goldberg eftir og sektar hina ökumennina í huganum. Svartur listi Bók Goldbergs er listi yfir óvini sem ber að hafa auga með, ef ekki hreinlega bregðast við á enn róttækari hátt. Það eru að minnsta kosti undirliggjandi skilaboð bókarinnar, þótt að- ferðafræði höfundar einskorðist á yfirborðinu við kímni og gamansama sleggjudóma. Þeir einstaklingar sem teknir eru til umfjöllunar, en líkt og titillinn gefur til kynna er um að ræða hundrað manns, fá hver sinn kafla þar sem fjallað er um feril, ævi og afbrigðileika þeirra í grófum dráttum. Þessir kaflar, eða dómar, eru misjafnlega vel útfærðir en þeir bestu ná þó umtalsverðum hæðum. Stundum líkjast þeir meira að segja fornum sögum hvað knappan stíl varðar. Tónlistarkonan Courtney Love er til dæmis afgreidd með einu orði: „Ho.“ Aðrir söngfuglar, líkt og Barbara Streisand og Mich- ael Jackson, eru teknir á teppið, en Love stend- ur þó upp úr sem sá óvinur almennings sem auðveldast er að afgreiða. Jackson og Love þó hálfgerðar undantekningar. Flestir sem Gold- berg fjallar um komast á listann sökum póli- tískra skoðana sinna en Jackson flýtur með af öðrum ástæðum og eitthvað virðist höfundi þykja Love skorta á siðferðissviðinu. Skemmdu eplin sem Bernhard fjallar um koma úr ólíkum áttum. Margir tengjast að vísu Hollywood, eða skemmtanaiðnaðinum í víðri merkingu, og sumir koma hreinlega á óvart. Þar á meðal er James Wolcott, pistlahöfundur fyrir tímaritið Vanity Fair, en hann fær aldeilis fyrir ferðina. Þessi ágæti dægurmála- og menningarummælandi er kannski ekki aug- ljósasta dæmið um mein sem nú um mundir þjaka Ameríku en Goldberg hefur kafað dýpra en við hin. Í umfjöllun sinni um pistlahöfundinn vísar Goldberg til skilaboða sem birtust á heimasíðu Wolcotts skömmu fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári, en þau hljóðuðu svona: „Ég er að búa mig undir útkomuna, sem getur farið á hvorn veginn sem er. Ef Kerry sigrar mun ég skrifa eitthvað í líkingu við þetta á heimasíðuna mína: ‘Stundin til að slíðra sverðin er runnin upp,’ eða eitthvað álíka göfugt. Ef Bush sigrar munu ummælin vera heimspekilegri: ‘Flott er. Gerðu það sem þú vilt, Ameríka, kafnaðu bara í eigin ælu, þú verðskuldar að deyja.’ Síð- arnefndu ummælin þarf reyndar eitthvað að pússa.“ Goldberg les skrif þessi nokkuð bókstaflega sem blákalda lýsingu á stjórnmálalegum við- horfum „elítunnar“ í New York (Wolcott skrif- ar jú fyrir Vanity Fair). Þetta með að kafna í eigin ælu er að hans mati afskaplega sjokk- erandi yfirlýsing, kallast á við kommúnisma og jaðrar við föðurlandssvik, auk þess að vera smekklaus með afbrigðum. Nú kann vel að vera að fleirum en Goldberg finnist þessi um- mæli ámælisverð, þrátt fyrir þá öryggisventla sem Wolcott sjálfur lætur fylgja yfirlýsingunni. Hvernig sem viðbrögðum manns er svo sem háttað er umfjöllun hans um Wolcottt nokkuð dæmigerð; umfjöllunin snýst og hringsnýst í kringum þessa einu tilvísun; ferill þess sem um ræðir er settur til hliðar, og kannski er það sjálfsagt þar sem fleiri sannana er vart þörf um það að Wolcott vill Ameríku illt. Ýmislegt í bókinni kemur þó ekki á óvart. Sú staðreynd að bandaríska fræðimanninum Noam Chomsky er lýst sem einni alvarlegustu ógn sem að Bandaríkjunum steðjar nú um mundir kemur til að mynda ekki á óvart. Líkt og Wolcott varð að táknmynd fyrir menningar- elítuna í New York er Chomsky lýst sem tákn- mynd fyrir þær öfgakenndu skoðanir sem eink- um eru ræktaðar í háskólum. Þá er bent á að Chomsky sé vinsæll í Evrópu. Nokkuð sem vit- anlega er ekki traustvekjandi. Helsta synd Chomskys er þó sú að vera innfæddur. Hann er Bandaríkjamaður sem hefur lifibrauð sitt af því að gagnrýna Bandaríkin. Chomsky er með öðr- um orðum lifandi þversögn. Þá er eitthvað ein- kennilegt við það hversu afkastamikill hann er. Það eina sem kemur á óvart varðandi um- fjöllunina um Chomsky er að hann sé ekki sett- ur í efsta sæti yfir óvini almennings. Þess í stað vermir hann aðeins ellefta sæti yfir hættulega Ameríkana. Enn hættulegri eru til að mynda New York Times-pistlahöfundurinn Paul Krugman sem fyrir tveimur árum gaf út hina framúrskarandi The Great Unraveling (Allt lætur undan, 2003) og öldungadeildarþingmað- urinn Ted Kennedy. Í efsta sæti, í öndvegi, eða í neðsta sæti (fer eftir því hvernig maður lítur á það) er svo kvikmyndagerðarmaðurinn og rit- höfundurinn Michael Moore. Nokkuð sem kemur ekki endilega á óvart. Um er að ræða áróðursmeistara öfgakenndra samsæriskenn- inga sem engu að síður reynist vinsæll og það er vitanlega það sem gerir hann hættulegan. Vinur almennings Goldberg er hvorki að predika né þykjast vera gáfulegur, að eigin sögn. Hans eina vopn er heilbrigð skynsemi og henni beitir hann til að skilgreina það sem hefur gert bandarísku þjóð- ina mikilfenglega (framtak og frelsi). Þessari sömu heilbrigðu skynsemi beitir hann einnig til að einangra og varpa ljósi á þá fimmtu herdeild sem í faðmi móðurjarðarinnar spýtir út úr sér geirvörtunni og í stað þess að teyga frelsis- mjólkina bítur til blóðs. Sökudólgarnir sem hann fjallar um falla í nokkra aðskilda flokka. Og flokkunarkerfi bók- arinnar verðskuldar síst minni athygli en inn- takið, eða sjálfur listinn. Aðferðafræði hugvís- inda og raunvísinda er hér beitt á mikilfenglegan hátt. Viðfangsefnið er sund- urgreint og flokkað, nokkuð sem vissulega telst fyrsta skrefið í hefðbundnum rannsóknum og úr verður þekkingarfræðilegt kerfi sem ber bókina á öxlum sínum. Fyrst ber að nefna Gáfuglæpamennina, en það eru háskólapró- fessorar sem um landið þvert og endilangt eitra fyrir ungu kynslóðinni. Stjórnmálaskoð- anir háskólafólks, samkvæmt Goldberg, mæl- ast annaðhvort sem vinstrisinnaðar eða öfga- vinstrisinnaðar. Það að sleppa prófessorum lausum til að umgangast ungviðið, framtíð þjóðarinnar, að vild og án eftirlits reynist ein af brotalömum bandarísks lýðræðis. Næstir koma Sjónvarpsasnarnir en það eru fréttamenn í ljósvakamiðlum sem ganga erinda þeirra sem vilja Bandaríkjunum illt. Sú stað- reynd að Sovétríkin eru ekki lengur til hefur litlu breytt varðandi fjandsemi þeirra í garð lýðræðis og markaðskapítalisma. Veiðilendur þeirra eru fjölmiðlarnir eins og þeir leggja sig. Eina undankomuleiðin er bloggið. Í órit- stýrðum, staðreyndaheldum og draum- kenndum veruleika bloggsins er sannleikann að finna. Það eru síðan blóðbönd sem tengja bæði Gáfuglæpamennina og Sjónvarpsasnana við Ameríkuhatarana, en það er þriðji flokk- urinn og kannski sá hættulegasti. Þetta eru svokallaðir menningarvitar, þeir sem halda að þeir viti alltaf best, og viti alltaf meira en þú. Menningarvitarnir líta niður á „venjulega“ Ameríkana, þeir flækja og snúa út úr heil- brigðri skynsemi. Skelfilegt fólk með öðrum orðum. Og ósjaldan vinsamlegt í garð araba. Síðast en alls ekki síst ber að nefna Hollywood- hanana, laumukommúnista eða yfirlýsta homma sem hafa lent í því að verða frægir og geta ekki haldið kjafti. Fólk sem bara vegna þess að það skreytir forsíður slúðurblaða held- ur að það sé eitthvað merkilegra en aðrir. Eftir að hafa þannig á allt að því nátt- úrufræðilegan hátt skilgreint viðfangsefnið heldur Goldberg á vit nákvæmari rannsókna. Það eru einmitt þessar rannsóknir sem reynast svo skemmtilegar. Rangt væri þó að halda fram að bókin hefði ekkert skýringargildi. Bók- in varpar takmörkuðu ljósi á viðfangsefnið – fólkið sem prýðir listann – en birtir þess í stað mynd af tiltekinni orðræðu sem nú um mundir er algeng og vinsæl í Bandaríkjunum. Orðræðu sem reynir að dulbúa hugmyndafræði á bak við hugtakið „heilbrigð skynsemi“ og uppnefnir gagnrýna hugsun sem föðurlandssvik. Bókin er vissulega fyrirtaksúttekt á því sem er að Bandaríkjunum nú um stundir en ekki á þann hátt sem höfundur hafði hugsað sér. Af sleggjudómum, óvinum almennings og öðru sem úrskeiðis hefur farið Hvað hrjáir Bandaríkjamenn nú um stundir? Bernard Goldberg reynir að svara þessari spurningu í bók sinni 100 People Who Are Screwing Up America þar sem hann, eins og heitið bendir til, skellir skuldinni á hundrað nafngreinda einstaklinga en í þeim hópi eru fólk úr afþreyingariðnaði, blaðamenn, sjón- varpsmenn og menningarvitar svokallaðir áberandi. En hvað segir þessi bók í raun um vandann sem steðjar að Ameríkönum? Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Höfundur er bókmenntafræðingur. 100 manns sem grafa undan Bandaríkjunum Bók með lista yfir fólk sem þarf að hafa auga með, að mati höfundarins. Bernard Goldberg Vopn hans er, að eigin sögn, almenn skynsemi, hann er hvorki að predika né þykjast vera gáfulegur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.