Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 | 15 Tónlist Myrkum músíkdögum. Hátíðin hefst í dagog verður fram haldið í rúma viku með daglegu tónleikahaldi í Laugarborg í Eyja- firði, Salnum, Langholtskirkju, Ými, Há- skólabíói og Norræna húsinu. Hátíðin er ein- faldlega langbesti vettvangurinn til að heyra það nýjasta í íslenskum tónsmíðum. Tónleikar Ingólfs Vilhjálmssonar bassaklarínettuleikara og Tobiasar Guttmans slagverksleikara í Ými kl. 16 á morgun og Laugarborg kl. 20.30 á mánudagskvöld ættu að verða sérstaklega for- vitnilegir, enda verða þar frumflutt fimm ís- lensk verk. Leiklist Við mælum með Mindcamp í Hafnarfjarð-arleikhúsinu. Það er leikhópurinn Sokka- bandið sem sett hefur sýninguna saman undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. „...það var tími til kominn að á íslensku leiksviði væri sett fram á svo myndrænan hátt spurningin um hvaða tilgangi eiginlega söluvaran leiksýn- ing þjóni ...vonandi drífur leikhúsfólk sig í Fjörðinn... til hamingju Mind Camp... “ Myndlist Óvenjulegum gjörningi sem hófst í Ný-listasafninu 1. febrúar lýkur á morgun með sýningarstjóraspjalli Ragnars Kjart- anssonar í safninu kl. 15 og málþingi er hefst kl. 16. Mynd- og tónlistarmaðurinn Curver Thoroddsen stendur að þessum gjörningi sem hverfist um nafnbreytingu á þrítugasta af- mælisdegi hans – hann tekur nú alfarið upp nafnið Curver. Undanfarna daga hafa ýmsar uppákomur verið í Nýlistasafninu af þessu til- efni. Að sjálfsögðu er ómögulegt að segja fyrir um hvort nafnbreytingin muni hafa einhver áhrif á sjálfsvitund listamannsins – og þá um leið listsköpun hans – en í öllu falli gæti verið áhugavert að skoða ummerki þessara um- skipta í Nýlistasafninu. Kvikmyndir Myndin Munich eftir stórleikstjórannSteven Spielberg fékk fullt hús stiga í Morgunblaðinu og er þar kölluð stórfengleg ádeila. Nafnið dregur hún af blóðbaðinu tengdu Ólympíuleikunum í borginni árið 1972, en umfjöllunarefnið er eftirhreyturnar. „Munich er sláandi mynd og í alla staði vel gerð og Spielberg, sem hvílir okkur á brellum og öðrum þreyttum vörumerkjum sínum, á heiður skilinn fyrir dug og þor, fyrir utan gam- alkunna fagmennskuna. Vonandi opnar hans kvalafyllsta en besta mynd um árabil augu fleiri en hins almenna áhorfanda. Munich er tímabært stórvirki sem á erindi við alla,“ sagði m.a. í fimm stjörnu dómi Sæbjörns Valdimars- sonar. Lesbók mælir með… Munich „...sláandi mynd og í alla staði vel gerð...“ ÆVI John Coplans (1920–2003) var ævintýri líkust, fátt virðist hann hafa látið ógert. Í heimsstyrjöldinni síðari var hann liðsforingi fót- gönguliða í Afríku, eftir stríð gerð- ist hann abstraktmálari í London. Hann flutti síðan til Bandaríkjanna og um svipað leyti var hann einn af stofnendum listatímaritsins Art- forum. Í allmörg ár vann hann sem gagnrýnandi, skrifaði um myndlist og var sýningarstjóri. Hann rit- stýrði Artforum um skeið og birti m.a. greinar eftir Rosalind Krauss og fleiri sem áttu eftir að hafa mik- il áhrif með skrifum sínum. Það var ekki fyrr en um 1980, þegar hann var sextugur að aldri, að hann fór að taka ljósmyndir þær sem hann er þekktastur fyrir í dag, svarthvítar myndir af eigin líkama, höndum og fótum, handleggjum og fótleggjum, líkamshlutum en aldrei andliti. Sýningin í Hafnarhúsi ber titilinn Líkamshlutar en þar má sjá nokkurn fjölda mynda sem hver og ein er samsett úr tveimur nokkuð samhverfum myndum þannig að á hverri mynd verður til eins konar furðuvera með sjálfstætt líf. Lík- ami Coplans, hrukkótt og stundum slapandi húðin, sprungnar æðar á lærum, loðin lafandi eistu og skjaldbökulegir olnbogar, er mann- legur og dauðlegur. En um leið og hrörnun, flug tímans og endalokin eru stór þáttur þessara mynda, hverfulleiki æsku og hreysti og óumflýjanleiki ellinnar, verður einnig af þeim ljósara en nokkru sinni að líkami okkar er aðeins hulstur og að kjarna sálarinnar er annars staðar að finna. Þannig verður áherslan sem Coplans legg- ur á hrörnun og elli ef til vill til þess að vekja upp andstæðu sína, trúna á eilíft líf. Lífsháski hvers- dagsins sem kemur fram í hverri hrukku og misfellu húðarinnar, við- kvæmni þess líkama sem er far- artæki okkar í þessu lífi, snertir áhorfandann en án tilfinningasemi. Í stað þess að vekja upp ótímabær- an ótta við endalokin eða yfirvof- andi hættur sem steðja að í nú- tímasamfélagi, þar sem dauðinn blasir við dag hvern á forsíðum blaðanna og á fréttaskjánum, í formi slysa, hryðjuverka eða nátt- úruhamfara, verða myndir Coplans til að styrkja trúna á að handan við allt þetta búi stærra samhengi, þær vekja upp æðruleysi. Ef til vill bjó Coplans sjálfur yfir slíku æðru- leysi, hver veit, að minnsta kosti bjó hann yfir styrk til þess að hugsa sjálfstætt og hafa eigin skoð- anir. Þessi hlið er þó aðeins einn þáttur mynda Coplans, þær búa einnig yfir tilvísunum í högg- myndalist í gegnum aldirnar, brotakennd þeirra er í samræmi við samfélag þar sem oft á tíðum er erfitt að öðlast heildarsýn, blygðunarleysið við að sýna eigin líkama og ellimörk er áleitin ádeila á æskudýrkun fjölmiðla og kvik- mynda. Það er líka hægt að velta þessum myndum fyrir sér í sam- hengi við sjálfsmyndir listamanna og sögu ljósmyndarinnar. Eilítið furðuleg samhverfan sem Coplans velur að nota hér vekur síðan upp spurningar sem ég fæ ekki svarað, þær furðuverur sem skapast minna einna helst á barnslegan leik og ég rifja upp fyrir mér sjónblekking- arleikinn sem mér var sýndur þeg- ar ég var lítil og er svona: Látið vísifingur mætast og fingurgómana snertast. Horfið síðan á punkt handan við fingurna og sjáið út- undan ykkur hvernig lítil, sjálfstæð „fingurpulsa“ myndast á milli fing- urgómanna. Færið þá aðeins í sundur og þessi sjálfstæða eining, sem er sjónblekking, svífur í lausu lofti. Þáttur hins barnslega leiks og frumstæðrar forvitni um sjón- rænan galdur tilverunnar og tilvist eigin líkama er þannig óaðskilj- anlegur hluti af hinni margræðu rannsókn Coplans á formum og samsetningum, lífinu og tilverunni. Það er sannarlega óhætt að segja að heimsókn í Hafnarhúsið sé áhugaverð um þessar mundir en sýningarnar þrjár sem þar eru; sýning Coplans, verk Gabríelu Friðriksdóttur frá Feneyjatvíær- ingnum og málverk Kristínar Hall- dórsdóttur Eyfells, nálgast allar kjarna lífsins og spyrja áleitinna spurninga um líf og dauða á afar mismunandi hátt. Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús Til 17. apríl. Opið alla daga frá kl. 10–17. Ljósmyndir John Coplans Sjálfsmyndir Johns Coplans. Lífsháski dagsins Lesarinn Gangsters – skáldsaga eftir Klas Östergren; Al- bert Bonniers förlag, Stockholm 2005 og Höf- uðlausn – skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson; JPV útgáfa, Reykjavík 2005. Síðan í haust hef ég mjakað mér hægt inn íheim Gangsters eftir Östergren. Ég kynnt- ist skrifum hans þegar ég bjó í Stokkhólmi. Gentlemän hét fyrsta stóra verkið. Svo lá hann í leyni fyrir tíðinni og því sem verða vildi, þýddi fjölmörg leikrit, gaf út minni verk. Í sumar, 25 árum síðar, kom svo Gangsters, hátt í 500 síður, fjallar um sama fólk og Gent- lemän en öllu er snúið á hvolf. Þeir sem áður virtust opnir og glaðir Stokkhólmarar að upp- götva lönd og hugsanir eru í nýju bókinni misjafnt þenkj- andi fígúrur með fortíð. Sagan á sér heillandi umgjörð í Stokkhólmi, hugsanir og senur flétt- ast saman í spennandi för um samtíðina og tengist í huga mér ýmsu eftir Ólaf Gunnarsson. Ég byrjaði um daginn á Höfuðlausn Ólafs, nýju bókinni. Stíllinn er opinn og einlægur, svo hlýr og ástríkur. Klas er flóknari en Óli enda heimur hans iðandi og angandi af aldadjúpri fortíð og spegilmyndir hans eins og úr diskókúlu sem snýst. Ólafur er hreinni og beinni. Klas og Óli Gunn – veitulir félagar í Reykjavíkurrökkrinu. Gunnar Gunnarsson Dagbókarbrot Úr dagbók Virginiu Woolf, 2. febrúar 1933. Ekki það að mig langi til að flytja í mars meðThe Pargiters ókláraða. Ég ætla hvort sem er að vinna mikið, helling, frjósamlega að þeirri bók. Í dag lauk ég – eiginlega endanlegar en vanalega – við að fara yfir fyrsta kaflann. Ég sleppi milliköflunum – felli þá inn í meginmálið: og bý til viðauka með dagsetningum. Góð hug- mynd? Gunnar Gunnarsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.