Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 En hvernig leikrit er Korkmann? „Upphaflega var þetta leikrit með söngvum og sögusviðið var netaverkstæði. Fjölskyldan mín á rætur í sjómennsku og fiskvinnslu, sjálf- ur var ég til sjós á námsárum og vann á neta- verkstæði í eitt ár, svo mér var hægt um að staðsetja fyrsta verkið á slíkum stað. Verkið fjallar um mann sem hefur verið átrúnaðargoð félaga sinna, en birtist þeim sem gjörbreyttur maður einn góðan veðurdag, búinn að fara í meðferð og kominn út úr skápnum. Allur pakk- inn! Ég samdi söngtexta og gerði ráð fyrir að þeir yrðu fluttir við frumsamda tónlist. Þetta var undir miklum áhrifum frá Tom Waits en ég hlustaði mikið á hann á þessum tíma.“ Mótunarár í München Bjarni var búsettur í Þýskalandi á þessum tíma og lauk þaðan magistersprófi í leikhúsfræðum frá háskólanum í München árið 1992. Hann bjó áfram í Þýskalandi að námi loknu og vann að ýmsum verkefnum tengdum leikhúsum, en árið 1994 flutti hann heim og hefur starfað hér síð- an. „Þá bauðst mér að skrifa leikrit fyrir Skaga- leikflokkinn. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrði því og þetta var í rauninni fyrsta leikritið sem sett var á svið eftir mig.“ Leikritið hét Mark og fjallar eins og nafnið gefur til kynna um heim knattspyrnunnar sem er áberandi hlið samfélagsins á Skaganum. „Þetta leikrit fjallar um fótboltaþjálfara í yngri flokkum sem er með allt niðrum sig í einkalífinu en stefnir um leið í úrslitaleik með sitt lið.“ Bæði þessi verk, Korkmann og Mark, bera það með sér að vera byrjendaverk, en þau fela í sér fyrirheit um það sem koma skyldi. Í þeim bregður fyrir þemum sem þú tókst síðan saman og vannst næsta verk úr, Kaffi sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu 1998. „Þetta fléttast auðvitað allt saman því á þess- um árum í Þýskalandi var ég að vinna að heil- miklum bálki sem Kaffi er sprottið úr. Enn á ég eftir að vinna úr þessu efni; sennilega tvö leikrit til viðbótar.“ Í Kaffi beitirðu sömu aðferð og í Korkmann: Það kemur einhver utan að og kemur hreyfingu á aðrar persónur. Hér er það Reykjavíkurskáld sem leitar að næði til að skapa en reynist svo hálfgerður froðusnakkur. „Ég var á þessum tíma orðinn dálítið meðvit- aðri sem höfundur, beitti „gestinum“ markvisst sem aðferð, um leið og ég gerði dálítið grín að henni. Skáldið er aðkomumaður og tengist bara einni persónu í verkinu sem er sjálf utanbæj- arkona og hefur gifst inn í samfélagið. Hann hefur heldur engin raunveruleg áhrif á sam- félagið, því fólkið á staðnum á sér sína eigin átakasögu hvort eð er. Aðkomumaðurinn er því fyrst og fremst fullur af eigin mikilvægi.“ Bjarni lýsir námi sínu í Þýskalandi sem mikl- um mótunartíma og hann hafi notað tímann markvisst til að komast að því hvort skrif fyrir leikhús væru raunverulega köllun hans.“ „Það góða við þýska háskólakerfið er hvað það er opið og mætingaskylda lítil sem engin; það hentaði mér mjög vel og ég samdi Kork- mann og bálkinn sem Kaffi er unnið upp úr á námsárunum. Það réð þó úrslitum um þá ákvörðun mína að verða leikritahöfundur að ég gerði mér grein fyrir því að leikhúsið var tekið alvarlega sem listgrein í Þýskalandi. Mér fannst merkilegt að upplifa að þarna væri stétt lista- og fræðimanna sem taldi það mikilvæg- asta mál í heimi að starfa við leiklist og fjalla um leiklist. Það rann upp fyrir mér, að hægt er að vinna í leikhúsi á svo margan hátt og gefa sér svo fjölbreyttar forsendur. Hins vegar var þetta líka ákveðinn kreppu- tími í þýsku leikhúsi. Nýir höfundar voru fáir og einhverra hluta vegna höfðu þeir ekki komið fram á eftir kynslóðinni sem ól af sér Botho Strauss, Franz Xaver Kroetz og Peter Handke. Það var fátítt að jafnaldrar mínir væru að skrifa fyrir leikhús. Leikstjórarnir voru allsráð- andi og þeir höfðu meiri áhuga á klassíkinni sem þeir meðhöndluðu að vild. Ég sá fyrstu sýningu Franks Castorfs sem hann setti upp í Vestur-Þýskalandi sem þá hét; Ungfrú Söru Simpson eftir Lessing, og það var meiriháttar upplifun. Ætli hann hafi ekki notast við eins og eina eða tvær síður úr texta verksins, en leik- ararnir voru æðislega góðir og uppsetningin frábær. Ég fór að horfa öðruvísi á stöðu höf- undarins í leikhúsinu á þessum árum. Nú lít ég á hann sem mikilvægan hlekk í keðju. Auðvitað er hann höfundur síns verks og það þarf að sýna því virðingu. Mér finnst okkur hér heima reyndar hafa tekist nokkuð vel að tileinka okk- ur þessa afstöðu til höfundarins því Þjóðverjar hafa gengið í gegnum tímabil á undanförnum árum þar sem leikstjórar hafa beinlínis slátrað texta höfundarins og snúið honum alfarið á haus eins og þeim sýnist. Þetta er auðvitað verst þegar um ný verk er að ræða og sennilega aðalástæðan fyrir því ástandi sem ríkti í nýrri leikritun þegar ég var í Þýskalandi. Þetta var Að fara og horfa yfir sviðið Morgunblaðið/RAX Leikskáld „Fólk hváir ekki þegar maður segist vera leikskáld. Það er tekið gott og gilt,“ segir Bjarni Jónsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikgerðir „maður er fenginn í krafti leikhúskunnáttu sinnar til að fella frásögn í leikhæfan búning en hugmyndir textans eru aldrei manns eigin,.“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson í Híbýlum vindanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.