Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 1
Laugardagur 4.2. | 2006 | 5. tölublað | 81. árgangur [ ]Sigurður A. Magnússon | Eftir sextíu ár á ritvellinum segir hann farir sínar ekki sléttar | 3Ísl-enska | Geta Íslendingar orðið tvítyngdir? Jú, kommon! | 6Arkibúllan | Tilfinning fyrir upplifun og ólík sjónarmið sætt | 8–9 Lesbók Morgunblaðsins L öngunin til að vinna í leikhúsinu og þá helst til að skrifa fyrir leikhús kviknaði hjá mér á menntaskólaárunum,“ segir Bjarni Jónsson leikskáld sem er einn fárra íslenskra rithöf- unda sem hafa helgað sig skrifum fyrir leikhús. Bjarni á fjögur frumsamin leikrit að baki, tvær leikgerðir fyrir leiksvið og fjölda leikgerða og aðlagana fyrir leikflutning í útvarpi en þar hef- ur hann einnig leikstýrt með góðum árangri. Leikritin fjögur eru Korkmann, Mark, Kaffi og Vegurinn brennur. Bjarni hefur einnig þýtt nokkrar öndvegisskáldsögur og ber þar eflaust hæst þýðingu hans á Blikktrommunni eftir þýska nóbelsskáldið Günther Grass. Við Bjarni tókum tal saman á dögunum til að ræða ferilinn, rifja upp leikritin hans og velta fyrir okkur leikhúsinu eins og það kemur höf- undinum Bjarna Jónssyni fyrir sjónir í upphafi ársins 2006. Verðlaunaverk ferst af slysförum „Ég var innan við tvítugt þegar ég sendi Stef- áni Baldurssyni drög að einhverju sem átti að heita leikrit, hann hefur líklega verið leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur á þeim tíma, og á sama tíma heimsótti ég Jón Viðar Jónsson sem þá var leiklistarstjóri útvarpsins og bauð fram krafta mína. Þeir tóku mér vel en vísuðu mér þó kurteislega á bug. Þetta hefur líklega verið 1985–86. Ég sendi fyrsta leikritið mitt, Korkmann, í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur sem efnt var til árið 1988 vegna 90 ára afmælis LR og yfirvofandi flutnings í Borg- arleikhúsið.“ Korkmann hlaut 2.–3. verðlaun dómnefndar ásamt leikriti Guðmundar Ólafssonar 1932 en í fyrsta sæti varð leikrit Guðrúnar G. Magn- úsdóttur, Ég er hættur farinn. „Hættur farinn var sett upp í Borgarleikhús- inu og 1932 ekki löngu síðar. Hins vegar varð aldrei af uppsetningu á Korkmann og leikritið virtist hafa farið eitthvað þversum í þá sem réðu ferðinni hjá LR á þessum tíma, þótt dóm- nefndin væri hrifin af því. Ég fékk vægt höfn- unarkast í kjölfarið og lenti loks í hálfgerðum vítahring með þetta fyrsta leikrit; var að dragn- ast með það í nokkur ár á eftir með endalausum umskriftum og breytingum. Á endanum var það flutt í sviðsettum leiklestri í Þjóðleikhúsinu 1992 og síðan ekki söguna meir eins og gjarnan vill verða um leikrit sem hafa orðið fyrir leik- lestri.“ Þetta hljómar eins og slys? „Já, opinber leiklestur hefur hingað til verið eins konar dauðadómur yfir nýjum leikritum. Þau lifa hann ekki af.“ Skagamaður í húð og hár Bjarni er fæddur og uppalinn á Akranesi og fyrstu þrjú verk hans bera upprunanum sterkt vitni, sögusviðið er Akranes þótt persónur verka hans séu ekki byggðar á raunverulegum fyrirmyndum að hans sögn. „Það er stundum sagt að það besta við að alast upp í smábæ sé að maður hafi ríka þörf fyrir að fara þaðan.“Morgunblaðið/RAX Að fara og horfa yfir sviðið Eftir Hávar Sigurjónsson | havar@mbl.is Bjarni Jónsson á að baki fjögur frumsamin leikverk, tvær leikgerðir fyrir leiksvið og fjölda leikgerða og aðlagana fyrir leikflutn- ing í útvarpi en þar hefur hann einnig leik- stýrt með góðum árangri. Hér er rætt við hann um verkin og viðhorf til leikhúslist- arinnar. Þetta er fyrsta viðtalið af nokkrum sem birt verða í Lesbók á næstu vikum við ís- lensk leikskáld.  4-5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.