Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 | 11
Norah Vincent dulbjó sig semkarlmaður og notaði ýmsar að-
ferðir rannsóknarblaðamennsku til
að komast að því hvernig það er að
vera karlmaður. Bók hennar, Self-
Made Man: One Woman’s Journey
Into Manhood and Back Again, lýs-
ir upplifun Vincent af
lífinu sem karlmaður.
Að mati gagnrýnanda
New York Times reynist bókin vera
vandlega úthugsuð og skemmtileg
lesning, sem sýnir heiðarlega tilraun
höfundar, sem aldrei verði fleðuleg,
til að raunverulega setja sig í spor
karlmanns.
Fjórða og nýjasta bók Sarah Wa-ters, Night Watch, er rólegri
og tregafyllri en hennar fyrri verk
að sögn gagnrýnanda Daily Tele-
graph, sem segir bókina engu að síð-
ur einkar góða
lesningu. Night
Watch hefst árið
1947 og fetar sig í
gegnum frásögn-
ina aftur til árs-
ins 1944 og loks
aftur til 1941. Í
byrjun bókar eru
tvö ár liðin frá því
að heimsstyrjöld-
inni síðari lauk og sundursprengd
Lundúnaborg er smám saman að
rísa úr rústunum. Waters leiðir les-
andann afturábak í gegnum líf fjög-
urra Lundúnabúa, ástir þeirra og
daglegt líf og þau áhrif sem stríðið
hafði.
Áhrif árásanna á Bandaríkin 11.september 2001 á sögu-
persónur Jay McInerney, sem frá
miðjum níunda áratugnum hafa lifað
afskaplega ljúfu og á köflum óhófs-
sömu lífi, koma skýrlega fram í nýj-
ust bók hans, The Good Life. Vel-
megunarárunum lauk 11. september
með viðburði sem snerti við jafnvel
hörðustu nautnalífsseggjum og í
kjölfarið fara aðalsöguhetjurnar
tvær í Good Life að endurskoða líf
sitt, hjónaband, starfsframa og
drauma.
Ismail Kadaré er einn mest lofaðirithöfundur Albaníu og hlaut í
fyrra alþjóðlegu Booker-verðlaunin.
Nýjasta bók Kadaré sem gefin er út
á ensku er The Successor, skáld-
sagnatilbrigði við óútskýrt lát Meh-
met Shehu, sem átti að vera arftaki
Enver Hoxha, einræðisherra sem
fór með völdin í
Albaníu frá 1944–
1985. Shehu
fannst látinn í
svefnherbergi
sínu af völdum
byssuskots. Op-
inbera sagan er
sú að hann hafi
framið sjálfsmorð
þó orðrómur sé
víða á kreiki um að brögð hafi verið í
tafli. Sá grunur minnkar ekki þegar
ýmis mistök Shehu eru dregin fram í
dagsljósið að honum látnum og hann
meira að segja kærður fyrir landráð
af Hoxha eftir dauða sinn. Þykir
Kadaré hér takast einkar vel að
draga fram mynd af ofurvaldi hins
nafnlausa skrifræðis ríkisins sem og
þrúgandi angist sem líkja mætti við
verk Kafka.
Nýjasta spennusaga sænska dú-ettsins Anders Roslund og
Börge Hellström fær góða dóma hjá
gagnrýnanda Information sem segir
hér komna réttu glæpasöguna til að
hjúfra sig með uppi í sófa á köldum
vetrarkvöldum. Bókin nefnist Box
21 og fjallar um mansal frá fyrrum
kommúnistaríkjum Austur-Evrópu
til Vesturlanda, brostnu loforðin um
betra líf og aukin fjárráð sem svo
gjarnan eru notuð til að lokka konur
í ánauð. Í Box 21 hafa hin litháíska
Lydía og vinkona hennar Alena ver-
ið lokaðar inni í leiguíbúð í Stokk-
hólmi í þrjú ár og lífið býður upp á
lítið annað en nauðganir, ofbeldi og
niðurlægingu. Á meðan önnur
þeirra getur hugsað um fátt annað
en að komast heim á ný á hin sér
enga ósk heitari en að koma fram
hefndum.
Erlendar
bækur
Sarah Waters
Ismail Kadaré
Í
stað hvers lesanda sem deyr nú um
stundir fæðist nýr áhorfandi. Þannig
komst bandaríski rithöfundurinn Jo-
nathan Franzen að orði í ágætu rit-
gerðasafni sínu How to Be Alone sem
kom út árið 2002. Í bókinni eru að-
allega greinar sem Franzen skrifaði á tíunda
áratugnum, fullar af bölmóði yfir ofríki sjón-
varpsins og upplýsinga- og tæknifylliríi samtím-
ans sem væri um það bil að
ganga af skáldsögunni
dauðri.
Franzen gaf út tvær
skáldsögur á tíunda ára-
tugnum sem hlutu bærilega dóma en viku áður
en árásin á tvíturnana í New York var gerð 11.
september 2001 gaf hann út þriðju skáldsöguna,
The Corrections (Leiðréttingarnar), og þrátt fyr-
ir óheppilega tímasetningu vakti sagan talsverða
athygli, tímaritin The New Yorker og Granta
sögðu Franzen meðal bestu höfunda Bandaríkj-
anna undir fertugu og Financial Times líkti hon-
um við Saul Bellow, Philip Roth, Don DeLillo og
Richard Ford sem væru meðal þeirra höfunda
sem minntu reglulega á það að Booker-
verðlaunin væru bara Samveldisleikar í skáld-
skap en ekki heimsmeistarakeppni í bók-
menntum á ensku. Franzen tók þessari athygli
fagnandi, að minnsta kosti þangað til sjónvarps-
drottningin Oprah Winfrey valdi The Correct-
ions í bókaklúbb heimsfrægs spjallþáttar síns.
Í grein sinni „Meet me in St. Louis“, sem birt-
ist í How to Be Alone, rekur Franzen viðskipti
sín við þáttagerðarfólk Opruh sem elti hann til
fæðingarbæjar hans í úthverfi St. Louis til að
taka myndir af honum fyrir framan heimilið,
upp að Salinger, Roth, McCarthy, Don DeLillo,
William Gaddis, Anne Tyler, Thomas Pynchon,
Cynthia Ozick og Denis Johnson hafi sjaldan eða
aldrei veitt viðtöl, sinni sama sem engri kennslu
og fari eiginlega aldrei í upplestrarferðalög og
hafni því jafnvel að vera mynduð. Þetta eru þó
eigi að síður nokkrir af bestu og þekktustu rit-
höfundum Bandaríkjanna síðustu áratugi. Bæk-
ur þeirra hafa ratað til sinna.
Síðustu vikur hefur verið talað mikið um það
hvaða bækur hljóti athygli íslenskra fjölmiðla.
Höfundar fræðirita telja sig bera skarðan hlut
frá borði. Þeir vilja komast að í Kastljósinu. Aðr-
ir segja að ef fræðiritahöfundar og aðrir höf-
undar hafi eitthvað merkilegt fram að færa muni
bækurnar rata til sinna.
Hvorttveggja er auðvitað rétt. Fjölmiðlar
mættu fjalla meira um fræðirit vegna þess að
þau skipta máli í upplýstri umræðu, og góðar
bækur með snjöllum hugmyndum rata alltaf til
lesenda. Bókin er þrátt fyrir allt enn þá sterkur
miðill sem getur staðið á eigin fótum.
En hvers vegna er bókin sterk? Bókin er fyrst
og fremst sterk vegna þess að hún miðlar ein-
hverju sem engri annarri tækni hefur tekist að
miðla jafn vel sem eru bókmenntir og fræði.
Eins og Franzen fékk að reyna vill hausinn tæm-
ast fljótt þegar sjónvarpið er annars vegar.
skólann, kirkjuna o.s.frv. Fyrirsætustörfin tóku
mikið á Franzen, hann var látinn standa og
benda og ganga um hugsi eða hissa yfir því hvað
allt hafði breyst og segja skoðun sína á íbúunum
í hverfinu fyrr og nú, og svo var hríslan sem
plantað var þegar faðir hans lést mynduð í bak
og fyrir. Um það leyti sem hann kvaddi sjón-
varpsfólkið, sem var lítt hrifið af leikarahæfi-
leikum hans og opinberunartregðu, tilkynnti Op-
rah að bók hans hefði verið valin í klúbbinn með
þeim orðum að höfundurinn hefði lagt svo mikið í
verkið „að það geti varla verið nokkur hugsun
eftir í höfði hans“. Stuttu síðar hafnaði Franzen
boði Opruh. Þegar allt kom til alls hafði hann
engan áhuga á að The Corrections kæmist í
þennan klúbb.
Kannski hefur Franzen skyndilega munað eft-
ir greinunum sem hann skrifaði um miðjan tí-
unda áratuginn um stöðu skáldsögunnar í veldi
sjónvarpsins og markaðshyggjunnar. Í frægustu
greininni, sem heitir „Why Bother?“ í ritgerða-
safninu og birtist fyrst 1996 í Harper’s Magaz-
ine, bendir hann á hvernig höfundar séu eins og
strengjabrúður í höndum sölumanna og umboðs-
manna sem eilíft gera kröfur um að höfundurinn
sé einnig skemmtikraftur og sjónvarpsfígúra,
sem rithöfundur geti í rauninni ekki verið. Hann
segir það upplýsandi fyrir rithöfunda að rifja
Bækur og sjónvarp
’Bókin er fyrst og fremst sterk vegna þess að hún miðlar ein-hverju sem engri annarri tækni hefur tekist að miðla jafn
vel sem eru bókmenntir og fræði.‘
Erindi
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Þ
ótt ótrúlegt megi virðast hafa fáir
erlendir fræðimenn verið meira
þýddir á íslensku en Frakkinn
Michel Foucault. Fyrsta þýðingin
birtist árið 1991 í greinasafninu
Spor í bókmenntafræði en það var
innsetningarræða Foucaults í Collége de France,
„Skipan orðræðunnar“, sem hann flutti tuttugu
árum áður. Síðan voru þýddar greinarnar „Hvað
er upplýsing?“ í Skírni 1993,
þrír kaflar úr frægustu bók Fo-
ucaults, Folie et déraison (Sturl-
un og óskynsemi), ásamt svar-
grein hans við gagnrýni Jacquez Derrida á hana í
Útisetum 1998, „ Hvað er upplýsing? Hvað er
bylting?“ í ritinu Hvað er heimspeki, tíu greinar
frá tuttugustu öld sem kom út árið 2001 og „Um
önnur rými“ í Ritinu 2002. Í desember síðast-
liðnum kom svo út safn þýðinga á greinum og bók-
arköflum Foucaults í ritröðinni Þýðingar sem
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands stendur
að. Í þeirri bók, sem heitir Alsæi, vald og þekking,
eru sjö textar eftir Foucault, allt grundvall-
artextar sem spanna flest áhugasvið þessa höf-
undar sem var líklega í senn einn af áhrifamestu
og umdeildustu heimspekingum síðustu aldar.
Ný orð, nýjar hugsanir
Sjálfur var ég í hópi nemenda Matthíasar Viðars
Sæmundssonar við Háskóla Íslands sem las Fou-
cault af miklum móð í byrjun tíunda áratugarins
en þá var aðeins ein grein til þýdd eftir hann,
„Skipan orðræðunnar“. Matthías Viðar hafði
sjálfur byrjað að lesa Foucault nokkrum árum
fyrr og kenndi námskeið um hann á meistarastigi
í íslenskum bókmenntum. Hann þrælaði okkur í
gegnum óþægilega tyrfna textana sem eru fullir
af sérviskulegri hugtakanotkun Foucaults, við
lásum þá í enskum þýðingum og Matthías fjallaði
um einstök hugtök í þéttum fyrirlestrum sínum
þar sem hann setti hugmyndir Foucaults iðulega í
íslenskt samhengi, bókmenntalegt eða sögulegt.
Smámsaman laukst kenningaheimur Foucaults
upp fyrir nemendunum og um leið hugs-
unarháttur franska skólans. En þótt Matthías
hafi sannarlega unnið mikið afrek við að „þýða“
eða flytja textaheim Foucaults inn í íslenskt sam-
hengi í þessum fyrirlestrum og síðar í viðamiklum
skrifum um bókmenntasöguleg efni, svo sem í
þriðja bindi Íslenskrar bókmenntasögu (1997), þá
hefði enginn okkar nemendanna fúlsað við því að
eiga helstu texta Foucaults í vönduðum íslenskum
þýðingum. Ljóst er að þær hefðu auðveldað mjög
ræður eða öllu heldur sá sem talar í samræmi við
ríkjandi orðræðuhefð hefur málið í sínum hönd-
um. Foucault var hommi og skrifaði í lok ferils
síns bókaflokk um sögu kynhneigðarinnar sem
einkennist einmitt af togstreitu valds og þekk-
ingar, að hans mati.
Foucault var einn af upphafsmönnum svokall-
aðs póststrúktúralisma ásamt löndum sínum Jac-
ques Derrida, Roland Barthes og Juliu Kristevu.
Öll hófu þau ferilinn sem strúktúralistar en gerðu
síðan uppreisn gegn honum í póststrúktúralism-
anum, hugmynd hinna fyrrnefndu um að tungu-
málið gæti höndlað heiminn, að skynsemi manns-
ins gæti búið til kerfi sem skýrði eðli og merkingu
allra hluta var rifin niður ásamt flestum hugar-
smíðum vísindalegrar og fræðilegrar hugsunar.
Fyrsti textinn í Alsæi, valdi og þekkingu er úr
bókinni Les mots et les choses (Orðin og hlutirnir)
sem Foucault gaf út árið 1966 sem stundum er
sagt upphafsár póststrúktúralismans. Þýddur
hefur verið kaflinn „Lagsmeyjarnar“ þar sem Fo-
ucault greinir þekkt málverk Spánverjans Velás-
quez, Las Meninas, sem hann telur lýsa aukinni
fyrirferð mannsins í hugsun Vesturlanda, mað-
urinn varð að viðfangsefni þekkingar og sjálfs-
vera heimsins. Velásquez málaði mynd sína á sex-
tándu öld en í henni birtist hann sjálfur,
höfundurinn, við málverk sitt. Höfundurinn er
einmitt viðfangsefni næsta texta í greinasafninu
þar sem Foucault svarar spurningunni, hvað er
höfundur?, í samnefndri grein.
Tveir næstu kaflar greinasafnsins eru úr bók-
inni Surveiller et punir (Gæsla og refsing) sem
Foucault gaf úr árið 1967 en þar er fjallað um
breytingar á refsikerfinu frá því á sautjándu öld
til okkar daga og um það hvernig valdi og þekk-
ingu er beitt til þess að þegnarnir beiti sjálfa sig
nánast ófrávíkjanlegum aga í samfélaginu. Fang-
elsisbygging Jeremys Benthams, Panopticon eða
Alsæisbyggingin, frá nítjándu öld er eins konar
táknmynd þessa ögunarsamfélags.
Fyrstu tveir kaflarnir úr fyrsta bindi Histoire
de la sexualité (Sögu kynhneigðarinnar) sem kom
út 1976 eru þýddir í greinasafninu og að síðustu er
birt þýðing á frægri grein sem nefnist „Nietzsche,
sifjafræði, saga“ en í henni gerir Foucault grein
fyrir aðferðafræði sinni sem hann byggir á sifja-
fræði Nietzsches.
Sú grein er líklegast hörðust undir tönn af þeim
textum sem birtir eru í þessu greinasafni en stór-
góður inngangur Garðars Baldvinssonar um
kenningar Foucaults ætti að veita hverjum sem er
aðgang að henni eins og öðrum textum í bókinni
en Garðar er sömuleiðis þýðandi þeirra ásamt
Birni Þorsteinssyni og Sigurði Ingólfssyni.
Fjórar bækur í þessari röð þýðinga komu út um
síðustu jól, auk þessarar eru það Listkerfi nú-
tímans eftir Paul Oskar Kristeller, Orðlist skáld-
sögunnar eftir Mikhail Bakhtín og LTI – Minn-
isbók fílólógs eftir Victor Klemperer.
Allt eru þetta bækur sem mikill fengur er að.
innvígsluna í þessi fræði. Núna, fimmtán árum
síðar, eru flest þeirra hugtaka sem við vorum að
glíma við að færa inn í íslenskt mál orðin sjálf-
sagðir hlutir, einmitt vegna hins mikla þýðinga-
starfs sem talið var hér að framan. Og það eru
auðvitað ekki aðeins orð sem hafa bæst við tungu
landsmanna heldur einnig nýjar hugsanir, þótt
ekki sé nema fyrir þessar þýðingar á Foucault er
hugsað öðruvísi á íslensku nú en fyrir fimmtán ár-
um – að hugsa öðruvísi er reyndar mjög viðeig-
andi orðalag í tilfelli Foucaults.
Orð og vald
Foucault hafði áhuga á því að rannsaka valda-
formgerð samfélagsins og skrifaði til dæmis dokt-
orsritgerð um sturlun og skynsemi, hvernig skyn-
semisöldin hefði útilokað sturlunina úr
samfélaginu um leið og hún hafi flokkað hana og
stýrt með tali sínu og þögn. Hann skrifaði einnig
um skipan hlutanna í heiminum, hvernig mað-
urinn hefur flokkað heiminn og skipað honum nið-
ur með orðum sínum, bundið hann í orðræðu en
þekking á henni er grundvöllurinn að því að hafa
völd í samfélaginu, þekking er vald, sá sem veit
Að hugsa öðruvísi
Alsæi, vald og þekking nefnist safn þýðinga á
textum eftir franska heimspekinginn Michel
Foucault sem komið er út hjá Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands. Ritið inniheld-
ur nokkra af grundvallartextum eftir þennan
áhrifamikla en umdeilda höfund.
Michel Foucault Hann hafði áhuga á því að rann-
saka valdaformgerð samfélagsins og skrifaði til
dæmis doktorsritgerð um sturlun og skynsemi.
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is