Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 Leikstjórinn Andrew Adamsonhefur tekið að sér að leikstýra Chronicles of Narnia: Prince Caspian, framhaldsmynd af vin- sælu ævintýramyndinni Ljónið, nornin og skápurinn, en myndirnar eru gerðar eftir bókum C.S. Lewis. Walt Disney-fyrirtækið tilkynnti þetta í vikunni. Adamson leikstýrði fyrstu myndinni auk Shrek og Shrek 2 en fær talsvert hærri umb- un fyrir verkið nú enda hefur fyrsta Narníumyndin náð að hala inn tæpar 640 milljónir bandaríkja- dala á heimsvísu. Adamson á jafnframt eftir að framleiða og skrifa handritið að framhalsmyndinni ásamt Chri- stopher Markus og Steve McFee- ley, sem einnig unnu að fyrstu myndinni. Disney vonast eftir því að tökur hefjist síðla þessa árs og myndin verði frumsýnd um jólin 2007. Eins og með Harry Potter- myndirnar er pressa á að drífa tök- ur framhaldsmynda af áður en stjörnurnar verða of gamlar fyrir hlutverkin. Adamson vill vera trúr sögu rithöf- undarins. „Sagan segir frá sömu börnunum og ferð þeirra aftur til Narníu. Þar hafa 400 ár liðið en hjá krökkunum hefur aðeins rúmlega ár liðið hjá. Þetta er mjög tilfinningarík saga því í lokin verða tvö elstu börnin að við- urkenna að þau séu of gömul til að snúa aftur í töfralandið. Þau eru að kveðja barnæsku sína,“ sagði hann. Ekki er ljóst hvort hvíta nornin (Tilda Swinton) snýr aftur en hún var drepin á sannfærandi hátt í upphaflegu myndinni. Börnin lenda í ýmsu þegar þau reyna að hjálpa Caspian krónprinsi í baráttu hans við frændann Miraz, sem vill sjálf- ur tróna yfir konungsríkinu. Börnin koma aftur með goðsagnakenndar verur Narníu en þeirra á meðal er ljónið Aslan. Adamson ætlar að taka einhvern þátt í gerð þriðju myndarinnar, ef til hennar kemur, en er þó ekki viss um að hann hafi áhuga á leik- stjórasætinu. „Mig langar að vinna að fleiri en tveimur þemamynda- flokkum á ævi minni,“ sagði hann.    Tökur eru hafnar á nýjustu kvik-myndinni um ævintýri njósn- ara hennar hátignar, James Bond (Daniel Craig), í Prag í Tékklandi þrátt fyrir að ekki sé enn búið að ráða í öll lykilhlutverk. Framleið- endur myndarinnar, sem heitir Casino Royale, leita enn nýrrar Bond-stúlku og illmennis. Paul Haggis, höfundur handritsins, sem einnig skrifaði handritið að kvik- myndinni Crash, viðurkenndi ný- lega í viðtali við bandaríska dag- blaðið Hollywood Reporter að enn væri eftir að finna leikkonu í hlut- verk Bond-stúlkunnar. „Við erum að ræða við þrjár eða fjórar stúlkur um þessar mundir. Ég les um það í hverri viku að við höfum fundið nýja Bond-stúlku. Við það hringi ég í þá [framleiðendur myndarinnar] en þeir segja ætíð: Nei, fíflið þitt.“ Angelina Jolie, Rachel McAdams og Thandie Newton hafa allar kom- ið til greina í hlutverk hinnar kyn- þokkafullu Vesper Lynd. Caterinu Murino, fyrrum ungfrú Ítalíu, stóð til boða fyrir nokkrum vikum að leika hlutverkið en síðar var ákveð- ið að hún fengi nokkru minna hlut- verk í myndinni. Erlendar kvikmyndir Paul Haggis Tilda Swinton Góð kvikmynd er aldrei of löng og lélegkvikmynd er aldrei nógu stutt,“ erhaft eftir Roger Ebert, einum helstakvikmyndagagnrýnanda heims, og hittir í mark. Samkvæmt gildandi stöðlum er „bíómynd í fullri lengd“ (e. feature film) sú sem mælist 3.000 fet eða 34 mínútur eða lengri. Kvikmyndir undir þessari lengd eru kallaðar stuttmyndir. Hins vegar liggur í augum uppi að þær eru fáar, ef nokkrar, bíómyndirnar í fullri lengd nú orðið, sem mælast undir klukkutíma í sýningu. Flestar eru vel yfir þessari lengd og algengasta viðmiðunin hefur verið að æskilegur sýningartími bíómyndar sé um 90 mínútur. Í árdaga helgaðist lengd kvikmynda af praktískum atriðum á borð við tæknilega getu tökuvéla og sýningarvéla. Meðallengdin mið- aðist við eina spólu eða tíu mínútur í sýningu en dæmi voru um myndir á fleiri en einni spólu. Velgengni evrópskra mynda í lengri kantinum, t.d. hinnar ítölsku Cabiria (1913), sem er 123 mín. til 162 mín. að lengd eftir út- gáfum, olli því að Bandaríkjamenn fóru að lengja sínar myndir. Forystu um það, eins og margt annað í framförum greinarinnar, hafði D.W. Griffith, en stórvirki hans Birth Of a Na- tion (1915) er allt frá 125 mín. upp í 190 mín. að lengd. Undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar höfðu lengri myndirnar að mestu tekið völdin af þeim stuttu í sýningarsölunum og eftir því sem töku- og sýningartækni fleygði fram urðu erfiðleikar lengdarinnar úr sögunni. Og þannig er það núna: Lengd kvikmyndar er takmarkalaus af tæknilegum ástæðum. Lengdartakmarkanir eru hins vegar enn í fullu gildi af listrænum og/eða markaðslegum ástæðum. Eða hvers vegna hafa menn svona lengi reynt að halda sig við þessar 90 mínútur? Hvað er svona merkilegt við 90 mínútur? Kannski á sá sýningartími að duga til þess að segja „venjulega“ sögu án þess að áhorfandinn verði þreyttur í rassinum. Kannski nýtist sýn- ingardagurinn bíóunum best fjárhagslega með þessari lengd, þ.e. unnt er að koma fyrir með góðu móti fjórum sýningum í röð. Kannski. Þótt lengri myndir eigi sér fordæmi allt aft- ur til fyrstu ára kvikmyndasögunnar, og sígild- ur smellur á borð við Gone With the Wind/ Á hverfanda hveli (1939) hafi verið 222 til 238 mínútur að lengd, er það núna seinni árin sem einhvers konar lengdarbólga virðist hafa lagst á kvikmyndagerðarmenn. Ef við skoðum nokkrar helstu myndir í reykvísku kvikmynda- húsunum þessa dagana kemur í ljós að nýja Spielbergmyndin Munich er 164 mínútur eða tvær klukkustundir og 44 mínútur, nýja Peter Jacksonmyndin King Kong er 187 mínútur eða þrjár klst. og sjö mín., Oliver Twist Polanskis er 130 mín., Jarhead eftir Sam Mendes er 123 mín., Memoirs Of a Geisha er 145 mín., Broke- back Mountain er 134 mín. og Pride and Prejudice er 127 mín. Eru efnislegar eða list- rænar forsendur fyrir þessari ofurlengd? Ég segi fyrir mig að ég finn enga gilda réttlæt- ingu þess að fá legusár undir síendurteknum tæknisalíbunum risaapans. Sú endurgerð er a.m.k. klukkutíma of löng. Snöggsoðin per- sónusköpun í Spielbergmyndinni gerir raðaf- tökur hennar spennusneyddar og vélrænar. Þau myndrænu en geldu leiðindi sem kallast Memoirs Of a Geisha eru þeim mun óbærilegri sem myndin er lengi að ljúka sér af. Meira að segja prýðilegt drama Angs Lee Brokeback Mountain hefði haft gott af dálítilli trimmingu. Um hinar skal ég ekki fullyrða. Hitt má ljóst vera að egóbelgingur hefur gripið um sig í leikstjórastéttinni vestra, sú sannfæring að því lengri sem myndin er þeim mun merkilegri sé hún og best sé að koma áhorfendum í skilning um merkilegheitin með því að þreyta þá. Þess vegna eru t.d. Ósk- arsverðlaunamyndir yfirleitt firna langar og trúlega má rekja „trendið“ til hins margverð- launaða hlunks Titanic (1997) sem var 186 mín- útur að lengd. Þessi veiki hefur enn ekki gripið um sig meðal íslenskra leikstjóra. Strákarnir okkar eru 85 mínútur, A Little Trip to Heaven 98 mínútur og Bjólfskviða er 103 mínútur, svo nokkur dæmi séu tekin af nýlegum myndum. Nú er ekkert að því að sitja undir þremur tímum af tærri snilld, en ég á engar minningar um slíka reynslu. Citizen Kane er 119 mínútur. Það er mikil kúnst að gera langa sögu stutta en minni að gera stutta sögu langa. Sögu vil ég segja stutta ’Egóbelgingur virðist hafagripið um sig í leikstjóra- stéttinni vestra …‘Sjónarhorn Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is K vikmyndin Good night, and good luck hlaut sex tilnefningar til Óskarsverðlauna nú á dögunum, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta handritið. Þá var Dav- id Strathairn tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki, en hann fer með hlut- verk sjónvarpsmannsins Edwards R. Murrows. Murrow sá um vinsæla fráttskýringaþætti um miðja síðustu öld ásamt Fred Friendly, sem leik- inn er af Clooney sjálfum í myndinni. Þættirnir, sem hétu See it now, voru á dag- skrá sjónvarpsstöðvarinnar CBS, en á þeim tíma var sjónvarpið enn fremur nýtt fyrirbæri og margt af því sem sjónvarpað var vakti mikla athygli. Eitt af því sem vakti athygli var mál sem þeir Murrow og Friendly greindu frá í þætti sínum, en þar sagði frá Milo Radulovich, liðsmanni í bandaríska flughernum, sem var rek- inn úr hernum í kjölfar þess að faðir hans og syst- ir voru sökuð um að vera kommúnistar. Ásak- anirnar voru byggðar á því að faðirinn, sem var júgóslavneskur innflytjandi, var áskrifandi að nokkrum dagblöðum frá Júgóslavíu til þess að geta fylgst með gangi mála í heimalandinu. Ásak- anir á hendur systur hans voru hins vegar til- komnar vegna þess að hún þótti hafa of frjáls- lyndar skoðanir. Murrow ákvað að fjalla um málið í þætti sínum, þrátt fyrir mótmæli næstæðsta yf- irmanns CBS, Sigs Mickelsons (leikinn af Jeff Daniels), en Mickelson óttaðist að fréttin gæti valdið miklu fjaðrafoki sem skaðað gæti sjón- varpsstöðina. Ásakanir á veikum grunni Joseph McCarthy, öldungadeildarþingmaður frá Wisconsin, var áhrifamikill maður í bandarísku samfélagi á þessum árum. Hann var hvað þekkt- astur fyrir að ásaka fjölda fólks í bandarísku sam- félagi um að vera tengdan sovéska Komm- únistaflokknum eða að hafa samúð með skoðunum hans. Oftast var um að ræða ásakanir sem byggð- ar voru á veikum grunni og í því sambandi var tal- að um að McCarthy stundaði nornaveiðar, en síð- an þá hafa ásakanir sem þessar einu nafni verið nefndar McCarthyismi. Murrow grunaði að McCarthy hefði haft eitt- hvað með mál Radulovich að gera, og að hann hefði jafnvel farið fram á að hann yrði rekinn. Þátturinn fór í loftið og ekki stóð á viðbrögðum frá McCarthy sem sakaði Murrow um að hylma yfir með kommúnistum og hafa samúð með mál- stað þeirra. Þessar ásaknir höfðu þó önnur áhrif á Murrow en McCarthy hafði líklega vonast eftir því Murrow efldist við mótlætið. Í kjölfar fundar hans og Williams Paleys, forstjóra CBS á þessum tíma (leikinn af Frank Langella), ákvað Murrow að láta hart mæta hörðu og gerði því annan þátt þar sem hann gagnrýndi McCarthy harðlega fyrir starfsaðferðir hans, ekki síst aðferðir þær sem beitt var við yfirheyrslur á hans vegum. Murrow sagði að yfirheyrslurnar líktust helst ofsóknum og að McCarthy dæmdi menn seka án nokkurra sannana. Inn í þáttinn klippti Murrow upptökur af ræðum sem McCarthy hafði haldið þar sem hann sakaði hina og þessa um að vera komm- únista, án þess að hafa fyrir því nokkrar sannanir. Gagnrýnendur lofuðu þáttinn í hástert og kölluðu hann meðal annars meistaraverk í gagnrýninni fréttamennsku, sem alltof sjaldan sæist í sjón- varpi. Í kjölfarið bauð Murrow McCarthy að koma í þáttinn til þess að svara fyrir sig. Öldungadeild- arþingmaðurinn þáði boðið með því skilyrði að andsvar hans yrði tekið upp fyrirfram, auk þess sem hann fengi tíma til þess að undirbúa sig. Nokkru síðar fór þátturinn með andsvörum McCarthys í loftið, en þar hélt hann áfram að saka Murrow um að tengjast kommúnistaflokkn- um án þess að færa nokkur rök fyrir þeim ásök- unum. Murrow svaraði fyrir sig í þættinum viku síðar og neitaði þar staðfastlega öllum tengslum við flokkinn. Í kjölfarið jókst gagnrýni á McCarthy í fjölmiðlum til mikilla muna auk þess sem vinsældir hans dvínuðu mjög samkvæmt skoðanakönnunum. Öldungadeildin brá skjótt við og ávítti McCarthy fyrir ásakanir í garð saklauss fólks, og með því var stjórnmálaferill McCarthys á enda. Í dag er litið á Edward R. Murrow sem frum- kvöðul í gagnrýninni og beinskeyttri frétta- mennsku í Bandaríkjunum, en hann hefur veitt fjölmörgum kynslóðum fréttamanna þar í landi innblástur, og mun án efa halda því áfram um ókomna tíð. Clooney og nornaveiðarnar Nýjasta kvikmynd leikarans og leikstjórans góð- kunna George Clooney, Good night, and good luck, verður frumsýnd hér á landi föstudaginn 17. febrúar. Myndin, sem byggð er á sönnum at- burðum, fjallar um deilur sjónvarpsmannsins Edwards R. Murrows og öldungadeildarþing- mannsins umdeilda Josephs McCarthys, en deil- urnar vöktu mikla athygli í Bandaríkjunum snemma á 6. áratug síðustu aldar. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Reuters David Strathairn Í hlutverki fréttamannsins Edward R. Murrow, sem endaði alltaf þætti sína á orðunum „Go- od night, and good luck.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.