Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.2006, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. febrúar 2006 | 3
F
yrir rösku ári, þegar jólabóka-
vertíðin var í algleymingi, birti
Fréttablaðið nafnlausa heil-
síðugrein undir fyrirsögninni
„Taugaveiklun, móðursýki og
samsæri“ (16.12. 2004). Var
þar fjallað um þrjú helstu forlögin, JPV, Bjart
og Eddu, hvert undir sinni millifyrirsögn. Um
Eddu sagði meðal annars: „Örlítil sjálfumgleði
ríkir á þessu forlagi sem
telur sig það besta í
landinu. Útgáfustjóri er
Páll Valsson sem hefur
eins og einn viðmælandi
minn orðar það unnið í því að hreinsa út 200-
eintaka höfundana og aðra misrauða penna
sem töldu sig ‘eiga’ forlagið. ‘Þetta eru höf-
undar sem ætluðust til þess að allt sem þeir
skrifuðu yrði gefið út. En eftir að síðasta bindi
ævisögu Sigurðar A. kom út og seldist í einu
eintaki má segja að Mál og menning sé að
mestu laust við hetjur fortíðarinnar.’“
Mér lék forvitni á að vita, hver samið hefði
greinina, og fékk fyrir milligöngu Kára Jón-
assonar ritstjóra staðfest að höfundurinn væri
Jón nokkur Kaldal, einsog ég hafði talið víst af
öðrum skrifum hans að dæma. Þegar ég innti
Jón eftir, hvort umræddur viðmælandi væri
innanbúðarmaður hjá Eddu, kvað hann svo
ekki vera, heldur væri um að ræða ‘mann útí
bæ’. Hvort manni útí bæ hafi verið kunnugt
um, hvað Páll Valsson var að bardúsa og ráð-
gera á forlaginu, skal látið liggja milli hluta, en
ég fékk ekki betur séð, með hliðsjón af öðrum
atvikum, en hér væri maðkur í mysunni, enda
alkunna að rógberar og ritsóðar bera gjarna
fyrir sig Gróu á Leiti.
Á aðalfundi Máls og menningar á liðnu vori
gekk maður undir manns hönd og sór af sér
alla ábyrgð á ummælunum, en þar var reyndar
ekki staddur maðurinn sem tók við forstjóra-
starfi hjá Eddu af Halldóri Guðmundssyni,
Páll Bragi Kristjónsson. Margt bendir til að
einmitt hann sé huldumaðurinn ‘útí bæ’.
Páll Bragi var nákominn félagi Davíðs
Oddssonar í Menntaskóla einsog mynd á bls.
135 í Sögu Reykjavíkurskóla IV ber með sér. Í
síðasta bindi sjálfsævisögu minnar, Ljósatíma
(2003), er kafli sem ber heitið ‘Bubbi kóngur’
og fjallar um makalausa framkomu Davíðs
Oddssonar borgarstjóra við hollenska blaða-
konu. Kaflinn mun mjög hafa farið fyrir brjóst-
ið á ýmsum skjólstæðingum og attaníossum
Foringjans, svosem nefndum Páli Braga, með
þeim afleiðingum að bókin hlaut ekki aðra
kynningu af hálfu forlagsins en staka eins-
dálks-auglýsingu í Fréttablaðinu. Það kom
samt ekki í veg fyrir að bókin seldist í tæplega
þúsund eintökum, sem að vísu telst dræm sala
miðað við Undir kalstjörnu (1979) sem seldist í
12.000 eintökum og bjargaði fjárhag Máls og
menningar að sögn þeirra Þorleifs Hauks-
sonar og Þrastar Ólafssonar sem þá veittu for-
laginu forstöðu. Ljósatími fékk samt umfjöllun
í bæði í Morgunblaðinu, DV og Lesbók Mbl.
Ég hafði þá þegar samið við Pál Valsson um
útgáfu á 24 þýddum smásögum eftir Ernest
Hemingway sem komu út árið 2004 í kilju-
formi. Þótti mér höfundinum næsta lítil virð-
ing sýnd með svo snautlegri útgáfu, þareð
hann telst einn af þremur stórmeisturum í
smásagnagerð síðustu aldar ásamt þeim
James Joyce og Antoni Tsékhov. Hitt var þó
öllu hlálegra að bókin var hvergi auglýst né
neinum fjölmiðli send fréttatilkynning um
hana. Af einskærri tilviljun sagði ég Hrafni
Jökulssyni fréttina á förnum vegi og hann
kvaddi til Þórarin Þórarinsson á Fréttablaðinu
sem birti myndarlega frétt um kverið. Fyrir
einhverja hendingu (?) komst Steinunn Har-
aldsdóttir yfir safnið og skrifaði um það ritdóm
í Lesbók Morgunblaðsins (6.4. 2005).
Ég hef jafnan hallast að þeirri kenningu Þú-
kýdídesar, föður sagnfræðinnar, að dulin or-
sök sé ævinlega betri og brúklegri en sú sem
liggur í augum uppi, og tel ekki neinum vafa
bundið að bakvið atburðarásina sem hér var
rakin standi Páll Bragi Kristjónsson, sem í
krafti Rússagullsins frá Björgólfsfeðgum
komst í forstjórastarf bókaforlags, þó mikill
vafi leiki á að hann eða húsbændur hans hafi
meiren hundsvit á bókmenntum. Og bakvið þá
félaga stendur herskár hópur öfgamanna sem
hafa einsett sér að hefta og helst kæfa aðra
umræðu en þá sem mótast af þeirra eigin for-
sendum (samanber eyðingu fyrsta upplags af
bókinni um Thorsarana og þær ráðagerðir
Björgólfsfeðga að kaupa DV til að girða fyrir
útgáfu blaðsins).
‘Hetjur fortíðarinnar’
Einsog ítrekað hefur komið fram að und-
anförnu um kjör aldraðra á Íslandi, er ekkert
sældarbrauð að komast á efri ár og teljast
‘hetja fortíðarinnar’. Telja má kraftaverk að
ellilífeyrisþegar holt og bolt fái lifað mann-
sæmandi lífi með þeirri glæpsamlegu skatt-
heimtu sem þeir verða að sæta, á sama tíma og
hátekjuskattur hefur verið afnuminn. Á liðnu
ári voru greiðslur til mín úr tveimur lífeyr-
issjóðum kr. 433.048, en frá þeim voru dregnar
kr. 34.050 í staðgreiðslu, þannig að heildar-
upphæðin var kr. 408.998. Frá Trygg-
ingastofnun ríkisins fékk ég á liðnu ári kr.
421.588, að frádregnum kr. 53.076 í stað-
greiðslu, þannig að heildarupphæðin var kr.
368.512. Aðrar tekjur á árinu voru kr. 155.000 í
þýðingarlaun, kr. 22.500 úr Bókasafnssjóði
höfunda, kr. 200.000 frá menntamálaráðuneyt-
inu og kr. 6.500 frá Ríkisútvarpinu – sam-
anlagðar árstekjur kr. 1.161.510.
Að viðbættum ofannefndum staðgreiðslum
greiddi ég síðan í skatt til ríkisins síðustu fjóra
mánuði ársins kr. 298.000. Ráðstöfunartekjur
ársins voru þannig kr. 863.510 eða 71.950 krón-
ur á mánuði. Einsog gefur að skilja á ég bágt
með að sætta mig við þessa afarkosti á efstu
árum, þó ég sé að eðlisfari sparneytinn og leyfi
mér fátt í seinni tíð annað en bókakaup.
Nú spyrja væntanlega athugulir lesendur,
hversvegna ekki hafi komið hærri greiðslur úr
lífeyrissjóðunum. Þar er því til að svara að ég
var einungis 18 ár í fastlaunuðum störfum, en
sneri mér síðan alfarið að því að semja og þýða
bækur. Við þær aðstæður gat ég ekki nema
með höppum og glöppum lagt sparifé í Söfn-
unarsjóð lífeyrisréttinda.
Einsog fyrr segir er ég ekki einn um að búa
við kjörin sem hér hefur verið lýst og veit að
margir telja sig hafa uppskorið harla litla umb-
un fyrir ærið lífsverk. Síðan 1949 hafa komið
frá minni hendi ekki færri en 81 bók, 33 frum-
samdar á íslensku, átta frumsamdar á ensku,
32 þýddar á íslensku úr dönsku, ensku, grísku
og þýsku, og átta þýddar af íslensku á ensku.
Við þessa upptalningu má bæta hundruðum
ritgerða, sagna og ljóða í tímaritum og sýn-
isbókum í 22 löndum utan Íslands.
Þó ýmsar af bókum mínum á íslensku hafi
átt góðu gengi að fagna, ekki síst uppvaxt-
arsagan (öll fimm bindin voru á metsölulistum
á árunum 1979–86), þá er ég stoltastur af
nokkrum bókum sem ég samdi á ensku meðþví
þær áttu erindi við umheiminn og seldust allar
upp. Fyrst þeirra var Northern Sphinx – Ice-
land and the Icelanders from the Settlement
to the Present, sem kom út í Lundúnum og
Montreal 1977 og var endurútgefin í Reykja-
vík af Snæbirni Jónssyni & Co. hf. árið 1984
með formála eftir Magnús Magnússon sjón-
varpsmann og rithöfund í Skotlandi. Þar rakti
ég menningarsögu Íslands í þúsund ár. Þessi
bók fór víða um heim. Ég rakst meðal annars á
hana í indverska þjóðbókasafninu í Kalkútta!
Næst var bókin The Iceland Horse (1978),
ríkulega myndskreytt af Guðmundi Ingólfs-
syni og fleirum, sem kom út um svipað leyti á
íslensku (ég þýddi hana sjálfur), dönsku,
norsku, sænsku, hollensku, ítölsku og þýsku.
Enska útgáfan kom líka út hjá forlögum í
Bandaríkjunum og Bretlandi; dönsku og
þýsku þýðingarnar voru endurprentaðar árið
1993. Þriðja verkið var Iceland Crucible – A
Modern Artistic Renaissance (1985). Það rakti
sögu allra listgreina á Íslandi og birti myndir
af 170 helstu listamönnum þjóðarinnar, teknar
af rússnesk-franska ljósmyndaranum Vladim-
ir Sichov. Hef ég fyrir satt að áþekk bók, með
umfjöllun um allar listgreinar einnar þjóðar
milli tveggja spjalda, fyrirfinnist ekki í öðrum
löndum. Fjórða bókin nefndist einfaldlega The
Icelanders (1990), myndskreytt af Einari Óla-
syni og hafði að geyma 23 ritgerðir um ýmsa
þætti íslenskrar samtímamenningar. Vigdís
Finnbogadóttir samdi formála fyrir báðar síð-
astnefndu bækurnar. Fimmta bókin var Ice-
land – Isle of Light (1996) með ljósmyndum
eftir þýska ljósmyndarann Erich Spiegelhal-
ter. Þar var lýst í 15 köflum sögu þjóðarinnar,
landsháttum í öllum fjórðungum, íslenska
hestinum, árstíðunum og þjóðarþelinu.
Því mun erfitt að andmæla að með ofantöld-
um bókum hafi ég lagt meira af mörkum til al-
mennrar kynningar á Íslandi erlendis en nokk-
ur annar einstaklingur fyrr eða síðar. Þar eru
þýdd íslensk skáldverk að sjálfsögðu undan-
skilin: þau voru og eru djúpskyggnasta og end-
ingarbesta kynning á landi og þjóð fyrr og nú.
Þýðingar
Af bókum sem ég þýddi á ensku var lang-
samlega veigamest ljóðasafnið The Postwar
Poetry of Iceland (1982) sem ég vann að í Iowa
haustið 1976. Þar birtust ríflega 270 ljóð eftir
28 skáld eftirstríðsáranna, frá Snorra Hjart-
arsyni (f. 1906) til Steinunnar Sigurðardóttur
(f. 1950), ásamt 30 síðna löngum formála um
þróun ljóðlistar á Íslandi frá upphafi vega. Sú
bók seldist upp á skömmum tíma. Til gamans
má geta þess að kunningi minn í New York,
Jed Perl, sem ritstýrði bókinni um Louisu
Matthíasdóttur, spurðist fyrir um safnritið hjá
kunnustu bókaverslun í New York og fékk þau
svör að Jorge Luis Borges hefði hreppt síðasta
eintakið! Það er kannski líka í frásögur fær-
andi að hér var um að ræða fyrstu sýnisbók
nútímaljóðlisar frá einstöku norrænu landi
sem þá hafði birst á ensku (Vestur-Íslendingar
höfðu kynnt eldri skáld), enda voru 60 síður
bandaríska tímaritsins Scandinavian Studies
(58/4 1986) lagðar undir skrif þriggja fræði-
manna um þýðingarnar. Þeir voru Dick Ringl-
er, Alison Tartt og Shaun F.D. Hughes.
Framlag mitt til þýðinga á íslensku felst
meðal annars í kynningu á tveimur Nóbelshöf-
undum, Gíorgos Seferís (1963) og Nagíb Mah-
fúz (1988), sem ekki höfðu verið þýddir áður.
En mestu máli tel ég sjálfur skipta þýðingar á
þremur höfuðverkum eftir James Joyce,
Söngnum um sjálfan mig eftir Walt Whitman,
smásögunum eftir Ernest Hemingway,
Dreggjum dagsins eftir Kazuo Ishiguro og
Safnaranum eftir John Fowles.
Mér hefur líka verið hugleikið að kynna Ís-
lendingum lönd og þjóðir sem orkað hafa
sterkt á mig. Í því skyni sendi ég frá mér
ferðabækur um Indland (1962) og Írland
(1995) ásamt tveimur um Grikkland (1953 og
1992). Grikkir hafa sýnt mér þá sæmd að gefa
út eftir mig tvær bækur, Dauða Baldurs og
önnur ljóð (1960) og leikritið Gestagang (2002),
einu verkin sem þýdd hafa verið beint af ís-
lensku á grísku.
Spreytingur?
Vafalaust flokkast það undir karlagrobb að
gerast svo fjölorður um afköst á ritvellinum
undanfarin tæp 60 ár, enda er ég kominn á
þann aldur að gambur er viðtekin afþreying
daganna. Fyrir mér vakti samt öðru fremur að
benda á misréttið sem ellilífeyrisþegar búa við
þegar þeir hafa skilað æviverkinu, ef verða
mætti til að vekja hlutaðeigandi stjórnvöld af
dásvefni dáðleysis og sjálfsánægju.
Að lokum þetta: Tveir ungir rithöfundar,
þeir Bjarni Bjarnason og Einar Örn Gunn-
arsson, tóku sig til í september 2004, án minn-
ar vitundar, og söfnuðu undirskriftum undir
áskorun til Menntamálanefndar Alþingis um
að mér yrðu veitt heiðurslaun. Formaður
nefndarinnar, Gunnar Birgisson, þvertók að
leggja áskorunina fyrir þingheim, og er til
vitnis um vinnubrögð sem tíðkast hafa á þeim
bæ. Góðu heilli er Gunnar þessi farinn til ann-
arra verka og á vonandi ekki afturkvæmt í
landsmálin, enda sýnist hann helst eiga erindi
við forfeðurna í Neanderdal.
Lesendum til fróðleiks er umrædd áskorun
látin fylgja þessu skrifi.
Reynslusögur af ritvellinum
Tveir rithöfundar, þeir Bjarni Bjarnason og
Einar Örn Gunnarsson, söfnuðu undir-
skriftum í september 2004 undir áskorun til
Menntamálanefndar Alþingis um að Sigurði
A. Magnússyni yrðu veitt heiðurslaun. Áskor-
unin var ekki lögð fyrir þingheim. Hér segir
Sigurður frá högum sínum og afrekum á rit-
vellinum og birtir að auki áskorun höfund-
anna.
Höfundur er rithöfundur.
Eftir Sigurð A.
Magnússon
sambar@isl.is
Menntamálanefnd Alþingis,
Alþingi,
Kirkjustræti,
101 Reykjavík Reykjavík í september 2004
Við undirrituð hvetjum Menntamálanefnd Alþingis til að veita rithöfundinum og þýð-
andanum Sigurði A. Magnússyni heiðurslaun Alþingis sem virðingu fyrir það feikilega
mikla menningarstarf sem hann hefur unnið á sviði bókmennta og þýðinga og til að
gera honum kleift að fást óskiptur við þau fjölmörgu verkefni sem liggja á borði hans.
Sigurður á trygga stöðu í íslenskri bókmenntasögu. Hann hefur unnið mikil afrek á
sviði þýðinga, verið afkastamikill skáldsagnahöfundur og gegnt fjölda mikilvægra
starfa er stuðlað hafa að ríkara menningarlífi í landinu.
Virðingarfyllst
Vigdís Finnbogadóttir
Sigurður Líndal, prófessor
Þór Whitehead, prófessor
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur
Þorsteinn Gylfason, prófessor
Pétur Sigurgeirsson, biskup
Kristján Árnason, rithöfundur og þýðandi
Kristinn R. Ólafsson, rithöfundur
Pétur Gunnarsson, rithöfundur
Hannes Pétursson, ljóðskáld
Baltasar Samper, listmálari
Erlingur Gíslason, leikari
Einar Laxness, cand. mag.
Hjalti Hugason, prófessor
Jakob Magnússon, tónlistarmaður
Dagný Kristjánsdóttir, prófessor
Kristbjörg Þ. Kjeld, leikkona
Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón), rithöf-
undur
Jón Ólafsson, heimspekingur
Þorleifur Hauksson, íslensku-
fræðingur
Haraldur Ólafsson, prófessor
Soffía Auður Birgisdóttir,
bókmenntafræðingur
Guðrún Helgadóttir, rithöfundur
Silja Aðalsteinsdóttir, cand. mag.
Sigurður Pálsson, rithöfundur
Ólafur Gunnarsson, rithöfundur
Gyrðir Elíasson, rithöfundur
Þorsteinn frá Hamri, ljóðskáld
Bragi Ólafsson, rithöfundur
Helga Kress, prófessor
Húbert Nói, myndlistarmaður
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur
Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur
Ingunn Ásdísardóttir, bókmennta-
fræðingur og þýðandi
Inga Huld Hákonardóttir, rithöfundur
og fræðimaður
Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur
Einar Kárason, rithöfundur
Áskorun ’
Því mun erfitt að and-
mæla að með ofantöld-
um bókum hafi ég lagt
meira af mörkum til al-
mennrar kynningar á Ís-
landi erlendis en nokkur
annar einstaklingur fyrr
eða síðar. Þar eru þýdd
íslensk skáldverk að sjálf-
sögðu undanskilin: þau
voru og eru djúpskyggn-
asta og endingarbesta
kynning á landi og þjóð
fyrr og nú. [ . . . ]
Vafalaust flokkast það
undir karlagrobb að ger-
ast svo fjölorður um af-
köst á ritvellinum und-
anfarin tæp 60 ár, enda
er ég kominn á þann
aldur að gambur er við-
tekin afþreying dag-
anna.‘