Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Page 16
16 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók bækur
Mörkinni 1 • Sími 588 24 00
Skoðum náttúruna Heimur dýranna í máli og myndum
Í bókunum er fjallað um lífshætti og atferli dýranna og þær prýða
einstæðar myndir eftir færustu
náttúruljósmyndara
heims.
Ungir lesendur
ásamt hinum
eldri hafa bæði
gagn og gaman af
því að kynnast
furðum náttúrunnar.
Umsjón með íslensku
útgáfunni hefur
Örnólfur Thorlacius.
Væntanleg
í verslanir
fyrir jól
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Þ
eir félagar hafa leitað skjóls í bak-
herbergi Litla ljóta andarungans
í Lækjargötu og sitja þar kæru-
leysið uppmálað þegar ég kem.
Enda er ekki eins og þetta sé
þeirra fyrsta blaðavital um nýút-
komna bók; þeir hafa áður skrifað bók saman og
fleiri í sundur. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti
sem ég tala við þá báða, saman.
Ég hefði náttúrlega átt að koma í leigubíl,
segi ég og legg snjóugan jakkann á næsta stól.
Þetta segi ég bara af því að bók þeirra félaga
heitir Farþeginn og aðalsöguhetjan er leigubíl-
stjóri. Sá sem ekur einn er bæði bílstjóri og far-
þegi, segja þeir spekingslega. Hvernig fara þeir
að því að skrifa bók saman? Sitja báðir undir
stýri, eða er annar bílstjóri og hinn farþegi?
Eða öfugt? Eða bæði? Þeir byrja túrinn á því að
lýsa fyrir mér hvernig þeir plotti söguna saman
og búi til efnisútdrátt fyrir hvern kafla og per-
sónulýsingar. Þeir verði báðir að vita út á hvað
sagan gengur og hvers konar fólk er á ferðinni.
Það gengur ekki að persóna sé rauðkollur hjá
mér en ljóshærð hjá Palla, segir Árni og tottar
smávindilinn.
Það kemur sér vel að ég er örvhentur en Árni
rétthentur, segir Páll. Vinstri höndin veit því
hvað sú hægri skrifar!
Þessi bók er sem sé skrifuð með báðum hönd-
um, bætir Árni við.
En þeir skrifa ekki saman, heldur í sundur.
Þegar beinagrindin er klár vinna þeir hvor í
sínu lagi við að setja kjöt á beinin, eru hvor í sín-
um kaflanum sem þeir senda svo á milli sín.
Þegar því lýkur tekur þriðji hlutinn við; að
saumfara setningar og söguna og samræma
stílinn. Þeir segja rosalega mikla vinnu að sam-
ræma stílinn svo bókin verði samfelld eins og
frá sömu hendi..
Það eru ýmsar gildrur í því að skrifa svona
saman og sundur. Hvað ef annar fær bráð-
snjalla hugmynd, þegar þeir eru í sundur? Þá
lætur hann hinn strax vita og saman bræða þeir
með sér hvort hugmyndin verður sett á eða
ekki. Margt lifir slíkan sambræðing ekki af en
það hefur líka komið fyrir að svona hugdetta
hefur öðlast líf og gjörbreytt framvindu sög-
unnar. Þá er eins gott að báðir séu með á nót-
unum.
Eftirvinnan fór fram í Barcelona, eins og var
með fyrri bókina. Þar voru þeir einir á báti og
gerðu ekkert annað en að pæla í sögunni. Það er
varla að maður komist á nautaat, segir Páll.
Árni segir það svolítið skrýtið að taka íslenzkt
skammdegi með sér í 40 stiga hita á Spáni. Það
er sérstakt að sitja löðursveittur og skrifa um
flögr snjókorna.
Menn halda kannski að það sé auðveldara að
skrifa þegar höfundarnir eru tveir segir Árni.
Menn séu þá helmingi fljótari með hlutina. En
það er öðru nær. Það er extra vinna að skrifa
með öðrum. Og alveg eins og persónur taka
völdin af einum höfundi þá gengur tveimur höf-
undum ekkert betur að hafa stjórn á sínum per-
sónum.
Þegar þú ert að skrifa bók einn getur þú
geymt svo margt í höfðinu, segir Páll. Þú veizt
þetta allt og getur gripið til þess þegar á þarf að
halda. Þegar annar höfundur er með í spilinu
dugar ekki að geyma hlutina bak við eyrað, þeir
verða að vera á blaði svo báðir viti af þeim.
En hvers vegna þá að eyða tíma í að skrifa
bók saman þegar báðum gengur ágætlega með
sinn rithöfundarferil, að ekki sé nú talað um
eins ólíkir stílistar og þeir eru?
Rithöfundastarfið getur verið dálítið ein-
manalegt, segir Árni. Það er gott að brjótast út
öðru hvoru í samstarf við góðan félaga.
Þetta er fyrst og síðast mikið gaman, segir
Páll. Aðrir karlar spila saman bridds og golf, við
plottum sögur.
Þetta er mjög intens hjá okkur, þegar við
hittumst, segir Árni. Það er svona hæ, fjögurra
tíma vinna og bæ. Við erum ekkert að spyrja að
því hvernig krakkarnir hafi það.
Það er svo gefandi, þegar við förum á flug,
segir Páll. Það gerist svo margt, þegar tveir
kasta boltanum á milli sín. En við beitum eng-
um þvingunum. Við látum þetta bara flæða og
sjáum hvert það leiðir okkur. Þegar við hitt-
umst svona á kaffihúsi fæðast alltaf hug-
myndir …
… sem við getum auðvitað ekki verið að stela
í okkar prívat verk, segir Árni.
Reyndar höfum við gefið hvor öðrum hug-
myndir í prívatverk, segir Páll.
Þá er það gjöf en ekki stuldur, er Árni fljótur
að botna.
En leiðin getur líka legið í hina áttina. Úr
krimmum Árna er Einar blaðamaður mættur til
sögunnar í Farþeganum. Hann skaut líka upp
kollinum í fyrri bók þeirra félaga; Í upphafi var
morðið, var svo kominn á Akureyri í síðustu bók
Árna; Tími nornarinnar, til að efla Síðdeg-
isblaðið á landsbyggðinni, en er nú aftur kom-
inn suður. Það var Palla hugmynd að fá Einar
inn í okkar sögu, segir Árni. Og ég gat auðvitað
ekki verið á móti mínum eigin karakter! Ekki
frekar en Hauki Karlssyni rannsóknarlögreglu-
manni sem líka kemur við sögu Farþegans.
Morð eru þannig mál að Einar hefði hvort eð
er fengið þau inn á sitt borð, segir Páll til skýr-
ingar.
Og Haukur vill láta kristilegu kærleiksblómin
spretta, segir Árni upphafinn, eins og kærleik-
urinn drjúpi af hverju morði. En þeir blekkja
mig ekkert! Bak við þessa vinalegu, eilítið bó-
hemsku náunga búa harðsvíraðir fantar sem
sýna sögupersónum sínum enga miskunn!
Ég læt þá heyra það en kasta því fram um
leið að bækur þeirra beri með sér að morðin
standi Árna nær og rómantíkin Páli. Árni dreg-
ur við sig að svara en jánkar svo hugsi. Það er
oftast þannig að Páll veltir upp einhverri hvers-
dagslegri hugmynd og áður en ég veit af er ég
farinn að hugsa; aha, þarna getum við drepið
einhvern!
Ég læt Árna alltaf leiða mig út í þennan
ósóma, segir Páll sakleysislega og eins og eilítið
hissa á þessu ístöðuleysi sínu, eiginlega saklaust
fórnarlamb félaga síns. En Árni valtar yfir
þessa tilburði og segir glottandi: Palli skrifar
bara krimma með mér. En hann er allur að
koma til! Það var sakamál í síðasta smásagna-
safni hans. Páll flýtir sér að benda á að sú hug-
mynd hafi reyndar fæðzt á fundi þeirra Árna.
En hann veit að rómantískt sakleysi hans er
dottið í gólfið.
En morð er ekki bara morð og krimmi er ekki
bara krimmi. Hvað býr í Farþeganum?
Þeir horfa hvor á annan.
Þetta er saga um fjölskylduleyndar-
mál … harmleiki … aðapersónan er að leita eft-
ir tengslum við sitt fólk … eins og reyndar hin-
ar persónurnar líka.
Svo setja þeir sig í stellingar:
Það má eiginlega segja að undirtónninn sé
ótti og öryggisleysi aðalpersónunnar, óttinn við
svik og höfnun.
Þess vegna er Chuck Berry í bókinni: Þú
veizt að ég þoli ekki tvenns konar fólk; lygnar
konur og svikula menn …
Já. Þetta er leiðarstef sögunnar; leyndarmál
og lygar. Það tengist rökkurkrimmanum, segir
Árni.
Mér líkar vel að tengja saman klassískt rokk
og krimma. Chuck Berry er minn maður.
Mitt ædol, Paul McCartney hefur ekki
kynnzt rökkureðlinu, fyrr en þá núna upp á síð-
kastið, segir Páll. Kannski það eigi eftir að
dúkka upp í tónlistinni hans.
Dægurlögin eru reyfarar tónlistarinnar,
heldur Árni áfram. Reyfarar og rokk passa vel
saman. Þetta eru sálufélagar.
Þeir setja sig aftur í stellingar:
Við speglum samtímann í sittúasjón aðal-
persónunnar. Hann er svona lúser, sem finnst
hann missa af öllu og hittir mann, sem honum
finnst hafa allt. Þetta er saga um efnishyggju og
dauðasynd númer þrjú. Er ágirndin ekki örugg-
lega númer þrjú?
Og þið brjótið fimmta boðorðið án þess að
blikna!
Þeir hlaupa strax í vörn: Þetta er ekki alvöru.
Þetta eru forvarnarmorð á pappír, segir annar.
Göfguð drápshvöt, eins og Hitchcock orðaði
það, bætir hinn við.
Hvað sem það heitir þá eiga bækurnar ykkar
það sameiginlegt.
Þær eru báðar krimmar.
En við gerðum ýmislegt til þess að Farþeginn
yrði ólíkur fyrri bókinni.
Í upphafi var morðið er sálfræðilegur krimmi
en þessi er nær rökkurkrimmanum.
Í upphafi tók sinn tíma en Farþeginn er
sneggri; gerist á sex dögum, hefst síðdegis á ný-
ársdag og endar á miðnætti á þrettándanum,
rammaður reyndar inn af tvennum áramótum.
Það var skemmtilegt að glíma við þennan
stutta sögutíma, segir Páll.
Reyndar vorum við í miðjum klíðum þegar
við skiptum um gír, segir Árni. Okkur fannst við
ná meiri hraða í söguna með því að þjappa henni
saman í tíma.
Þess vegna sefur hann ekki mikið blessaður,
segir Páll um aðalsögupersónuna. Hann er
meira tens og veröldin martraðarkenndari.
Komstu lesinn? spyr Árni. Og þegar ég kinka
kolli. Hvernig fannst þér bókin? Ég dreg svarið
við mig. Blaðamaður spyr. Viðmælandinn svar-
ar. Það kemur mér í koll að Árni er kollega. Svo
ég segi: Fantagóður krimmi!
Þeir ljóma báðir. Getur þú ekki komið því að í
viðtalinu? Það væri náttúrlega fín fyrirsögn!
„Ég hélt ég væri bílstjóri. En ég er farþegi.“
Fantagóður krimmi
Morgunblaðið/Sverrir
Bílstjórar eða farþegar? Farþeginn er önnur spennusagan sem Árni Þórarinsson og Páll
Kristinn Pálsson skrifa saman. Sú fyrri var Í upphafi var morðið sem hlaut frábærar viðtökur.
Síðasta spennusaga Árna Þórarinssonar Tími nornarinnar kom út í fyrra og náði metsölu og
var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hún kemur út víða um heim á næsta ári.
Ég fer sömu slóð og aðalsöguhetjan í nýrri
bók Árna Þórarinssonar og Páls Kristins
Pálssonar ekur inn í atburðarás sögunnar.
„Ekki hafði veðrið skánað. Þær fáu hræður
sem voru á ferli um Laugaveginn virtust
krepptar og hoknar af kulda og skeiðuðu eins
og þær ættu lífið að leysa gegnum snjófjúkið í
átt að skjóli.“