Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2006 23
lesbók
CHRIS Niedenthal er kunnur breskur
fréttaljósmyndari af pólsku foreldri. Hann
hefur starfað fyrir Newsweek, Time Magaz-
ine og Der Spiegel og hlaut World press
photo-verðlaunin árið 1986 sem frétta-
ljósmyndari ársins. Á dögum kommúnismans
starfaði Niedenthal mikið austantjalds og tók
m.a. myndir í Póllandi sem Íslendingum
gefst nú kostur á að sjá í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur sem hluta af pólskri menning-
arhátíð. Myndirnar spanna 20 ára tímabil,
frá árunum 1969–1989, og sýna ástandið í
kommúnistaríkinu Póllandi oft með skopleg-
um hætti. Ég veit svo sem ekki hvort mörg-
um Pólverjum þess tíma hafi þótt fyndið að
sjá ljósmynd af nýbyggðu fjölbýlishúsi sem
lítur út fyrir að hafa verið í niðurníðslu í 50
ár eða kjötvöruverslun þar sem ekki svo
mikið sem einn kjötbiti er til sölu. En eftir á
hljóta margir að geta brosað að þessum
myndum Niedenthals enda sýna þær vissan
fáránleika eða farsa hins harðsoðna komm-
únisma sem þá ríkti. Húmor er vafalaust
helsti styrkur Niedenthals enda ekki öllum
gefið að sjá og þá skrá þessi skoplegu augna-
blik sem verða á vegi manns, sérstaklega
þegar þau finnast þar sem ástandið er heldur
báglegt.
Niedenthal bætir við textum undir mynd-
irnar sem útskýra þær frekar og undir-
strikar þá um leið að þetta eru fyrst og
fremst fréttaljósmyndir þar sem textarnir
virka sem myndatextar í dagblöðum eða
tímaritum og ýta oft undir hnyttnina. Ég vil
þó ekki stimpla Niedenthal eingöngu sem
húmorískan ljósmyndara. Á sýningunni eru
einnig „alvarlegri“ fréttamyndir af átökum
sem komu til vegna verkfalla undir forystu
„Samstöðu“ (Solidarnos) og þar skráir ljós-
myndarinn jafnan skýra mynd af ástandinu.
– Prestur hrópar til lýðsins mitt í æsingnum
sem sýnir okkur að enginn gat staðið utan
við baráttuna og mynd af verkfallsmönnum
við skipasmíðastöð í Gdansk fangar spennuna
og biðina. Hér er því fyrirtaks heimildarsýn-
ing sem fer með áhorfandann til baka í tíma
þar sem hann getur endurskoðað ástandið
gegnum skörp augu Chris Niedenthals.
Pólland endurskoðað
Frá Póllandi „Húmor er vafalaust helsti styrkur Niedenthals enda ekki öllum gefið að sjá og
þá skrá þessi skoplegu augnablik sem verða á vegi manns“, segir meðal annars í umsögninni.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Opið virka daga frá kl. 12–19 og um helgar frá kl.
13–17. Sýningu lýkur 19. nóvember. Aðgangur
ókeypis.
Chris Niedenthal
MYNDLIST
Jón B.K. Ransu
Morgunblaðið/Ásdís
Egill Hann mælir með diski Ragnheiðar Gröndal, Þjóðlög, en hann segir rödd hennar óvenju
fallega og lausa við stæla og ánægjulegt að heyra ungan söngvara syngja sérhljóðin fallega.
Hlustarinn
Ragnheiði Gröndal lætur vel að miðla okk-ur trega og dulúð íslensku þjóðlaganna á
diski sínum Þjóðlög.
Um misstígu tónstigana frá miðöldum fer hún
með okkur í ferðalag áfram veginn en einnig
aftur í tíðina þegar tímaskyn mannanna var
annað og öll veröldin saklausari.
Hauk bróður sinn hefur söngkonan með í út-
setningum og Hugi Guðmundsson er þar líka
án þess maður viti hver á hvað – þá er margt
fallega útsett og festust við mig við fyrstu
hlustun – Skjótt hefur sól brugðið sumri, Vís-
ur Vatnsenda-Rósu og Blástjarnan þó skarti
skær, sem reyndar gleymist hér að er ljóð
Bjarna Thorarensen, einhvers besta og mesta
rómantíkers í gjörvöllum íslenskum kveðskap.
Rödd Ragnheiðar er óvenju falleg og laus við
alla stæla og ánægjulegt að heyra ungan
söngvara syngja sérhljóðin fallega og tví-
hljóðin eru hrein og farið djúpt í þau og eðli-
lega, sem er fáheyrt meðal ungra söngvara.
12 tónar standa að metnaðarfullri útgáfu og
ber að þakka það.
Egill Ólafsson tónlistarmaður
Gláparinn
Ég er fylgjandi því að Íslendingar láti ekkiíslenska kvikmynd eða heimildarmynd
fram hjá sér fara. Þess vegna mæli ég með því
að sækja eina slíka útá næstu leigu ef hún var
ekki sótt í kvikmyndahúsi. Það er meðal ann-
ars í gegnum kvikmyndagerð sem við skil-
greinum okkur sem þjóð og aðeins í gegnum
slíka skilgreiningu dafnar íslenskt samfélag.
Það er því hagur okkar allra að styðja við ís-
lenska kvikmyndagerð og við sem ein-
staklingar gerum það best með því að greiða
fyrir áhorf.
Af erlendum myndum mæli ég með heimild-
armyndinni The Road to Guantanamo. Þar
segja Michael Winterbottom og Mat White-
cross okkur sögu þriggja stráklinga sem álp-
ast inní Afganistan og enda í hinum alræmdu
fangabúðum við Guantanamo flóa. Til verks-
ins eru notuð viðtöl, fréttaefni og sviðsett leik-
ið efni og tekst kvikmyndagerðarmönnunum
að fletta ofan af þeim sýndarleik sem stríðið
gegn öxulveldi hins illa hefur verið. Myndin
veltir sér ekki uppúr kvalalosta einstakra her-
manna eða fangavarða heldur setur ábyrgðina
þar sem hún á heima; á forsvarsmenn þeirra
þjóða sem hvöttu til stríðs, ekki síður en for-
svarsmenn þeirra þjóða sem það studdu.
Eftir áhorf situr í manni kaldur hrollur vegna
allra þeirra sem enn er haldið í Guantanamo.
Elísabet Ronaldsdóttir
kvikmyndagerðarmaður
Morgunblaðið/Sverrir
Elísabet Ronaldsdóttir „Ég er fylgjandi því að íslendingar láti ekki íslenska kvikmynd eða
heimildarmynd fram hjá sér fara,“ segir Elísabet.
Skáld leita nýrra leiða. Það sem var verður
aldrei aftur. Án efans og leitarinnar er ekki
hægt að skapa neitt nýtt. Það er augljóst af nýj-
ustu ljóðabók Einars Más Guð-
mundssonar, sem hann nefnir Ég
stytti mér leið fram hjá dauð-
anum, að leit hans er í fullum
gangi sem aldrei fyrr.
Fyrstu bækur Einars fólu í sér
mikinn kraft, spennu og ólgu.
Síðar róaðist skáldskapurinn og í
Kletti í hafi og Í auga óreiðunnar
sáum við fastari tök og jafnvel
hefðbundnari. Hin nýja bók Ein-
ars Más er að mínu mati miklu
margbrotnari og huglægari. Í
skáldskapnum sjáum við örla fyr-
ir enduróm fyrri róttækni og fé-
lagslegrar gagnrýni en hlutverk
þessara þátta tengist meira ein-
hvers konar endurvinnslu eða
endurskoðun út frá nýju sjón-
arhorni. Það er annar maður sem
skrifar en unga, róttæka skáldið með kátínuna
og baráttuneistann í augunum sem sá í gegnum
allt feikið. Viðbúið er að sá sem leitar að ung-
skáldinu Einari Má finni hér reynslumeira
skáld. Einar er meira að segja búinn að heim-
sækja Vog enda örvar vínið ,,hvorki til skáld-
skapar né dyggða“ ef marka má svar hans við
herhvöt Baudelaires um að ölvast af víni og
dyggðum. Kaldhæðnin er ekki að öllu leyti
horfin en hún er hófstilltari. Það er meiri lífs-
háski í þessari ljóðabók en í fyrri bókum Ein-
ars.
Ég stytti mér leið framhjá dauðanum er veg-
ferð í gegnum heim nútímamannsins. Hún er
margradda bók full af efahyggju og sársauka.
Hún einkennist af gerjun og tilraunastarfsemi
og er hlaðin frumkrafti og þverstæðum. Í einu
ljóða sinna segir skáldið að það sé engin mót-
sögn að vera í mótsögn við sjálfan sig, ,,því
raddir lífsins eru margar / og heyrast löngu eft-
ir / að þær eru þagnaðar.“ Sum kvæðin slá
drungalegri tóna en við eigum að venjast frá
Einari. Einkunnarorð bókarinnar eru fengin
frá Tomasi Tranströmer sem kemst að því að í
vel búnum heimi nútímans séu fátækrahverfin
innra með okkur. Leit Einars í þessari bók er
því um þessi huglægu fátækrahverfi. Raunar er
huglægni bókarinnar eitt megineinkenni henn-
ar og fátækt andans eitt meginyrkisefnið. Firr-
ing og einsemd nútímans og „kitsið“ sjálft.
,,Siðmenningin veður í drasli,“ segir í einu
ljóðanna. Eins og svo oft áður verður hið hug-
læga sjónarhorn Einars að félagslegri ádeilu.
En í kvæðunum er einnig persónulegt uppgjör.
Í Óbyggðum hugans segir svo:
Þú þarft ekki að æla blóði
til að hitta sjálfan þig
eins og sannleikann í spegli,
ekki að sleikja rennusteininn
til að glötunin birtist þér
eins og ljós í glugga sálarinnar.
Ljóðabók Einars skiptist í 5
kafla og virðist mér blær ljóðanna
fremur en efni þeirra ráða þeirri
kaflaskiptingu. Ýmsar form-
tilraunir eru í bókinni. Mörg ljóðin
sækja þó safa sinn í eldra skálda-
mál og form. Ljóðin eru miðjuð og
skapar það ákveðinn blæ. Þau eru
sum hver með þjóðkvæðasniði,
önnur minna jafnvel á dægurlög
með viðlögum. Mörg þeirra eru
draumkennd með myndmáli sem
kallast á við súrrealismann eða ex-
pressíonismann með óræðum hugsana-
tengslum. Í Skógarljóði spyr Einar fuglinn
hvort hann geti þýtt söng hans yfir á mál sitt,
hann sé örlítill trjásproti í einsemd hverfulla
vona bak við skóg tímans, og svo bætist við
þessi fallega mynd:
Nei, þetta er ekki setning,
þetta er stígur í skógi
þar sem trén eru orð
sem hátta sig á haustin
og klæða sig á vorin.
Svo græn er kápa þín
að auðnin æpir
á varir
votar sem lauf.
Ég stytti mér leið framhjá dauðanum er bók
gerjunar og leitar. Einar Már er skáld mikils
hugarflugs. Í þessari bók finnst mér vera meiri
átök en í síðustu verkum hans og ekki laust við
að slegnir séu nokkrir blústónar. Lestur henn-
ar er skemmtileg glíma við frjótt ímyndunarafl.
Efinn og leitin
Bækur
Ljóð
Eftir Einar Má Guðmundsson. Mál og menning 2006
– 144 bls.
Ég stytti mér leið framhjá dauðanum
Skafti Þ. Halldórsson
Einar Már
Guðmundsson