Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 60
60 F MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
eign.is - Austurströnd 3 - Seltj.- sími 533 4030 - fax 533 4031 - www.eign.is - eign@eign.is
Esjugrund - Kjalar-
nesi Virkilega skemmtilegt og glæsilegt
samtals 306 fm einbýli sem skiptist í 247,5 fm
íbúðarrými á tveimur hæðum og 58,6 fm tvö-
faldan bílskúr. Úr húsinu er gríðalegt útsýni yfir
höfuðborgina. Alls eru 5 svefnherbergi og 3
stofur auk alrýmis. 2 baðherbergi. Húsið er
laust. 2756
Langahlíð - 3ja - 4ra
3ja herb. 102 fm íbúð á efstu hæð, auk her-
bergis í risi sem er með aðgangi að salerni.
Íbúðin skiptist í tvær samliggjandi stofur (auð-
velt að loka á milli) með hreint óviðjafnanlegu út-
sýni yfir borgina, eldhús sem er upprunalegt,
svefnherb. og baðherb. með kari. Hús endurnýj-
að að utan. Virkilega skemmtileg og opin íbúð.
Laus við kaupsamning. Verð 19,2 m. 2761
Vantar allar tegundir eigna á söluskrá okkar. 1,5% sölulaun
og enginn aukakostnaður. Skoðum og verðmetum samdægurs.
120 - 200 fm skrifstofuhús-
næði óskast
Vantar fyrir traustan aðila skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu með góðu
aðgengi. Vinsamlegast hafið samband við Andres Pétur í síma 898-8738. 2773
Hátún - 3ja herb. mikið áhvílandi
Vorum að fá í einkasölu 3ja herb., 73
fm íbúð á 1. hæð á frábærum stað.
Íbúðin skiptist í hol með parketi, stofu
með parketi og útg. á svalir, baðher-
bergi með sturtuklefa, stórt svefnherb.
sem var áður tvö, auðvelt að breyta
aftur. Verð 17,4 m. áhv. KB lán kr. 14
m. 2776
Stórholt- hæð með bílskúr
Skemmtileg ca 100 fm íbúð á tveimur
hæðum. 2- 3 svefnherbergi og 1-2
stofur, mikið endurnýjuð eign, m.a. eld-
hús og bað. Eign sem er vert að
skoða. Nánari uppl. gefur Andrés Pétur
á eign.is fasteignasölu í síma 533-
4030. Verð 24,9 m. 2747
Sigurður Gizurarson hrl. lögg. fasteignasali
Andres Pétur Rúnarsson sölustjóri
Sími: 533 40 30
Seljavegur - Glæsiíbúð
Einkar glæsileg 3ja-4ra herb. íbúð á 3. hæð.
Íbúðin skiptist í tvær stofur og tvö góð svefnher-
bergi, baðherbergi með flísum og sturtu, eldhús
með nýrri eikarinnréttingu og nýjum tækjum.
Eignin hefur nánast öll verið endurnýjuð, m.a. ný
gólfefni (parket og flísar), nýir ofnar og lagnir,
nýtt eldhús. Þak var endurnýjað fyrir ca 2 árum.
Verð 20,9 m. 2700
Hlynsalir - Kóp. - 3ja
með bílskýli Virkilega góð 3ja
herb. 102,5 fm íbúð á jarðhæð í góðu fjöleigna-
húsi ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er með
sérinngangi af svölum og hellulagða afgirta ver-
önd. Íbúðin skiptist í 2 svefnherbergi, eldhús
með fallegri innréttingu, baðherbergi með flís-
um, stofu og sérgeymslu í kjallara. Góð eign á
eftirsóttum stað. Íbúðin getur verið laus við
samning. 2748
Garðhús - 2ja með bíl-
skúr Vorum að fá virkilega skemmtilega
2ja herb. 66 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjöleigna-
húsi ásamt 20 fm innbyggðum skúr. Eldhúsið
er með parketi og er opið í stofu sem er með
parketi og útgangi á stórar suðursvalir, svefn-
herbergi með góðum skápum og rúmgott bað-
herbergi með sturtuklefa. Flott í búð á góðum
stað. Áhv. 6,0 m. 2743
hverfisgata - efsta
hæð Í einkasölu vel skipulögð 4ra herbergja
72 fm íbúð á efstu hæð í þessu hús við Hverfis-
götu, gott útsýni yfir sundin. Íbúðin skiptist í 3
svefnherbergi og góða stofu með útgangi á sval-
ir, lítið eldhús, baðherbergi, sérgeymslu í risi og
sam. þvottahús í kjallara. Öll sameign hefur ver-
ið endurnýjuð. Verð 16,4 m. 2775
Grettisgata - 3ja -
ósamþykkt Rúmgóð 90 fm, 3ja her-
bergja íbúð í kjallara í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin
skiptist í herbergi, stofu og eldhús auk þess
sem eitt herbergi er frammi á gangi. Íbúðin er
laus. Verð 15,5 m. 2774
Það má kalla það þráhyggjuað skrifa pistil eftir pistilum gólfhita, en er ekki nægástæða til að hafa gólfhita
sem pistil dagsins aftur og aftur þó
ekki sé úr hefðbundnum predik-
unarstóli talað,
enda ekki vígður
maður sem hér
predikar, eða
hvað? Tvær stað-
reyndir eru aug-
ljósar; sú fyrri að
gólfhiti er orðið
vinsælasta hita-
kerfi í húsum
landsmanna og sú
seinni að illa getur
farið ef ekki er vandað til verka við
lögn þessa hitakerfis. Því miður virð-
ist það sjónarmið skjóta upp koll-
inum, hjá húsbyggjendum, hönn-
uðum og pípulagnamönnum að þetta
sé ákaflega einfalt hitakerfi og einfalt
í lögn vegna þess hve allt lagnaefni er
létt og meðfærilegt. Ekki síst virðast
margir húsbyggjendur halda að þeir
sjálfir geti „fleygt niður slöngum“.
Þessi frasi er því miður á kreiki og
býður svo sannarlega hættunni heim;
að mistök verði gerð sem koma síðan
húseiganda og íbúum hússins í koll.
Eftir þetta svartagallsraus er rétt
að taka upp jákvæðara tal og byrja á
því að fullyrða að það er allsendis
óþarfi að klúðra gólfhitalögn. Mjög
margir evrópskir framleiðendur
plaströra og annars lagnaefnis hafa
varið hundruðum milljóna í að þróa
og prófa lagnaefni og gólfhitakerfi.
Fyrir liggja þykkir doðrantar sem í
er hægt að sækja alla þá þekkingu
sem hönnuðir og pípulagnamenn
þurfa á að halda. Leyfum okkur að
kíkja í einn slíkan. Hann er frá þeim
þekkta þýska framleiðanda Rehau.
Lagnaefni frá honum hefur verið á ís-
lenskum markaði í fjöldamörg ár, en
umbjóðandi hans á Íslandi er Fjöl-
tækni í Reykjavík.
Eins og í góðri kennslustund er
ekki úr vegi að rifja upp hvað um var
fjallað í síðasta tíma eða réttara sagt
síðasta pistli. Þá var þemað það hve
mikilvægt er í fjölbýlishúsum að slíta
steypulagið, sem umlykur rörin, frá
meginsteypuplötunni. Ofan á steypu-
plötuna verður að koma einangrandi
lag, annaðhvort mjög einangrandi
dúkur eða takkamottur úr plasti. Til
að vera svolítið tæknilegur í málfari
er rétt að nefna orðið „varmarýmd“
en það er það steypulag sem tekur
beint til sín hita frá gólfhitarörunum.
Ef engin einangrun skilur steypulag-
ið um rörin frá steypuplötunni, eða ef
svo fráleitlega er unnið að setja gólf-
hitarörin inn í steypuplötuna, er
„varmarýmdin“ orðin allt of mikil eða
allt að 20 cm þykk steinsteypt plata.
Það gengur ekki, kerfið verður seint
að hitna og seint að kólna, viðbrögðin
verða allt of langdregin.
En eftir að hafa gluggað nokkuð í
tæknilegu gögnin frá Rehau rifjast
upp nokkuð sem er jafnvel ekki
minna virði en halda varmanum of-
arlega í plötunni og það er að koma í
veg fyrir hljómburð. Í fjölbýlishúsi er
það stórmál að koma í veg fyrir
hljómburð á milli íbúða. Það er hvim-
leitt að geta fylgst með því á hversu
mjóum hælum frúin á efri hæðinni er
þennan daginn eða með hvað leikföng
börnin eru að leika sér. Auðvitað er
hljómburður nokkuð sem taka verður
tillit til, hvort sem hitakerfið er gólf-
hiti eða eitthvað annað. En ef það er
gólfhiti gefst gott tækifæri til að hefta
hljómburð um leið og komið er í veg
fyrir varmaleiðni í alla plötuna.
Takkamotturnar fyrrnefndu, sem hér
sjást einnig á mynd, eru úr plasti og
það sem athygli vekur við takkamott-
urnar frá Rehau er að plastið er ekki
það sama þvert í gegn. Neðri hlutinn
er ekki eins þéttur og sá efri, þess
vegna dempar plastið hljómburð
meira en ella.
En það er fleira sem þarf að taka
tillit til við lögn gólfhita og þessi at-
riði, sem hér á er bent á eftir, eiga við
um gólfhita burtséð frá því í hvers
konar húsnæði hann er. Áður nefnt
steypulag um gólfhitarörin, „varma-
rýmdin“, það lag þarf ætíð að slíta frá
útvegg. Ekki láta það steypulag
tengjast útvegg, þetta er algild regla.
Skiptir ekki máli hvort húsið er ein-
angrað að utan eða innan. Þá er það
mjög jákvætt að slíta varmarýmdina í
sundur undir veggjum, þá er ekkert
varmaflæði á milli herbergja því að í
gólfhitakerfum er ætíð höfð sérstök
varmastýring í hverju herbergi, ná-
kvæmlega eins og gert er þegar um
ofnkerfi er að ræða.
Munið þetta; við alla lagnavinnu,
ekki síst við lögn gólfhitakerfa, skipta
smáatriðin miklu máli. Smáatriðin,
sem virðast smá við fyrstu sýn eru
það ekki, þau eru stór og mjög mik-
ilvæg.
Upplagt tækifæri til að koma í
veg fyrir hljómburð milli íbúða
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is
Sigurður Grétar
Guðmundsson
Hér er verið að leggja gólfhitarör í takkamottur úr plasti sem ekki
aðeins varna hitanum að streyma niður, heldur koma einnig í veg
fyrir hvimleiðan hljómburð.
Þar sem léttir veggir koma ofan á hitaða steypu-
flötinn, varmarýmdina, er til bóta að koma fyrir
slíkum borða til að varna varma- og hljóðleiðni.
Þetta er borði sem leggja á við út-
veggi og aðra steypta veggi sem
tengjast gólfplötunni til að koma í veg
fyrir að varmi og hljóð berist frá
varmarýmdinni.