Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 61

Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 F 61 Hægt er að skoða fleiri myndir af eigninni á www.kirkjuhvoll.com. Nánari upplýsingar veita Aron í síma 861 3889 og Karl í síma 892 0160. Skrifstofuhúsnæði til leigu/sölu Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf. sérhæfir sig í útleigu á skrifstofu-, þjónustu-, lager- og iðnaðarhúsnæði og er með rúmlega 35.000 m² á höfuðborgarsvæðinu. FASTEIGNAFÉLAGIÐ KIRKJUHVOLL EHF. www.kirkjuhvoll.com Grensásvegur 16a. 1325 m2 skrifstofuhúsnæði, steinsteypt hús á þremur hæðum auk kjallara. Stendur á horni Fellsmúla og Grensásvegar á áberandi stað og hefur mikið auglýsingagildi. Húsinu tilheyra alls 33 bílastæði, þar af 8 í lokuðu bíla- stæðahúsi. Laust til afhendingar 1. ágúst. Hægt er að skoða fleiri myndir af eigninni á www.kirkjuhvoll.com. Nánari upplýsingar veita Aron í síma 861 3889 og Karl í síma 892 0160. Atvinnuhúsnæði til leigu/sölu Suðurhraun 3, Garðabæ. Vesturhluti 3000 m² fjölnotahúss, þar af um 900 m² skrifstofuhæð með fullbúnu mötuneyti og búnings- aðstöðu. Mikil lofthæð (allt að 7 metrar að hluta), stór lóð, gáma- aðstaða, stórar innkeyrsludyr og næg bílastæði. Húsið hefur mik- ið auglýsingagildi þar sem Álftanesvegur verður lagður handan hússins. Samþykktur 1000 fm byggingaréttur. (Heildarstærð getur orðið 4000 fm). Laust til afhendingar 1. maí. Reykjavík – Húsið að Þingholts- stræti 14 í Reykjavík er til sölu hjá Húsakaupum. Það er hæð, kjallari og ris, samtals 269,8 fermetrar, þar af 23,4 fm viðbygging. „Þetta er eitt af virðulegri húsum gamla miðbæj- arins og byggt í stíl við Viðeyj- arstofu,“ segir Halldór Ingi Andr- ésson hjá Húsakaupum. Þetta hús var byggt á árunum 1880 og 1881 af Helga snikkara Helgasyni, trésmiði og tónskáldi (Öxar við ána, Nú er glatt í hverjum hól), og Bjarna múrara Guðmunds- syni fyrir Benedikt Gröndal, skóla- kennara og skáld. Helgi byggði mörg þekkt hús í Reykjavík, m.a. Kvennaskólann við Austurvöll, Amtmannshúsið við Ing- ólfsstræti, auk íbúðarhúsa en eitt þeirra var að Ingólfsstræti 11, þar sem Helgi bjó sjálfur og er nú á Ár- bæjarsafni. Helgi smíðaði einnig þil- skip og hljóðfæri. Benedikt Gröndal, skáld, bók- menntafræðingur og náttúrufræð- ingur, var ekki síður mikils metinn í kringum aldamótin. Hann gaf út fjölda ritverka, greina, þýðinga og skáldverka. Benedikt bjó að Þing- holtsstræti 14 í 6 ár en þá eignaðist húsið Jón Jensson, dómari í Lands- yfirrétti, bæjarfulltrúi og þingmaður Reykvíkinga. Hann seldi dr. Bjarna Sæmundssyni náttúrufræðingi húsið árið 1904, en fyrsti vísir að Hafrann- sóknastofnuninni var í kjallara þess og Bjarni eini starfsmaðurinn. Bjarni gaf út fjölda náttúru- fræðirita. Eftir daga Bjarna hefur húsið verið í fjölskyldu hans, eða til ársins 1998 þegar núverandi eig- endur keyptu húsið. Upphafleg lýsing á húsinu er „… íbúðarhús að lengd 14 álnir, breidd 13 álnir og hæð 5 álnir úr timbri, bindingi og timbur bitum og þakið úr járni …“ skv. Brunavirð- ingu frá 1881. Skv. gögnum Árbæjarsafns og Borgarskjalasafns voru gerðar end- urbætur á kjallara 1908. 1918 var inngönguskúr við austurhlið byggð- ur og kvistar og dyr frambyggðar. 1927 var byggður inngönguskúr við norðurhlið. 1980 er skráð að svalir hafi verið byggðar og loks 1983 garðhúsið. 1979 er skráð í virðingu að allt húsið hafi verið tekið í gegn, skipt hafi verið um glugga og tvöfalt gler sett í og skipt um allar lagnir. Núverandi eigendur endurbyggðu sólskálann úr varanlegra efni og endurnýjuðu lagnir 1998, auk ým- issa annarra lagfæringa. Á aðalhæð hússins eru þrjú íbúð- arherbergi, eldhús, gestasnyrting og gangar. Af hæðinni er útgengt út á verönd/svalir til vesturs. Í risi eru fimm herbergi og baðherbergi með baðkeri og svölum til vesturs og austurs. Kjallari er undir öllu hús- inu, en þar er stórt herbergi, þvotta- hús, geymslur og lagnaherbergi. Innangengt er í viðbygginguna sem upphaflega var byggð sem sólstofa. Stærð lóðarinnar er 375 ferm. en samkvæmt nýju deiliskipulagi á Menntaskólinn í Reykjavík 100 ferm. ræmu sem verður tekin af lóð- inni á næstunni. Hægt er að skoða deiliskipulagið á vef Reykjavík- urborgar. Þess má líka geta að Þingholts- stræti 14 er háð þjóðminjalögum um allar breytingar á núverandi ástandi þess. Uppsett verð 75 milljónir króna og ráðgert er að hafa opið hús milli klukkan 17.00 og 19.00 laugardaginn 12. mars. Húsið í Þingholtsstræti 14 er til sölu hjá Húsakaupum. Það er hæð, kjallari og ris, samtals 269,8 ferm., þar af 23,4 fm viðbygging. Uppsett verð er 75 millj. kr. Þingholtsstræti 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.