Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● SÉRFRÆÐINGAR Danske Bank hafa ítrekað þá spá sína að Íslend- ingar geti staðið frammi fyrir efna- hagssamdrætti þegar á þessu ári og á því næsta. Í frétt Børsen í gær er vitnað til álits Danske Bank á stýri- vaxtahækkun í Seðlabanka Íslands en þar segir að enginn vafi leiki á að ofþensla sé í íslenska hagkerfinu, verðbólgan fari vaxandi og ójafnvægi sé í efnahagsmálunum. Danske Banke segir að ef ekki takist að koma böndum á verðbólg- una með peningamálaaðgerðum þá aukist hættan á að fjármálakreppa geti riðið yfir. „Fjármálakreppa gæti veikt krón- una enn frekar og það getur haft í för með sér að verðbólgan fari yfir 10%. Við álítum að það séu miklar líkur á samdrætti í ár og á næsta ári,“ segir í áliti Danske Bank. Verðbólgan gæti farið yfir 10% ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● BAUGUR Group sendi stjórn dönsku Matas-snyrtivörukeðjunnar bréf um „kauptilboð“ í gær en að sögn Skarphéðins Bergs Stein- arssonar, yfirmanns norrænna fjár- festinga Baugs er ekki hægt að tala um einfalt kauptilboð vegna eign- arhaldsfyrirkomulagsins á keðjunni. Hluthafar keðjunnar eru 180 og eiga 291 Matas-verslun og mismunandi margar en enginn á þó fleiri en 15 verslanir. „Við sendum þeim bréf með hug- myndum okkar í morgun [í gærmorg- un]. Það er ákveðið fyrirkomulag á þessum rekstri í dag og það þurfa að verða breytingar á því þannig að við vorum einnig að kynna þeim hug- myndir okkar hvernig ætti að breyta því,“ segir Skarphéðinn. Spurður hvort tilboðið feli í sér að verslunareigendurnir verði áfram rekstraraðilar að verslununum seg- ist Skarphéðinn vonast til þess að þeir sem hafi áhuga á því muni geta starfað við reksturinn áfram. Fram kom í frétt Børsen í gær að Ernst & Young Corporate Finance telji Matas-keðjunna vera 34-38 milljarða króna virði og að verðið geti orðið enn hærra ef slegist verð- ur um keðjuna en talið er norrænn fjárfestingasjóður hafi einnig gert til- boð í keðjuna. Baugur gerir Matas- eigendum tilboð ● GENGI krónunnar veiktist í gær um 1,47%. Gengisvísitalan var 119,1 stig í upphafi dags en endaði í 120,85 stigum, sem þýðir að krón- an veiktist. Veltan á millibankamark- aði nam 27,4 milljörðum króna. Gengi dollars var við lokun við- skipta 71,63 krónur, gengi punds 124,45 krónur og gengi evru 86,8 krónur. Krónan veiktist um 1,47% ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands hækkaði um 0,05% í gær og er nú 5.894 stig. Viðskipti með hlutabréf námu samtals 28,1 milljarði króna. Mest voru viðskipti með bréf Glitnis banka fyrir um 10,4 milljarða króna. Mest lækkuðu bréf Icelandic Group, um 1,1% og þá FL Group, um 0,9%. Mest hækkuðu bréf Mosaic Fashions og Hampiðj- unnar, hvor tveggja um 2,9%. Viðskipti með hlutabréf upp á 28 milljarða LANDSBANKI Íslands hefur gengið frá 300 milljóna doll- ara skuldabréfaútgáfu til fjárfesta í Bandaríkjunum. Það svarar til um 21 milljarðs íslenskra króna. Útgáfan er til þriggja og fimm ára og segir í tilkynningu frá bank- anum að hún samræmist stefnu hans um aukinn fjölbreytileika í erlendri fjármögnun. Þá sé áhugi banda- rískra fjárfesta á útgáfu bankans einkar ánægjulegur. Umsjón með út- gáfunni hafði Banc of America Sec- urities LLC og Société Générale var í hlutverki ráðgjafa. Skuldabréfaút- gáfan er hluti af reglulegri fjár- mögnun Landsbankans. „Þessi 300 milljón dollara skulda- bréfaútgáfa staðfestir það traust sem Landsbankinn hefur á meðal bandarískra fjárfesta,“ segir í tilkynningu Landsbankans. „Fundir með fjárfestum gáfu gott tækifæri til að greina frá undirstöðuatriðum í rekstri Landsbankans og fjárhagslegum styrk.“ Brynjólfur Helgason, fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Lands- bankans, segir að upphaflega hafi staðið til að bankinn myndi gefa út skuldabréf fyrir 200 milljónir doll- ara. Vegna góðrar eftirspurnar hefði hins vegar verið ákveðið að gefa út 300 milljónir. Varðandi kjör- in í skuldabréfaútgáfu segir Brynj- ólfur að þau séu viðunandi og bank- inn sé ánægður með þau. Bankinn gefi hins vegar ekki upp hver þau séu. Fjölbreytileiki í fjármögnun !"#$% &' ( )  *(   # !"#$ % +   (     ,  ( )   #  ! "     # $"% &   /    -<" ' %  '    !"#  "#  !"# $% !"# &' ()*"# + !"# ' !"# *(*"# , !-*'$*"# ,%' *"#!"$ +* (*. * "# / "# /   "* "# 0  1$ 23  43#(*"# 5 "# =  4<3 . )   * !"#  2 . * "#!"$ $* "# !24*"#!"$ 6 *  !"# 78" 4"# 9: *9   ;<''*'2 %2*"# =**  %2*"# ; 4)/  ) :    ><442"#!"$ 03 ?'0 2 *  # &5  1*)  6@>A 0B2  2 # 2                    1        1 1 1 1   $ <*'3 <2 # 2  1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1  CDE CDE 1 C1DE C1DE C1DE 1 C1DE C1DE 1 1 CDE CDE 1 CDE C DE 1 1 CDE C1DE 1 CDE 1 1 1 1 CDE  2 ! ' * ;(2B ' , !0 #  #  #  # # ##  # # #  ##  # #  #  #  # # # # #  1  # #  # 1 1 1 1 #                                              =2 !B-) ## ; #F" ' *  4%  2 !      1     1 1 1 1  AVION Aircraft Trading, dótturfélag Avion Gro- up, hefur fest kaup á sjö Boeing 747-400 flug- vélum. Sex þessara flugvéla eru farþegavélar en ein er fraktvél. Samhliða kaupunum hefur félagið samið við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar um breytingar á fjórum vélanna í fraktvélar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Avion Group. Heildarverðmæti þessara sjö Boeing 747-400 flugvéla og þeirra breytinga sem samið hefur verið um við Boeing er í kringum 405 milljónir Bandaríkjadala eða um 28 milljarðar íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningunni að kaupin séu fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Sex vélanna eru keyptar af All Nippon Air- ways (ANA) í Japan og ein vél er keypt af Cargo- lux í Lúxemburg. Fyrsta vélin verður afhent í lok þessa árs. Í tilkynningunni segir að fyrirhugað sé að nota fraktvélarnar fimm í rekstri dótturfélags Avion Group, Air Atlanta Icelandic, og að þær komi í stað eldri véla í flota félagsins. Þá segir að kaup- in séu liður í endurnýjun flota Air Atlanta Ice- landic og þeirri stefnu félagsins að leggja meg- ináherslu á rekstur fraktvéla. Farþegavélarnar tvær verða hins vegar notaðar í rekstri hjá öðru dótturfélagi Avion Group, Travel City, sem er hluti af Excel Airways Group. Haft er eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórn- arformanni Avion Group, í tilkynningunni að þetta sé mikilvægt skref fyrir Avion Group og liður í áframhaldandi uppbyggingu í samræmi við stefnumörkun félagsins. „Kaup á þessum vélum gera okkur kleift að viðhalda sterkri markaðs- stöðu. Air Atlanta Icelandic er leiðandi félag á sínu sviði og þessi kaup styrkja félagið enn frek- ar,“ segir Magnús. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Air Atlanta Ice- landic, segir að þessar Boeing-flugvélar komi til með að auka hagkvæmni með meiri burðargetu og lægri eldsneytis- og rekstrarkostnaði en eldri vélar félagsins. „Einnig styðja kaupin vel við þær átta nýju Boeing 777 fraktvélar sem voru keypt- ar nýlega og við fáum afhentar 2009. Við teljum að Avion Aircraft Trading hafi gert mjög góð kaup í þessum Boeing 747-400 vélum,“ segir Haf- þór. Avion kaupir sjö Boeing-flugvélar KAUPÞING banki hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð um 43,5 millj- arðar króna (500 millj- ónir evra) í Evrópu til fjármögnunar á íbúða- lánum bankans á Íslandi. Í tilkynningu frá bank- anum kemur fram að skuldabréfin séu með Aaa-lánshæf- iseinkunn frá lánsmatsfyrirtækinu Moody’s Investors Service. Bréfin hafi verið seld til evrópsks fjár- festis í einu lagi og sala skulda- bréfanna hafi verið í höndum Deutsche Bank. Guðni Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Kaup- þings banka, segir að Deutsche Bank hafi óskað eftir því að kaupa skuldabréf að fjárhæð 500 millj- ónir evra af Kaupþingi banka. Deutsche Bank muni síðan hafa milli- göngu um að selja bréf- in til evrópskra fjár- festa. „Þetta er samningur á milli Kaupþings banka og Deutsche Bank og það er samkomulag milli aðila um að gefa verðið ekki upp. Hins vegar get ég greint frá því að kjörin eru hagstæðari en við höfum áður séð. Enda erum við að selja skuldabréf með hæsta lánshæfismati sem íslenskt einka- fyrirtæki hefur fengið, og það sama og ríkið er með. Þetta sýnir að við höfum mörg úrræði til að fjármagna bankann,“ segir Guðni. Hagstæðari kjör en áður Kaupþing banki og Landsbankinn gefa út skuldabréf fyrir samtals 65 milljarða VEXTIR af nýjum útlánum Íbúða- lánasjóðs hækka um 0,20 prósentu- stig frá og með deginum í dag. Sjóð- urinn býður tvenns konar lán, annars vegar lán sem eru án uppgreiðslu- gjalds og hins vegar lán með upp- greiðslugjaldi. Vextir af lánum sem eru án uppgreiðslugjalds eru nú 4,85% en voru 4,65%. Vextir af lánum sem eru með uppgreiðslugjaldi hækka hins vegar úr 4,40% í 4,60%. Ákvörðum um hækkun á útláns- vöxtum Íbúðalánasjóðs var tekin í kjölfar útboðs íbúðabréfa sem lauk í gær. Alls bárust tilboð að nafnvirði 8,4 milljarðar króna í útboðinu. Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað að taka tilboð- um í íbúðabréf að nafnvirði 3,7 millj- arðar króna. Vegin heildarávöxtunar- krafa tekinna tilboða í útboðinu með þóknun var 4,33%, að því er fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. Viðskiptabankarnir hækkuðu vexti af íbúðalánum sínum í fyrradag í kjöl- far hækkunar á stýrivöxtum Seðla- bankans. Vextir af íbúðalánum Glitnis og Kaupþings banka eru nú 4,60% en Landsbankans eru 4,70%. Íbúðalánasjóður hækkar vexti FJALLAÐ er um þá ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands frá því í fyrradag, að hækka stýrivexti bankans, á forsíðu fjármálablaðsins Financial Times í gær. Þar segir að Seðlabankinn hefði þurft að hækka stýrivextina til að stöðva gengishrap íslensku krónunnar. Greinin er skrifuð af tveimur blaða- mönnum FT, Ivar Simensen í Reykjavík, og Sundeep Tucker í Wellington á Englandi. FT segir að Ísland sé meðal þeirra landa sem fjárfestar hafi verið að fjár- festa í vegna vaxtamunar. Fjárfest- arnir taki fé að láni á lágum vöxtum, þar sem þess sé kostur, og noti það til fjárfestinga á svæðum sem bjóði upp á mikla ávöxtun, svo sem á Íslandi, Nýja-Sjálandi og í Ungverjalandi, þar sem vextir eru háir. Að undanförnu hafi hins vegar dregið úr þessum við- skiptum vegna vaxtahækkana í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu og búist sé við að Japanir hækki einnig vexti. Þar með dragi úr vaxtamun milli lágvaxtasvæða og hávaxta- svæða. Þá kemur fram í fréttinni að gengi íslensku krónunnar hafi lækkað um 12% gagnvart Bandaríkjadal á þessu ári og nýsjálenski dalurinn um 10,7%. Ungverska forintan hafi lækkað um 5,1%. FT bendir á að í öllum þessum löndum sé mikill viðskiptahalli. Í fréttinni segir að veiking krón- unnar hafi haft áhrif á gjaldmiðla víða um heim, þar á meðal á nýsjálenska dalinn. Hefur blaðið eftir Michael Cullen, fjármálaráðherra og aðstoð- arforsætisráðherra Nýja-Sjálands, að ef gengi dalsins haldi áfram að lækka muni stjórnvöld þrýsta á seðlabank- ann þar í landi að fresta væntanlegri vaxtalækkun. Margir sérfræðingar hafi hvatt til að stýrivextir, sem þar í landi eru 7,25%, verði lækkaðir til að örva efnahagslífið. Hækkun stýrivaxta Seðla- bankans vekur athygli 7 G 0H9        D D ;0> &I       D D @@ J/I      D D J/I,"%* 7       D D 6@>I &KL*        D D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.