Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VARNARLIÐIÐ hefur ákveðið að draga verulega úr starfsemi eða jafnvel að loka varnarstöðinni á Miðnesheiði. Öllum íslenskum starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum og mun það hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir starfsfólkið, fjölskyldur þeirra og allt atvinnu- líf á Suðurnesjum sé ekki rétt á málum haldið á næstu mán- uðum. Í erfiðleikum dags- ins í dag felast tæki- færi morgundagsins. Vel mælt og í þessum orðum felst mikill sannleikur. Íslend- ingar hafa áður staðið frammi fyrir erfið- leikum og sveiflum í atvinnumöguleikum fólksins í landinu og komist frá þeim erfiðleikum með glæsibrag. Fáar þjóðir geta státað af jafn kraftmiklu og öflugu þjóð- lífi og við Íslendingar höfum byggt upp og er ég sannfærður um að þegar frá líður munum við standa betur en áður hvað varðar atvinnu- möguleika og atvinnuöryggi. Ein af þeim deildum hersins sem hvað bestum árangri hefur náð í starfi sínu er Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli. (SK) Slökkvi- liðið er margverðlaunað fyrir framúrskarandi árangur. Ég nefni þetta hér því að til að ná þessum árangri þarf samhent lið bæði þeirra sem stjórna og ekki síst þeirra slökkviliðsmanna sem sinna hinum daglegu störfum með faglegum metnaði og vilja til að ná settu marki. Ljóst má vera að við brotthvarf Bandaríkjamanna breytist margt og munum við sjálf taka að okkur rekstur og ábyrgð á þeim starfs- einingum sem nauðsynlegt verður að starfrækja áfram vegna al- þjóðaflugvallarins. Það er því afskaplega mikilvægt að búa þannig um hnútana að sú mikla fagþekking og sérhæfing sem til staðar er innan SK glatist ekki, heldur verði nýtt til enn frek- ari uppbyggingar á grunnörygg- isþjónustu í samfélaginu sem slökkviliðin hafa með að gera. Það liggur fyrir að Íslendingar þurfa að axla meiri ábyrgð á eigin öryggismálum frá því sem nú er. Einn mikilvægasti þáttur í að tryggja öryggi og þjónustu við íbúa komi til slysa, eldsvoða, nátt- úruhamfara, efnaárása eða ann- arra hryðjuverka er að hafa öflug og vel þjálfuð slökkvilið. Segja má með vissu að orðið slökkvilið er rangnefni fyrir það alhliða björgunarlið sem slökkviliðin eru orðin. Í dag sinna öll stærri slökkviliðin margháttaðri björg- unarstarfsemi langt umfram það sem ætla mætti í fljótu bragði. Þar má nefna sjúkraflutninga og margháttaða starf- semi sem af þeim leið- ir svo sem björgun og meðhöndlun bráðveikra og slas- aðra sem eru í eðli sínu björg- unarstörf þar sem kappkostað er fyrst og fremst að bjarga manns- lífum. Á degi hverjum bjarga slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamenn fólki frá dauða með end- urlífgun og sérhæfðri meðferð ut- an spítala hvort heldur er vegna veikinda eða slysa. Viðbrögð við eiturefnaslysum af hvaða tagi sem þau nefnast eru samkvæmt lögum á verksviði slökkviliðsmanna og hafa slökkvi- liðin aukið mjög við menntun og þjálfun sinna manna ásamt því að auka við tæknilegan búnað á und- anförnum árum. Nú nýlega kynnti brunamálastjóri stórt átak í end- urnýjun og nýkaupum á búnaði til að bregðast við eiturefnaslysum. Verði eldur laus eru að sjálf- sögðu slökkviliðin kölluð til og má segja að okkur finnist það svo eðli- legt að sjaldnast er minnst á það sem til þarf til að geta brugðist skjótt og vel við. Má þar nefna flókinn tækjabúnað, menntun og þjálfun sem tekur slökkviliðsmann nokkur ár að ljúka vegna þess hversu flókið og umfangsmikið starf slökkviliðsmanna er. Til viðbótar þessu öllu sinna slökkviliðin björgun utan alfara- leiða með það að markmiði að tryggja sem besta þjónustu við þann eða þá sem eru hjálpar þurfi með því að koma sérhæfðri mennt- un sjúkraflutningamanna til fólks í neyð. Slökkviliðin sinna annarri marg- háttaðri aðstoð við samfélagið. Má þar nefna aðstoð verði vatnstjón á heimilum eða fyrirtækjum, vegna tjóna í óviðrum, björgun úr vötn- um, ám og sjó auk annarra verk- efna sem of langt mál væri að telja upp hér. Til að geta brugðist við þeim hættum sem steðjað geta að sam- félagi okkar er algjörlega nauð- synlegt að hafa stór, öflug og vel þjálfuð slökkvilið, (björgunarlið) sérstaklega í ljósi breytinga á vörnum landsins. Kjölfestan í bráðaþjónustu við samfélagið er í slökkviliðunum. Það er því nauðsynlegra nú, við breyttar aðstæður í varnarmálum þjóðarinnar, en nokkru sinni áður að efla og stækka slökkviliðin hér á suðvesturhorninu. Það mun hafa mikil samlegð- aráhrif inn í framtíðina og tryggja samhæft og öflugt viðbragð hvort heldur eru dagleg minni útköll eða stórir atburðir eða eitthvað þaðan af verra. Til að tryggja öryggi okkar sem best inn í framtíðina ættu stjórn- völd því ekki að láta það tækifæri sem nú blasir við fram hjá sér fara. Ríkisvaldið og sveitarfélögin ættu án tafar að semja um fram- kvæmd sameiningar slökkvilið- anna á Suðurnesjum, höfuðborg- arsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjamenn á förum Vernharð Guðnason fjallar um brottför varnarliðsins ’Ríkisvaldið og sveit-arfélögin ættu án tafar að semja um framkvæmd sameiningar slökkvilið- anna á Suðurnesjum, höf- uðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli.‘ Vernharð Guðnason Höfundur er formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. ÓHÆTT er að fullyrða að byggðastefna íhalds og Fram- sóknar er ein rjúk- andi rúst. Byggðirnar sem voru í vörn eru nú í nauðvörn og ekki er byggt undir vaxta- svæðin með vitrænum hætti. Hinn stór- brotni flutningur op- inberra starfa út á land brást hrapallega einsog fram kom í svari fjármálaráð- herra við fyrirspurn Sigurjóns Þórð- arsonar alþingis- manns fyrir nokkru: 3.000 ný opinber störf á höf- uðborgarsvæðinu en fækkun úti á landi, þegar þróun síðustu tíu ára er skoðuð. Byggðastefna stjórnarflokkanna brást og er nú pólitískar bruna- rústir einar. Allt kapp hefur verið lagt á álver og stóriðju í tilteknu kjördæmi tiltekinna ráðamanna en raunveruleg byggðastefna sem að- stoðar varnarsvæðin til bjargálna sett hjá. Þá er ég einkum að tala um þrennt sem nútímaleg byggða- stefna á að miða að; menntun, samgöngur og öflugri sveitarfélög. Ný byggðastefna Iðnaðarnefnd hefur nú til um- fjöllunar drög að þingsályktun um byggðaáætlun fyrir næstu árin. Mikinn orðaflaum upp á gamla móðinn er þar að finna en lítið um raunveru- lega byggðapólitík eða viðurkenningu á þeim vanda sem uppi er víða um land. Mikilvægast er að skipta landinu í þrennt í byggðalegri nálgun. Höfuðborgarsvæðið, vaxtasvæðin í jöðrum borgarinnar og varnarsvæðin fyrir norðan, austan og vestan. Við mætti bæta Vestmannaeyjum vegna samgangna á milli lands og eyja. Þá liggur hin raunverulega nálgun fyrir og hægt að grípa til aðgerða sem duga til. Í nauðvörninni þarf að grípa til bráðaaðgerða í samgöngu- og at- vinnumálum en á vaxtasvæðunum, Suðurland, hluta Vesturlands og Suðurnesin, skiptir mestu að und- irbyggja vöxtinn með tilteknum að- gerðum. Ekki að láta einsog lands- hlutarnir séu ekki til og ekki viðfang byggðamálaumræðunnar. Sérstaklega er þetta mikilvægt nú þegar mikið rót kemst á vinnu- markaðinn á Suðurnesjum út af brottför hersins. Að bjóða upp á öfluga endurmenntun og ný tæki- færi til að bæta við nám sitt. Ný byggðastefna snýst í fyrsta lagi um boðlegar og nútímalegar samgöngur. Tvöföldun Reykjanes- brautar rammar inn mikilvægi, ár- angur og ábata slíkra aðgerða. Því á að vinna byggðaáætlun samhliða samgönguáætlun og þætta saman. Án róttækra samgöngubóta við ein- stök svæði landsbyggðar og innan þeirra verður ekki um áframhald- andi vöxt að ræða. Samgöngubætur eru þær fjárfestingar sem þarf að ráðast í eigi að ná árangri í því að efla landið allt. Menntun og aftur menntun Þá er það hlutverk menntunar í byggðamálum en hún ræður úrslit- um um vöxt og viðgang byggða að mínu mati. Bæði hvað varðar fjöl- breytni í atvinnulífi og pólitískri eflingu svæðanna utan höfuðborgar. Það þarf að efla staðbundna há- skólamenntun og menntunarstofn- anir sem sinna fullorðinsfræðslu og endurmenntun en efling háskóla- náms og endurmenntunar er ódýr en árangursríkasta byggðastefnan sem völ er á. Þannig er best að byggja undir svæðin með því að fjölga menntunartækifærum fyrir fólkið heima í héraði. Gera fólkinu sjálfu kleift að menntast og bæta við þekkingu sína. Skapa síðan tækifærin sjálft í stað heildar- lausna að ofan einsog Framsókn og íhald er fast í. Uppbygging námsins þarf bæði að snúa að nýjum námstækifærum fyrir fullorðna með stutta formlega skólagöngu og háskólamenntun sem byggist á sérkennum og sér- stöðu viðkomandi svæða. Ásamt og framboði á háskólanámi um fjar- nám. Dæmi um mikilvægi og við- gang þess þá stunda um 150 manns háskólamenntun um fjar- nám við Fræðslunet Suðurlands. Fræðslunetin og símennt- unarstöðvarnar hafa haft mikil og góð byggðaleg áhrif. Þau hafa þróast þannig að nú sinna þau há- skólamenntun í æ ríkari mæli en upphaflega var ráð fyrir gert og hefur það blessunarlega bæst við grunnþjónustu þeirra. Því hefur ríkisvaldið hinsvegar ekki viljað taka þátt í og greiðir engan kostn- að af því námi. Núverandi mennta- málaráðherra hefur ekki sýnt nokkra viðleitni til að breyta þeirri fráleitu nálgun menntamála- yfirvalda. Ástæðan; átta ára gömul ályktun Alþingis um að einungis skuli styrkja háskólanám á Vest- fjörðum og fyrir norðan. Stærri og sterkari sveitarfélög Þriðja áhersla nútímalegrar byggðastefnu sem tekur til lands- ins alls, Reykjavíkur og höf- uðborgar líka, er að efla sveit- arfélögin. Styrkja tekjustofna þeirra, færa til þeirra verkefni og vald í svipuðum mæli og gerist á hinum Norðurlöndunum. Verkefni á borð við rekstur framhaldsskól- anna, öldrunarþjónustunnar og löggæslunnar. Þetta er alvöru byggðastefna sem stuðlar að því að sveitarfélögum fækki og þau stækki til að hafa afl til góðra verka og uppbyggingarstarfsemi hverskonar. Ranglætið í tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga felldi tillögurnar í átakinu til að fækka sveit- arfélögum fyrir nokkrum mán- uðum. Vantrú og tortryggni sveit- arstjórnamanna í garð ríkisvaldsins er mikil og verð- skulduð og spiluðu stóra rullu í falli sameiningarátaks félagsmála- ráðherra. Samgöngur, menntun og sterk- ari sveitarfélög. Það er grunn- urinn að því að reka vitræna byggðastefnu sem er ekki grund- völluð á ölmusu og sértækum skyndilausnum sem hafa verið inntak og útgangspunktur at- vinnu- og byggðastefnu Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks. Stefna sem nú er brunarústir ein- ar. Upp úr þeim rústum þarf að endurreisa byggðastefnu landsins í kjölfar næstu kosninga sem von- andi gera út um þann vetur sem ríkt hefur í íslenskum stjórn- málum síðasta áratuginn eða svo. Brunarústir byggðastefnunnar Björgvin G. Sigurðsson fjallar um byggðastefnu Björgvin G. Sigurðsson ’Byggðastefna stjórn-arflokkanna brást og er nú pólitískar brunarústir einar.‘ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. SENN eru tólf ár síðan vinstri- menn náðu meirihluta í annað sinn í borgarstjórn. Í kjöri eru tveir af þeim borgarfulltrúum sem mynduðu fyrsta meirihlutann. Annar þeirra er Árni Þór Sigurðsson hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Síðan þá hefur Árni Þór Sigurðsson helgað sig borgarmál- unum í Reykjavík. Hann hefur tekið að sér marga mikilvæga málaflokka og fengið miklu áorkað. Þeir sem muna fyrsta kjörtímabilið undir stjórn Reykjavík- urlistans þekkja það átak sem þá var unn- ið í málefnum leik- skólastigsins. Í aug- um margra er Árni Þór holdgervingur þess. Síðan hefur enginn efast um að Árni er maður sem kemur hlutunum í verk. Kemur hlutunum í verk Síðan hefur Árni unnið að hafnar- málum, skipulags- málum og umhverf- ismálum. Í öllum þessum málaflokkum hefur orðið mikil upp- bygging undir hans forystu. Margir hneigjast til þess að hugsa fyrst og fremst um einstök hitamál þegar minnst er á skipu- lagsmál. En á valdatíma Reykja- víkurlistans hefur líka verið unnið að nauðsynlegri gerð aðalskipu- lags. Það hefur þurft að gera heildstætt borgarskipulag og deili- skipulag þar sem það var einfald- lega ekki til. Þá vinnu leiddi Árni Þór um skeið. Á þessum tólf árum hefur Árni Þór ekki verið eins og hani á haug sem stöðugt galar um eigin afrek. Raunar má telja það galla Árna Þórs hversu lítið hann flíkar eigin afrekum. En fyr- ir einn stjórnmálaflokk er mjög mikilvægt að hafa aðgang að reynslubrunni eins og Árna. Fáir þekkja borgarkerfið betur. Fáir hafa meiri reynslu af sáttum og málamiðlunum í þágu góðs málstaðar. Eiginleikar sem þarf í borgarstjórn Reynsla. Þekking. Atorka. Sanngirni. Góð dómgreind. Menn geta verið á eitt sáttir um að þetta séu eig- inleikar sem hver borgarstjórn þarf á að halda og Árni Þór stendur fyrir allt þetta. Þess vegna stefnir Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð á að fá Árna Þór kjör- inn í borgarstjórn. Flokkarnir sem skipa núverandi meiri- hluta þurfa stuðning til að geta áfram unnið að betri Reykjavík. Vinstri græn bjóða nú fram í fyrsta sinn og vonast eftir stuðningi 15% borgarbúa til þess að geta haft áhrif. Án stuðnings borgarbúa mega sjónarmið nátt- úruverndar, velferðar og jafnaðar sín lítils. Árni Þór Sig- urðsson er í baráttusætinu og það er góður kostur. Ég hvet Reykvík- inga til að tryggja honum sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. Við þurfum Árna í borgarstjórn Ármann Jakobsson fjallar um borgarstjórnarkosningarnar Ármann Jakobsson ’Þeir sem munafyrsta kjör- tímabilið undir stjórn Reykja- víkurlistans þekkja það átak sem þá var unnið í málefnum leik- skólastigsins. Í augum margra er Árni Þór hold- gervingur þess. Síðan hefur eng- inn efast um að Árni er maður sem kemur hlut- unum í verk.‘ Höfundur er íslenskufræðingur og kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
110
Issues:
55339
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 90. tölublað (01.04.2006)
https://timarit.is/issue/284299

Tengja á þessa síðu: 50
https://timarit.is/page/4126859

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

90. tölublað (01.04.2006)

Aðgerðir: