Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Nú eru liðin 24 ár frá því að Júlía kynnt- ist þeim Gumma og Hönnu. Þau gerðu hana að einum af fjölskyldunni og umvöfðu hana og dætur hennar tvær kærleika og um- hyggju. Gummi átti fimm börn en hann átti rúm í hjartanu fyrir miklu fleiri. Fjölskyldan stækkaði og Gummi var alltaf í afahlutverkinu og eiga öll börnin alveg einstakar minningar um sína stund með afa. Alltaf var talað um Gumma afa enda stóð hann sig vel í því hlutverki og útlitið hafði hann með sér. Gummi afi var mikill dýravinur og þau eru ófá dýrin sem nutu góðs af nærveru hans, hundar, kettir, kanínur og ekki síst fuglarnir sem fengu brauð á köldum vetrum. Í Faxatúninu var mikill dýragarður og kenndi þar ýmissa grasa enda afar góð aðstaða í alla staði. Þar áttu Helga og Sara sumar af sínum sælustu stundum í æsku með Gumma afa þar sem hann var alltaf eitthvað að stússa í garð- GUÐMUNDUR ÁGÚST JÓNSSON ✝ GuðmundurÁgúst Jónsson, framreiðslumeistari og símsmíðameist- ari, fæddist á Blómsturvöllum í Grindavík 20. júní 1938. Hann lést 20. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 30. mars. inum. Í Bankastræt- inu átti hann ótal vini sem fljúga um himin- inn og sakna hans nú. Það er við hæfi að segja að nú gráti fugl- ar himinsins því að besti vinur þeirra er horfinn. Hann var vin- ur hinna minnstu smælingja, sagði fátt en hugsaði stórt. Gummi sagði ekki allt- af mikið en börnin vildu alltaf sitja hjá honum. Nærvera hans og viðmót var svo þægilegt. Stefán Örn sagði, þegar hann vissi að Gummi afi væri dáinn: „Nú get ég ekki setið við hliðina á honum.“ Í nokkurn tíma hafði Gummi glímt við alvarleg veikindi. Allan þann tíma bar hann höfuðið hátt og reyndi að njóta þess tíma sem hann fékk. Í gegnum tíðina höfum við átt afar ánægjulegar stundir með Gumma og Hönnu, börnum og barnabörnum og allri fjölskyldu þeirra. Við munum öll sakna Gumma afa en geyma í hjarta okkar ánægjulegar minningar um einstak- an ljúfling. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldu hans, Hönnu, börnum og barnabörnum. Júlía Linda Ómarsdóttir, Stefán Jóhannesson, Helga Þórey, Sara María, Jóhannes, Alexander, Hug- rún Hanna og Stefán Örn. Nú kveð ég þig, elsku vinur, með tár í augum. Ég á góðar minningar um þig. Við kynntumst þegar leið- ir þínar lágu með Ey- dísi. Þú varðst fljótt ein af stelpun- um. Ég var um tíma „þriðja hjólið“ í sambandinu og eyddum við mörgum stundum saman. Ég man eitt sinn er við vorum á leiðinni upp í bústað í Grímsnesi stoppuðum við hjá Ker- inu. Þegar ég sté út úr bílnum voruð þið þotin af stað og ég brjálaðist því ég hélt þið ætluðuð að skilja mig eft- ir. Ég hef mikið hlegið að þessu. Þú varst svo góður og hjartahlýr. Ég man eitt sinn er við vorum að passa Jóel spjölluðum við um vandamálin okkar og varst þú mjög þakklátur. Þú varst mjög þakklátur fyrir litla hluti. Eitt sinn sagðir þú við mig: „Þú ert alveg ofboðslega góð.“ Mér þótt vænt um að heyra þessi orð og geymi þau í hjarta mínu. Þegar þú birtist færðist bros yfir andlit manns, þú hafðir þessa eiginleika. Megi allir guðs englar vaka yfir þér, elsku vinur minn. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu þinn- ar, Lilju, Eydísar og þeirra sem um sárt eiga að binda. Laufey Guðmundsdóttir. Það má með sanni segja að orðtak- ið „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ eigi við um þær fréttir sem bárust okkur í seinustu viku, nema við urð- um fyrir þrumunni í þetta skipti. Arnar var ein af allra lífsglöðustu persónum sem ég þekkti. Leiðir okk- ar lágu saman fyrir um tíu árum í gegnum snjóbrettin. Við rákum þá verslunina Týnda hlekkinn og Arnar varð fljótt heimalningur þar á bæ. Foreldrar Arnars voru nösk á áhuga og hæfileika hans á bretti og gáfu honum fullt frelsi til að iðka það sem ARNAR FREYR VALDIMARSSON ✝ Arnar FreyrValdimarsson fæddist í Reykjavík 10. desember 1982. Hann lést 20. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 29. mars. honum var í blóð borið. Pínulítill fékk Arnar fast sæti í bílum okkar og fór með okkur um landið þvers og kruss leitandi að draumaað- stæðum mynduðum af snjó eða sjó. Hæfileikar Arnars voru miklir og nátt- úrulegir, það sem hann fékk áhuga á varð fljótt auðvelt og eðlilegt fyrir honum. Mér fannst Arnar aldrei greina og spá of mikið í hlutina, hann hafði náttúru- legan skilning og tilfinningu fyrir því sem hann gerði. Það var það sem gerði hann svona yndislegan og fal- legan. Ég leit alltaf á hann sem litla bróð- urinn sem ég átti aldrei. Vafalaust verður Arnar syrgður að eilífu en brosið og minningin um þennan lífsglaða dreng virkar sem sól í sálu okkar. Katrín, Valdimar, Sigríður, Alli, Björgvin og Lilja, nú reynir á þá sterku fjölskyldu sem ég veit að þið eruð. Ykkur bið ég fyrir og sendi all- an kraftinn. Jón Teitur (bróðir). Elsku Arnar minn, vinur minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið en samt er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga allar þessar minningar, alltaf brosandi og fynd- inn. Ég man svo þegar við brunuðum norður til Akureyrar nokkur saman, leigðum okkur íbúð þar bara af því að það var smásnjó að finna á Dalvík, þú vissir alltaf hvar á landinu snjó var að finna. Þú varst á nýju snjóbretti sem þú varst svo ánægður með að þú gjörsamlega geislaðir, reyndar geisl- aðir þú svo oft að það var alltaf gam- an að vera með þér, og hlátur þinn mun ávallt lifa í huga mér. Ég er hálffegin að ekki varð af snóbrettamótinu Ak-Extreme núna í ár, sem hefði átt að vera um næstu helgi því að ég hélt alltaf með þér, mér var það óskiljanlegt hvernig þú gast alltaf stokkið endalaust hátt og langt, sama hvort það var á sjóbretti, hjólabretti, brimbretti eða krossara. Við töluðum oft saman um lífið og hindranir sem í því geta falist en ég vissi ekki að það væru til hindranir sem þú gætir ekki sigrast á. Mína dýpstu samúð votta ég for- eldrum, systkinum, Lilju og vinum. Sjáumst síðar, kæri vinur. Hvíldu í friði. Þín vínkona Ásta Ýr Esradóttir. Ef ég ætti að lýsa Arnari, þá myndi ég segja að hann hafi verið brosmildur, glaðlegur, heiðarlegur og einhver sú fallegasta sál sem ég hef kynnst. Hann var einn af þeim sem manni þótti fljótt vænt um og sú væntumþykja efldist við frekari kynni. Kynni mín af Arnari hófust snemma. Hann var um 12 ára gamall þegar ég hitti hann fyrst í götunni fyrir utan hús foreldra sinna, æfandi sig á hjólabretti og þá orðinn mjög góður á því. Þetta áhugamál átti eftir að eiga hug hans allan og fór yfir í snjóbretti, að surfa og fleiri jaðarí- þróttir. Hann náði árangri fljótt í þeim hlutum sem hann tók sér fyrir hendur. Ég man hve ég dáði hann fyrir hve fljótur hann var að tileinka sér hlutina. Ég man hve stoltur ég var af hon- um þegar hann fór að hanna og selja sína eigin fatalínu og þegar hann kláraði Iðnskólann. Mér fannst hon- um vera allir vegir færir og ekkert nema jákvætt framundan. Það voru ótal hlutir í gangi í kring- um hann og hann hafði alltaf nóg að gera. Hann var á hjólabrettum og snjóbretti, með sína eigin fatalínu, var nýbúinn að fá sér hund, var að kaupa sér fasteign. Hann gat aldrei verið kyrr lengi á sama staðnum, hann var sífellt á ferðinni, það var alltaf eitthvað um að vera. Það er erf- itt að sætta sig við það hve snemma á lífsleiðinni hann ákvað að hægja á sér. Hann var frábær fyrirmynd fyrir bræður sína tvo, Björgvin og Aðal- stein, og litla frænda sinn hann Jóel Snæ. Og ég veit að það var eitthvað sem hann tók alvarlega og skipti hann miklu máli hvernig fyrirmynd hann væri fyrir þá sem litu upp til hans. Það eru ótal hlutir sem ég gæti tal- ið upp um Arnar Frey. Ég á ekkert nema góðar minningar um hann. Þær minningar eru arfleið hans og til vitnis um þá persónu sem hann hafði að geyma. Ég veit að þú ert farinn á betri stað þar sem þér líður betur. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta mínu. Ég sé það núna að það er ekkert að óttast þegar minn tími kemur. Ég veit að þú bíður mín með bros á vör, eins og alltaf. Einar Logi Sveinsson. Elsku vinur. Eins sárt og það er að sætta sig við það, þá er þetta víst kveðjustund. Hér erum við nokkrar saman- komnar að skrifa okkar hinstu orð til þín. Minningarnar um þig eru svo margar. Við minnumst þín fyrst og fremst sem einlæga brosmilda stráksins, töffarans með stóra hjartað og Arn- ars hennar Lilju. Ást þín til hennar var ólýsanleg, eins og svo margt í fari þínu. Það er ofarlega í minningu okk- ar þegar þú bauðst henni á fyrsta stefnumótið, hún iðaði öll af gleði. Ekki leið á löngu þar til þið sáuð ekki sólina hvort fyrir öðru og þú tengdist okkar vinahópi. Þú varst frábær vin- ur, tilbúinn að hlusta og leggja okkur lið. Við erum allar svo stoltar yfir því að hafa fengið að kynnast þér, þín verður sárt saknað. Við vottum fjölskyldu þinni og öll- um þeim sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér innilega samúð okk- ar. Þínar vinkonur Agnes, Erna, Kristín Erla, Kristjana, Sunna Björg og Svava. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku Sigga og fjölskylda, ég votta ykkur samúð mína. Nanna Mjöll Markúsdóttir. Þetta er sjötta eða sjöunda tilraun við tölvuna að setja niður minningu um vin minn „Snákinn“ eða Arnar Frey Valdimarsson. Ég vil byrja á að votta foreldrum, systkinum, kærustu og öðrum ætt- ingjum mína innilegustu samúð. Seinustu dagar hafa verið tíma- lausir og í móðu. Ég er búinn að vera að hugsa um þær góðu minningar sem ég á um þig. Þar sem ég hef verið að syrgja þig, hefur það verið mér erfitt að sætta mig við, að þær minningar sem að ég á um þig verða að duga mér það sem eftir er. Ég mun varðveita þær svakalega vel í hjarta mínu. Forréttindin að hafa verið vinur þinn eru gífurleg. Að hafa þekkt mann eins og þig, sem ávallt gat dregið fólk með sér á brosinu einu saman er yndislegt. Ég man þegar ég var búinn að plana að koma í heimsókn til þín til Austurríkis í fyrravetur. Þú hringdir í mig nokkrum dögum áður en ég átti að koma og þá varstu búinn að brjóta á þér ökklann, ekkert stórmál, þig vantaði bara Playstation tölvuna þína svona rétt á meðan þetta væri að gróa. Ég kom út til ykkar að kvöldi og þú búinn að vera slasaður og rosa- legt púður í fjallinu, hélst fyrir okkur vöku alla nóttina með endalausum sögum og glensi að ég minnist nú ekki á Angaló. Þessi vika var hreint út sagt frá- bær, mesta púður sem allir hafa upp- lifað og þú bara á hækjum. Svo fórum við með lest til Þýska- lands til að fara á sýningu. Þú komst til að hjálpa okkur að velja vörur frá uppáhalds merkjun- um þínum fyrir næsta vetur. Þér fannst allt sem þú sást „geð- veikt“, ég held að þú hafir valið þér fimm bretti og eina sjö galla. Vona að ég hafi gert mitt besta í að vera vinur þinn og félagi. Þú munt alltaf vera hjá mér í hjarta og huga. Elsku Arnar minn, hvíldu í friði. Þinn vinur, Reynar Davíð Ottósson. Við náðum að kynnast Arnari þeg- ar hann kom og var viðstaddur brúð- kaup systur sinnar sumarið 2004 og svo aftur um jólin sama ár. Það var auðvelt að kynnast Arnari, enda alltaf brosandi og stutt í grínið. Það var alltaf gaman að heyra hversu vel hún Sigga talaði um hann bróður sinn. Hún var greinilega stolt af honum og það ríkti mikill kærleik- ur milli þeirra systkina. Kæri Arnar, hvíl í friði. Kæru Katrín, Valdi og fjölskylda. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg- inni á þessum erfiðu tímum. Til minningar um góðan dreng. Ingvar, Vigdís og dætur, Horsens, Danmörku. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar Elskuleg móðir okkar, RAGNA MAJASDÓTTIR, Túngötu 5, Ísafirði, sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði sunnudag- inn 26. mars, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 1. apríl kl. 14:00. Synir hinnar látnu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN AÐALSTEINN JÓNSSON, Eyrardal, Súðavík, andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði, aðfaranótt mánudagsins 27. mars. s.l. Útförin verður gerð frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Súðavíkurkirkju. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jóna Guðbjörg Kjartansdóttir McCarthy, Bjarni Dýrfjörð Kjartansson, Steinn Ingi Kjartansson, Guðmundur Svavar Kjartansson, Guðjón Marteinn Kjartansson, Kristín Lilja Kjartansdóttir, Bjarney Stella Kjartansdóttir, Daði Kjartansson, Stefán Haukur Kjartansson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.