Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 79 DAGBÓK Eldmessa“ er yfiskrift málþings semKirkjubæjarstofa, Guðfræðistofnun,Jarðvísindastofnun og Sagnfræðistofn-un HÍ ásamt Vísindafélagi Íslendinga standa fyrir á morgun, sunnudag, um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda. „Flestir Íslendingar vita að Skaftáreldar eru tví- mælalaust einhver hrikalegasti atburður íslands- sögunnar, en það munu fáir gera sér glögga grein fyrir því hvað í þessum hamförum fólst, og hversu örlagaríkar afleiðingar móðuharðindin höfðu í för með sér,“ segir Jón Helgason, einn aðstandenda málþingsins. „Þessi takmarkaða þekking er að vissu leyti skiljanleg þar sem hvergi er að finna að- gengilegar og glöggar lýsingar á þessum gífurlegu hamförum. Þeir sem að málþinginu standa vonast til að þeir sem mæti á dagskrána verði nokkru fróðari um Skaftarélda, en með málþinginu viljum við þó sérstaklega leggja áherslu á að auka þurfi kynningu og fræðslu á þessum náttúruhamförum. Slík vitneskja er þjóðinni nauðsynleg, til að skilja sögu sína og hina sífelldu iðju náttúruaflanna, þar sem mannlegur máttur má sín svo lítils.“ Skaftáreldar hófust 8. júní 1873 og hélt séra Jón Steingrímsson greinargóða lýsingu á hamför- unum, sem fengið hefur heitið „Eldritið“. „Séra Jón þakkaði auðvitað Guði fyrir þegar hraunið stöðvaðist, en hann var svo mikill vísindamaður – og það er einkennandi fyrir Eldritið – að hann lýsti því hvernig Guð fór að, og hvernig stíflaðar ár kældu hraunið. Þetta er einstök samtímaheimild.“ Eitt af meginmarkmiðum málþingsins er að kalla á sýningarsetur tileinkað Skaftáreldum: „Það er eitt brýnasta verkefni íslenskrar ferðaþjónustu að komið verði upp á vettvangi myndrænni og grípandi sýningu sem byggist á samtíðarlýsingu séra Jóns á framvindu gossins frá degi til dags, og nýtir nútímatækni til að koma efninu sem best til skila til áhorefnda,“ segir Jón Helgason. „Það er ekki síður skylda samfélagsins að heiðra þannig minningu forfeðranna, sem háðu harða baráttu við náttúruöflin, og líka skylda að gera komandi kyn- slóðum grein fyrir því hvað megi búast við að ger- ist aftur með einhverjum hætti á komandi tímum.“ Settar hafa verið fram fyrstu hugmyndir að slíkri sýningu. Málþingið hefst kl. 13 með ávarpi Jóns Helgasonar. Þá flytur Einar Sigurbjörnsson erindi um Jón Steingrímsson. Þorvaldur Þórð- arson fjallar um Skaftárelda og hnattræn áhrif þeirra og Sigurður Steinþórsson segir frá lýs- ingum Jóns Steingrínssonar á Skaftáreldum í ljósi samtíma og síðari þekkingar. Eftir stutt hlé les Gunnar Þór Jonsson bréf séra Jóns Jónssonar um Skaptáreldinn 1783, og Guðmundur Hálfdánarson ræðir um mannfall í móðuharðindunum. Þá fjallar Sveinbjörn Rafnsson um viðbrögð stjórnvalda á Íslandi og Danmörku við Skaftáreldum og loks Örn Bjarnason sem flytur erindið „Jón Stein- grímsson: Líkn og lækningar“. Eftir fyrirlestra verða umræður. Málþingið er haldið í Öskju, Sturlugötu 7. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Málþing | Hugmyndir kynntar að tæknivæddri sýningu um Skaftárelda og áhrif þeirra Jón Steingrímsson og Skaftáreldar  Jón Helgason fædd- ist 1931 í Seglbúðum. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1950. Auk þess að sinna bústörfum gegndi Jón ýmsum trún- aðarstörfum og sat í stjórn Stéttarsam- bands bænda um nokk- urra ára skeið. Árið 1974 tók Jón sæti á Alþingi og var forseti sameinaðs þings á árunum 1979–1983, þá landbúnaðarráðherra 1983–1988 og dóms- málaráðherra 1983–1987. Jón hætti þing- mennsku 1995, var formaður Búnaðarfélags Íslands og seinna formaður Landverndar. Jón hefur síðustu 8 ár verið forseti Kirkjuþings. Jón er kvæntur Guðrúnu Þorkelsdóttur og eiga þau þrjú börn. Íslandsmótið. Norður ♠D63 ♥Á6432 A/Enginn ♦103 ♣D63 Vestur Austur ♠KG105 ♠87 ♥D1075 ♥KG8 ♦K6 ♦DG9872 ♣1095 ♣82 Suður ♠Á942 ♥9 ♦Á54 ♣ÁKG74 Spilið er frá undankeppni Íslands- mótsins um síðustu helgi. Þrjú grönd vinnast í NS, en sá samningur er ekki augljós eftir opnun austurs á veikum tveimur í tígli og víða varð niður- staðan fimm lauf. Þetta var ein sagn- röðin: Vestur Norður Austur Suður – – 2 tíglar 3 lauf 3 tíglar 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 5 lauf Dobl Allir pass Hvernig metur lesandinn horfur sagnhafa í fimm laufum eftir tíg- ulkónginn út? Fljótt á litið virðist vörnin hljóta að fá þrjá slagi – einn á tígul og tvo á spaða. En lítum á þetta: Sagnhafi dúkkar tígulkónginn, fær næsta slag á tígulás og spilar svo þriðja tíglinum til að trompa í borði. Þriðji tígullinn setur vestur í óvenjulegan vanda. Hann má aug- ljóslega ekki kasta spaða, því þá fríast fjórði spaði suðurs. En vestur má heldur ekki henda hjarta. Geri hann það mun sagnhafi taka hjartaás og trompa hjarta, spila laufi á drottningu og trompa hjartað frítt. Síðan er vest- ur aftrompaður og smáum spaða spil- að að drottningu blinds. Eina vörnin sem dugir er því að „undirtrompa“ þriðja tígulinn! Þetta er stórmerkilegt spil og enn skemmtilegra ef tromp vesturs er veikt í 10xx og blindum gefin laufnían í staðinn fyrir hund. Í því tilfelli er vestur í raun þvingaður í þremur lit- um – spaða, hjarta og TROMPI. Við skoðum það á morgun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. Rc3 a6 5. d4 b5 6. b3 Bg4 7. Be2 Rbd7 8. 0–0 e6 9. Bb2 Db8 10. Re5 Bxe2 11. Dxe2 Rxe5 12. dxe5 Rd7 13. cxd5 cxd5 14. Had1 Bc5 15. Dg4 g6 Stórmeistarinn Jaan Ehlvest (2.619) er borinn og barnfæddur í Eistlandi en hefur undanfarin ár haft fasta búsetu í Bandaríkjunum og teflt þar af miklu kappi. Eins og svo margir aðrir öflugir stórmeistarar úr Austurvegi hefur hann ákveðið að tefla fyrir land tækifæranna og má jafnvel búast við að hann komist í þarlenda landsliðið og taki þátt í Ólymp- íuskákmótinu í Tórínó sem fram fer í vor. Hinn nýbakaði Kani hafði hvítt í stöðunni gegn Óskari Bjarnasyni (2.255) á opna alþjóðlega Reykjavík- urmótinu sem lauk fyrir skömmu í skák- miðstöðinni í Faxafeni 12. 16. Rxd5! exd5 17. Hxd5 Db7 18. Hfd1 0–0–0 19. Hxc5+ og svartur gafst upp enda er hann tveim peðum undir og mun tapa enn meira liði eftir 19. … Kb8 20. Hcd5. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 85 ÁRA afmæli. Í dag, 1. apríl, er85 ára Þórður Jón Pálsson, Aflagranda 40, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í dag kl. 11–15 á Lind- arflöt 16, Garðabæ. Hvar er fjórða valdið núna? HVAR er fjórða valdið núna, fréttamenn? Það hefur ekki borið mikið á því í máli sem snertir fjölda fólks og allar eigur þess líka. Það eru þessi nýju tollaviðskipti sem Guðni Ágústsson er búinn að semja um og guð hjálpi honum í næstu kosningum og öðrum rolu- þingmönnum á Suðurlandi. Í skipt- um fyrir 1% af hestamönnum sem rækta hross til útflutnings og nokkrar pylsur setur hann þá sem ekki eru ríkisstyrktir út á guð og gaddinn. Þetta eru garðplöntu- ræktendur og trjáplönturækt- endur. Það hefur ekki staðið á frétta- mönnum að búa til fréttir þegar ekkert er í fréttum. Sorgleg dæmi eru þegar þeir taka til umfjöllunar efni eins og um þunglyndislyf, sem varð til þess að margir sem þau þurfa neita að nota þau, með sorg- legum endi. Næst tóku þeir fyrir lyf sem ætlað er ofvirkum og fólki með athyglisbrest og það kom mjög illa við margan unglinginn. Svo voru það verkjalyfin sem allt fór á hvolf yfir þannig að margir læknar þora varla að gefa þau fólki sem þarf á þeim að halda og ekkert annað er hægt að gera fyrir. Það eru margir að vona að fréttamenn hugsi, áður en þeir skrifa slíkar fréttir, um hvaða afleiðingar þær hafa. Og hvernig er þetta með NFS, nýju fréttastöðina? Í þessum þátt- um sem eru á daginn, er staglast á því sama dag eftir dag og viku eftir viku. Vonandi mega þeir einhvern tíma vera að því að breyta um um- ræðuefni. Björg Jónsdóttir. Stöð 2 tekin af hjúkrunarheimili FULLORÐIN kona, öryrki, sem býr á hjúkrunarheimili í Árskógum í Breiðholti hafði samband við Morgunblaðið og sagði frá því að búið væri að taka af íbúum Stöð tvö og aðrar sjónvarpsrásir sem 365-ljósvakamiðlar senda út. Fram að þessu hefur hjúkrunarheimilið borgað eitt gjald fyrir allt húsið, en nýverið hefði fjölmiðlafyrirtækið krafist þess að hver og einn íbúi borgaði fyrir Stöð tvö. Konan sagðist vera afar ósátt við þessa ákvörðun fyrirtækisins og það sama ætti við um flesta íbúa heimilisins. Þarna byggi gamalt fólk og öryrkjar með lágar tekjur og margir hefðu ánægju af því að horfa á sjónvarp. Hún sagði það ótrúlega framkomu að koma svona fram við gamalt fólk. Giftingarhringur týndist GIFTINGARHRINGUR merktur „Þinn Þorvaldur“ týndist fyrir nokkrum vikum , líklega í mið- bænum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 8238 eða 863 1806. Perla týnd í Sigtúni eða nágrenni PERLA hvarf að heiman úr Sig- túni hinn 27. mars síðastliðinn og er sárt saknað. Hún er aldrei úti á nóttunni. Perla er þrílit; svört með gulum yrjum í feldinum, hvíta blesu og kvið og gula og hvíta fæt- ur. Hún er nýorðin 2ja ára og afar smávaxin. Hún hefur svarta ól, 2 bjöllur og merkispjald sem er orðið ólæsilegt. Endilega leitið í bíl- skúrum/geymslum, hún gæti hafa lokast inni. Upplýsingar í síma 862 3344, Berglind. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, 1. apríl,verður níræður Tómas Jóns- son, Dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi. SKEMMTILEGT, lærdóms- ríkt og ódýrt skyndinámskeið fyrir fólk á öllum aldri (þó ekki yngra en 16 ára) hefst í Iðnó nk. mánudagskvöld. Kennnari er Kristín G. Magnús, leikkona, leikstjóri og leikritahöfundur. Nemendur fá tilsögn í leikspuna, persónusköpun, raddbeitingu, framsögn, tján- ingu og hreyfingum á leik- sviði. Möguleiki er á að hæfi- leikafólki verði boðið að koma fram í leiksýningunum Bjart- ar nætur – Light Nights sem verða í Iðnó í sumar. Allar nánari upplýsingar og bókun í síma 551 9181. Leiklist- arnámskeið í Iðnó ÍSLENSK-japanska félagið minnist 25 ára afmælis á þessu ári. Af því tilefni gengst félagið fyrir málþingi um japönsk ljóð og sögur í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101, í dag kl. 14. Aðalfyrirlesari verður Alan Cummings, lektor í japönsku máli og bókmenntum við Lundúnahá- skóla. Nefnist fyrirlestur hans „Narra- tive and Geography in Kabuki“ og verður fluttur á ensku. Aðrir fyrirlesarar verða Óskar Árni Óskarsson, rithöfundur, Úlf- hildur Dagsdóttir, bókmenntafræð- ingur, Ásta Gunnlaugsdóttir og Ólafur Sólimann, nemar í japönsku við Háskóla Íslands. Málþingið er haldið í samvinnu við japanska sendiráðið á Íslandi, og allir eru velkomnir. Japönsk ljóð og sögur Orlando Vacation Homes USA Thank you to everyone who visited us at the Hótel Loftleiðir. We enjoyed meeting all of you and look forward to seeing you soon in sunny Florida! www.livinfl.com Í smíðum Af sérstökum ástæðum er til sölu mjög falleg 115 fm íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Sóltúni. Upplýsingar í síma 699 6280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.